Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 13

Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Morgunblaðið/Ásdís Vinir Sigurjón og Mike saman utan við Ostabúðina við Skólavörðustíg þar sem Mike matreiddi með truffluafurðum. íu. Hvíta trufflan er sjaldgæfari en sú svarta, hún vex aðeins á Ítalíu og aðeins í þremur héruðum þar. Hér áður voru svín notuð til að leita uppi trufflur, því þær vaxa við rætur ákveðinna trjáa og það þarf að grafa eftir þeim. En nú eru sérþjálfaðir litlir hundar notaðir á truffluveiðum, eins og þeir kalla leitina,“ segir Sigurjón, sem hefur farið á trufflu- veiðar og fylgst með hundunum. „Þeir verða mjög æstir þegar þeir hafa þefað uppi hvar trufflur eru, skottið á þeim fer á fullt og þeir byrja að grafa af miklum móð. En það þarf að passa að þeir éti ekki trufflurnar eða skemmi þær, því þeir eru afar sólgnir í þær. Trufflu- veiðimennirnir eru með sérstaka hnífa til að ná trufflunum og þurfa að vera mjög snöggir að skera áður en hundurinn nær að éta þær. Veiði- mennirnir verða að vera í góðu formi til að fylgja hundunum eftir og kasta til þeirra hundanammi svo þeir snúi frá trufflunni.“ Jaðrar við slagsmálum Sigurjón segir að þegar trufflu- veiðunum sé lokið fari trufflu- veiðimennirnir til eiganda trufflu- fyrirtækisins, í hans tilfelli Claudio hjá Savitar, og þá fari af stað há- værar samningaviðræður um verðið. „Það gengur mikið á með handapati og jaðrar við slagsmál, því verðið er mjög breytilegt. Einn- ig þarf að þefa af trufflunum, snerta og meta áferðina, skoða litinn og fleira sem skiptir máli í gæðunum. En að þessum látum loknum, þegar menn hafa náð samkomulagi setjast þeir niður og fá sér vínglas og allir eru vinir. Þetta er mikið sjónarspil,“ segir Sigurjón og bætir við að með- altruffla sé á bilinu 30-50 grömm og þær kosti meira eftir því sem þær séu stærri. „Örfáir veitingastaðir á Íslandi kaupa svartar trufflur í sína matar- gerð, Holtið, Kolabrautin og Grillið, en þá borga menn um 180 þúsund fyrir kílóið. Kíló af hvítri trufflu kostar í kringum milljón, komið hingað til Íslands. Dýrasta truffla sem hefur verið seld í heiminum var hvít truffla, 1,3 kíló að þyngd, en hún var seld á 330.000 dollara, rúm- lega 40 milljónir íslenskra króna.“ Þróun með íslenskt hráefni En truffluafurðirnar sem Sigurjón hefur nú komið í sölu á Ís- landi eru á viðráðanlegu verði fyrir almenning. „Fólk getur keypt trufflu- hunang sem er gott með ostum og út í salat, trufflu-chutney sem er gott með hreindýrapaté og villibráð, trufflu-balsamico sem er gott með eftirréttum og truffluolíu í mariner- ingu á nautakjöti eða yfir salat. Og það þarf einungis að nota agnarlítið af þessum afurðum í hvert sinn sem matreitt er,“ segir Sigurjón og bæt- ir við að hann og Ítalirnir vinir hans hafi í samvinnu við þróunarverkefni í Sjávarklasanum prófað íslenska þorsklifur með trufflum. „Það er gaman að prófa að blanda saman óvæntum hráefnum og Ítölunum fannst þetta sælgæti. Við fórum í framhaldinu út í það að niðursjóða þorsklifur með trufflum og það kom vel út. Við prófuðum þetta líka með laxi og búið er að gera samning um framleiðslu á niðursoðna laxinum með trufflunum við erlendan stórmarkað. Núna höf- um við áhuga á að búa til trufflu- smjör og truffluost, úr íslensku smjöri og íslenskum osti. Fyrsti veitingastaðurinn til að vinna með Savitar var Hamborgarafabrikkan þeirra Simma og Jóa, en þeir truffl- uðu einn borgarann og nefndu hann Il maestro í höfuðið á Kristjáni Jó,“ segir Sigurjón og bætir við að stefnt sé að því að vinna að þróun rétta með Jóni Erni í Kjötkompaníinu og hans fólki, til að að bjóða upp á í kjötborðinu sem og í veislum. Buffon þoldi illa að tapa fyrir Íslendingum árið 2004 Vinur Sigurjóns, fyrrnefndur meistarakokkur Michele Mancini, starfar með honum og Savitar við að þróa rétti sem matreiddir eru með truffluafurðum, og hann var staddur á Íslandi fyrir skömmu og bauð þá upp á trufflufiskrétt í Ostabúðinni við