Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
✝ Eiríkur K.Þorgrímsson
fæddist að Selnesi
á Breiðdalsvík 20.
júní 1926. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
5. mars 2017.
Foreldrar hans
voru Oddný Þór-
unn Erlendsdóttir,
f. á Felli í Breið-
dal 16. desember
1897, d. 29. mars 1987, og
Þorgrímur Guðmundsson, f. á
Þverhamri í Breiðdal 1. ágúst
1883, d. 11. janúar 1956. Þau
voru frumbyggjar á Breið-
dalsvík. Systkini Eiríks voru:
Guðrún Helga, f. 1916, d.
1916, Guðmundur, f. 1917, d.
2002, Helgi, f. 1918, d. 1983,
Sigríður, f. 1919, d. 1921, Sig-
fús, f. 1921, d. 2008, Erlingur,
f. 1923, d. 1946, Valborg, f.
og Guðlaugar: 1) Kristján, f.
1951, kvæntur Bergþóru Ann-
asdóttur, f. 1950, og eiga þau
börnin Guðlaugu, Oddnýju
Sigríði og Friðjón og sjö
barnabörn. 2) Oddný Sigríður,
f. 1952, d. 1978, var gift Stein-
ari Braga Viggóssyni, f. 1950,
d. 2001, og þeirra sonur er Ei-
ríkur Steinarsson, f. 1972,
giftur Oddnýju Helgu Sigurð-
ardóttur, f, 1974, og eiga þau
fjögur börn. 3) Gunnar Már
Eiríksson, f. 1960, maki Guð-
laug K. Benediktsdóttir, f.
1960, og eiga þau börnin Ein-
ar Örn, Guðrúnu Jónu og tvö
barnabörn. Eiríkur vann á sín-
um ungdómsárum bæði til sjós
og lands en var smiður hjá
Pósti og síma í 40 ár.
Útför Eiríks verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 15.
mars 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1925, d. 2013,
Sverrir, f. 1928, d.
1988, Þórður, f.
1930, Kristín, f.
1931, d. 1946,
Garðar, f. 1932,
Geirlaug, f. 1937,
Þröstur, f. 1939.
Hinn 26. júní 1948
giftist Eiríkur
Guðlaugu Krist-
jánsdóttur, f. 30.
júní 1917, d. 30.
desember 2004. Foreldrar
Guðlaugar voru Kristján Ei-
ríksson, f. 2. desember 1873
að Holtum á Mýrum og Guðný
Eyjólfsdóttir, f. 26. júní 1876
að Smiðjunesi í Bæjarhreppi.
Eiríkur og Guðlaug byrjuðu
búskap sinn í Reykjavík, en
byggðu sér svo hús að Borg-
arholtsbraut 34 í Kópavogi og
fluttu í það 1956. Eiríkur bjó
þar er hann lést. Börn Eiríks
Elskulegur faðir, tengdafaðir
og afi er fallinn frá.
Margar góðar minningar eig-
um við öll fjölskyldan um þig,
elsku Eiríkur. Yndislegt ferðalag
sem við fórum öll saman með þér
til Tenerife, þar áttum við frá-
bæran tíma saman enda stór hóp-
ur á ferð. Einnig var farið í marg-
ar veiðiferðir í gegnum árin þar
sem þú naust þín vel við árbakk-
ann. Það var alltaf yndislegt að
koma í heimsókn til ykkar Laugu
á Borgarholtsbrautina. Gestrisn-
in og hlýjan var svo ljúf og alltaf
voruð þið tilbúin að passa barna-
börnin. Þeim fannst gott að fá að
vera hjá ykkur. Þú hafðir gaman
af því að sýsla í garðinum og
rækta þar kartöflur og rabarbara
og nutum við fjölskyldan góðs af
því. Hjálpsemi þín var mikil og ef
þurfti að laga, breyta eða smíða
eitthvað varst þú kominn og
bjargaðir málunum og það skipti
ekki máli hvort það var innan fjöl-
skyldunnar eða utan hennar.
Hvíldu í friði, elsku Eiríkur.
Gunnar, Guðlaug
og fjölskylda.
Bróðir mágur og kær vinur er
fallinn frá. Sólsetrið í vetur hefur
sjaldan verið fegurra en það
kveld, sem Eiríkur fór sína hinstu
för. En hann lést að kveldi 5.
mars, eftir stutta en erfiða
sjúkrahúsvist. Eiríkur ólst upp í
stórum systkinahópi, í litlu sjáv-
arþorpi. Undi hann sér vel við
leik og störf, fram á unglingsár.
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur.
