Morgunblaðið - 15.03.2017, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017
um ráðagerðum kom ekki annað
til greina en að leita til Eiríks
frænda okkar eftir aðstoð. Fyrst
lét Eiríkur mig keyra um Kópa-
voginn og kíkja á nokkrar út-
færslur á skjólveggjum sem gætu
komið til greina. Eftir að ég hafði
klárað efniskaup var hafist handa
og unnið við framkvæmdir um
sumarið að öðru leyti en því að
Eiríkur tók sér um 10 daga frí til
að skreppa til Sikileyjar til að
halda upp á 80 ára afmælið. Það
var ekki hægt að sjá þetta sumar
að þarna væri áttræður maður á
ferð, hvorki líkamlega né and-
lega. Ég var að sjálfsögðu sá sem
lærði mest á þessum samvistum
okkar, hvort sem litið er til smíða-
kennslu eða varðandi umhirðu og
reglu við umgang um verkfæri og
önnur verðmæti. Við Kristrún
sendum Kristjáni, Gunnari Má,
Eiríki Steinarssyni og fjölskyld-
um þeirra samúðarkveðjur.
Ingi Már Aðalsteinsson.
Þegar ég nú minnist Eiríks
Þorgrímssonar, sem verður
kvaddur í dag, þá minnist ég fyrst
og fremst smiðsins, enda vann
hann mikið fyrir foreldra mína,
og síðar mig. Allt var það hið
vandaðasta verk. Því var hægt að
treysta.
Móðir mín þekkti hann frá
æskudögum sínum á Breiðdals-
vík, þar sem faðir hennar var fak-
tor, auk þess sem ömmusystir
mín var tengd Eiríki fjölskyldu-
böndum. Móður minni fannst því
sjálfsagt að fá Eirík til að aðstoða
okkur við hvers kyns smíðar,
þegar þess þurfti, og alltaf brást
hann vel við og þótti það sjálf-
sagt.
Eiríkur var ákaflega skemmti-
legur maður með góðan húmor,
og sá fyndnu hliðarnar á hlutun-
um, ef út í það var farið, og því
alltaf gaman að fá hann í heim-
sókn til vinnu. Það virtist líka
flest leika í höndunum á honum.
Hann hafði auk þess sínar
ákveðnu skoðanir, bæði varðandi
landsmálin en ekki síður, hvernig
fólk vann sína smíðavinnu, enda
var það auðsætt, að hann setti
vandvirknina efst á listann í þeim
efnum. Áreiðanleikinn kom þar
næst.
Hann vann alltaf hjá Pósti og
síma við ýmsa viðhaldsvinnu.
Einhvern tíma, þegar móðir mín
hringdi þangað til þess að tala við
hann út af einhverju verkefni,
sem henni fannst betra að fá hann
til að leysa af hendi, þá var spurt,
hver maðurinn væri, þegar móðir
mín bað um að fá að tala við Eirík.
Þegar móðir mín gaf frekari lýs-
ingu á honum, þá var svarað hin-
um megin: „Ó, þú meinar hann
Eirík, sem allt kann.“ Og móðir
mín fékk strax samband við hann.
En þetta var nákvæmlega lýsing-
in á honum Eiríki, því að hann var
svo handlaginn og flinkur, að
hann virtist bókstaflega kunna
allt mögulegt, og gat leyst ótrú-
legustu hluti á skammri stund
enda var það engin furða, eins og
móðir mín sagði svo oft, því að
þetta var mikil smiðaætt, sem
hann var kominn af, þar sem bæði
faðir hans og afi höfðu verið smið-
ir, og Eiríkur var ekki einasti
smiðurinn í systkinahópnum.
Móðir mín vissi það, því að faðir
Eiríks hafði einu sinni smíðað
kommóðu handa henni, meðan
hún var enn uppvaxandi ungling-
ur á Breiðdalsvík, en sú kommóða
er nú á safninu þar innan um aðra
smíðagripi Þorgríms, og er hinn
vandaðasti gripur.
