Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 25
hans og fjörutíu ára gömul heim-
ilisföng mín í París og London
þangað sem hann heimsótti mig
úr sumarvinnunni í Lillehammer
voru enn á sínum stað í kollinum.
En mest af öllu mat ég Halla
fyrir þá eðliskosti sem gerðu hann
að uppáhaldsmanneskju í lífi
mínu. Óbilandi tryggð. Mann-
gæsku og samhygð. Hjálpsemi
sem átti sér lítil takmörk. Um-
hyggju fyrir fólkinu sínu, vinum
og skjólstæðingum. Hrifnæmi
hans og viðkvæmni. Fölskvalausa
ánægju af félagsskap barna, sem
mörg urðu vinir hans og aðdáend-
ur ævilangt, líkt og mín eigin.
Ég kveð hjartans vininn minn
góða með þakklæti fyrir kærleik-
ann sem ég átti ávallt vísan í svo-
lítið klaufskum faðmi hans. Ég
mun sakna hans meðan ég lifi, en
minningarnar munu hlýja mér til
hinsta dags.
Olga Guðrún Árnadóttir.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Enginn er spámaður í sínu föð-
urlandi, segir máltækið. Það á
einnig vel við um vin okkar Hall-
grím Magnússon. Þegar hann
varð yfirlæknir í Noregi var fag-
mennska hans og viska fyrst met-
in að verðleikum. Hallgrímur
fluttist til Grundarfjarðar um
1990 og starfaði þar sem heilsu-
gæslulæknir í þrettán ár. Við hlið
hans störfuðum við þrjár, ritarar
og ljósmóðir og nutum hans frá-
bæru handleiðslu, kennslu og til-
sagnar í dagsins önn. Húmor og
jafningjatal við morgunkaffið, þar
sem málefni líðandi stundar voru
brotin til mergjar. Alla daga og
nætur öll árin var hann á vakt fyr-
ir Grundfirðinga, símleiðis eða á
stofunni. Sjúklingum sínum fylgdi
hann á spítalann og bjargaði
ófáum lífum svo og börnum sem
flýttu sér í heiminn. Hallgrímur
byggði upp heilsugæsluna okkar
og tók meðal annars þátt í að
hanna fyrsta sjúklingatölvukerf-
ið, byggði upp rausnarlegt bóka-
safn og valdi öll nýjustu lækn-
ingatæki með frábærri
útsjónarsemi. Nú var hans tími
útrunninn og hann tók því af sínu
einstaka æðruleysi, Ásdís mót-
tökuritari og Hallgrímur munu nú
sitja saman og skrafa um ógleym-
anlega tíma.
Við leyfum okkur hér með að
þakka fyrir hönd Grundfirðinga
þennan ómetanlega tíma sem ein-
kenndist af ósérhlífni, ábyrgð og
öryggi fyrir alla íbúa bæjarfélags-
ins. Sendum innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar hans.
Hildur og Alda.
Það var litríkur hópur sem
mætti vestur í Háskóla á haust-
dögum 1971. Þessi hópur var að
hefja nám í læknisfræði. Það var
kvíði og spenna í liðinu enda vitað
að fækkað yrði í hópnum um
helming fyrir jól. Einn skar sig þó
úr og vakti meiri eftirtekt en aðr-
ir. Það var vinur okkar Hallgrím-
ur. Hann var hvergi smeykur við
fall. Var samtímis inntökuprófum
í læknadeild að ljúka háskólanámi
í stærðfræði, eðlisfræði og veður-
fræði frá háskólanum í Ósló.
Hann féll vel inn í hópinn enda
kom fljótt í ljós að hann var ein-
staklega góður félagi.
Hann hafði ríkan húmor, var
næmur listunnandi, góður hljóm-
borðsleikari og í raun organisti af
bestu gerð. Samtímis náminu í
læknisfræðinni lagði hann stund á
háskólanám í málfræði og norsku
og sagði það góða leið til að lesa
sig niður eftir prófin í læknadeild-
inni og brosti með kímni.
Hann var mikill náttúruunn-
andi og voru það helst Vestfirð-
irnir og Tálknafjörðurinn, sem
seiddu hann til sín, en þangað átti
hann ættir að rekja. Hann starf-
aði um þriggja ára bil sem læknir
á Patreksfirði. Þar sinnti hann
skjólstæðingum sínum svo sann-
arlega frá vöggu til grafar enda
samtímis starfandi organisti í
Barðastrandarprófastsdæmi.
