Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
GOTT ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
Á UNGA FÓLKIÐ
Verið velkomin til
okkar í sjónmælingu
Afgreiðum samdægurs
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Í svari Jóns Gunnarssonar, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
við fyrirspurn frá Einari Brynjólfs-
syni, þingmanni Pírata, um við-
brögð við lokun neyðarbrautarinnar
á Reykjavíkurflugvelli (NA/SV)
kemur fram að samgöngu-
ráðuneytið hefur skoðað að opna
NA/SV flugbraut á Keflavík-
urflugvelli sem er í sömu stefnu og
neyðarbrautin 06/24 á Reykjavík-
urflugvelli.
Fyrirspurn þingmannsins er svo-
hljóðandi: „Til hvaða aðgerða
hyggst ráðherra grípa til að bregð-
ast við lokun svokallaðrar neyðar-
brautar (NA/SV) á Reykjavíkur-
flugvelli sem hefur leitt til þess að
við óhagstæð veðurskilyrði er óger-
legt að lenda sjúkraflugvélum í
nánd við eina hátæknisjúkrahús
þjóðarinnar?“
Í svari ráðherrans kemur fram að
miðað við þá forsendu að NA/SV
brautin yrði eingöngu nýtt sem
varabraut fyrir innanlandsflug sé
kostnaður við opnun hennar áætl-
aður um 240 millj. kr. Til skoðunar
sé hvort aðrar ódýrari lausnir séu
mögulegar við að nýta brautina.
„Samgöngustofa hefur eftirlit
með rekstri flugvalla. Á grundvelli
reglugerðar um flugvelli nr. 464/
2007 skulu fyrirhugaðar breytingar
á rekstri flugvalla gerðar í samráði
við Samgöngustofu. Erindi um lok-
un flugbrautar 06/24 barst til Sam-
göngustofu frá Isavia árið 2014. Því
fylgdi matsgerð Isavia þar sem lagt
var mat á flugöryggislega áhættu af
breytingunni fyrir notendur flug-
vallarins og kynntar ráðstafanir til
að tryggja áframhaldandi þjónustu
fyrir notendur án þess að draga úr
öryggi. Ekki var lagt mat á áhrif á
aðra þætti, svo sem neyðarskipulag
almannavarna, sjúkraflutninga,
fjárhagslegar afleiðingar á flug-
rekstur né flugvallarkerfið í heild,“
segir m.a. í svari ráðherra.
Fram kemur í svarinu að Sam-
göngustofa hefur heimilað lokun
brautarinnar, eins og kunnugt er.
Stofnunin hafi aftur á móti ekki af-
greitt málið endanlega, þar sem eft-
ir sé að taka afstöðu til ýmissa ráð-
stafana sem Isavia hafi tilkynnt að
nauðsynlegar séu vegna lokunar-
innar til að auka nýtingu og bæta
þjónustu vallarins með þeim braut-
um sem eftir séu. Um ræði m.a. ráð-
stafanir til að auka viðnám og bæta
nýtingu brauta í hálku, hliðarvindi
og við önnur óhagstæð veðurskil-
yrði. Í þeim tilgangi hafi nýr og full-
komnari brautasópur verið keyptur
til snjóhreinsunar á brautum. Þá
hafi verklagi við snjóhreinsun og
hálkuvarnir verið breytt þannig að
fyrr sé brugðist við en áður.
Meirihlutinn í borgarstjórn
Reykjavíkur hafi ekki tekið vel í
hugmyndir um að opna neyðar-
brautina aftur. Ljóst sé að torsótt
verði að ná sátt um það við núver-
andi meirihluta borgarstjórnar.
Torsótt að ná
sátt um opnun
Áætlar að opnun NA/SV brautar í
Keflavík kosti um 240 milljónir króna
Morgunblaðið/RAX
Sjúkraflug Sjúkraflugvél kemur inn
til lendingar, en 06/24 er nú lokuð.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Vegagerðin hefur lagt áherslu á
undanförnum mörgum árum að
ákveðnar stofnbrautir væru með
mislæg gatnamót til að tryggja gott
og öruggt flæði umferðar á höfuð-
borgarsvæðinu. Reykjavíkurborg
hefur verið andsnúin slíkum gatna-
mótum en Vegagerðin hefur lagt
áherslu á að halda alltaf opnum þeim
möguleikum í skipulagi borgarinnar
að byggja mætti mislæg gatnamót
þar sem það er talið nauðsynlegt –
þótt það yrði ekki gert á næstunni.
Það á einnig við um mislæg gatna-
mót Bústaðavegar og Reykjanes-
brautar.“ Þannig hljómar upphaf
fréttar á heimasíðu Vegagerðarinn-
ar.
Vegagerðin tekur fram í fréttinni,
að hún hafi af og til á undanförnum
árum farið fram á umræðu við sam-
göngudeild borgarinnar um gerð
mislægra gatnamóta á Bústaðavegi
og Reykjanesbraut, en fengið þau
svör að slíkt væri ekki á dagskrá.
