Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 11

Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Guerlain kynnir með stolti nýjasta ilminn sinn, Mon Guerlain. Ilmurinn sem er innblásinn af Angelinu Jolie verður kynntur 15. – 17. mars í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ. Guerlain sérfræðingur verður á staðnum og tekur vel á móti þér. TAX FREE af öllum snyrtivörum ímars Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Embætti landlæknis hefur frá ára- mótum tekið við tilkynningum frá heilsugæslustöðvum og bráðamót- tökum um ríflega 100 tilfelli um nið- urgang í viku hverri. Í nýlegu yfirliti sóttvarnalæknis um flensu og aðrar pestir segir að fjöldi tilkynninga um niðurgang sé eins og gera megi ráð fyrir á þessum árstíma. Með yfirlitinu er birt meðfylgjandi tafla sem sýnir tíðni niðurgangs eftir vikum og árum allt aftur til 2012. Þar sést greinileg aukning er nær dreg- ur jólum og áramótum og sömuleiðis hafa gjarnan komið toppar kringum páska og í sumarbyrjun. Toppurinn um jólin Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir þessa tölfræði að mörgu leyti áhugaverða og sýna glögglega hvað sýkingar og umgangspestir geti verið árstíðabundnar, líkt og flensan, sem nú er í rénun hér á landi og úti í Evrópu. „Við höfum velt fyrir okkur hvern- ig á þessu stendur með niðurgangs- pestir. Sumir hafa nefnt jólahlað- borðin í nóvember og desember, þegar fólk fer mikið út að borða. Það er svolítið sláandi hvað þetta er svip- uð þróun frá ári til árs. Toppurinn kringum jólin er mest áberandi en einnig áhugavert hvað gerist jafnan í byrjun sumars og á vorin. Kannski má rekja það til þess þegar grillver- tíðin hefst og fólk er meira á ferðinni. Við höfum ekki nákvæmar skýringar á þessu,“ segir Þórólfur og ítrekar mikilvægi þess að gæta fyllsta hrein- lætis í allri matargerð, utan sem inn- an dyra. „Eftir því sem fólk ferðast meira, fer út að borða og mikill hraði er í matseldinni þá aukast líkurnar á einhverju smiti.“ Flensan á undanhaldi Frá því í lok nóvember sl. hefur inflúensa af stofninum A(H3N2) ver- ið staðfest hjá 392 einstaklingum og inflúensa B hjá sex einstaklingum. Talsvert hefur dregið úr fjölda þeirra sem hafa greinst á heilsu- gæslustöðvum með inflúensulík ein- kenni. Gerir sóttvarnalæknir ráð fyrir að tilfellum muni fækka á næst- unni, en ekki sé þó útilokað að inflú- ensa B eigi eftir að koma í kjölfarið á næstu vikum. Þórólfur segir flensuna oft hafa verið útbreiddari hér miðað við undanfarin ár. Aldrei hafi verið bólusett eins mikið og núna í vetur, og það geti haft sitt að segja þó að virknin gegn þessum stofni, A(H3N2), hafi ekki verið nema í kringum 40-50%. Bóluefni virki ekki jafn vel gegn þessum stofni og t.d. H1N1, sem hafi verið ríkjandi hin síðari ár. „Við vitum aldrei fyrirfram hvernig þetta verður. Sex mismun- andi öndunarfæraveirur hafa verið í gangi og stundum getur verið erf- itt að greina hvort þetta er inflú- ensa eða eitthvað annað,“ segir Þórólfur en mörg dæmi eru um fólk sem hefur veikst þrátt fyrir að hafa fengið flensusprautu. RSV-veiran svonefnda hefur greinst hjá 163 einstaklingum síðan í október. Oftast er um ung börn að ræða en veiran greinist einnig hjá eldra fólki. Metapneumo-veiran hefur greinst hjá 41 einstaklingi í vetur, allt frá tveggja mánaða til 85 ára aldurs. Þróun á niðurgangi svipuð frá ári til árs  Flest tilfelli kringum jólin og í upphafi grillsumarsins Tíðni niðurgangs eftir vikum 2012-2017 Jól Fjöldi tilfella Vika árs Heimild: Landlæknir 300 250 200 150 100 50 0 27 29 31 33 35 37 39 41 43 45 47 49 51 1 3 5 7 9 11 13 15 17 19 21 23 25 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016 2016-2017 Morgunblaðið/Sverrir Kvef Flensan er í rénun en nið- urgangurinn jafn og stöðugur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýtt deiliskipulag fyrir landið við Skógafoss er nú á lokastigi undirbún- ings hjá Rangárþingi eystra. Það tekur einkum til aðkomu að svæðinu, bílastæðum