Hann lauk síðan sérnámi í geð-
lækningum og doktorsprófi í
sömu grein. En íslenska náttúran
hélt áfram að heilla. Hann flutti
vestur í Grundarfjörð og var þar
starfandi heilsugæslulæknir um
árabil við góðan orðstír. Hann
helgaði sig síðan geðsjúkdómum
aldraðra. Lagði hart að sér að
koma þeim málum í betri farveg
hér á landi, en naut ekki skilnings
ráðamanna. Hann flutti því til
Noregs og starfaði seinustu árin
þar sem yfirlæknir og fékkst við
rannsóknir og kennslu á sviði
öldrunargeðlækninga. Nú eru lið-
in fjörutíu ár frá útskrift okkar úr
læknadeildinni. Samverustund-
irnar urðu stopulli með árunum,
en það var alltaf jafn gaman að
hitta eða spjalla við Hallgrím í
síma. Hans glaða sinni og fróð-
leikur um nýjungar í læknisfræði
voru einkunnarstef hans alla tíð.
Snörp og skammvinn barátta
hans við illvígan sjúkdóm settu
hann ekki úr jafnvægi. Seinustu
dagana á líknardeildinni hló hann
innilega með okkur er við rifjuð-
um upp fyndin atvik úr lækna-
deildinni forðum. Við þökkum
honum góða samfylgd í lífinu og
biðjum góðan Guð að styrkja af-
komendur hans og ástvini.
Ásmundur Magnússon,
Benedikt Ó. Sveinsson.
Sérstakur maður, Hallgrímur.
Í leifturminningum kemur fyrst
upp Hallgrímur í bláu, síðu
prjónapeysunni sinni, einni af
mörgum, sem var hans einkenn-
isbúningur lengi vel. Ók milli
staða í litlum, frönskum herjeppa,
hannaður fyrir útlendingaher-
sveitina í Sahara. Hár og grannur,
skeggjaður, skar sig alls staðar
úr. Líka fyrir sérdeilis hlýtt og
brosmilt viðmót, skarpa greind og
ákefð í umræðum sem skiptu
máli. Hallgrímur fór ekki alltaf
troðnar slóðir. Eftir læknanámið
sinnti hann heilsugæslu út á landi,
en hans skilgreining á hlutverk-
inu náði út fyrir læknisfræðina – í
umhverfisvernd og með orgelspili
við messur – var okkur kollegun-
um sagt sem fórum troðnari slóðir
í þéttbýlinu. Sem geðlæknir var
hann vísindamaður og fræðari og
sinnti jafnframt öldruðum með
geðraskanir, mörg undanfarin ár í
Noregi.
Við tengdumst um tíma þegar
Hallgrímur vann sem geðlæknir
með öðrum sérfræðingum í
mannlegri hegðun, í meira en ald-
argömlu húsi í hjarta bæjarins.
Það voru gefandi tengsl. Þau
héldu áfram eftir að hann flutti
utan, en þá hafði hann verið lengi
umboðsmaður eins eiganda gamla
hússins, sem einnig bjó erlendis.
Eins og gerist þegar fólk með sér-
þekkingu á okkar sviði þarf að
leysa mál, þá geta þau orðið
óþarflega flókin. Ótvíræðir kostir
Hallgríms til að miðla málum og
kímnigáfa leystu öll vandamál. Í
löngum heimsóknum til Íslands
tók hann gjarnan þátt í umræðu-
fundum hópsins, og eins og hans
var vandi kom hann með ný og
óvænt sjónarhorn inn í annars
nokkuð hátimbraða umræðu.
Maður með góða jarðtengingu.
Síðustu samskipti okkar tengd-
ust sölu gamla hússins nýlega.
Það var þá sem hann sagði frá
veikindum sínum. Við ræddum
hinar mjög svo slæmu horfur,
fjarlæga möguleika til að fram-
lengja líf, og svo um dauðann, í
tveimur löngum símtölum milli
landa. Æðruleysi og yfirvegun
einkenndu samræðuna. Hélt svo
heim til Íslands og kvaddi. Góður
maður genginn.
Högni Óskarsson
geðlæknir.
Við sjáumst ekki í sumar og þó
sé ég þig:
er blómin horfa himins til
og hneigja sig
þá yfir í þinn huliðsheim
þú heillar mig.
Því vetrarstríð á enda er
nú undrumst við
hve dauðinn veitir dýra hvíld
og djúpan frið
og heyrum lífið líða hjá
sem lækjarnið …
Koma þau geðdeildarhjónin.