Þar sem hann fór að vinna í bygg-
ingarvinnu, ásamt Sigfúsi bróður
sínum. Einnig vann hann suður á
Keflavíkurflugvelli, við hin ýmsu
störf. En fljótlega réði hann sig á
smíðaverkstæði Pósts og síma,
þar sem hann vann alla tíð. Þar til
hann þurfti að láta af störfum,
sökum aldurs. Eiríkur var mikill
hagleiksmaður, byggði hús sitt
við Borgarholtsbrautina að miklu
leyti sjálfur. Vann í því um helg-
ar, gekk frá Hverfisgötunni suð-
ur í Kópavog snemma á morgn-
ana, þar sem strætisvagnarnir
byrjuðu ekki að ganga fyrr en á
hádegi. Hann vann langan vinnu-
dag í sinni vinnu, en þegar heim
var komið á kveldin var oftast
farið í bílskúrinn. Þar hafði hann
komið sér upp fullkomnu smíða-
verkstæði, þar leysti hann úr hin-
um ýmsu vandamálum fyrir vini
og ættingja. Það var alltaf gaman
að koma til Eiríks og Laugu, þau
kunnu sannarlega að gleðjast í
góðra vina hópi. Fyrir tólf árum
lést Lauga, og var það honum
mikill missir. Eftir það bjó hann
einn í sínu húsi, og hugsaði um sig
sjálfur. Eiríkur hafði mjög gam-
an að ferðast, bæði innan- og ut-
anlands. Hann var góður ferða-
félagi, og nutum við þess hjónin
að fara með honum í nokkrar ut-
anlandsferðir. Aðventuferð til
Þýskalands, þrjár ferðir til Ten-
erife en þar leið honum vel í hit-
anum. En minnisverða ferðin
sem við fórum í saman, var til
Ítalíu sumarið 2006. Sigldum frá
Genova til Sikileyjar, þar sem
Eiríkur hafði sagt að hann yrði
mjög hátt uppi á áttræðis afmæl-
isdaginn sinn. Vorum við einmitt
á toppi Etnu þann dag. Síðan var
keyrt norður alla Ítalíu og margt
að sjá. Síðustu ár höfum við haft
mikið samband, og komum til
með að sakna ferðanna á Borg-
arholtsbrautina. Eftir stendur
þakklæti fyrir það sem þú, Eirík-
ur, hefur gefið okkur öll þessi ár.
Takk fyrir allt. Við sendum Krist-
jáni, Gunnari Eiríki og fjölskyld-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Geirlaug og Hörður.
Í dag kveðjum við góðan fjöl-
skylduvin Eirík Þorgrímsson.
Kynni okkar hófust þegar þegar
Gunnar sonur hans kom inn í fjöl-
skyldu okkar. Þá myndaðist strax
góð vinátta milli okkar og þeirra
hjóna Eiríks og Laugu.
Þessi vinátta leiddi til þess að
farið var saman í ferðalög bæði
innanlands og utan auk veiði-
ferða. Eiríkur og Lauga voru gott
fólk sem vildi öllum vel. Þau voru
rausnarleg, góðhjörtuð og hjálp-
söm hjón. Mikill gestagangur var
á heimili þeirra og ófáir sem þar
þáðu veitingar, gistingu og fleira.
Allir voru svo hjartanlega vel-
komnir.
Eiríkur var einstaklega hjálp-
samur og varla mátti minnast á
að eitthvað þyrfti að laga þá var
hann kominn og tilbúinn að
hjálpa svo ekki sé minnst á að fá
lánuð tæki og tól. Hann var góður
handverksmaður og mjög útsjón-
arsamur í allri smíðavinnu. Hann
var duglegur að rækta sinn garð
og gaman að fylgjast með hvenær
kartöflurnar fóru niður sem var
oft snemma. Það var komið vor
þegar þær fóru niður.
Við þökkum honum samfylgd-
ina og geymum góðar minningar
um hann og Laugu.
Jóna og fjölskylda.
Í dag verður föðurbróðir minn,
Eiríkur K. Þorgrímsson, borinn
til grafar. Eiríkur kom frá stóru
heimili en þau voru 15 alls systk-
inin en 12 komust á legg, ég held
að þessi systkinahópur hafi feng-
ið einstakt uppeldi á Selnesi hjá
afa og ömmu því ég hef aldrei
kynnst jafn æðrulausum og sam-
heldnum hópi og þeim systkinum.
Það hefur nú stundum verið grín-
ast með að það hafi þótt óþarfi að
vera að klaga eða kjafta frá þó að
eitthvað færi úrskeiðis í leik og
starfi.
Ég kynntist Eiríki og konunni
hans, Laugu, fyrst þegar ég kom
til Reykjavíkur sem unglingur og
var mér strax tekið sem einni af
fjölskyldunni en þau áttu börn á
mínum aldri, Kristján sem er jafn
gamall mér, Oddnýju Sigríði, ári
yngri sem lést aðeins 26 ára göm-
ul eftir stutta sjúkdómslegu, og
svo Gunnar Má nokkrum árum
yngri.