Það var mikil eftirsjá að hon-
um, þegar hann hætti að geta
unnið fyrir mig, en þegar ég nú sé
á eftir honum yfir móðuna miklu,
þá kveð ég hann með miklu og
góðu þakklæti fyrir alla hans
vinnu fyrir mig og foreldra mína,
og góða vináttu við okkur fyrr og
síðar, um leið og ég bið honum
allrar blessunar Guðs, þar sem
hann er nú. Fjölskyldu hans votta
ég innilega samúð.
Blessuð sé ævinlega minning
Eiríks Þorgrímssonar.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
✝ BrynjólfurGunnar Brynj-
ólfsson fæddist á
Auðnum á Vatns-
leysuströnd 6. febr-
úar 1930. Hann lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja 3. mars 2017.
Foreldrar hans
voru: Jóhannes
Brynjólfur Hólm
Brynjólfsson, f. 6.
janúar 1903, d. 14. október 1979,
útvegsbóndi í Minna-Knarr-
arnesi á Vatnsleysuströnd og
Margrét Þórarinsdóttir, f. 9.
febrúar 1911, d. 27. júlí 1995,
húsfreyja og bóndi á sama stað.
Brynjólfur var elstur sjö systk-
ina; í aldursröð: Þórarinn, El-
ísabet Guðrún, Reynir, Ólafía
Sigríður, Unnur Kristín Björg og
Garðar. Brynjólfur kvæntist 13.
maí 1951 Sesselju Sigurð-
ardóttur, f. 18. október 1929, frá
Akranesi dóttur Sigurðar Guð-
mundssonar sjómanns og smiðs
og Guðlaugar Ólafsdóttur hús-
freyju í Deildartungu á Akra-
nesi. Börn Brynjólfs og Sesselju:
1) Sigurður Jóhannes, f. 13.3.
1949, kvæntur Öldu Særúnu
Guðbjörnsdóttur en hún á fjögur
börn, Sigurður á tvö börn með
Árið 1953 keyptu Brynjólfur og
Sesselja Hellur á Vatnsleysu-
strönd og bjuggu þar í áratugi og
var Brynjólfur gjarna kenndur
við þann bæ. Árið 2007 keyptu
þau hjónin sér hús í Vogum. Frá
því snemma á sjötta áratugnum
vann Brynjólfur á Keflavík-
urflugvelli, starfaði hann þar hjá
Íslenskum aðalverktökum sem
deildarstjóri Véladeildar í ára-
tugi. Brynjólfur var jafnhliða yf-
irmaður grjótnáms ÍAV. Hann
var ekki langskólagenginn en
hafði aflað sér ágætar mennt-
unnar á námskeiðum í vél-
fræðum hér heima og erlendis;
svo sem í Skotlandi og Banda-
ríkjunum. Brynjólfur var áhuga-
maður um sagnfræði og landa-
og jarðfræði og átti mikið bóka-
safn, m.a. um Síðari heimsstyrj-
öldina en hann bjó yfir yfirburða
þekkingu um þann hildarleik. Þá
átti hann gott safn fagur-
bókmennta og voru Hemingway,
Steinbeck og I.B. Singer í uppá-
haldi en af íslenskum höfundum,
Stefán Jónsson og Jónas Árna-
son. Um skeið safnaði Brynjólfur
gömlum myndavélum og einnig
Biblíum á ýmsum tungumálum.
Á árum áður ferðaðist fjöl-
skyldan um landið en þegar
börnin voru flogin úr hreiðrinu
fóru þau hjónin til útlanda í
auknum mæli, en ferðalög voru
alla tíð yndi Brynjólfs.
Útför Brynjólfs verður gerð
frá Kálfatjarnarkirkju á Vatns-
leysuströnd í dag, 15. mars 2017,
klukkan 15.
fyrri konu sinni
Edith Thorberg
Traustadóttur og
stjúpdóttur sem lést
ung. Áður var Sig-
urður kvæntur
Gunnhildi Ólafs-
dóttur. 2) Margrét
Guðrún, f. 28.2.