og göngustígum. Um- hverfisstofnun vinnur nú þegar að gerð göngustígs að fossinum sem hægt verður að framlengja þegar bílastæðin verða færð. Rangárþing eystra vinnur að skipulaginu í samráði við Umhverf- isstofnun enda er fossinn og næsta nágrenni hans friðlýst náttúruvætti. Áhugi er hjá Umhverfisstofnun að færa friðlýsingarlínuna örlítið út á kafla við Skógaá til þess að öll áin sé innan svæðisins. Deilur urðu um deiliskipulags- breytingar sem unnið var að á síð- asta kjörtímabili vegna staðsetn- ingar hótels. Þær tillögur sem nú er unnið að gera ekki ráð fyrir hótelinu, heldur snúast einkum um aðkomu að svæðinu, bílastæðum og göngustíg- um. Bílastæði og tjaldsvæði verða færð fjær fossinum, út fyrir friðlýsta svæðið. Framkvæmt á tveimur stöðum Skipulagsnefndin hvetur landeig- endur til að hefja sem fyrst uppbygg- ingu á nýju tjaldsvæði. Svæðið við Skógafoss liggur undir skemmdum vegna fjölgunar ferða- fólks. Umhverfisstofnun hefur unnið að því í vetur að gera nýja göngu- stíga. Annars vegar er unnið uppi á Skógaheiði að uppbyggingu fyrsta hluta gönguleiðarinnar yfir Fimm- vörðuháls, um 650 metra kafla. Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að jafn- framt þurfi að afmarka stíginn og loka minni stígum. Í næsta áfanga á að lagfæra 2100 metra langan kafla á gönguleiðinni, væntanlega síðar á þessu ári. Stígurinn sem liggur frá núver- andi salernishúsi og bílastæðum að Skógafossi er ónýtur og er verið að byggja hann upp frá grunni. Þegar bílastæðin hafa verið færð lengra frá og nýtt þjónustuhús byggt verður hægt að lengja stíginn þangað. Í framhaldinu verður gróðurlendið við stíginn girt af og gróður end- urheimtur þar sem hann hefur eyðst. Mikilvægt er að skapa góða að- stöðu fyrir gesti á láglendinu framan við fossinn með góðum stígum og út- sýnispalli, samkvæmt upplýsingum Finns Kristinssonar landslags- arkitekts sem vinnur að skipulaginu. Það er mikilvægasti staðurinn til að skoða fossinn. Góð aðstaða þar minnkar álagið á brekkurnar og tröppurnar upp með fossinum, að hans sögn. Í skipulaginu er gert ráð fyrir nýj- um tröppustíg upp með fossinum, breiðari en sá sem nú er. Ljósmynd/Umhverfisstofnun Skógafoss Verktaki vinnur að stígagerð við fossinn og uppi á Skógaheiði. Frekari framkvæmdir ráðast af skipulagi sem nú er í vinnslu. Bílastæðin færð frá Skógafossi „Bretland hefur ekki sóst eftir við- ræðum við EFTA til að kanna möguleika á aðild og það eru ekki í gangi viðræður á milli Bretlands og EFTA um þessi mál,“ segir Að- alsteinn Leifsson, forstöðumaður á skrifstofu fram- kvæmdastjóra EFTA, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Fram hefur komið að þing- menn á breska þinginu sem eiga sæti í nefnd um alþjóðaviðskipti, hafa lagt til að kannaður verði sá kostur að Bretar verði aðilar að EFTA samhliða úr- sögninni úr Evrópusambandinu og að farin verði mýkri leið við út- gönguna úr ESB. Nefndin birti ný- lega skýrslu sem hefur titilinn „Valmöguleikar Bretlands í al- þjóðaviðskiptum eftir 2019“ þar sem kannaðir voru ýmsir valmögu- leikar eða sviðsmyndir og ein þeirra var aðild að EFTA. Að sögn Aðalsteins sótti nefndin sér upplýs- ingar frá EFTA um innihald EFTA-samningsins, sem nær til viðskipta- og efnahagssamstarfs milli EFTA-ríkjanna sjálfra, efni og umfang fríverslunarsaminga sem EFTA hefur gert við 38 ríki og landsvæði og um EES-samning- inn. Niðurstaða nefndarinnar er m.a. að mæla með því að breska ríkisstjórnin kanni kosti og galla þess að ganga í EFTA með það fyrir augum að ganga til mögu- legra viðræðna um aðild fyrir árs- lok. Aðalsteinn bendir á að ríkis- stjórn Bretlands er ekki bundin af þessum tilmælum þingnefndarinn- ar „og eftir því sem ég kemst næst þá liggur ekkert fyrir um hvort þeim verði fylgt eftir“. omfr@mbl.is Bretar ekki sóst eftir viðræðum  Áhugi í Bretlandi á EFTA-aðild EFTA Aðildarlöndin eru Liechten- stein, Noregur, Sviss og Ísland. Aðalsteinn Leifsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.