Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Baðvörur
fyrir hótel, gistiheimili,
dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur,
heilsugæslustofnanir o.fl.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjárfestar áforma að reisa allt að
þúsund manna ferðaþjónustuþorp í
Bláskógabyggð í Árnessýslu. Þorp-
ið yrði í þriggja kílómetra fjarlægð
frá Geysi í Haukadal og með versl-
un og þjónustukjarna.
Verkefnið markar tímamót í ís-
lenskri ferðaþjónustu, enda þorpið
reist gagngert undir slíka starf-
semi. Notast verður við nýjar
byggingaraðferðir sem gera kleift
að reisa þorpið á skömmum tíma.
Birgir Örn Arnarson, stjórn-
arformaður fasteignaþróun-
arfélagsins Arwen, segir stefnt að
því að byggja þorpið á næstu fjór-
um til fimm árum. Verkefnið sé enn
á þróunarstigi. Húsin verði byggð
úr tilbúnum timbureiningum sem
eru framleiddar af Byko-Lat í Lett-
landi.
„Við höfum fest kaup á þremur
samliggjandi jörðum, sem eru í
sjónlínu við Geysi og með útsýni yf-
ir Langjökul og í allar áttir. Þetta
eru samtals 76 hektarar og þarna
er búið að skipuleggja 8.000 fer-
metra byggð, með sumarbústöðum
og þjónustumiðstöð og mögulega
sundlaug og hóteli. Við ætlum að
fara í markaðsrannsókn í sumar og
sjá hvað vantar á markaðinn og
hvaða þjónustustig. Við erum tilbú-
in að skoða nýja möguleika og fara
nýjar leiðir,“ segir Birgir Örn. Um
er að ræða jarðirnar Markholt,
Einiholtsás og Kistutjarnir.
Birgir Örn segir þjónustu-
miðstöðina munu henta ferðamönn-
um sem fara Gullna hringinn svo-
nefnda. Þar verði boðið upp á
verslun og þjónustu. Til skoðunar
sé að gera göngustíga á svæðinu og
útbúa hlaupabrautir og aðstöðu
undir skíðagöngu á veturna. Marg-
ir ferðamenn sæki orðið í útivist.
Birgir Örn segir of snemmt að
áætla kostnaðinn við verkefnið.
Byggt við bjór-
verksmiðju Kalda
Birgir Örn segir að áður en byrj-
að verði á þorpinu muni Arwen
ljúka við nokkur þróunarverkefni.
Félagið sé að ljúka við nýbygg-
ingu undir bjórspa og veitingastað
við Bruggsmiðju Kalda á Árskógs-
sandi. Þar muni gestir njóta útsýn-
is yfir Eyjafjörðinn, Hrísey og
Kaldbak.
Þá er félagið að byggja 1.450 fer-
metra hús við Seljaveg í Reykjavík
undir íbúðir og þjónustu. Miðað við
að fermetrinn kosti 600-700 þúsund
er söluverðið alls um milljarður.
Húsin eru úr tilbúnum timburein-
ingum frá Byko-Lat í Lettlandi og
eru þau fyrstu sinnar tegundar í
Reykjavík. Skammur fram-
kvæmdatími hefur vakið athygli,
enda eru húsin að verða fullbúin að
utan aðeins 8 mánuðum eftir að
jarðvinna hófst. Sunnan við ný-
bygginguna, á horni Seljavegar og
Nýlendugötu, mun Arwen reisa
annað hús undir íbúðir. Eign-
arhaldsfélagið Arwen Holdings var
stofnað utan um uppbygginguna
við Seljaveg og er Fasteignamark-
aðurinn, Óðinsgötu, samstarfsaðili í
verkefninu er varðar sölumál.
Eftirspurnin
margfalt framboðið
Spurður um eftirspurnina eftir
nýjum íbúðum í miðborginni segir
Birgir Örn hana vera slíka að selja
mætti hverja íbúð á Seljaveginum
þrisvar til fjórum sinnum. Það
vanti allar stærðir og gerðir af
íbúðum á svæðinu. Hann reiknar
með að slegist verði um rýmið und-
ir veitingastaðinn.
Birgir Örn segir Arwen Holdings
jafnframt áforma að reisa íbúðar-
hús úr timbureiningum á Miðbraut
á Seltjarnarnesi og gera upp Skóla-
vörðustíg 36 og reisa nýbyggingu á
baklóð hússins. Á jarðhæð á Skóla-
vörðustígnum verður verslun, eða
veitingarekstur, en íbúðir á efri
hæðum. Á síðustu árum hefur Birg-
ir Örn og fjölskylda gert upp fimm
einbýlishús í 101 og 105 Reykjavík,
þar með talið einbýlishúsin að
Laufásvegi 65 og 67.
Fasteignaverð í miðborginni hef-
ur hækkað mikið síðan Arwen hóf
að endurgera húsin árið 1994. Birg-
ir Örn segir aðspurður það tæplega
myndu borga sig í dag að kaupa
svona stórar og dýrar eignir mið-
svæðis í Reykjavík til þess að gera
þær upp og selja.