1951, gift Steindóri
Guðmundssyni, hún
á þrjú börn. Þar af
eitt með fyrri manni
sínum Jóhannesi T. Sveinssyni
sem fórst í flugslysi 1971. 3) Lilja,
f. 29.5. 1955, d. 18.6. 1955. 4) Sig-
urlaug, f. 12.1. 1957, gift Halldóri
Sigurðssyni, þau eiga tvo syni. 5)
Brynjólfur Gunnar, f. 17.3. 1961.
6) Guðmundur Sveinbjörn, f.
20.11. 1964, kvæntur Sædísi Ósk
Harðardóttur, þau eiga eina
dóttur en fyrir átti Sædís þrjú
börn, Guðmundur á og dóttur
með fyrri konu sinni Ingu Ósk
Ásgeirsdóttur. 7) Gísli Sigurjón,
f. 7.4. 1975, kvæntur Önnu Sig-
ríði Árnadóttur, þau eiga þrjú
börn. Afkomendur Brynjólfs og
Sesselju eru nú 35 talsins. Brynj-
ólfur og Sesselja hófu búskap á
Akranesi en þar stundaði Brynj-
ólfur sjómennsku en áður hafði
hann róið frá Vatnsleysuströnd,
bæði með föður sínum og öðrum.
Elskulegur faðir minn kvaddi
þennan heim svo snöggt en samt
svo hljóðlega.
Auðvitað hlaut að koma að því,
hann var búinn að vera lasburða
í mörg ár eftir margskonar áföll
en alltaf reis hann upp aftur. Það
var stundum grínast með það að
hann ætti mörg líf. En svo
kvaddi hann okkur blíðlega og
fór inn í sólarlagið á Ströndinni.
Þegar ég var barn fannst mér
pabbi alltaf vera með myndavél á
maganum.
Minnisstæðar eru myndir af
mér úti á hól heima alveg að
pissa á mig en gat ekki sagt það
því þá gæti ég skemmt myndina,
svo í breiðu af Baldursbrám eða
haldandi á stærðar lúðu sem var
næstum eins stór og ég. Svona
vorum við börnin hans endalaust
myndefni. Ég man að ég var orð-
in svolítið leið á þessum fyrir-
sætustörfum enda var hann að
tefja mig frá kofaleikjum og
drullumalli.
Við andlát foreldris verður
barnæskan svo ljóslifandi. Marg-
ar gæðastundir áttum við saman
þegar pabbi fór í innkaupaferð í
Vogana á laugardagsmorgnum
og við sungum saman í bílnum,
þá lærði ég til dæmis lög eins og:
Einn var að smíða ausutetur,
Hér stóð bær – og meira að segja
sálm, Ástarfaðir himinhæða.
Hver hefði trúað því, gamli að
syngja sálm!
En svona var pabbi ólíkinda-
tól. Hann var börnum sínum góð-
ur faðir og bar hag þeirra fyrir
brjósti, hafði mikinn metnað fyr-
ir þeirra hönd. Þannig þótti hon-
um mikið til þess koma að tveir
synir hans lærðu í útlöndum
sjálfur elskaði hann að ferðast
erlendis.
Lífið var ekki alltaf ljúft hjá
pabba, hann dragnaðist með
svartan hund í gegnum lífið og sá
hét Bakkus. En honum tókst að
halda honum löngum stundum á
þröskuldinum og njóta sín með
Lellu sinni og allri stórfjölskyld-
unni. Guð blessi minningu þína,
elsku pabbi.
Þín
Margrét Guðrún.
Bækur og bækur. Pabbi situr í
herbergi sínu og les. Hann er
staddur í miðri orrustunni við
Anzio, hann þykist sjá villu í bók-
inni og dregur fram aðra bók til
að sanna mál sitt. Jú mikið rétt,
Ronald Penney var Major
General en ekki Second Lieuten-
ant. Rétt skal vera rétt. Tímarit
og bækur.
Ég sest gegnt pabba við skrif-
borðið, tek lúna bók og opna.
