Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 alvöru grillaður kjúklingur Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585 Opið alla daga kl. 11-22 15. mars 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 111.79 112.33 112.06 Sterlingspund 135.58 136.24 135.91 Kanadadalur 83.09 83.57 83.33 Dönsk króna 15.992 16.086 16.039 Norsk króna 13.035 13.111 13.073 Sænsk króna 12.519 12.593 12.556 Svissn. franki 110.85 111.47 111.16 Japanskt jen 0.9713 0.9769 0.9741 SDR 150.7 151.6 151.15 Evra 118.9 119.56 119.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 144.379 Hrávöruverð Gull 1203.55 ($/únsa) Ál 1881.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.49 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka eru á einu máli í þeirri spá sinni að 12 mánaða verðbólga muni lækka í 1,8% nú í mars en hún reyndist 1,9% í febrúar. Þannig hækki vísitala neysluverðs um 0,2% frá fyrra mánuði. Hagstofan mun birta þróun vísitölunnar á grundvelli reglubundinna mælinga sinna þann 28. mars næst- komandi. Í spám greiningardeildanna kemur fram að hækkun húsnæðisliðar vísi- tölunnar muni áfram draga vagninn og hafa áhrif til hækkunar um 0,2%. Arion banki telur að fatnaður og skór muni hafa áhrif á hækkun vísitölunnar sem nemur 0,12 prósentustigum en Íslandsbanki telur að sá liður hafi áhrif til hækkunar sem nemi 0,22 prósentustigum. Er það rakið til út- söluloka. Hækkunin er sögð minni nú en oft áður á þessum árstíma og nefna greiningardeildirnar að harðn- andi samkeppni ráði þar miklu, ekki síst koma H&M inn á markaðinn. Spá því að verðbólgan lækki í 1,8% í mars STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjarskipti og 365 miðlar hafa undir- ritað samning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins. Kaupverð er á bilinu 3.125-3.275 milljónir króna og mun endanlegt kaupverð ráðast af rekstrarárangri hins keypta fram að afhendingu. Hlutabréf Fjarskipta í Kauphöll Íslands hækkuðu um 5,74% í gær, og kosta nú 56,90 kr. hver hlutur. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem gefur sér 110 daga til að skoða málið, að því er fram kom á kynn- ingarfundi vegna viðskiptanna. Kaupverð verður greitt annars vegar með 32.380.952 hlutum í Fjar- skiptum á genginu 52,5 krónur á hlut og hins vegar með 1.425-1.575 millj- ónum króna í reiðufé. Einnig yfirtekur kaupandi vaxta- berandi skuldir að fjárhæð 4.600 milljónir króna ásamt viðskipta- skuldum upp á 1.550 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðu verður um 40% eftir kaupin. Stefán Sigurðs- son, forstjóri Vodafone, segist í sam- tali við Morgunblaðið vera ánægður með niðurstöðuna. „Ég er ljómandi ánægður. Okkur finnst þetta vera tækifæri fyrir bæði félög, fyrir starfsmenn beggja félaga og eigend- ur, sem og fyrir viðskiptavini. Ég held að þetta verði sterkara félag. Þetta eru miðlar sem eru mikilvægir fyrir Ísland og menningu á Íslandi. Það liggja tækifæri í að taka við þessu og þróa áfram. Við erum bjart- sýn á verkefnið,“ sagði Stefán. Óttast ekki fréttastofurekstur Aðspurður segist Stefán ekki ótt- ast það að reka óháða fréttastofu. „Þetta verður klárlega mjög mikil- vægt verkefni en ég sé fyrir mér að við leysum þetta. Við verðum að sýna fram á óhæði ritstjórnar og við verð- um í stjórnskipulagi og stjórnarhátt- um að vinna að því. Það eru líka ákveðin tækifæri í því ef þú gerir það vel, því þá njóta fréttirnar sem þú ert með í þínum miðli trausts. Oft er tal- að um að aðilar nálgist kaup á fjöl- miðlum með völd eða pólitík í huga, og það er kannski ákveðið tækifæri að við komum ekki úr þeirri áttinni inn í þetta, heldur meira á þeim for- sendum að dreifa efni til fólks og þróa það áfram.“ Stefán segir að- spurður að þær farsímaáskriftir sem fylgi með í kaupunum séu 13.000 talsins. 365 er með heildsölusamning við Símann og viðskiptavinir 365 eru því með SIM-kort frá Símanum. „Við þurfum fyrst að bíða eftir Sam- keppniseftirlitinu og sjá hvað það gerir. Við höfum oft þurft að skipta um SIM-kort og búnað hjá fólki, og það verður bara verkefni eins og allt annað,“ segir Stefán, spurður að til- færslu viðskiptavina á milli félag- anna. Eftir sameiningu verður tekju- hlutfall félagsins á þann veg að 57% verða fjarskiptatekjur, 31% áskriftartekjur sjónvarps, 9% aug- lýsingatekjur og 3% aðrar tekjur. Fjarskipti kaupa 365 fyrir rúma þrjá milljarða króna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirtaka Velta sameinaðs félags mun nema um 22 milljörðum króna og skila 5 milljörðum í EBITDA. Samlegðaráhrif » EBITDA hins keypta, með fullum samlegðaráhrifum, nemur um 1.750 milljónum króna á ársgrundvelli. 60% er vegna áætlaðrar kostnaðar- samlegðar. » Samlegð er mest vegna tæknimála og kemur fram að fullu innan 12-18 mánaða. » 365 má setja á stofn nýjan vefmiðil sem styður Frétta- blaðið.  Taka yfir 4,6 milljarða í vaxtaberandi skuldum  Fréttablaðið undanskilið Gengi krónu veiktist lítillega í gær, sama dag og gjaldeyrishöftum var formlega aflétt, eða um 0,3-1% gagn- vart helstu myntum, samkvæmt upplýsingum frá Keldunni. Á mánu- dag nam veikingin um 3%, en upp- lýst var á sunnudag að haftalosun stæði fyrir dyrum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé styrkleikamerki fyrir krón- una hve lítið hún hafi veikst síðustu tvo daga. Fjármagn hafi ekki leitað úr landi í stórum stíl eftir að höftum var aflétt. „Undir niðri hlýtur það að vera merki um tiltrú á íslensku krón- una,“ segir hann. Hlutabréf hækkuðu í gær og á mánudaginn, og hafa sérfræðingar á fjármálamarkaði sagt að ástæðuna megi rekja til afnáms hafta. Úrvals- vísitalan hækkaði meira í gær en á mánudaginn, í gær nam hækkunin 1,4% en var 0,7% daginn áður. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að afnám gjaldeyrishafta gerði ís- lenskan hlutabréfamarkað fýsilegri í augum erlendra fjárfesta, meðal annars vegna þess að skrifræði minnkaði, auk þess sem nú væri er- lendum fjárfestum boðið upp á gjald- eyrisvarnir sem drægju úr áhættu þeirra við kaup á íslenskum hluta- bréfum. Þrátt fyrir að fjármagnshöftum hafi verið aflétt í gær eru enn við lýði varúðarreglur vegna vaxtamunar- viðskipta og takmarkanir á afleiðu- viðskipti með íslenskar krónur. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Golli Varúð Við lýði eru varrúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta. Styrkleikamerki fyrir krónuna  Krónan veiktist lítillega í gær og hlutabréf hækkuðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.