Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 24

Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 ✝ HallgrímurMagnússon dr. med. fæddist í Reykjavík 17. jan- úar 1949. Hann lést á líknardeild Landspítalans 5. mars 2017. Foreldrar Hall- gríms voru Magn- ús Guðmundsson, menntaskólakenn- ari, frá Ytri- Sveinseyri í Tálknafirði, f. 29.9. 1917, og Anna Hallgrímsdóttir, grunnskólakennari frá Reykja- vík, f. 16.9. 1912. Systkini Hall- gríms eru Ásdís Berg Magn- úsdóttir, samfeðra, f. 7.4. 1937, maki Hermann Ármannsson, og Vigdís Magnúsdóttir, f. 14.2. 1951, maki Egill Már Guð- mundsson. Hallgrímur kvænt- ist Sesselju Guðrúnu Arthúrs- dóttur, f. 10.8. 1951, í Patreksfjarðarkirkju 1983. Þau slitu samvistum. Hallgrímur og Sesselja eignuðust einn son, Einar Hallgrímsson, f. 13.3. 1985. Sesselja átti þrjár dætur fyrir og gekk Hallgrímur þeim í föður stað. Þær heita Guð- munda Lára Guðmundsdóttir, f. 10.1. 1975, Hlíf Georgsdóttir, f. 25.9. 1972, og Hulda Jóanna Georgsdóttir, f. 7.5. 1969. Hallgrímur ólst upp á Grundarstígnum í Reykjavík. Á sumrin dvaldi hann í Tálkna- firði hjá Einari frænda sínum og Margréti ömmu sinni. Hann Hallgrímur vann hluta af sín- um starfsferli sem sérfræð- ingur í Noregi. Þar vann hann m.a. á Diakonhjemmet sjúkra- húsinu í Ósló og Sandviken- sjúkrahúsinu í Bergen. Árið 2010 fluttist Hallgrímur til Óslóar og bjó þar og starfaði. Hann var forstöðumaður öldr- unargeðdeildar Ullevål-sjúkra- hússins í Ósló. Einnig starfaði hann sem yfirlæknir og sér- fræðingur á öldrunardeild á Akerhus-háskólasjúkrahúsinu. Hann skrifaði mikinn fjölda greina bæði í tímarit og bækur, var stundakennari í geðlækn- ingum á tímum, og hélt fyr- irlestra á sínu sérsviði bæði innanlands sem og utan. Sem ungur maður starfaði Hall- grímur með námi hjá Veður- stofu Íslands við mælingar ým- iskonar og sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn. Hann var mikill tónlistaráhugamað- ur og spilaði á píanó frá unga aldri. Var hann um tíma org- anisti á sunnanverðum Vestfjörðum. Hallgrímur sat í ýmsum stjórnum og ráðum. Má þar nefna að hann var forseti NORAGE, „Nordic Association for Research in the Ageing Brain“, sat í stjórn Fellaskjóls hjúkrunarheimilis Grund- arfjarðar, í stjórn Samtaka heilsugæslustöðva, í stjórn Samtaka dreifbýlislækna. Hall- grímur sat um tíma í Kirkju- ráði og sat á Kirkjuþingi. Hann starfaði sem fréttaritari og ljósmyndari Morgunblaðsins í Grundarfirði á meðan hann dvaldi þar. Útför Hallgríms fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. mars 2017, kl. 15. gekk í Miðbæj- arskólann í Reykjavík, síðan Gagnfræðaskól- ann við Vonar- stræti og lauk námi við Mennta- skólann í Reykja- vík 1968. Lauk hann námi sem Cand mag í stærð- fræði og jarðeðl- isfræði frá Háskól- anum í Ósló 1971. Einnig stundaði hann nám í norsku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands. Árið 1971 hóf hann nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands og útskrifaðist sem cand.med. 1977. Hlaut al- mennt lækningaleyfi á Íslandi, sérfræðileyfi í geðlækningum og lauk doktorsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1989. Hallgrímur starfaði bæði sem heimilislæknir og sérfræð- ingur í geðlækningum. Hann var aðstoðarlæknir og sérfræðingur í geðlækningum við geðdeild Landspítalans