Þetta varð einhverjum starfs-
manni Landspítalans að orði þeg-
ar við Hallgrímur mættum í há-
degismat í mötuneytinu. Við
fórum alltaf saman í mat og marg-
ir héldu að við værum hjón.
Stjórnsama fiðrildið og karlinn í
bláu peysunni.
Við kynntumst þegar við bæði
unnum á Kleppi. Síðan eru 36 ár.
Með okkur tókst vinátta sem aldr-
ei hefur borið skugga á. Oft vor-
um við gjörsamlega ósammála um
alls konar málefni þar sem hvor-
ugt gat gefið eftir í heitum rök-
ræðum. Að reyna t.d. að ræða
femínisma við Hallgrím var gjör-
samlega ómögulegt. Þar mættust
sannarlega stálin stinn.
Minningarnar eru fleiri en upp
verður talið. Kalli sonur okkar
dvaldi hjá Hallgrími í Grundar-
firði og Hildur dóttir okkar leigði
hjá honum íbúð um tíma. Við fór-
um fjölskyldurnar i berjamó fyrir
vestan, fórum með Ásu, Laugu,
mökum og öllum börnunum í
Munaðarnes, héldum matarboð,
bæði á Ásvallagötunni og á
Grundarstígnum og er þá fátt eitt
talið.
Hallgrímur var ekkert venju-
legur. Ofurgreind hans þvældist
stundum fyrir honum og gerði
það að verkum að allt dægurþras
og pólitík voru í hans huga fá-
fengilegt drasl. Sérvitur var hann
með afbrigðum og ekki alltaf auð-
velt að rökræða við hann. En heil-
indi hans og örlæti í garð þeirra
sem honum voru kærir voru al-
gjör og skilyrðislaus. Heilindin og
ást í garð barna hans og barna-
barna bera því glöggt vitni
Hallgrímur unni starfi sínu
mjög og eftir hann liggja ótal
læknisfræðilegar greinar, hávís-
indalegar og unnar af mikilli ná-
kvæmni, eins og hans var von og
vísa. Aðrir eru bærari en ég til að
fjalla um það.
Hann kom til Íslands í desem-
ber sl. og við borðuðum saman í
hádeginu eins og alltaf þegar
hann kom til landsins. Hann var í
raun kominn til að kveðja. Við
kvöddumst á tröppunum fyrir ut-
an Laugaás eftir góðan plokkfisk.
Mér fannst þessi kveðjustund
handónýt svo að í lok janúar dreif
ég mig til Óslóar til að kveðja
hann almennilega þar sem hann
dvaldi á Diakonhjemmet Sykehus
í Ósló. Sagði honum að ef ég þyrfti
að kveðja hann þá ætlaði ég ekki
að gera það á tröppunum á
Laugaási í rigningarsudda. Hann
hló, fárveikur, og sagði að það
hæfði heldur ekki fólki eins og
okkur. Svo flissuðum við bæði.
Síðast hittumst við á Grundar-
stígnum þar sem hann var rúm-
fastur og beið eftir að fara á líkn-
ardeild.
… Og allir þeir sem unnir þú
og unnu þér
þeir sjá hvar logi lífs þíns rís
og lyftir sér
í þessa lygnu líknarnótt
sem ljómar hér
(Jóhannes úr Kötlum.)
Ég kveð Hallgrím vin minn
með þakklæti fyrir vináttuna,
tryggðina og allar góðu stundirn-
ar okkar. Einari, Hlíf, Huldu,
Láru, Vigdísi, Lottu og öllum öðr-
um aðstandendum votta ég
dýpstu samúð.
Hulda Lilliendahl.
Mér brá er ég las tilkynningu
um andlát Hallgríms Magnússon-
ar læknis í Morgunblaðinu. Hafði
ekki hitt hann lengi og ekki haft
spurnir af veikindum hans. Hall-
grímur var góður læknir, er
ávann sér auðveldlega traust,
trúnað og virðingu sjúklinga
sinna. Ég kynntist honum fyrst er
hann hóf störf sem aðstoðarlækn-
ir við deild 10 á Kleppsspítala árið
1977. Hann var enginn málskrafs-
maður, snöggur til verka, sam-
viskusamur og þægilegur í um-
gengni við sjúklinga og
samstarfsfólk. Í fyrstu hafði ég
nokkrar áhyggjur af klæðaburði
hins unga manns. Hann var alltaf
í sömu fötunum, dökkblárri sjó-
mannapeysu og bláum gallabux-
um, en þau voru hrein og snyrti-
leg eins og eigandinn. Hallgrímur
var á þessum árum ókvæntur, bjó
einn og annaðist um sig sjálfur.
