Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í dag, á dánardegi
Júlíusar Sesars,
eru þingkosningar
í Hollandi. Þær
kosningar hafa
kallað á meiri at-
hygli en endranær,
vegna upplausnar í
ESB. Bretland er á leið út úr
sambandinu. Pólverjar hafa í
hótunum eftir að neitunarvald
þeirra var haft að engu á dög-
unum. Grikkir eru á leið í
næstu tragedíu. Erdogan hót-
ar að opna gaddavírsgirðing-
arnar sem halda aftur af millj-
ónum flóttamanna. Og svo
mætti áfram telja.
Enginn gerir þó ráð fyrir að
úrslit þingkosninganna í Hol-
landi leiði til beinna vandræða
strax eða fljótlega. Sama gildi
þótt svo ólíklega færi að flokk-
ur ESB-andstæðingsins Wild-
ers yrði stærstur. Hitt er jafn-
víst að Wilders hefur ráðið
umræðunni í kosningunum.
Forsætisráðherrann Rutte
hefur nauðugur færst nær
sjónarmiðum Wilders til að
koma í veg fyrir fylgishrun
eins og talið er að blasi við
jafnaðarmönnum.
Lengi vel var reynt eftir
hefðbundinni aðferð að mála
Wilders sem óalandi öfga-
mann. Sú aðferð hefur lengi
dugað en gerir það sífellt verr.
Þótt niðurstaða
kosninganna verði
sennilega ekki sú
að Hollendingar
muni flykkja sér
um flokk Wilders í
þeim mæli sem
kannanir bentu
lengi til að yrði og að flokkur
Rutte forsætisráðherra verði
áfram stærstur flokka á þingi
er annað sem veldur elítu ESB
áhyggjum. Hefðbundnir valda-
flokkar í Hollandi munu senni-
lega flestir og jafnvel allir tapa
verulegu fylgi.
Í Hollandi eru 28 flokkar í
framboði til þings og talið er að
14 þeirra muni ná mönnum inn.
Alls kyns „ópólitískir“ flokkar
munu fiska upp atkvæði gömlu
elítuflokkanna, auk atkvæða
sem falla á Wilders. Þótt flokk-
ur Wilders verði nær örugg-
lega áfram utan stjórnar eftir
kosningarnar verður vart
hægt að túlka úrslitin svo að
hinir hefðbundnu miðjumoðs-
flokkar hafi hrundið atlögu
hans. Næsta ríkisstjórn verður
því sennilega veik og þótt hinn
195 sentímetra langi Rutte
verði áfram forsætisráðherra
mun hann í öðrum skilningi
jafnframt gnæfa upp úr dverg-
unum sem munu safnast í
stjórnina til að tryggja þar
meirihluta.
Úrslitin verða lík-
lega ekki eins sögu-
leg og spáð var en í
takt við þróun sem
elítan óttast}
Ekki bylting, en bylta
Ekki er hægt aðsegja að fjöl-
miðlar heimsins
hafi farið á hliðina
við afnám gjald-
eyrishafta. Fréttin
komst þó að í
heimspressunni,
þótt ekki væri
henni slegið upp. Lítil frétt um
málið í Frankfurter Allge-
meine Zeitung vakti athygli
dálkahöfundarins Dirks Max-
einer, fyrrverandi ritstjóra hjá
tímaritinu Stern. „Tæpum ára-
tug eftir fjármálakreppuna er
aftur hægt að stunda frjáls við-
skipti með íslensku krónuna,“
skrifar hann. „Það segir ekki
bara sína sögu um Ísland,
heldur einnig um Grikkland og
ESB. Á meðan Íslendingum
hefur tekist að losa sig úr
dýinu af eigin rammleik
sökkva Grikkir alltaf dýpra.
Og það er ekki bara þeim að
kenna. Dæmi Íslands gerir að
verkum að hægt er að tala um
tíu glötuð ár hjá Grikkjum.“
Maxeiner segir að það megi
þakka fjárfestingum og upp-
gangi ferðaþjónustu að ís-
lenski gjaldmiðillinn sé nú á
sama stað og 2008, en einnig
megi rekja það til ákveðni og
trúar á framtíðina, sem ein-
kenni Íslendinga.