og læknir við sjúkrahús og heilsu- gæslustöð Patreksfjarðar. Hann var yfirlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar í Grund- arfirði og geðlæknir á Landa- koti. Hann skilaði viðamiklu starfi á starfsferli sínum og vann mikið við rannsóknir. Þar má nefna viðamikla faralds- fræðilega rannsókn á geðsjúk- dómum aldraðra á Íslandi. Það er með mikinn harm í huga og sorg í hjarta að ég kveð þig, Hallgrímur, mágur minn og vin- ur, eða Halli eins og ég kallaði þig ávallt. Fréttir frá Noregi síðast- liðinn nóvember, af illvígum sjúk- dómi þínum, komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Frá fyrsta degi háðir þú harða baráttu við sjaldgæft og mjög al- varlegt krabbamein af miklu æðruleysi, vitandi þegar nær dró, að þeirri baráttu lyki bara á einn veg. Nýkominn til landsins, eftir að ljóst var að sjúkdómurinn var ólæknandi, opnaðir þú húsið þitt á Grundarstíg öllum sem þangað vildu koma. Sýndir þar það sem hefur einkennt þig alla tíð, ein- læga góðmennsku og ómælda um- hyggju fyrir öðrum. Þar tókst þú fársjúkur á móti fjölskyldunni og vinum þínum þannig að á stund- um var fjöldi manns þar á sama tíma nánast eins og um félags- heimili væri að ræða. Það gladdi að sjá hversu mikla ánægju þú hafðir svo af þessum heimsóknum sjálfur. Lítandi yfir þinn farna veg sem læknir og sérfræðingur sést hversu miklu þú komst í verk, en líka hversu mikið þú hefðir enn látið gott af þér leiða ef þér hefði enst aldur til. Þú varst vinur vina þinna og einnig einstaklega barn- góður, þannig að eftir því var tek- ið. Ég átti því láni að fagna að kynnast þér þegar við Vigdís, „litla“ systir þín, kynntumst á Grundarstíg 12 og einnig í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiðir ykkar Ara Trausta, bróður míns, lágu saman, báðir að útskrifast sem stúdentar, þegar ég var bara busi. Allar þær góðu stundir sem við áttum saman vil ég þakka fyrir og einnig þá góðvild sem þú sýndir fjölskyldu minni alla tíð. Ég veit að þú hvílir í friði og megi sú ást og umhyggja sem þú sýndir svo mörgum einnig fylgja þér. Þín er sárt saknað af fjöl- skyldu, vinum og vinnufélögum. Ég votta Einari og „stelpunum mínum“, eins og þú kallaðir Huldu, Hlíf og Láru ásamt fjöl- skyldum þeirra, mína dýpstu samúð. Egill. Einhver mesta gæfa mín í þessu lífi er vinátta okkar Halla. Vinátta sem nær alla leið aftur í bernsku, þegar ég flutti í Þing- holtin átta ára gamall og kynntist Halla sem var tveimur árum yngri. Þar og þá var knýttur sá hnútur sem aldrei hefur raknað. Og þó að stundum leiðir hafi skil- ið um tíma, jafnvel nokkur ár, var grunnurinn traustur og gerði vin- áttu okkar tímalausa eins og Halli orðaði það svo vel sjálfur. Bjargarstígur 2, Grundarstíg- ur 12 og 17 voru höfuðstöðvar bernskunnar. Torgið og miðbær- inn stutt frá, Tjörnin líka, bóka- safnið í næsta garði og svo allt hitt; bakgarðar, hús í byggingu, myrkir kjallarar, bogi og örvar, tindátar og bækur, bambus, kín- verjar um áramót, forboðin jarð- arber í sendiráðsgarði, freisting- ar og áskoranir hvert sem litið var. Bóklestur, spil og innileikir á vetrum, klúbburinn Allt mögu- legt, óteljandi bíóferðir og enda- lausar samræður um lífið og til- veruna. Og svo einsemdin á sumrin þegar Halli fór til Tálkna- fjarðar til ömmu sinnar. Þau sumur voru lengi að líða. Gleðin þegar hann