Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is
Manila. AFP. | Stríð stjórnvalda á
Filippseyjum gegn fíkniefnum hefur
kostað nær sjö þúsund manns lífið
frá því að Rodrigo Duterte varð for-
seti landsins í júlí síðastliðnum.
Manndrápin hafa einnig mjög slæm-
ar afleiðingar fyrir fjölskyldur
þeirra sem eru líflátnir án dóms og
laga. Mannréttindahreyfingar hafa
lýst herferð Duterte sem „stríði
gegn fátæku fólki“ vegna þess að
þær telja það bitna aðallega á fátæk-
um fjölskyldum.
Á meðal þeirra sem lögreglan hef-
ur gert að ekkjum er Sally Antonio
sem er 43 ára gömul. Hún er úrvinda
af þreytu vegna þess að hún hefur
þurft að vera í þremur störfum eftir
að hafa misst 19 ára gamlan son,
helstu fyrirvinnu heimilisins, og
eiginmann, sem var atvinnulaus,
þegar lögreglumenn leituðu að fíkni-
efnum á heimili þeirra fyrir sex
mánuðum og skutu feðgana til bana.
„Þegar þeir drápu eiginmann
minn og son þá drápu þeir mig líka,“
segir Antonio. Ekkjan á fimm börn
og barnabarn og reynir að fram-
fleyta fjölskyldunni með því að vinna
eins mikið og hún mögulega getur.
Hún segist stundum ekki ná nema
tveggja tíma svefni á dag. Hún starf-
ar í þvottahúsi, sinnir útréttingum
fyrir nágranna og starfar við
öryggisgæslu í hverfi sínu. „Stund-
um er ég svo úrvinda og kvalirnar í
höndunum svo miklar að ég kemst
ekki í vinnu í einn eða tvo daga,“
segir Antonio grátandi. „Þá þarf ég
að fá lánaða peninga hjá nágrönnum
og við þurfum að fara sparlega með
mat.“
Antonio segir að 18 ára gömul
dóttir sín hafi þurft að hætta há-
skólanámi í sálfræði til að geta sinnt
heimilisstörfum og gætt yngri systk-
ina sinna. Helsta áhyggjuefni Ant-
onio er að eiga ekki pening fyrir lyfj-
um ellefu ára gamals sonar sem er
hjartveikur. „Ég er svo reið. Af
hverju þurftu þeir að drepa eigin-
mann minn og son og fórna fjöl-
skyldum eins og okkur.“
Segist hafa skotið í sjálfsvörn
Antonio segir að eiginmaður sinn
hafi neytt fíkniefna og hún hafi sjálf
sagt yfirvöldum frá því. Hann hafi
þó ekki verið fíkniefnasali. Sonur
sinn hafi hins vegar aldrei komið ná-
lægt fíkniefnum. Hún telur að hann
hafi verið skotinn til bana vegna
þess að hann bað lögreglumennina
um að þyrma lífi föður síns.
Í skýrslu lögreglunnar segir að
feðgarnir hafi verið skotnir til bana í
sjálfsvörn eftir að skotið hafi verið á
lögreglumennina. Antonio segir aft-
ur á móti að feðgarnir hafi ekki veitt
mótspyrnu þegar lögregla leitaði á
heimilinu.
Lögreglan segir að alls hafi hún
þurft að skjóta 2.500 manns í sjálfs-
vörn frá því að hún hóf aðgerðirnar
fyrir átta mánuðum en mannrétt-
indasamtök draga þá tölu í efa. Am-
nesty International telur að með
manndrápunum kunni lögreglan að
hafa gerst sek um glæp gegn mann-
kyninu.
Nær 7.000 manns hafa verið drepin í stríðinu frá því að Rodrigo Duterte varð forseti landsins í júlí sl.
Stríð gegn fíkniefnum á Filippseyjum
Heimild: Ríkislögreglan á Filippseyjum/Ljósmynd AFP: Noel Celis
Í aðgerðum lögreglunnar Í árásum óþekktra vígamanna
Heildarfjöldi þeirra sem hafa verið drepin frá 1. júlí, samkvæmt tölum frá lögreglu landsins síðustu mánuði
29.
sept.
7.
okt.
8.
des.
31.
jan.
13. mars17. jan.
2017
25.
nóv.
1. júlí
2016
0 1.360
1.745
1.959 2.057 2.250
3.060
3.710
2.646
1.523
1.838
2.555
4.076 4.235
2.564
1000
2000
3000
4000
5000
6000
7000
.
Sagt bitna aðallega á
fátækum fjölskyldum
Nær 7.000 manns drepin í stríði gegn fíkniefnum
AFP
Manndráp Aftökum án dóms og
laga mótmælt í miðborg Manila.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
tillögur leiðtoga Repúblikanaflokks-
ins í heilbrigðismálum verði til þess
að þeim landsmönnum, sem eru án
sjúkratryggingar, fjölgi um 24 millj-
ónir á tíu árum. Talið er að niður-
stöður hagfræðinga fjárlagaskrif-
stofunnar minnki líkurnar á því að
tillögurnar nái fram að ganga á
þinginu.