Síðan bætir hann
við: „Hefði vilji
Evrópusambands-
ins náð fram að
ganga er víst að
þessi saga hefði
farið á annan veg.“
Maxeiner skrif-
ar fyrir vefmiðil, sem heitir
Öxull hins góða og gefur einnig
út tímaritið Neugier.de. Tíma-
ritið gerði 2011 úttekt á Ís-
landi þar sem meðal annars
sagði: „Í kreppunni komust Ís-
lendingar fljótt að því hvað
samstaða þýðir hjá Evrópu-
sambandinu. Til þess að fá
hjálp ESB þyrfti Ísland að
ganga í einu og öllu að kröfum
frá Brussel. Það þyrfti að taka
upp allar reglur ESB, opna
fiskimið sín fyrir öðrum evr-
ópskum fiskiflotum, innleiða
evru – og vitaskuld að bæta
popúlískum ríkisstjórnum
Bretlands og Hollands skaða
kærulausra sparifjáreigenda.“
Maxeiner segir að þetta sé
kúrinn, sem Grikkjum hafi
verið gert að fylgja um árabil.
Íslendingar hafi hins vegar
ekki tekið þátt og af því megi
draga sinn lærdóm um það
hvernig ekki hafi verið tekið á
Grikklandskreppunni.
„Hefði vilji
Evrópusambandsins
náð fram að ganga
er víst að þessi
saga hefði farið
á annan veg.“}
Ísland og Grikkland
N
ú á maður ekki að trúa öllu sem
maður les á netinu, en þar rakst
ég á sögu um daginn hjá einum
tístvini mínum. Svo er mál með
vexti að hann vann á ráðning-
arstofu fyrir ekki svo löngu og með honum
vann stúlka sem yfirmaður þeirra beggja var
alltaf að hnýta í fyrir það að vera ekki eins af-
kastamikil og félagi hennar (sögumaðurinn).
Nú vildi svo til, eins og viðkomandi rakti
söguna, að eitt sinn þegar hann var að sinna
viðskiptavinum í gegnum tölvupóst fannst
honum þeir venju fremur óstýrilátir og erfiðir;
allar hans uppástungur féllu í grýttan jarðveg
og önuglyndið draup af hverju orði í póstum
frá þeim. Þá var það að hann rak augun í það
að hann hafði verið að vinna í gegnum tölvu-
póstaðgang samstarfskonu sinnar og póst-
urinn því merktur sem væri hann frá henni, en ekki hon-
um. Þegar hann skráði sig inn á sitt netfang féll allt
snimmhendis í ljúfa löð.
Þegar viðkomandi nefndi það við samstarfskonu sína
hve erfiðir margir viðskiptavinanna hefðu verið af því að
þeir héldu að hann væri hún kom það henni ekkert á
óvart. Í framhaldinu stakk hann upp á þeirri tilraun við
starfssystur sína að þau myndu skipta á póstaðgangi í
vikutíma og sjá hverju fram yndi. Skemmst er frá því að
segja að afköst hans minnkuðu um allan helming en
hennar jukust að sama skapi þegar viðskiptavinirnir
héldu að þeir ættu í samskipum við hann en ekki hana.
Hann lýsti því yfir, eða tísti því, réttara sagt,
að hann hefði orðið stórhissa en hún lét sér
ekki bregða – þetta væri það sem konur
þyrftu að glíma við hversdags, ekki síst þegar
þær ættu í samskiptum við karla í viðskiptalíf-
inu.
Mig grunaði nú að þessi tístfélagi minn
væri að færa í stílinn og bar söguna upp við
vinkonu mína til margra ára sem vinnur skrif-
stofuvinnu og á oft í samskiptum við frammá-
og forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja, sem eru
velflestir karlar. Hún hló að mér, leit mig vor-
kunnaraugum fyrir barnaskapinn og sagðist
iðulega fá karlkyns samstarfsmenn til þess að
leggja nafn sitt við tölvupósta þegar það
þyrfti að láta hlutina ganga hratt fyrir sig.
Oftar en ekki er það nefnilega svo, sagði hún,
að tölvupóstar sem konur undirrita bíða ýmist
svars dögum eða jafnvel vikum saman þrátt fyrir ítrek-
anir, en þegar hún fengi einhvern karlinn á skrifstofunni
til að senda póst tækju skussarnir við sér.
Í nýlegri bók, Forystuþjóð, eftir þær Eddu Her-
mannsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, ræða
þær við konur og karla um jafnréttismál. Einn viðmæl-
enda þeirra er Bragi Valdimar Skúlason sem nefnir það
að körlum finnist óþægilegt að falla undir starfstitil sem
er kvenkyns á meðan konur virðist sætta sig við
karlkynstitla. Kannski er það vegna þess að við erum
mörg enn svo innrætt, því miður, að stjóri hefur meiri
áhrif en stýra. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Stjóri en ekki stýra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nicola Sturgeon, leiðtogiskosku heimastjórn-arinnar, stal senunni ámánudaginn þegar hún
tilkynnti að hún vildi að Skotar
myndu kjósa aftur um sjálfstæði sitt
frá Stóra-Bretlandi, helst á haust-
mánuðum 2018, áður en útganga
Breta úr Evrópusambandinu yrði
endanleg. Slík atkvæðagreiðsla fór
einnig fram haustið 2014, og felldu
Skotar með um 55% gildra atkvæða
að verða sjálfstætt ríki.