kom aftur, gleðin yfir því að eiga vin, svona góðan, tryggan vin. Síðar meir fundir og endur- fundir, upptaktur, gönguferðir, samræður, stundum ágreiningur, skiptar skoðanir, og fyrir kom að við skildum ekki alveg hvor ann- an, en það skipti ekki máli, við skildum hvor annan í upphafi og það réði úrslitum alla tíð. Halli var sérstæður maður. Sterkur og sjálfstæður karakter með skýra hugsun og vilja. Hann var ákaflega úrræðagóður og hjálpsamur með afbrigðum. Hann var líka með þeim ósköpum gerður að vilja geta gert allt sjálf- ur. Ef hann vissi ekki eitthvað varð hann sér úti um þá vitn- eskju, ef hann kunni ekki eitt- hvað, þá lærði hann það, sama hvað: matseld og bakstur, viðhald og viðgerðir á húsum, bílum og alls kyns tækjum, saumaskap – fræg er sagan af því þegar Halli þurfti að fara sjúkraflug til Reykjavíkur frá Grundarfirði og nýtti ferðina, fór í Vogue og keypti kjólaefni og snið, dreif sig heim aftur og sneið og saumaði kjól á eina stjúpdóttur sína svo hún gæti farið á ball í nýjum kjól. Halli var listnautnamaður, sér- staklega hvað snerti bókmenntir og tónlist. Hann spilaði á píanó og orgel, las mikið og hlustaði á hljóðbækur. Hann deildi áreiðan- lega lífssýn séra Jóns Prímuss: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.“ Í öllu falli duldist engum hvílíkt dálæti hann hafði á Laxness. Svo vel var hann að sér í verkum Nóbelsskáldsins, að hann fór léttilega utan að með ótal brot og tilsvör úr sögum hans. Að eiga góðan vin er eitt það dýrmætasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég var heppinn. Og Halli var líka heppinn. Við uxum upp saman sem bestu vinir og bræður. Deildum reynslu okkar þegar heimsmynd er í mótun og lífsgildi festa rætur. Allt með hinu undur- fagra sakleysi bernskunnar. Þegar Halldór Laxness las yfir sína fyrstu bók, Barn náttúrunn- ar, 46 árum síðar, segir hann svo í formála 2. útgáfu: „þá uppgötva ég að þetta muni vera besta bók mín, og liggja til þess þær orsakir að hún geymir óm bernskunnar“. Mér finnst það sama gilda um vináttu okkar Halla; hún er best af því að hún geymir óm bernsk- unnar. Og nú þegar Halli hefur kvatt okkur og er farinn er hann samt ekki farinn. Hann hverfur aldrei. Hann mun lifa hér innra með mér svo lengi sem hjartað bærist í brjósti mér. Meira: mbl.is/minningar Sigurður Skúlason. Það er gæfa sérhvers manns að geta litið sáttur um öxl þegar halla fer undan. Það gat Hall- grímur Magnússon sannarlega. Þegar veikindi knúðu hann til starfsloka í Ósló undir lok liðins árs hafði hann komið á fót öldr- unargeðdeild við Aker-sjúkrahús- ið sem jafnt stjórnendur sjúkra- húsa í Noregi sem heilbrigðisyfirvöld bentu á sem fyrirmynd. Þá fannst Hallgrími sem hann hefði gert sitt. Og hann gat litið til farsælla læknisstarfa um árabil á Patreks- firði og Grundarfirði, einn síns liðs með hjúkrunarfólki. Þá reyndi einatt á bráð og fumlaus viðbrögð. Að auki voru störfin við geðdeildir LSH og doktorsprófið í öldrunargeðlækningum við HÍ 1989. Sumir segja: „Þeir eru horfnir þessir gömlu orgínalar.“ Það fólk hefði betur kynnst Hallgrími Magnússyni! Hann var ekki „gamall“ heldur nýr orgínall. Og aldeilis heill sem slíkur, enginn leikaraskapur. Hallgrímur var langur og mjór og gleraugun jafnan hringlaga. Og svo var það þykkt alskeggið og duggarapeysan. Spurt var: „Er maðurinn alltaf í sömu peys- unni?