Dag einn gat ég ekki lengur orða
bundist og sagði: Hallgrímur
minn, er þvottavélin stöðugt í
gangi hjá þér? Fyrst varð hann
dálítið hvumsa við, en áttaði sig
brátt á hvert ég var að fara, brosti
og svaraði: Nei, nei. Ég á nóg til
skiptanna. Ég komst á lagersölu
hjá verslun vestur á fjörðum, sem
var að hætta. Þeir áttu talsverðar
birgðir af dökkbláum sjómanna-
peysum og bláum gallabuxum,
sem pössuðu á mig, svo ég keypti
lagerinn. Eftir það hafði ég engar
áhyggjur af klæðaburði Hall-
gríms og vandist honum ágæt-
lega. Rúmum áratug seinna var
ég viðstaddur hátíðlega og virðu-
lega athöfn hjá læknadeild Há-
skóla Íslands þar sem Hallgrímur
varði doktorsritgerð sína. Hann
klæddist við það tækifæri kjólföt-
um. Ég þóttist skynja, að honum
liði ekki alls kostar vel í þessum
klæðnaði og hugsaði með mér:
Hvers vegna varstu ekki bara í
bláu gallabuxunum og dökkbláu
peysunni? Það hefði bara verið
fínt. Máltæki segir: Fötin skapa
manninn. Í þessu tilfelli er það öf-
ugt. Hallgrímur með sínum yfir-
lætislausa virðuleika, hlýju og
kurteisi í framkomu gerði þessar
hversdagslegu og einföldu flíkur
að viðhafnarbúningi, er hæfði
hverri athöfn, hversdagslegri
jafnt sem hátíðlegri. Hallgrímur
átti ýmsa strengi í hörpu sinni.
Hann var tónlistamaður og þótti
liðtækur kirkjuorganisti. Ekki er
ég dómbær um hæfni hans á því
sviði. Heyrði hann aðeins einu
sinni leika á orgel. Safnaðarfélag
Dómkirkjunnar í Reykjavík var á
ferð um Snæfellsnes og heimsótti
m.a. Grundarfjarðarkirkju. Hall-
grímur sýndi okkur kirkjuna, lék
á kirkjuorgelið undir sálmasöng í
helgistund og fór prýðilega úr
hendi. Ég kveð Hallgrím nú með
vinsemd, virðingu og þakklæti, en
sendi aðstandendum hans innileg-
ar samúðarkveðjur.
Jóhannes Bergsveinsson.
Nú er skarð fyrir skildi, fallinn
er frá fyrir aldur fram læknir,
sem sérhæfði sig í greiningu og
meðferð geðsjúkdóma aldraðra.
Hallgrímur Magnússon samdi
doktorsritgerð um rannsóknir
sínar á geðheilsu Íslendinga á ní-
ræðisaldri og varði hana við Há-
skóla Íslands 1989. Hann var þá
orðinn sérfræðingur í geðlæknis-
fræði, starfandi á geðdeild Land-
spítalans. En honum var það ekki
nóg og gerðist heilsugæslulæknir
úti á landi eins og hann hafði verið
áður en hann hóf störf á Landspít-
alanum.
Hallgrímur var mjög fjölhæfur
og greindur og þurfti því að reyna
sig við ýmsar greinar áður en
hann snéri sér að læknisfræðinni.
Hann varð cand.mag. í stærð-
fræði og jarðeðlisfræði við háskól-
ann í Ósló 1971, tók síðan sprett í
málfræði og norsku og þá var loks
komið að læknisfræðinni við Há-
skóla Íslands, sem hann lauk
1977. Hann var mjög músíkalskur
og spilaði á orgel í kirkju þar sem
hann var heilsugæslulæknir og
gerði síðar útvarpsþætti með fé-
lögum sínum. Hann var handlag-
inn og útsjónarsamur, svo að
hann gerði jafnvel við heimilis-
tæki á spítalanum, fann út hvað
var að og lét panta varahluti og
lauk viðgerðinni næst þegar hann
var á vakt.
Hann var hár og grannur, fast-
ur fyrir og hafði ákveðnar skoð-
anir sem hann rökstuddi vel og
var fljótur að taka ákvarðanir.