Síðar um kvöldið samþykkti
breska þingið að veita Theresu May,
forsætisráðherra Breta, heimild til
að hefja ferlið sem leiða mun til út-
göngu Breta úr Evrópusambandinu.
Hafði verið búist við því fyrirfram að
May myndi tilkynna um það í gær,
þegar samþykki drottningarinnar á
lögunum lægi fyrir, en embætt-
ismenn í Downingstræti 10 tilkynntu
að May myndi ekki hefja út-
gönguferlið fyrr en 27. mars næst-
komandi. Vildu breskir fréttaskýr-
endur setja töfina í beint samhengi
við málefni Skotlands, þrátt fyrir að
forsætisráðuneytið segði að það
hefði alltaf verið ætlunin að hefja út-
gönguferlið í lok mars.
Hvenær verður kosið?
Sturgeon og skoska þingið hafa
ekki heimild til þess að boða til nýrr-
ar atkvæðagreiðslu einhliða, heldur
þarf þingið að samþykkja sérstaka
beiðni til breska þingsins í London
um slíkt. Þar sem skoskir þjóðern-
issinnar og græningjar hafa sam-
anlagt meirihluta atkvæða á skoska
þinginu er talið nær öruggt að sú
beiðni verði samþykkt. Það mun
hins vegar velta á breska þinginu
hvort atkvæðagreiðslan fari fram og
þá hvenær. Þar er lítill stuðningur
við sjálfstæðisbrölt Skota.
Theresa May gagnrýndi Sturg-
eon í gær og sagði skoska þjóðern-
issinna þjást af „rörsýni“ og að
gjörðir þeirra ýttu undir óvissu og
sundrungu meðal Skota á tímum
þegar samheldni væri þörf.
Jafnframt sagði May það ekki
koma til greina að boða til annarrar
atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skot-
lands áður en útganga Breta úr ESB
væri endanleg. Tímasetning sú sem
Sturgeon hefði krafist væri hin
versta mögulega, þar sem Skotar
myndu þá ekki hafa allar upplýs-
ingar um lífið utan Evrópusam-
bandsins tiltækar.
Á hinn bóginn er talið ólíklegt
að May muni standa í vegi fyrir ann-
arri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Skotlands, þó að hún muni tefja
hana fram til vorsins 2019. Óttinn er
sá, að skoskum þjóðernissinnum
myndi eingöngu vaxa ásmegin ef
beiðni þeirra yrði neitað.
Hvernig myndu Skotar kjósa?
Á hinn bóginn er engan veginn
víst hvernig slík atkvæðagreiðsla
myndi fara. Sturgeon gætti sín
vandlega á því að tala um það að
færa Skotum „val“, frekar en að
vera viss um sigur. Nýjustu skoð-
anakannanir benda nefnilega til þess
að naumur meirihluti Skota sé með
áframhaldandi sambandi við Bret-
land, eða sem nemur um 52% á móti
48%.
Það eru þó ekki góðar fréttir
fyrir þá sem vilja að Skotar verði
áfram hluti af Bretlandi, þar sem
þjóðernissinnar náðu að vinna tölu-
vert á í síðustu kosningabaráttu og
bættu við sig þrettán prósentu-
stigum fram að atkvæða-
greiðslunni. Þeir munu því
leggja allt í sölurnar til þess
að tryggja sér sigur, verði
kosið aftur um sjálfstæði
Skotlands.
Kosið aftur um
sjálfstæði Skotlands?
AFP
Sjálfstæðisfundur Skoskir þjóðernissinnar vilja að kosið verði aftur um
sjálfstæði Skotlands áður en Bretar ganga úr Evrópusambandinu 2019.
Nicola Ferguson Sturgeon er
fædd 19. júlí 1970 og er lög-
fræðingur að mennt. Hún er
fyrsta konan til þess að
gegna embætti æðsta ráð-
herra Skotlands, sem og
fyrsta konan til þess að leiða
Skoska þjóðarflokkinn, SNP.
Hún tók við báðum emb-
ættum í kjölfar ósigurs þjóð-
ernissinna í atkvæðagreiðsl-
unni um sjálfstæði Skota árið
2014 þegar Alex Salmond
sagði af sér.
Sturgeon hefur verið
meðlimur SNP frá
árinu 1986, en hún
hefur einnig verið virk
í baráttu fyrir ein-
hliða kjarnorku-
afvopnun Breta.
Sturgeon hefur
setið á skoska
þinginu frá
upphafi þess
árið 1999.
Hörð í horn
að taka
NICOLA STURGEON
Nicola Sturgeon