“ Reyndar ekki; hann átti þær margar frá Ellingsen til skiptanna. Ókunnugir fundu fljótt að þarna fór þó enginn furðufugl, heldur hlýr og skilningsríkur maður sem gerði sitt ýtrasta til að sinna hverjum sem á vegi hans varð. Það bar við að Hallgrímur skemmti sér við að koma vinum sínum á óvart, t.d. þegar hann að loknum lokaprófum í raunvísind- um við Óslóar-háskóla undir árs- lok 1971 flaug heim með leynd daginn eftir og þreytti inntöku- próf í læknadeild HÍ. Og náði þeim öllum með glans. Þá hafði hann, öllum að óvörum, tekið vel ígrundaða ákvörðun um að verða læknir en ekki veðurfræðingur. Uggði að það yrði einmanalegra. Á Grundarfjarðarárunum þeg- ar Einar, sonur Hallgríms og Sesselju eiginkonu hans um nokkurra ára bil, óx úr grasi var til þess tekið hve velkomnir vinir Einars voru á heimili hans. Hall- grímur vílaði ekki fyrir sér að slá í pönnukökur í þeim tugavís sem þeir gátu torgað. Það kunnu sveitungarnir vel að meta. Og hann naut þess sjálfur. Dætur Sesselju – og börn þeirra – áttu í Hallgrími hauk í horni æ síðan. Hallgríms verður ekki minnst án dálætis hans á tónlist. Hann var sjálfur prýðilegur píanisti – Bach, Beetoven, Chopin – og átti sínar hvíldarstundir við flygilinn. Og hann var einatt fenginn til að spila við jarðarfarir á Patreks- firði og Bíldudal. Sagt var að eng- inn læknir fylgdi sjúklingum sín- um jafn langt eftir; hann spilaði líka yfir þeim að lokum. Hallgrímur var víðlesinn, jafnt á skáldskap sem fag. Stundum var þó sagt að honum fyndist sem aðeins ein bók hefði verið skrifuð á Íslandi. Brekkukotsannáll. Efni hennar var honum einlægt á vörum, tilvitnanir sem hæfðu stund og stað. Krosshliðið í Brekkukoti markaði veraldarmörk Álfgríms Hanssonar; utan þess var heim- urinn. Það var líka krosshlið á Ytri-Sveinseyri í Tálknafirði þar sem Hallgrímur átti sumur sín á æskuárum í fornum háttum hjá ömmu sinni og föðurbróður. Ver- öldin innan þess var honum jafn- an hugstæð. En nú hefur kross- hliðið snúist honum í hinsta sinn. Ásgeir Sigurgestsson. Vinátta er dýrmæt og sú sem hefst í barnaskóla og nærist í ára- tugi er sérlega dýrmæt. Við Hall- grímur Magnússon röltum saman heim á leið úr Miðbæjarskólanum fyrir um 60 árum síðan til að deila dagshluta eftir skólann og gerð- um það sama óslitið langt fram á nokkur háskólaár í Ósló. Eftir nám í veðurfræði breytti Hall- grímur um stefnu og gerðist læknir, fljótt fullnuma sem sér- fræðingur í geðlækningum. Það rímaði vel við mannvináttu hans og við tók langur ferill, fyrst hér heima, bæði vestur á Fjörðum, í héraðslækningum, og síðar í Reykjavík, allt þangað til hann varð yfirlæknir við eitt af sjúkra- húsunum í Ósló. Hann var mjög snjall í því sem hann tók sér fyrir hendur; sem námsmaður, píanó- og orgelleikari, sem traustur læknir og hafsjór fróðleiks, til dæmis um bókmenntir eða tón- list, og var tryggur vinur vina sinnar. Systir Hallgríms, Vigdís, tengdist inn í mína fjölskyldu og foreldrar þeirra systkina áttu sér sumarbústað við hlið okkar. Við sórumst í gamaldags fóstbræðra- lag, Hallgrímur, ég og tveir aðrir Óslóarstúdentar, og það entist með virktum út hans ævi sem varð allt of stutt eins og svo margoft er sagt. Hallgrímur átti enn margvísleg erindi við sam- félögin og förunauta beggja vegna hafs. Minning