Það fara óteljandi minningar í
gegnum hugann frá þessum tíma,
sem að ég minnist með miklu
þakklæti bæði til Eiríks og
Laugu og barnanna þeirra. Það
var oft glatt á hjalla á Borgar-
holtsbrautinni og einhvern veg-
inn svo sjálfsagt að allir væru vel-
komnir og því varð þetta
einskonar mótsstaður okkar
frændsystkinanna utan af landi
og jafnvel okkar vina, hef ég grun
um að það hafi æði oft verið
reiknað með margföldum fjölda
fjölskyldunnar í sunnudagssteik-
ina.
Eiríkur var mikill fjölskyldu-
maður og varð honum það mikill
missir þegar Lauga lést en hann
eins og ávallt hélt sínu striki og
hugsaði um sig og sitt heimili til
síðustu stundar, hann naut þess
að hugsa um húsið sitt og garðinn
og hélt þessu öllu við eins og hon-
um var lagið.
Fyrir nokkrum árum þurfti ég
á húsaskjóli að halda um ca.
þriggja mánaða skeið vegna
íbúðaskipta og fékk þá að búa hjá
Eiríki, ég minnist þessa tíma með
góðum huga og þakklæti. Eiríkur
var þá hættur að vinna en var
samt hingað og þangað að hjálpa
bæði vinum og ættingjum, það
voru líka ófáar stundirnar sem
hann dvaldi í smíðaskúrnum sín-
um og margir sem nutu góðs af
hans verkum þar. Eiríkur var
mjög vandvirkur og margt fallegt
handverk eftir hann.
Eiríkur átti það til að bjóða
mér í mat sem var nú yfirleitt
fiskur því það var hans uppáhald
og eina uppskrift notaði hann oft
en hana fékk hann hjá kokki sem
hafði verið á Herjólfi, ég kallaði
þennan fiskrétt Herjólfsfiskinn
og var hann mjög bragðgóður.
Ég minnist líka þeirra stunda
sem að við horfðum á Útsvar
saman og höfðum álit á því hvað
sumir væru klárir en aðrir síður
og auðvitað vissum við oft mest.
Ég veit að síðustu vikurnar
voru Eiríki erfiðar því það átti
alls ekki við hann að þiggja að-
stoð og láta aðra snúast í kringum
sig og hef ég grun um að hann
hafi leynt því lengi hversu illa
honum leið þess vegna.
Innilega samúð mína votta ég
Kristjáni, Bergþóru, Gunnari og
Guðlaugu og þeirra fjölskyldum
ásamt Eiríki Steinarssyni og
hans fjölskyldu
Með kæru þakklæti fyrir öll
árin
Stefanía Björk Helga-
dóttir (Stebba).
Fallinn er frá í hárri elli vinur
okkar og fyrrverandi nágranni
Eiríkur Þorgrímsson smiður,
ættaður frá Selnesi við Breiðdals-
vík. Kynni okkar hófust fyrir
mörgum árum þegar við fjöl-
skyldan festum kaup á íbúð við
Borgarholtsbraut 36 í Kópavogi.
Í næsta húsi voru þá búsett hjón
á miðjum aldri, Eiríkur og Guð-
laug.
Í fyrstu fannst okkur Eiríkur
frekar fámáll og hrjúfur en þegar
við kynntumst betur og gátum
báðir rakið ættir okkar austur á
land, jafnvel fjarskyldir, þá hófst
vinátta og tryggð sem entist með-
an báðir lifðu.
Þetta var árið 1975 sem við
fluttum með son okkar í Kópa-
voginn. Þá var ekki margt fólk
með ung börn í Vesturbæ Kópa-
vogs og viðbrigðin því mikil fyrir
fólk sem kom úr Breiðholtinu. Ég
held að okkur ungu hjónunum
hafi báðum fundist að við værum
komin þarna í öruggt skjól og
gátum alltaf leitað til þeirra hjóna
ef eitthvað vantaði. Svo mikið er
víst að börnin okkar fundu fljótt
að þarna var gott að koma. Þau
gerðust heimagangar þar, alltaf
var vel tekið á móti þeim og
Lauga gaukaði að þeim flatkök-
um og kleinum.
Eins og áður sagði var Eiríkur
smiður, vann á smíðaverkstæði
hjá Pósti og síma. Hann vann
mikið og eftir langan vinnudag
biðu mörg verkefni í skúrnum.
Þangað leituðu margir með
margs konar kvabb sem hann
leysti fljótt og vel af hendi af því
að hann var greiðvikinn og hafði
gaman af vinnunni. Undirritaður
átti margar ferðir í skúrinn til
nafna bæði til að fá eitthvað sagað
og heflað eða bara til að ræða
málin því að Eiríkur fylgdist vel
með og hafði skoðanir á hlutun-
um. En nú er hlutverki hans í
skúrnum lokið.
