Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 22

Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk Þetta datt mér í hug að loknum fundi Landsvirkjunar um raforkumarkað á tímamótum. Þar var helsti vandinn talinn sá að með lækkandi orkuverði til almenn- ings og hækkandi til stóriðju yrði bráðum svo komið að enginn vildi reisa virkjun fyr- ir almenna markaðinn. Þessa verðþróun hafa menn þó séð fyrir í áratugi og aldrei talið til vanda- mála. Það kom á óvart á þessum fundi að menn slepptu að telja fram sum- ar gamlar og vel þekktar stað- reyndir. Til dæmis þá að þegar hag- kvæmasti hluti auðlindarinnar hefur verið virkjaður og greiða þarf hærra verð fyrir það sem eftir er þá kemur að því að kostnaðarverð virkjana hækkar því meir sem meir er virkjað. Þá er alveg sama hvort sú virkjun sem nú er í byggingu er fyrir stóriðju eða almenning, sú næsta verður dýrari. Ef það á síðan að vera vandamál að það þarf að hækka orkuverð til heimila svo hægt sé að byggja næstu virkjun er þá ekki rétt að sleppa stóriðjunni og nýta ódýru virkjunina fyrir heim- ilin? Þeir sem gerðu gömlu stóriðju- samningana vissu vel hvað þeir voru að gera. Þá voru gerðir samningar til 20 ára sem borguðu upp virkj- anir sem mundu endast í 100 ár. Þá þótti líka sjálfsagt, vegna minni áhættu, að krefjast lægri arðgjafar af vatnsorkuverum en öðrum atvinnurekstri. Menn sáu fram á það að þótt arðgjöfin væri lág fyrstu árin mundi hún hækka þegar skuldir virkjunarinnar væru horfnar og stund- um haft í flimtingum að stóriðjan mundi standa undir kerfinu og al- menningur fá frítt raf- magn. Nú þegar þessi sýn er orðin veruleiki og auðlinda- rentan farin að láta á sér kræla er farið að setja þetta upp sem vanda- mál. Það er vandséð, hvað þessi vandamálasmíð hefur sér til ágætis. Orkuverð til heimila landsins verður ekki vandamál þótt stóriðjan borgi meira. Hins vegar hvetur of lágt orkuverð til sóunar og getur þannig orðið vandamál. Ef stóriðjan borgar hærra orku- verð horfir almenningur með ánægju á auðlind sína verða verð- mætari. Hins vegar hækkar þetta verðmæti ekkert í augum almenn- ings þó að hann þurfi sjálfur að borga meira fyrir orkuna. Almenningur lítur þannig á orku- fyrirtækin að þau séu stofnuð og rekin til að ná í þessa orku sem náttúra okkar býður upp á, breyta henni í rafmagn og flytja þannig inn á heimilin. Orkufyrirtækin eru þannig þjónustufyrirtæki en þau mega engu að síður vinna meiri orku úr auðlindinni og selja til stór- iðju, svo lengi sem þau geta grætt á því og valda ekki hækkun almenns orkuverðs. Þessa sýn almennings á raforkufyrirtækin og starfsemi þeirra þarf að virða. Hið raunverulega vandamál er það að hér voru sett orkulög 2003 sem ganga út frá allt annarri sýn á orkugeirann en almenningur hefur. Sýn, sem er ekki eðlileg þegar rætt er um afnot eigandans af eigin auð- lind, en hentar um sumt vel þegar um er að ræða orkusölu til stóriðju. Markaðshugsunin sem henni fylgir á hins vegar ekki við hér. Hún tek- ur mið af kostnaðarmyndun og áhættu við raforkuvinnslu úr elds- neyti sem keypt er á mörkuðum, en hér er það náttúran sem mótar áhættu við raforkuvinnsluna en ekki eldsneytisverð. Á sínum tíma var almenningi sagt að orkusala til stóriðju mundi skila lægra almennu orkuverði. Ef svo er gengið á auðlindina að meiri sala til stóriðju hækkar