Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
LLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
MOSFE
Ert þú búin að prófa
súrdeigsbrauðin okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vegagerðin áformar að gera tvö
hringtorg á Þingvallavegi í Mosfells-
dal til að draga úr hraða á veginum
og auka þar með umferðaröryggi og
draga um leið úr umferðarhávaða.
Bæjarblaðið Mosfellingur greinir
frá.
Vegagerðin vinnur að þessu í sam-
ráði við Mosfellsbæ, sem fer með
skipulagsmál í dalnum. Breyta þarf
aðal- og deiliskipulagi vegna þessara
framkvæmda og fer sú vinna fram á
næstu mánuðum.
Hringtorgin eru áformuð annars
vegar við gatnamót Helgafellsvegar
og afleggjarans að Laxnesi og golf-
vellinum í Bakkakoti og hins vegar
við mót Æsustaðavegar og Mosfells-
vegar, þó aðeins vestar. Um leið
verður vegtengingum og afleggjur-
um fækkað á þessum kafla.
Jónas Snæbjörnsson, umdæmis-
verkfræðingur hjá Vegagerðinni,
segir við Morgunblaðið að unnið sé
að heildarskipulagi svæðisins.
Markmiðið sé að auka umferðarör-
yggi í dalnum, draga úr umferðar-
hraðanum og fækka vegtengingum.
Íbúar í dalnum hafa kvartað und-
an ónæði frá aukinni umferð um
Þingvallaveg. Samfara því hefur
hraðinn aukist, sér í lagi í vesturátt
niður af Mosfellsheiðinni.
Jónas reiknar með að skipulags-
vinnunni ljúki í sumar en ekki hafi
verið ákveðið hvenær ráðist verði í
framkvæmdir. Líklega verði það á
allra næstu árum.
Áætlun Vegagerðarinnar gerir
ráð fyrir að tvö hringtorg og ein und-
irgöng við Laxnes muni kosta um
250 milljónir króna.
Áforma tvö hring-
torg í Mosfellsdal
Ætlað að draga úr
ökuhraða og auka
umferðaröryggið
Hringtorg í Mosfellsdal
Þi
ng
va
lla
ve
gu
r
Gljúfrasteinn
Mosfells-
kirkja
Laxnes
Bakkakot
Laugabakki
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Sveitarfélagið hefur miklar áhyggjur af
því að bryggjan í Flatey sé að brotna nið-
ur og geti verið hættuleg,“ segir Ingibjörg
Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reyk-
hólahrepps. Hún segir að áhyggjum hafi
ítrekað verið komið á framfæri við Vega-
gerðina, en góð hafnaraðstaða í Flatey sé
hagsmunamál sveitarstjórnar, stjórnenda
Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, íbúa í
Flatey og þess mikla fjölda sem sæki eyj-
una heim. Það einfaldi ekki málið að deilt
sé um forræði yfir hafnarmannvirkjum og
hver eigi að annast viðhald.
Keyrt í springinn
Framan við gamla frystihúsið í Flatey
er steypt plan, en síðan kemur bryggjan í
tveimur hlutum. Nær landi er gamli hluti
bryggjunnar og er hann orðinn fúinn og
lélegur, að sögn Ingibjargar, og er veiki
hlekkurinn í þessum mannvirkjum. Hún
þolir illa aukið álag sem fylgir nýrri og
stærri ferju. Fremri hlutinn er nokkurra
ára og einnig farinn að láta á sjá.
Nýi Baldur er stærri en sá gamli og
getur ekki lagst að bryggju nema með því
að keyra í springinn. Landfestar eru þá
settar á polla og hann notaður sem mót-
staða á meðan ferjan er keyrð að bryggj-
unni. Átökin eru það mikil að allt leikur á
reiðiskjálfi, bæði nýja bryggjan sem fest
er í og gamla bryggjan. Ingibjörg segir að
bryggjan þoli ekki þessar aðfarir, sér-
staklega ekki í slæmum vestanveðrum
þegar átökin eru enn meiri en venjulega.
Ekki hlutverk sveitarfélagsins
Hún segir að ferjusiglingar frá Stykkis-
hólmi í Flatey og þaðan til Brjánslækjar
séu þjóðvegur þeirra sem eiga erindi í
Flatey og því á forræði Vegagerðarinnar
eins og verið hafi í áratugi. Sveitarfélagið
hafi síðast unnið reglugerð með gjaldskrá
fyrir höfnina árið 1947 eða fyrir 70 árum.
Vegagerðin hafi tekið við höfninni án sér-
stakra samninga þar að lútandi.
„Fljótlega eftir hrun, þegar efnahags-
lífið var í mestri lægð, fór Vegagerðin hins
vegar að tína utan af sér verkefni, sem
hún hafði haldið utan um í fjölda ára, þar
á meðal hafnarmannvirkin í Flatey. Sveit-
arfélagið hefur ekki viljað taka við höfn-
inni, enda ekki þess hlutverk að reka
ferjuhöfn. Ég hef hins vegar trú á að lausn
finnist á þessu máli og Vegagerðin komi að
nauðsynlegum endurbótum á höfninni,“
segir Ingibjörg.
Slysahætta á bryggjunni
Hún segir að Vegagerðin hafi komið
með óformlega hugmynd um að setja
tryggari polla uppi á landi til að halda á
móti skipinu. Slíkt hafi þó ekkert verið út-
fært og geti aðeins verið bráðabirgðalausn
en ekki viðgerð.
Til að tryggja öryggi á bryggjunni hefur
fólki síðustu misseri verið bægt frá þegar
Baldur leggst að. Ingibjörg segir að slysa-
hætta sé fyrir hendi á bryggjunni og brýnt
sé að ráðast í framkvæmdir sem allra
fyrst.
Telja að bryggjan geti verið hættuleg
Eldri timburbryggjan í Flatey á Breiðafirði þolir ekki aðfarirnar þegar Baldur leggst að bryggju
Reykhólahreppur vill úrbætur og er ekki sammála Vegagerðinni um forræði yfir mannvirkjum
Ljósmynd/Reykhólahreppur
Í Flatey Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggju og fólk fylgist álengdar með. Sveitarstjóri hefur áhyggjur af slysahættu á bryggjunni.
Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri
siglingasviðs, segir að Vegagerðin hafi gert
úttekt á bryggjunni í Flatey. Ljóst sé að
ráðast þurfi í lagfæringar á bryggjunni,
meðal annars á krossbitum og þverbitum
undir henni. Hann segist ekki geta sagt
hvenær ráðist verði í þær framkvæmdir en
það verði tæpast á þessu ári þar sem engar
fjárveitingar séu fyrir hendi.
Hann segir að bryggjan sé í eigu Reyk-
hólahrepps og hafi upphaflega tilheyrt
gamla Flateyjarhreppi. Sigurður segir að
Vegagerðin hafi ekki rekið bryggjuna síð-
ustu áratugi þó ríkið hafi fjármagnað end-
urbyggingu hennar.
Vegagerðin hafi í sjálfu sér engar heim-
ildir til þess að reka bryggjuna. Hins vegar
sé spurning hvort ekki væri eðlilegast að
ríkið tæki formlega við bryggjunni og hún
fengi í framhaldinu eðlilegt viðhald. Sam-
hliða yrði tekið gjald af Baldri vegna notk-
unar á mannvirkjunum.
Engar fjárveitingar á þessu ári
VEGAGERÐIN EKKI MEÐ HEIMILDIR TIL AÐ REKA BRYGGJUNA