Tillögurnar njóta stuðnings Don-
alds Trumps Bandaríkjaforseta sem
lofaði því fyrir kosningarnar í nóv-
ember að afnema heilbrigðislöggjöf,
sem hefur verið kennd við Barack
Obama og kölluð Obamacare. Áætl-
að er að með Obama-lögunum hafi
um 20 milljónir fullorðinna og þrjár
milljónir barna fengið sjúkratrygg-
ingar. Löggjöfin varð hins vegar til
þess að iðgjöldin hækkuðu verulega
og leiddi til aukins kostnaðar fyrir
tryggingataka og ríkið sem niður-
greiðir tryggingarnar.
52 milljónir án trygginga?
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hét því fyrir kosningarnar að afnema
Obama-lögin án þess að fjölga þeim
sem væru án sjúkratryggingar.
Hann lofaði því að gera heilbrigðis-
kerfið ódýrara og betra fyrir alla
Bandaríkjamenn. Fjárlagaskrifstof-
an telur þó að tillögur leiðtoga Repú-
blikanaflokksins verði til þess að
þeim sem eru án sjúkratryggingar
fækki um fjórtán milljónir á næsta
ári og 24 milljónir á áratug.
Gangi spá hagfræðinga skrifstof-
unnar eftir verða 52 milljónir Banda-
ríkjamanna án sjúkratryggingar ár-
ið 2026, eða um einn af hverjum
fimm íbúum landsins. Tíundi hver
íbúi er án sjúkratryggingar nú og
hlutfallið var einn á hverja sex íbúa
áður en Obama-lögin voru samþykkt
árið 2010, að sögn dagblaðsins The
Washington Post.
Minnkar fjárlagahallann
Fjárlagaskrifstofan komst einnig
að þeirri niðurstöðu að tillögur leið-
toga Repúblikanaflokksins myndu
minnka fjárlagahallann um 337 millj-
arða dollara (tæpa 38.000 milljarða
króna) á næstu tíu árum. Það ætti að
draga úr andstöðu íhaldssamra þing-
manna úr röðum repúblikana sem
hafa lagst gegn tillögunum á þeirri
forsendu að ekki sé gengið nógu
langt í því að draga úr afskiptum al-
ríkisins af heilbrigðismálum. Frétta-
skýrendur The Wall Street Journal
telja þó líklegt að niðurstöður fjár-
lagaskrifstofunnar torveldi leiðtog-
um Repúblikanaflokksins að sam-
eina þingmenn hans í málinu vegna
vaxandi andstöðu miðjumanna við
tillögurnar.
„Þetta er hræðilegt“
Enginn þingmanna demókrata
hefur lýst yfir stuðningi við áform
leiðtoga Repúblikanaflokksins.
Styðji enginn demókrati tillögurnar
falla þær ef fleiri en tveir repúblik-
anar í öldungadeildinni og 22 í full-
trúadeildinni greiða atkvæði gegn
þeim. Stefnt er að því að tillögurnar
verði afgreiddar í báðum deildum
þingsins í næsta mánuði.
Repúblikaninn Rob Wittman, full-
trúadeildarþingmaður frá Virginíu,
hefur þegar lýst því yfir að hann
hyggist greiða atkvæði gegn tillög-
unum. „Ég tel að við getum komið á
mikilvægum umbótum, sem setja
sjúklinginn og þá sem annast hann
aftur í öndvegi, en þetta frumvarp er
ekki rétta svarið,“ sagði Wittman í
færslu á Facebook.
„Þetta er hræðilegt,“ hefur frétta-
veitan AFP eftir repúblikananum
Bill Cassidy, öldungadeildarþing-
manni frá Louisiana. Fleiri repúblik-
anar á þinginu hafa látið í ljós
áhyggjur af fjölda þeirra sem verða
án sjúkratrygginga ef tillögurnar ná
fram að ganga. „Slíkar spár verða
næstum örugglega til þess að frum-
varpið verður endurskoðað,“ hefur
The Washington Post eftir Susan
Collins, öldungadeildarþingmanni
frá Maine. „Ég tel ekki að tillögurn-
ar sem eru til umræðu núna verði
það frumvarp sem borið verður und-
ir atkvæði í öldungadeildinni.“
Forystumenn Repúblikanaflokks-
ins drógu sumar af niðurstöðum fjár-
lagaskrifstofu þingsins í efa. Tom
Talið torvelda
einingu meðal
repúblikana
Minni líkur á að tillögur repúblikana
í heilbrigðismálum nái fram að ganga
Indverjar taka þátt í „huranga“ í
hofi hindúa nálægt borginni Mat-
hura, um 100 km sunnan við Nýju-
Delhí. „Huranga“ er leikur sem
fram fer daginn eftir Holi, hátíð lit-
anna. Karlmenn ata þá konur í
fljótandi litarefnum og þær rífa föt-
in af körlunum.
AFP
Indversk kynjabarátta