orkuverð til al- mennings þá er komið nóg. Orku- fyrirtækin eiga skilyrðislaust að virkja þegar almenning vantar raf- magn. Sé almennt orkuverð of lágt má nýta auðlindarentuna til fjár- festinga. Stjórnmálamenn verða síð- an að þræða reglugerðafargan ESB, til þess eru þeir ráðnir. Í leit að vanda Eftir Elías Elíasson Elías Elíasson » Þeir sem gerðu gömlu stóriðjusamn- ingana vissu vel hvað þeir voru að gera. Þá voru gerðir samningar til 20 ára, sem borguðu upp virkjanir sem mundu endast í 100 ár. Höfundur er fyrrverandi sérfræð- ingur í orkumálum hjá Landsvirkjun. Hinn 7. mars sl. hélt Landsvirkjun morg- unverðarfund þar sem kynntar voru niður- stöður danska ráðgjaf- arfyrirtækisins Copen- hagen Economics við tveimur spurningum. Annars vegar um hvort orkuöryggi á Ís- landi væri tryggt og hins vegar hvort verðmætasköpun orkugeirans sé nægileg. Svar dönsku ráðgjafanna við síðari spurningunni var á sömu leið og annarra sem eitthvað hafa rann- sakað orkugeirann; arðsemi hans er óásættanleg. Hvað orkuöryggi varðar leggja dönsku ráðgjafarnir upp nýja línu og komast að eftirfarandi nið- urstöðu sem lesa má í frétt Lands- virkjunar af fundinum. „Ef verðlag á smásölumarkaði hvetur ekki til nægrar fjárfestingar í orkuinn- viðum kann að þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja orkuöryggi þessara aðila. Rými er til meiri hækkana og aukinnar arð- semi vegna samninga við stórnot- endur.“ Í sömu frétt má lesa að ef verð hækkar til stórnotenda og samkeppni eykst með vaxandi eft- irspurn munu framleiðendur taka stórnotendur fram yfir heimili og fyrirtæki landsins og því þurfi að skoða mögulegar ívilnanir til þeirra framleiðenda sem þjónusta þau. Landsvirkjun er annað orð yfir þessa „framleiðendur“, en fyr- irtækið framleiðir 12.500 GWst af þeim rúmlega 18.000 sem fram- leiddar eru á landinu öllu úr öllum tegundum orkugjafa. Niðurstaðan er því að án ívilnanna þarf að hækka orkuverð til almennings til að hægt sé að virkja. Hér er rétt að staldra við. Um 85% af framleiddri raforku fer nú til stórnotenda. Orkuskorturinn á smásölumarkaði bitnar helst á fólki og fyrirtækjum utan suðvestur- hornsins. Þar leikur stóriðja sitt hlutverk en aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri fær 80% af þeirri raforku sem notuð er á Eyja- fjarðarsvæðinu. Langstærsta virkj- un landsins er á Austurlandi en þar er ekki orka aflögu fyrir þá sem þar búa. Sönnunarbyrði Þórdís K.R. Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- en einnig ferðamála og ný- sköpunar, ávarpaði morgunverð- arfundinn og sagði: „Í stuttu máli þá verður ekki annað sagt en að við leggjum okkur mjög fram við að kanna til hlítar hvort hægt sé að finna einhverjar ástæður til að virkja ekki.“ Ekki er hægt að líta svo á að þessi orð snúi að þeim orkuskorti sem blasir við á svæðum utan suðvesturhornsins. Ef hann er vandinn þá er hann auðleystur með uppbyggingu dreifikerfis. Á aðal- fundi Samorku 2016 var t.d. stað- hæft að snjallnet væri framtíðin. Snjallnet eru samhæfing orkukosta í rauntíma og eru að vinna sér sess í nágrannalöndunum. Staðbundinn orkuskort er hægt að leysa með því að þróa staðbundin snjallnet til við- bótar við smásölukerfi RARIK. Þeim væri ætlað að samhæfa stað- bundna orkukosti, s.s. smávirkj- unum í vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Undirstrikunin er ráðherrans og verður að túlka sem svo að stóriðja eigi að hafa ótvíræðan forgang. Sú „stóriðja“ er væntanlega sæstreng- ur og samningar við þá sem fyrir eru í landinu þar sem stendur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar; „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfesting- arsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju.“ Arðsemi, gjaldeyrisöflun og atvinnusköpun Sú fallvatnsorka sem seld hefur verið til stóriðju hefur skilað óveru- legum hagnaði og fyrirséð er að hún mun ekki gera það nema dreg- ið verði úr skuldsetningu raforku- fyrirtækjanna. Núverandi stórnot- endur borga ekki hærra verð enda ekki skuldbundnir til þess. Árið 2016 skulduðu Landsvirkjun, Orku- veita Reykjavíkur og HS Orka samtals 487,5 milljarða króna sem er nærri hálf önnur milljón á hvert mannsbarn í landinu. Þar sem samningar við stórnot- endur eru svo gott sem fastsettir, verður að hækka verð hjá hinum 15% notenda nema annað komi til. Landsnet hækkaði verðið tvisvar á síðasta ári og sem dæmi má nefna að verð á raforku til Síldarvinnsl- unnar hefur þrefaldast á nokkrum árum og þar á bæ er orðið hag- kvæmara að nota olíu. Áskorun ráðherra um að eigendur, fólk og fyrirtæki í landinu, „finni ein- hverjar ástæður til að virkja ekki“ snýst þannig um stórnotendur og til að mögulegt verði að virkja fyrir þá er í alvöru lagt til að skoða op- inbera niðurgreiðslu á kostnaði fyr- irtækja sem sinna heimilum og fyr- irtækjum. Það má vera að ráðherra nýsköpunar og ferðamála þyki þetta sniðugt, en okkur er ekki skemmt. Orkuáhersla ferðamálaráðherra Eftir Edward H. Huijbens og Örn D. Jónsson » Til að mögulegt verði að virkja fyrir stórnotendur er í alvöru lagt til að skoða opin- bera niðurgreiðslu á kostnaði fyrirtækja sem sinna heimilum. Edward H. Huijbens Edward er prófessor við Háskólann á Akureyri og Örn er prófessor við Há- skóla Íslands edward@unak.is; odj@hi.is Örn D. Jónsson Það virðist orðin einskonar manndóms- vígsla meðal ungra íhaldsmanna að bera fram frumvarp um sölu áfengis í matvöruversl- unum. Yfirleitt er nýlið- um att á foraðið í bar- áttunni fyrir„frelsinu“ og er núverandi for- ystusauður aukins áfengisframboðs þar engin undantekning. „Frelsið“ felst í því að færa sölu áfengis úr einkasölu ríkisins í hendur örfárra fákeppn- isaðila. Með því eykst dreifing- arkostnaður með tilheyrandi hækkun vöruverðs og áfengisverðs. Um leið mun „frelsið“ hafa í för með sér lakari þjónustu og lélegra úrval. Forystusauður núverandi frum- varps hefur m.a. borið fram þau rök að einstaklingum sé treystandi til að selja vopn og skotfæri og því þá ekki áfengi. Nú er það svo að kaupendur vopna og skotfæra þurfa að und- irgangast námskeið í meðferð þeirra auk þess að framvísa skírteini áður en þeir geta gert kaupin. Því verður að spyrja forystusauð aukins aðgengis að áfengi hvort það sé draumur hans að allir fari á námskeið í meðferð áfengis og hafi með sér skírteini þegar kaupin eru gerð? Það er reyndar ekki algalið. Meðmælendur aukins áfengis- framboðs hafa annars ekki mörg rök uppi í erminni í trúboði sínu fyrir „frelsinu“. Þeir spyrja m.a. þá sem mótfallnir eru hvort þeir vilji ekki banna bjórinn aftur, loka sjónvarpinu á fimmtudögum og banna sölu lita- sjónvarpa. Að því ógleymdu að mót- mælin gegn símanum eru