Fyrsti hluti segir frá bókelskum
dreng suður með sjó sem hefur
ekki áhuga á búskap, bara á sjó-
mennsku – og bókum. Strákurinn
sogar í sig allt lesefni, og það sem
hann les, það man hann. Hann
leitar skjóls hjá ömmu sinni – þar
á hann athvarf í bókum. Hún tel-
ur það ekki vita á hallæri þótt
hann sleppi því að sæta með fólk-
inu; það er víst nógur mannskap-
urinn.
Dag einn marséra hermenn
um veginn, í apríl 1943 horfir
stráksi á vélar úr 50. orrustuflug-
sveit Bandaríkjahers skjóta nið-
ur Junkers 88 – þýska flugvél
sem steypist ofan í heiðina upp af
Ströndinni. Stríðið er svakalegt
og setur mark sitt á drenginn
sem dregst að sögu þess. Smám
saman verður hann sérfræðing-
ur, sá fróðasti sem ég hef hitt,
burt séð frá prófgráðum.
Ég fletti, gríp niður þar sem
drengurinn er orðinn að ungum
manni. Hann leiðir fallega stúlku
fram fyrir foreldra sína – þau
fagna henni. Unga parið byrjar
búskap á Akranesi, hennar bæ.
Fallegt kvenfólk, ágætar kart-
öflur, bestu fótboltamennirnir –
þannig er Skaginn og harðir karl-
ar sem sumir taka þessum gutta
treglega í fyrstu en Þorkell á
Bakka, skipstjóri og útgerðar-
maður, tekur piltinn upp á sína
arma og sér að kauði dugar; hef-
ur úthald og nennir að vinna.
Þriðji hluti opnast, pilturinn er
nú maður og fluttur suður á
Strönd, unga konan hefur alið tvö
börn. Þau kaupa kotið Hellur
sem stendur á grasivöxnum
hraunhól rétt ofan við æskuheim-
ili hans, Minna-Knarrarnes. Þar
vex fjölskyldan og dafnar. Hann
hættir sjósókn og fer að vinna á
Vellinum – í hermanginu.
Allt í einu er ég sjálfur í þess-
ari bók og systkini mín öll og
mamma er þessi unga stúlka og
það er kátur hundur úti á hól. Við
erum hamingjusöm krakkarnir;
eigum góða foreldra. Ég fagna
því að hafa alist upp á traustu
heimili á nákvæmlega þessum
stað, tek bókina og ber hana upp
í ljósið og læt hana flettast af
sjálfri sér og út úr henni þyrlast
fjögurra laufa smárar sem við
höfum fyrir löngu stungið þar inn
til þerris. Enginn man lengur
hver nákvæmlega fann þá. Við
eigum þá öll …
En hvað? Sumar síðurnar eru
eins og límdar saman, fáar þó,
fimm og sex hér og þar, klesstar
saman líkt og þær hafi vöknað.
Ég horfi á föður minn sem nú
rýnir í National Geographic; les
um jarðlög í Skotlandi og berg-
tegundir. Hann man allt sem
hann les. Hann lítur upp á bók-
ina sem enn sáldrar smára ofan á
borðið – pabbi sér ekki laufin,
heldur síðurnar sem loða saman
og ég sé tár í augum hans.
En, elsku pabbi – það verða
allar lífsbækur fyrir hnjaski,
hafðu ekki áhyggjur, mannkostir
þínir; hlýja, viska og kærleikur
mælast í hillumetrum og hvað er
þá blað og blað í einni bók?
Guðmundur.
Afi minn. Afi minn á Strönd er
dáinn, eftir mjög stutta sjúkra-
húslegu. Afi var skemmtilegur
og stríðinn. Ég er búinn að eiga
afa minn lengi, hann hefur alltaf
verið hluti af mínu lífi og við höf-
um átt margar góðar stundir
saman. Á stundum sem þessum
brjótast minningarnar fram,
stórar sem smáar. Eins og með
skófluna sem ég hamaðist við að
moka snjóinn með af planinu
mínu í morgun. Allt í einu fatta
ég að þetta er skóflan sem afi gaf
mér fyrir 25 árum þegar ég
keypti minn fyrsta bíl. Hann lét
þau orð fylgja að það væri nauð-
synlegt að hafa hana í skottinu á
bílnum, hún var í skottinu á bíln-
um í mörg ár og næsta bíl líka.