„Annars vegar hefur fast-
eignaverð í miðborginni jafnvel
þrefaldast á skömmum tíma. Hins
vegar er orðið að minnsta kosti tvö-
falt dýrara að gera upp svona eign-
ir en það var fyrir örfáum árum.
Laun iðnaðarmanna og fleiri kostn-
aðarliðir hafa hækkað mikið.“
Birgir Örn segir fjölskylduna
hafa leigt út íbúðir til ferðamanna í
skammtímaleigu. Sá markaður hafi
breyst að undanförnu. Eftir styrk-
ingu krónunnar hafi tekjurnar
dregist saman um 20-30% í krónum
talið miðað við útleigu í evrum og
bandaríkjadölum. Nú sé lang-
tímaleiga jafnvel hagkvæmari.
Lóðarverðið
hlutfallslega lægra
Jakob Helgi Bjarnason er for-
stjóri Arwen Holdings. Hann á
ekki langt að sækja athafnasemi
því hann er barnabarn Jóns Helga
Guðmundssonar, forstjóra Norvík-
ur.
Jakob Helgi segir Arwen sjá
sóknarfæri í að finna lóðir í mið-
borginni til uppbyggingar.
„Slíkar lóðir eru vandfundnar.
Þess vegna kaupum við hús til þess
að rífa, eða til að byggja stærri, eða
gera upp og breyta. Við viljum vera
miðsvæðis. Það kostar það sama að
byggja í miðbænum og vera í ytri
byggðum höfuðborgarsvæðisins.
Hér í miðborginni er fermetraverð-
ið kannski 600-700 þúsund en lóð-
arverðið 100-120 þúsund. Fer-
metraverðið í úthverfum er 350-400
þúsund yst í úthverfum en lóð-
arverðið 60-70 þúsund. Það er því
tvöfalt hærra fermetraverð í mið-
borginni sem vegur þyngra þrátt
fyrir tvöfalt hærra lóðarverð,“ seg-
ir Jakob Helgi og vísar til nýbygg-
inga.
Hann segir dæmið ganga upp,
hvort heldur sem eignirnar eru
leigðar út eða seldar.
„Leigutekjur miðsvæðis verða
öruggari með þéttingu byggðar og
þær eru hærri en í úthverfum. Það
eru jafnframt dæmi um að reynst
hafi erfiðara að fá leigutaka undir
atvinnuhúsnæði í úthverfum sem er
hægt að treysta.“
Fjárfestar áforma þúsund
manna þorp í nágrenni Geysis
Fasteignaþróunarfélagið Arwen stefnir á uppbyggingu í ferðaþjónustu á næstu fjórum til fimm árum
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Mikill fjöldi fólks er jafnan á ferð í Árnessýslu þar sem Gullfoss og Geysir laða að.
Fyrirhugað ferðaþjónustuþorp
Geysir
Tu
ng
ufl
jó
t
Hv
ítá
Gullfoss
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Jakob Helgi hefur á síðustu árum
starfað fyrir Byko-Lat, dótturfélag
Byko í Lettlandi.
Hann segir einingahúsið á Selja-
vegi byggt í samstarfi við fyrirtækið
Modulus sem er í eigu Jakobs Helga
og hálfsystur hans, Bertu Gunn-
arsdóttur. Berta rekur fyrirtækið
ásamt Jakobi Helga og Iðunni Jóns-
dóttur móður þeirra sem er stjórn-
arformaður félagsins.
Einingarnar eru framleiddar af
Byko-Lat, en hannaðar og fluttar inn
af Modulus. Hann segir engin eigna-
tengsl milli Modulus og Byko-Lat.
Jakob Helgi segir marga kosti við
þessa byggingaraðferð. Bygging-
arnar verði hagkvæmari í verði og
byggingartíminn styttri, sem aftur
lækki fjármögnunarkostnað. Til
dæmis sé byggingartíminn á Selja-
vegi allt að hálfu ári styttri en ef
byggt væri úr steinsteypu. Hljóðein-
angrun sé mun betri en gengur og
gerist á Íslandi, þrefalt gler í glugg-
um og eldvarnir ekki lakari en í
steinsteyptum húsum.
Hann segir Modulus bjóða upp á
innflutt hús sem eru með gólfefnum,
blöndunartækjum, ljósum og fullfrá-
gengin að utan. Hægt sé að reisa lít-
ið einbýlishús á aðeins 12-13 vikum
með þessari aðferð, að meðtalinni
vinnu við að grafa grunn og steypa
plötu.
Ný byggingaraðferð
Morgunblaðið/Baldur
Ný byggingaraðferð Húsið við Seljaveg í Reykjavík er reist úr tilbúnum
timbureiningum. Þar er gert ráð fyrir íbúðum og þjónusturými.