hans lifir í hávegum meðal æsku- og skóla- félaga, vina og ættingja sem fá sendar innilegar samúðarkveðjur frá okkur Maríu. Ari Trausti Guðmundsson. Halli var eftirminnilegur mað- ur. Alltaf eins klæddur, í dökk- bláum fötum, sem hann átti nokk- ur sett af. Hár og grannur og röskur til gangs. Hallgrímur Magnússon, Halli, var stjúpfaðir æskuvinkonu minnar Láru. Við Lára kynntumst þegar við vorum sjö ára gamlar og bjuggum í Vesturbænum. Ég man eftir stóra glansandi svarta flyglinum í stofunni heima hjá Láru. Vín- rauða Chesterton-sófasettið með fjölmörgu hnöppunum var líka mjög virðulegt. Það kom þó ekki í veg fyrir að það væri leikið í stof- unni og við fengum að prófa að spila á flygilinn. Halli hafði lært á píanó þegar hann var ungur og leyfði okkur að spreyta okkur á einföldum lögum eins og Góða mamma og Í grænum sjó. Halli var læknir og á sumrin fór fjölskyldan stundum til Pat- reksfjarðar að heimsækja ætt- ingja. Halli vann þá á heilsugæsl- unni í bænum. Ég var svo heppin að fá stundum að fara með Láru til Patreksfjarðar. Farið var ak- andi á hvíta Saabnum vestur á Patró og í minningunni var það heilmikið ferðalag. Á leiðinni vestur kenndi Halli okkur að þekkja ýmis kennileiti, eins og fjallið Baulu. Það var ævintýri að koma á Patró og ýmislegt brallað. Halli sýndi okkur heilsugæsluna og þar fengum við að prófa eitt og annað, til að mynda að vefja gifs á fingurna og taka röntgenmyndir af gleraugum og öðrum áhuga- verðum hlutum. Stundum var skroppið í bíltúr að heimsækja ættingja Halla á Tálknafirði. Há- punktur sumarsins var í einum slíkum bíltúr þegar Halli leyfði okkur Láru að stýra Saabnum á afskekktum sveitavegi (undir öruggri stjórn hans). Það var ógleymanleg upplifun fyrir ungar stelpuskottur. Halli gerði þó ekki bara skemmtilega hluti með okkur. Hann kenndi okkur líka góða siði og sumir hafa fest í sessi fram til dagsins í dag. Þegar við Lára vor- um litlar í Vesturbænum og vor- um að læra að fara yfir götur, kenndi Halli okkur þá reglu að vinka til bílstjóranna þegar þeir stoppuðu fyrir okkur. Sú regla hefur aldrei gleymst og nú síðast fyrir stuttu, mörgum áratugum síðar, vorum við pabbi að rifja upp eftir að hafa gengið yfir gangbraut (með tilheyrandi vinki) hvaðan þessi siður kom. Á táningsaldri flutti Lára með fjölskyldu sinni til Grundarfjarð- ar á Snæfellsnesi þar sem Halli gerðist heilsugæslulæknir. Ég kom oft í heimsókn og dvaldi stundum hjá fjölskyldunni á sumrin. Halli var mikill fjöl- skyldumaður, natinn og þolin- móður við börn og ungmenni. Hann gaf sér tíma með unga fólk- inu og sá spaugilegu hliðarnar í samskiptum þeirra. Hann var hjálpsamur, greiðvikinn og góður að leita til. Á fullorðinsárum sá ég minna af Halla en rakst á hann öðru hverju á förnum vegi, gangandi rösklega um miðbæinn í dökk- bláu fötunum sínum. Að venju var stutt í hláturinn og gáskann í aug- um hans. Halli var engum líkur og minningarnar margar og skemmtilegar. Láru og allri fjöl- skyldu Halla sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Halla. Eva Gunnarsdóttir. Hallgrímur Magnússon læknir er látinn. Hann var góður vinur og samstarfsmaður til margra ára, bæði á geðsviði Landspítala og á öldrunarsviði Landakots. Við unnum saman m.a. að þýðingum á fjölmörgum matskvörðum fyrir aldraða og heilabilaða um 15 ára skeið