Sumum þótti hann sérvitur, sem
m.a. mátti sjá á klæðaburði hans,
sem alla tíð meðan við unnum
saman var eins, en alltaf hreinn
og snyrtilegur, kom enda í ljós að
hann átti mörg sett af buxum og
peysum til skiptanna. Aldrei þótti
mér sérviska hans til trafala,
nema síður væri, þau ár sem við
unnum saman. Það var miður að
hann skyldi ekki snúa aftur til
starfa á Landspítalanum nema
löngu síðar um tíma á öldrunar-
deildinni. Hann fór eftir það til
Óslóar og varð yfirlæknir á öldr-
unargeðdeild Akershus-sjúkra-
hússins þar.
Minningin um góðan og gáfað-
an lækni lifir. Ég votta aðstand-
endum Hallgríms samúð.
Tómas Helgason.
Hallgrímur Magnússon, læknir
og mætur félagi, er fallinn frá eft-
ir snörp veikindi. Fyrir réttum
fjórtán árum bauð Hallgrímur
fram starfskrafta sína á öldrunar-
sviði Landspítalans. Mikill fengur
var í Hallgrími, enda var hann
enginn venjulegur maður. Áður
en læknisfræði fangaði huga Hall-
gríms hafði hann lokið prófi í
stærðfærði og jarðeðlisfræði og
lagt sig eftir málvísindum. Sem
ungur læknir í héraði annaðist
Hallgrímur orgelleik áður en
hann sérhæfði sig í geðlækning-
um og lauk doktorsritgerð um
geðsjúkdóma eldra fólks.
Hallgrímur vann á hinum ýmsu
deildum öldrunarsviðs Landspít-
alans um sjö ára skeið enda var
hann margreyndur og fjölhæfur
læknir og skilaði einkar góðu
starfi á líknardeild fyrir eldra
fólk. Hins vegar tók Hallgrímur
okkur öllum fram þegar kom að
greiningu og meðferð geðsjúk-
dóma hjá eldra fólki. Á því sviði
var Hallgrímur slyngur læknir og
náði árangri þar sem öðrum hafði
brugðist bogalistin. Hallgrímur
sýndi í verki að eldra fólk með
geðsjúkdóma, sem virtist vera
komið á vonarvöl og nær dauða en
lífi, gat með réttum ráðum náð
undraverðri heilsu á ný.
Með sanni má segja að öldrun-
argeðlækningar hafi verið þá, og
séu því miður enn, einn viðkvæm-
asti bletturinn á þjónustu við
eldra fólk. Hallgrímur var áhuga-
samur um og lagði mikið til nefnd-
arstarfs um uppbyggingu öldrun-
argeðlækninga. Er skemmst frá
því að segja að full samstaða náð-
ist um málið og í fyrsta áfanga var
opnuð göngudeild fyrir eldra fólk
með geðsjúkdóma þar sem Hall-
grímur vann með góðu fagteymi.
Í öðrum áfanga átti að opna fjór-
tán rúma legudeild á Landakoti
og var það mál opinberlega í for-
gangi vikunni fyrir hrunið mikla.
Síðan ekki söguna meir.
Hallgrímur, klæddur bláu ein-
kennispeysunni sinni, gekk öðr-
um mönnum hraðar. Fyrir hvert
eitt skref sem hann tók, tóku aðrir
tvö, í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu. Einnig var maðurinn
Hallgrímur skemmtilegur og lif-
andi félagi, sem oftar en ekki kom
með óvænt sjónarhorn inn í um-
ræður. Þeir sem þekktu Hallgrím
best tóku í vindil með honum til
hátíðabrigða. Hallgrímur var
einkar skipulagður og einarður í
því sem hann tók sér fyrir hendur
og ákvörðunum hans varð ekki
haggað.
Lífsferill Hallgríms virðist
skiptast í sjö ára tímabil. Ef til vill
hefur Hallgrímur skynjað og skil-
ið dýpri krafta tilverunnar. Hitt
er þó líklegra að sár vonbrigði
Hallgríms með hrunið og afleið-
ingar þess hafi ýtt honum yfir haf-
ið. Með mikilli eftirsjá urðum við
að sætta okkur við að Hallgrímur
flytti af landi brott. Sjö árum síð-
ar er Hallgrímur allur. Börnum
og ástvinum Hallgríms eru send-
ar innilegar samúðarkveðjur.
Pálmi V. Jónsson.