dregin á flot. Allt eru þetta dásamlegar rök- leysur sem hafa í besta falli takmark- að skemmtigildi. Nú er rétt að spyrja fyrir hvern baráttan fyrir auknu „frelsi“ með auknu aðgengi að áfengi er. Ætli það sé fyrir almenning? Varla, því á milli 65 og 75% þeirra sem afstöðu hafa tekið í könnunum eru andvíg sölu áfengis í matvöruversl- unum. Ætli það sé í þágu heilbrigðis? Varla, því allir þeir sem tengjast lýð- heilsu á nokkurn hátt eru andvígir sölu áfengis í matvöruverslunum. Ætli það geti verið í þágu barna og ung- menna? Varla, því ekki viljum við hætta þeim góða árangri sem náðst hefur undanfarin ár varðandi ung- lingadrykkju. Og varla viljum við ganga í berhögg við umsagnir Barna- heilla, Sálfræðingafélagsins og fleiri sem telja að aukin áfengisneysla for- eldra og forráðamanna muni bitna á börnum og sálarheill þeirra. Þá fer nú að „þynnast fjanda flokkur“ eins og segir í kvæði Thomsens. Eftir eru þeir einir sem sækjast eftir auknu „frelsi“ til að fá að skaða sjálfa sig og auka helsi annarra án afskipta og svo nátt- úrlega þeir sem bíða óþreyjufullir eftir að fá að annast söluna. Það vill nefnilega svo til að einu jákvæðu umsagnirnar um þetta óhræsismál koma frá einstökum verslunarfyrirtækjum og samtökum þeirra. Þeim sem bíða í óþreyju eftir að gera sér hörmungar og helsi annarra að fé- þúfu. Verði af samþykkt frumvarpsins mun neysla hreins vínanda á mann á ári væntanlega fara úr rúmum 7 lítr- um í 11 lítra. Það mun auka nýgengi krabbameins þegar fram líða stundir og lifrarsjúkdómar verða ágengari líkt og skorpulifur sem nú er orðin nokkuð algeng en þekktist varla á Ís- landi áður fyrr. Þá munu hjarta- sjúkdómar verða enn alvarlegri og út- breiddari en nú. Þá eru ótaldar frekari hörmungar þeirra sem kunna ekki fótum sínum forráð í meðferð áfengis. Hver vill í alvöru bera ábyrgð á slíku ástandi? Að hafa slíkt á samvisk- unni? Að verða þekktur í framtíðinni fyrir að stuðla að því að slíkt óheilla- skref var stigið? Jú, til eru þeir á Al- þingi þó að vonandi verði þeir bornir ofurliði af skynseminni. Forystusauður íhaldsins í barátt- unni fyrir auknu áfengisframboði er ekki einn um að hoppa á Hagavagn- inn. Tveir af meðflutningsmönnum hans stigu fram í vikunni og gerðust sérstakir erindrekar barna á Alþingi. Sama fólk og ber fram þingmál sem ljóst er að ber með sér þjáningar og vanlíðan barna verði það að lögum. Þessir tveir þingmenn ættu að fá aðra úr hópnum til að sinna erindrekstri fyrir börn í landinu eða draga að öðr- um kosti til baka stuðning sinn við þetta óhræsismál. Við hinn efnilega unga þingmann sem tekið hefur að sér að vera forystusauður ógæfumálsins segi ég: Dragðu málið um sölu áfengis í matvöruverslunum til baka. Taktu frekar manndómsvígsluna í baráttu sveitunga þinna fyrir að komast í vegasamband. Verði það ógæfa Alþingis að sam- þykkja þetta óheillamál vona ég sann- arlega að forseti Íslands synji lögum um sölu áfengis í matvöruverslunum samþykktar og taki þar með undir með miklum meirihluta þjóðarinnar. Áfengi í matvöruversl- unum – frelsi eða helsi Eftir Þorstein Sæmundsson »Meðmælendur aukins áfengisfram- boðs hafa annars ekki mörg rök uppi í erminni í trúboði sínu fyrir „frelsinu“. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. thorsteinnbaldur@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.