þrátt fyrir að hann flytti til Noregs á þeim árum. Árið 2011 heimsótti ég Hallgrím til Noregs í nokkra daga. Ég fylgdi honum eftir einn dag í vinnu hans. Hann hafði undirbúið komu mína vel, hann lánaði mér síma og var bú- inn að kaupa kort í lestina handa mér. Hann bauð mér út að borða, í leikhús og sýndi mér ýmsa staði í Ósló. Hallgrímur var mjög hæfi- leikaríkur og vel að sér í mörgum tungumálum, þá sérstaklega í ís- lensku. Þegar Hallgrímur var á Íslandi kom hann ævinlega í mat til mín, það voru góðar og ánægjulegar stundir. Hann veitti samstarfsmönnum sínum ómet- anlegan stuðning, leiðsögn og fé- lagsskap gegnum árin. Hallgrím- ur var fjölmenntaður, naut virðingar fyrir þekkingu og hæfni í störfum sínum. Það var ætíð gott að leita til hans. Hallgrímur var góður samferðamaður, hans er sárlega saknað, blessuð sé minn- ing hans. Aðstandendum Hall- gríms sendi ég samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Ída Atladóttir. Fáar manneskjur hafa orðið mér jafn kærar og Hallgrímur vinur minn. Allt frá því að forsjón- in leiddi hann til mín á Borgar- spítalanum í febrúar 1975 þar sem ég lá rúmföst um tíma og hann stóð vaktir sem læknanemi á bráðadeild höfum við verið trygg- ir bandamenn í gleði og sorgum. Við höfðum reyndar kynnst nokkrum árum fyrr í gegnum sameiginlega vini um það leyti sem Halli lauk veðurfræðinámi í Ósló. En það var fyrst þarna, í skálanum fyrir framan deildina mína á Borgarspítalanum, þar sem læknaneminn átti leið út úr lyftu og rak augun í kunnuglegt andlit meðal reykjandi sjúklinga sem drápu þar tímann í rúmum sínum við spjall og spilamennsku – það var fyrst þar sem leiðin á milli okkar varð skyndilega opin og greið. Kurteislegt staldur læknanemans við rúmstokk kunningjastúlku dróst á langinn og sjúkdómssagan gaf tilefni til spennandi pælinga milli heim- sókna sem urðu eftir þetta tíðar. Undrið gerðist, sálir fundu sam- hljóm og grunnur var lagður að áratuga vináttu sem aldrei brást. Það var alltaf gaman að vera með Halla. Þótt hann gæti verið afar þrjóskur og þver var hann mikill húmoristi, hláturmildur og glaðlyndur og frábær sögumaður og hlustandi. Hann hafði lifandi áhuga á flestu sem á vegi hans varð og unun af að takast á við ögrandi verkefni og sigrast á þeim. Sjálfstæðisþörf hans var sterk og birtist í mörgum mynd- um; hann keypti sér saumavél til að geta sjálfur faldað buxurnar sínar og saumað gardínur, þegar bíllinn bilaði reif hann vélina í sundur og raðaði henni saman aft- ur til þess að skilja hvernig hún virkaði og spara sér óþarfa verk- stæðisferðir. Eldamennsku lærði hann af matreiðslubókum, eink- um Helgu Sig. sem gerði ekki framúrstefnulegar kröfur og féll vel að hefðbundnum matarsmekk hans. Pönnukökur urðu sérgrein hans og á starfsárum hans í Grundarfirði fylltist læknisbú- staðurinn hvern sunnudag af pönnukökusvöngum strákum sem úðuðu í sig góðgætinu, bakaran- um til ómældrar gleði. Ég dáðist að Hallgrími fyrir svo margt; skarpa greind hans og námsgáfur, hæfileikann til að tak- ast á við sérhvert viðfangsefni af einurð og kjarki, stórkostlegt minni hans sem aldrei bilaði, jafn- vel þegar líkamskraftarnir voru þrotnir á lokadægrum lífs hans. Þá streymdi skáldskapur Lax- ness enn áreynslulaust af vörum Hallgrímur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.