Í dag kveð ég kæran vin, hann
Hallgrím frænda minn. Við erum
búnir að eiga góðan vinskap í ára-
tugi. Gæðastundir áttum við sam-
an frændur hjá henni ömmu okk-
ar, Margréti á Steinhúsum í
Tálknafirði. Þar bjó einnig föður-
bróðir okkar, hann Einar, sem var
okkur frændum góður og óþreyt-
andi við að leiðbeina okkur við
verkin. Alla tíð var hann Hall-
grímur einstaklega góður við Ein-
ar frænda okkar og hugsaði um
hann eins og best hann mátti
meðan Einar lifði.
Hallgrímur var mjög frænd-
rækinn og kíkti alltaf til okkar
hjóna þegar hann var hér fyrir
vestan. Alltaf áttum við frændur
skemmtilega stund saman. Spjöll-
uðum margt saman og enduðum
oft í að dvelja í liðinni tíð og þeim
stundum sem við eyddum með
Margréti ömmu okkar og Einari
föðurbróður. Hallgrímur var
lengi læknir hér hjá okkur á suð-
ursvæði Vestfjarða. Hér eru vet-
ur oft snjóþungir og ekki auðvelt
að komast til að sinna bráðasjúk-
lingum. En Hallgrímur lét það
ekki á sig fá, fór í margar hreint
ævintýralegar vitjanir. Setti það
ekki fyrir sig þó að fyrirséð væri
að vitjunin tæki langan tíma, bjó
sig bara út í bláu peysuna sína,
góðan kuldagalla og tók skóflu
með sér. Ekkert skyldi stoppa
hann af við að leysa mál sjúkling-
anna sem margir voru einnig vinir
hans og góðir samborgarar.
Kæri frændi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Ég og mínir vottum fjölskyldu
Hallgríms okkar innilegustu sam-
úð.
Örn Gíslason.
Kynni okkar Hallgríms hófust
skömmu eftir lok læknanáms þeg-
ar ég tók við starfi hans í héraði.
Þá vissi ég að þar fór mikill mann-
kostamaður og góður læknir. Ég
minnist þess hve mikið hann lagði
sig fram við að veita mér nýgræð-
ingnum sem bestar upplýsingar
um sjúklinga sína í héraðinu til að
fylgja eftir þeim meðferðar áætl-
unum sem hann hafði lagt upp
með. Síðar lágu leiðir okkar sam-
an þegar Hallgrímur hóf störf á
öldrunarlækningadeild Landspít-
alans á Landakoti. Áður hafði
hann starfað um áraraðir við
heimilislækningar í héraði en síð-
ar á Landspítalanum þar sem
hann lagði stund á geðlækningar.
Þá aflað hann sér sérþekkingar á
sviði öldrunargeðlækninga og
skapað sér alþjóðlega virðingu á
því sviði. Því miður varð ekki af
uppbyggingu öldrunargeðdeildar
á Landspítala eins og áformað var
vegna áhrifa efnahagshrunsins og
hvarf hann því nokkrum árum síð-
ar til starfa í Noregi þar sem hann
gegndi starfi yfirlæknis og deild-
arstjórnanda síðustu árin.
Ég minnist Hallgríms sem
góðs félaga sem auðgaði þá sem
hann umgekkst vegna einstakra
mannlegra eiginleika. Sem læknir
átti hann auðvelt með að ná
tengslum við sjúklinga sína og
skapa traust. Hann var vel að sér
á flestum sviðum læknisfræðinn-
ar og nýtti hann það í starfi sínu
sem heimilislæknir og ekki síður í
sérgein sinni öldrunargeðlækn-
ingum en þar bjó hann yfir djúpri
þekkingu sem skjólstæðingar
hans nutu af en einnig við koll-
egar hans sem hann var óþreyt-
andi að fræða og veita leiðsögn.
Þá var hann mikilvirkur vísinda-
maður á sínu sérsviði og tengdum
sviðum þar sem hann m.a. kom að
rannsóknum á faraldsfræði MS-
sjúkdómsins.
Á Noregsárunum síðari kom
Hallgrímur reglubundið heim til
Íslands í fríum. Í þeim heimsókn-
um áttum við nokkrir félagar góð-
ar stundir þar sem kynni okkar
styrktust. Var það ekki síst fyrir
atbeina Hallgríms sem boðaði til
samfundanna og gaf þar mikið af
sér.
Ég kveð góðan vin og starfs-
félaga með söknuði og þakka fyrir
þau forréttindi að hafa kynnst
honum.
Sigurbjörn Björnsson.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017