Skólavörðustíg. „Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, sem er ótrúlega fal- legt land, hvílík náttúra,“ segir Mike, eins og hann er alltaf kall- aður. „Ég er heillaður af öllu sem ís- lenskt er og ég er einn af þessum brjáluðu aðdáendum íslenska lands- liðsins í fótbolta. Ég á íslenskar landsliðstreyjur og hvað eina,“ segir hann og bætir við að út af þessu hafi þeir lent í svolitlu rifrildi, hann og Gianluigi Buffon vinur hans, landsliðsmarkmaður Ítalíu og einn af frægustu íþróttamönnum heims, en Mike er yfirkokkur á veit- ingastað Buffons. „Buffon er bara fúll út í Íslendinga af því hann kom hingað til að spila árið 2004 og liðið hans tapaði gegn Íslendingum,“ seg- ir hann og hlær. Hissa á hlýju Íslendinga „Því miður komst ég ekki til Frakklands í fyrra á EM til að fylgj- ast með ótrúlegri velgengni íslenska liðsins, ég var að vinna á veitinga- staðnum hans Buffons, en ég fylgd- ist með í sjónvarpinu í eldhúsinu, og þegar Íslendingar unnu Englend- inga fagnaði ég rosalega. Það voru nokkrir breskir viðskiptavinir að borða á veitingastaðnum á þessu augnabliki, og þeir skildu auðvitað ekkert í þessum látum,“ segir Mike og bætir við að honum líki vel hversu opnir og vinalegir Íslend- ingar eru. „Ég hefði ekki trúað því að þessi þjóð hér í köldu norðri væri svona hlý. Ég hef eignast ótrúlega marga íslenska vini í Íslands- heimsóknum mínum. Mér finnst eins og við Sigurjón höfum alltaf þekkst, og þegar hann kemur í bæ- inn minn á Ítalíu heilsa allir honum. Þegar ég segi fólki heima á Ítalíu að ég sé að fara til Íslands eru allir mjög áhugasamir, af því Ísland er framandi og spennandi, ólíkt öllu öðru. Ég kann einstaklega vel við mig í Vestmannaeyjum, þar er para- dís.“ Sigurjón kynntist hinum fræga Buffon í gegnum Mike. „Á hótelinu hans Buffon starfar nánast öll fjöl- skylda hans, foreldrar, systur hans tvær og mágur, sem öll eru mikið íþróttafólk. Móðir hans er stærsta kona sem ég hef séð, en hún var Ítalíumeistari í 16 ár í kúluvarpi. Faðir hans var í landsliði Ítala í frjálsum íþróttum, en allt er þetta auðmjúkt fólk, engir stjörnustælar í því. Buffon er dásamlegur maður,“ segir Sigurjón, sem hefur orðið heimilisvinur þessarar ítölsku fjöl- skyldu og dvelur á Ítalíu stóran hluta af vetrinum. Girnilegt Trufflufiskurinn sem Mike bauð upp á í Ostabúðinni. Three Amigos Hinn heimsfrægi Buffon, Sigurjón og Mike. Truffluafurðirnar fást í Ostabúð- inni við Skólavörðustíg, Kjötkomp- aníinu í Hafnarfirði og Búrinu á Granda. Spurningakeppni eða pubquiz verður á Stofunni kaffihúsi á Vesturgötu 3 klukkan 20:30 í kvöld. Spurningahöf- undur og spyrill verður Sigurbjörn Kristjánsson, betur þekktur sem Siddi. Spurningaþema verður fyrir kvöldið eins og venjan er og munu spurningarnar fjalla um ávexti, ís, auglýsingar og orgíur. Í viðburðar- upplýsingum kemur fram að spurt verður um ýmsa ávexti sem fyrirfinn- ast á jörðinni, ísinn sem er svo vin- sælt að fá sér í eftirrétt og orgíur sem er hægt er að stunda fyrir/ eftir/á meðan maður fær sér ís ásamt þeim auglýsingum sem finna má í nánast hvaða formi sem er. Verðlaun eru veitt skörpustu, skemmtilegustu og slökustu kepp- endum. Verðlaun eru einnig veitt fyrir 2. sæti og miðjusætið ásamt því að liðið með besta nafnið fær verðlaun. Spurningum er skipt í þrjár lotur, hefðbundnar spurningar, valmögu- leikaspurningar og svo í síðustu lot- unni er að finna tóndæmi ásamt hefðbundnum spurningum. Hámark fjórir keppendur saman í liði og lofar spurningahöfundur miklu fjöri. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta 20:30 og keppni hefst stuttu síðar. Ekkert þátttökugjald er í spurn- ingakeppnina og eru allir sem hafa áhuga á skemmtilegum spurninga- keppnum eru hvattir til að mæta. Ávextir, auglýsingar, ís og orgíur er þema kvöldsins Þema Spurningahöfundur setti saman mynd úr spurningaþema kvöldsins. Spurningakeppni á Stofunni Stofan Spurningakeppnin fer fram á neðri hæð Stofunnar kaffihúss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.