Eiríkur kom úr stórri fjöl-
skyldu og oft var mikill gesta-
gangur á heimilinu, fólk utan af
landi sem gisti hjá þeim hjónum,
þar sem öllum var vel tekið. Guð-
laugu konu sína missti Eiríkur í
janúar 2005 eftir farsælt og gott
hjónaband. Hann bjó áfram í sínu
húsi sem hann hafði sjálfur byggt
frá grunni eins og þá var algengt
og Kópavogur að byggjast upp.
Að leiðarlokum viljum við fjöl-
skyldan þakka samfylgdina og
sendum afkomendum og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur.
Eiríkur, Ásdís og
fjölskylda.
„Nú sný ég mér í vestur,“
glumdi úr næsta tjaldi við Skóga-
foss einhvern tíma snemma á 8.
áratugnum. Ég og Árni bróðir
vorum að springa úr hlátri í
næsta tjaldi eftir að hafa hlustað
á þau hjón Eirík og Laugu í sam-
ræðum fyrir svefninn. Þetta var
semsagt aðferð Eiríks við að til-
kynna að hann væri hættur öllu
blaðri og farinn að sofa. Það var
hvorki leiðinlegt né lognmolla að
umgangast þau hjón. Það var vin-
átta milli barna Gísla og Ingi-
bjargar og barna Þorgríms og
Oddnýjar sem á sínum tíma ólust
upp í Selnesi á Breiðdalsvík. Við
systkinin höfum notið góðs af
þeirri vináttu og var heimili Ei-
ríks og Laugu við Borgarholts-
braut í Kópavogi oft næturstaður
utanbæjarfólks. Þannig fann
maður sig alltaf velkominn í gist-
ingu þegar helgarfrí voru á Bif-
röst þriðju hverja helgi í tvo vet-
ur. Það taldist til undantekninga
ef maður var eini gesturinn þær
helgar.
Árið 2006 skömmu eftir að við
fjölskyldan fluttum hingað suður
ákváðum við að byggja pall og
skjólgirðingu við húsið okkar.
Eftir að móðir mín frétti af þess-
Eiríkur K. Þorgrímsson HINSTA KVEÐJA.
Í dag verður til moldar
borinn tengdafaðir minn,
Eiríkur K. Þorgrímsson.
Við höfum átt góða sam-
fylgd sl. 45 ár og vil ég
þakka þér, Eiríkur, allar
góðar stundir, bæði í blíðu
og stríðu.
Blessuð sé minning þín,
kæri Eiríkur.
Þín tengdadóttir,
Bergþóra.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANDÍS INGJALDSDÓTTIR,
andaðist föstudaginn 10. mars.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Þeim sem viljast minnast hennar
er bent á Heimahjúkrun Akureyri.
Friðleifur Ingi Brynjarsson Ruth Viðarsdóttir
Sigríður Brynjarsdóttir Hólmar Kr. Þórhallsson
Bryndís Brynjarsdóttir
Bjarki H. Beck Brynjarsson Brynhildur M. Sölvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GRETHE AARIS HJALTESTED,
andaðist föstudaginn 10. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Jytte Hjaltested
Jens Pétur Hjaltested
Friðrik Örn Hjaltested
Björn Hjaltested Gunnarsson
Lísa Björk Hjaltested
tengdabörn og barnabörn
Elskulegur faðir okkar,
RAGNAR ÞÓRARINSSON,
fyrrv. bifreiðastjóri,
Blönduósi,
lést sunnudaginn 12. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorleifur Ragnarsson Ingibjörg S. Magnúsdóttir
Sigurlaug Ragnarsdóttir Hörður B. Níelsson
Þórunn Ragnarsdóttir Birgir Gestsson
Ragnhildur Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KOLBRÚN BÆRINGS
HALLDÓRSDÓTTIR,
Hörðukór 1, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk,
laugardaginn 11. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Brynja Björk Kristjánsdóttir, Haukur Eiríksson
Sigrún Bærings Kristjánsdóttir, Birgir Guðjónsson
Ásthildur Dóra Bærings Kristjánsdóttir, Einar Sverrisson
Kristín Þóra Bærings Kristjánsdóttir, Eggert Þorgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir,
JAKOBÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
varð bráðkvödd mánudagskvöldið
13. mars.
Þórður Jónsson
Helga Jónsdóttir
Sigríður Jakobínudóttir
Unnur Jónsdóttir
Þorlákur Jónsson
Hjartkær eiginmaður minn,
JÓHANN SIGVALDASON
kennari,
Undirhlíð 3, Akureyri,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 24. mars klukkan 10.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð.
Guðný Matthíasdóttir