„Það er því ekki rétt að Vegagerðin
hafi ekki fylgt þessu máli eftir, eins
og fulltrúi Reykjavíkurborgar hefur
haldið fram. Það er heldur ekki rétt
að þessi gatnamót hafi einungis verið
sett á samgönguáætlun í mýflugu-
mynd. Þau voru nú síðast sett í heild
á samgönguáætlun 2015-2026 sem
lögð hefur verið fram á Alþingi.“
Brú eða undirgöng?
Fram kemur að undirbúningur að
gerð mislægra gatnamóta á þessum
stað var vel á veg kominn árið 2006 í
samvinnu embættis borgarverk-
fræðings og Vegagerðarinnar. Tvær
megintillögur voru lagðar fyrir borg-
arráð þar sem önnur tillagan gerði
ráð fyrir undirgöngum undir
Reykjanesbraut, en hin tillagan
gerði ráð fyrir brú yfir Reykjanes-
braut. Borgarráð hafnaði báðum til-
lögunum og óskaði eftir lagfæring-
um á gatnamótunum í plani.
Undirgangatillagan gerði ráð fyrir
örlitlum breytingum á vestasta far-
vegi Elliðaánna, en brúartillagan
gerði ekki ráð fyrir neinu raski á far-
veginum.
„Það er mikið stílbrot í kerfinu í
dag að gatnamót Bústaðavegar og
Reykjanesbrautar skuli ekki vera
mislæg. Tafir síðdegis eru mjög
miklar og hætta á óhöppum og slys-
um því mun meiri en ella. Til bráða-
birgða var á árunum 2008 eða 2009
bönnuð vinstri beygja út úr Bústaða-
vegi inn á Reykjanesbraut til norð-
urs á annatímum að morgni og síð-
degis. Þessi ráðstöfun hefur reynst
vel á morgnana þegar umferðar-
straumurinn er mestur til norðurs.
Við gerð deiliskipulags Sprengi-
sandsreits við vegamótin hefur borg-
in fallist á að pláss verði fyrir mislæg
gatnamót í framtíðinni,“ segir í frétt-
inni á vef Vegagerðarinnar.
Tölvuteikning/Vegagerðin
Tillaga Ein útfærsla gatnamóta við Sprengisand. Hér er gert ráð fyrir brú af Reykjanesbraut á Bústaðaveg.
Vegagerðin þrýstir
á mislæg gatnamót
Reykjanesbraut/Bústaðavegur flöskuháls Tvær lausnir
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti
sl. föstudag ársreikning félagsins fyr-
ir árið 2016 og ber hann með sér að
tekjur voru umfram áætlun og
rekstrarliðir undir áætlun.
Rekstrartekjur voru liðlega 3,4
milljarðar króna sem er 7,6% hækk-
un á milli ára. Rekstrargjöld voru 2,7
milljarðar og hækkuðu um 6,1% á
milli ára. Hækkun tekna stafa aðal-
lega af auknum vöruflutningum. Hins
vegar varð samdráttur í aflagjöldum
milli ára en samdráttur í lönduðum
afla og styrking krónunnar vegur þar
þyngst, segir í greinargerð hafnar-
stjóra með ársreikningnum.
Tekjur Faxaflóahafna sf. af komu
skemmtiferðaskipa námu alls 262,5
milljónum í fyrra eða sem nemur
7,7% heildartekna. Kostnaður á móti
þeim tekjum er m.a. launakostnaður
hafnarstarfsmanna, kostnaður við
dráttarbáta og öryggisgæslu.
Hagnaður ársins nam 742,8 millj-
ónum. Langtímaskuldir fyrirtækisins
lækkuðu um 86,7 mkr. á milli ára og
voru um áramót 749,9 milljónir
króna.
Til fjárfestinga var ráðstafað lið-
lega 1,9 milljörðum sem er nokkru
hærra en gert hefur verið undanfarin
ár. Framkvæmdir hófust á árinu
2016 við nýjan hafnarbakka utan
Klepps auk þess sem gengið var frá
samkomulagi við Björgun hf. um
kaup eigna, rýmingu lóðarinnar á
Sævarhöfða 33 og gerð 25.000 fer-
metra lóðar samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar. Þá var unnið að
hækkun kantbita á Grundartanga
auk ýmissa verkefna í Gömlu höfn-
inni.
„Í heildina er niðurstaða ársreikn-
ingsins vel viðunandi, en framundan
eru stór verkefni í hafnarmálum, sem
mikilvægt er að fyrirtækið sé í stakk
búið að leysa á komandi árum,“ segir
í frétt á heimasíðu hafnanna.
sisi@mbl.is
Vöruflutningar
umfram áætlun
Rekstur Faxaflóahafna jákvæður
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sundahöfn Um hana fer meg-
inþunginn af innflutningnum.