Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta truffluævintýri á upp-haf sitt í því að fyrir tveim-ur árum fékk ég ítalskavini mína til að koma til
Vestmannaeyja á ítalska daga sem
ég hélt þar. Þetta voru meistara-
kokkarnir Michele Mancini og
Marco Savini, ásamt Alberto Kappé
og ítölskum undirleikara sem kom
með Höllu Margréti söngkonu.
Trufflur voru í aðalhlutverki og
ítölsku kokkarnir töfruðu fram góð-
gæti fyrir gesti, en Marco er með-
eigandi eins þekktasta trufflu-
fyrirtækis Ítalíu, Savitar, sem
framleiðir afurðir úr trufflum. Ég
fór líka með þessa ítölsku vini mína
til Reykjavíkur á nokkra veitinga-
staði og þeir urðu heillaðir af hæfi-
leikum íslenskra kokka og framsýni
þeirra. Þeim finnst frábært hvaða
slóð fólk er að feta hér í matargerð,
veisluþjónustu og öðru slíku. Eftir
þetta vildu þeir ólmir gera eitthvað
með Íslendingum og í framhaldinu
fór ég að kynna mér trufflur,“ segir
Sigurjón Aðalsteinsson veitinga-
stjóri Einsa kalda, veitingastaðar á
Hótel Vestmannaeyjum, en hann
hefur nú hafið innflutning á trufflum
og truffluafurðum til Íslands, í sam-
vinnu við þessa ítölsku vini sína sem
eru með gríðarlegan Íslandsáhuga.
Með hundum á truffluveiðum
„Trufflur eru jarðsveppir sem
hafa verið notaðir í matargerð öld-
um saman. Trufflur voru lúxusvara
og eru enn. Tvenns lags tegundir af
trufflum eru til, svartar og hvítar.
Sú svarta vex í nokkrum löndum,
Spáni, Króatíu, Frakklandi og Ítal-
Ítalirnir eru alveg
heillaðir af Íslandi
Hann hefur eignast góða vini í ítölskum meistarakokkum og markmanninum
heimsfræga Buffon, en kokkurinn hans er harður aðdáandi íslenska karlalands-
liðsins í knattspyrnu. Ítalíuævintýri Eyjapeyjans Sigurjóns Aðalsteinssonar hefur
undið upp á sig og nú flytur hann inn ítalska jarðsveppi, svokallaðar trufflur.
Morgunblaðið/Ásdís
Gómsæti Ítalskar hágæða truffluafurðir Sigurjóns sem fást nú á Íslandi.
Blak Sigurjón og Veronica systir Buffons, en hún var í landsliði Ítala í blaki.
Tónlistarmaðurinn og kerfisfræð-
ingurinn Jónas Sigurðsson verður
gestur Gunnar Hersveins rithöf-
undar og heimspekings í Heim-
spekikaffinu í Gerðubergi í kvöld
15. mars, kl. 20. Þeir munu spá
meðal annars í hamingjuna út frá
kerfum. Heimspekilegum spurn-
ingum verður varpað fram eins og:
er hægt að greina hamingjuna eins
og tölvukerfi? Getur gervigreind
upplifað hamingju? Er hamingjan
margslungið kerfi, snögg upplifun
eða eitthvað annað? Heimspeki-
kaffið í Gerðubergi hefur verið vin-
sælt undanfarin misseri, en þar er
fjallað á mannamáli um hvers kon-
ar líferni er eftirsóknarvert. Gestir
í Heimspekikaffinu taka virkan þátt
í umræðum og hafa margir fengið
gott veganesti eftir kvöldin og
hugðarefni til ræða frekar. Gunnar
Hersveinn hefur umsjón með dag-
skránni og leiðir gesti í lifandi um-
ræðu um málefnin. Hann hefur
m.a. skrifað bækur um gildin í líf-
inu og samfélaginu. Jónas Sig er
þekktur fyrir einstakan og kraft-
mikinn lifandi flutning með hljóm-
sveit sinni, Ritvélar framtíðarinnar,
og texta sem láta engan ósnortin.
Allir eru velkomnir á viðburðinn.
Heimspekikaffi á Borgarbókasafninu Gerðubergi
Hugsuður Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar gáfu út lagið Hamingjan er hér,
árið 2010. Jónas mun fjalla um hamingjuna í Heimspekikaffinu í kvöld.
Spurt er: Hvað er hamingja?
Málfundur um húsnæðismál ungs
fólks og hvað er til ráða? verður í
Stúdentakjallaranum kl. 20.30 í
kvöld. Stjórnmálamenn og sérfræð-
ingar í faginu ræða málin og svara
spurningum úr sal. Í pallborði munu
sitja Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri, Nichole Leigh Mosty, formaður
velferðarnefndar Alþingis, Guðfinna
Guðmundsdóttir, fasteignalögmaður
og fulltrúi í umhverfis og skipulags-
ráð Reykjavíkurborgar, og Konráð S.
Guðjónsson frá greiningardeild Arion
banka. Allir eru velkomnir.
Málfundur um húsnæðisvanda ungs fólks á Íslandi
Eignalausa
kynslóðin
Morgunblaðið/Eggert
Borgarstjóri Dagur mætir á fundinn.
Í dag miðvikudag, mun Íslandsdeild
Amnesty International, Rauði krossinn
á Íslandi og Mannréttindaskrifstofa Ís-
lands standa að málþingi um stöðu
flóttamannamála í Evrópu og á Íslandi.
Málþingið er í Háskóla Íslands, stofu
132 í Öskju. Málþingið hefst kl. 12 og
stendur yfir í klukkutíma.
Sérstakur gestur Íslandsdeildar Am-
nesty International, kanadíski lög-
fræðingurinn Anna Shea, verður meðal
framsögumanna. Hún starfar sem
rannsakandi og ráðgjafi hjá aðal-
stöðvum Amnesty International í
London. Framsaga Önnu ber heitið,
Europe’s Refugee Crisis: Solution
Looking for a Problem? Arndís Anna K.
Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða
krossinum á Íslandi, heldur erindi um
stöðu flóttamannamála á Íslandi, hvað
gengur vel og hvað má betur fara. Mar-
grét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu Íslands, leiðir
málþingið. Öll erindin verða flutt á
ensku og bjóða skipuleggjendur mál-
þingsins alla áhugasama velkomna.
Endilega mætið og hlustið á framsögur um …
… mannréttindi og málefni
flóttamanna í Háskóla Íslands
Morgunblaðið/Eggert
Velkominn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, bauð sýrlenska flóttamenn
velkomna til landsins á Bessastöðum í janúar síðastliðnum.