Minningarnar um afa á Strönd
eru margar, þær vekja upp vel-
líðan, eins og að vakna hjá ömmu
og afa, notalegt að heyra malið í
þeim í eldhúsinu, lykt af ristuðu
brauði og kúra undir sæng. Afi
ók um á pickup-bíl og gerði
merkilega hluti uppi á velli, um-
gekkst Kana og verkstýrði
mönnum. Ég skildi það ekki þá
en mér þótti þetta allt alveg stór-
merkilegt og afi var sko merki-
legur. Leikur úti í móa með Gísla
frænda og afi flautar þegar hann
sér okkur hoppandi á milli þúfna
og hlaupandi ofan í djúp gil í ind-
íánaleik. Bókaherbergið hans afa
var sérstakur staður, þar voru
hillur uppi um alla veggi, hlaðnar
alls konar bókum, stríðsárin,
biblíur og allt þar á milli. Það
mátti líka fletta í bókunum hans.
En notalegast var þó ef hann sat
við skrifborðið og las í bók eða
blaði og sjálf sat ég á beddanum
og las eða lék mér á gólfinu.
Stundum var hann að skoða
myndaalbúm og pikkaði í mig
öðru hvoru til að segja frá og
sýna mér myndir.
Tíminn líður og áfram er afi
með mér á öllum mínum tíma-
mótum, stoltur og sýnir stuðning
á sinn hátt. Áfram streyma
minningarnar, ég fullorðnast, afi
eldist og veikist. Fær heilablóð-
fall og hjartaáfall. Skammtíma-
minnið tapast að miklu leyti. Ég,
mamma, afi og amma förum í
ferðalag til Gumma frænda. Við
afi sitjum í aftursætinu, stríðum
aðeins mömmu og ömmu, njótum
ferðarinnar og drekkum gos. Afi
segir mér frá landinu, fjöllunum,
merkum mannvirkjum, hvar
hann fór um landið og vann og
atburðum frá síðari heimsstyrj-
öldinni. Þarna sitjum við afi og
njótum þess að ferðast saman, ég
er ennþá bara litla stelpan sem
horfir stóreygð með galopin eyru
á afa á Strönd og dáist að honum.
Margar minningar höfum við
eignast síðan þá og of margar til
að telja upp. Núna þegar ég lít
yfir farinn veg og horfi til baka
þá er mikill söknuður eftir elsku
afa – hver á nú að spyrja mig á
hvaða fjalli ég hafi verið síðast –
en samt ekki síður þakklæti fyrir
að eiga hann að svona lengi í
mínu lífi. Afi á Strönd er haldinn
á vit nýrra ævintýra.
Lilja Sesselja
Steindórsdóttir.
Nú þegar afi minn hefur klár-
að hlaupið og er kominn í mark
er gott fyrir okkur sem eftir er-
um að líta til baka og horfa til
þess tíma sem við áttum saman.
Þegar ég hugsa um afa á
Strönd þá hugsa ég um verk-
stjórann, stóru bumbuna, neftób-
aksdósina, sardínur á Ítalíu, mat-
arkex í mjólk, litlu trékistuna
sem var full af klinki, mig og
Trausta frænda sitjandi á pall-
inum á pickupnum, sinubruna,
stórvirkar vinnuvélar frá Cater-
pillar, kleinur og kókómjólk niðri
við höfn, myndavélar, Stapa-
drauginn, herinn uppi á velli,
Reykjanesbrautina, rollurnar
sem komust inn fyrir hliðið, hvítu
málninguna, bíltúrana í Kola-
portið, sjómennsku, bjórinn í bíl-
skúrnum, fíflalætin með fölsku
tennurnar, safn af allskonar dóti,
köflótta kaskeitið, veiðistangirn-
ar, kríueggin, úrítanið, blundina,
bókaherbergið hans á Strönd-
inni, fréttirnar í litla útvarpinu,
Indiana Jones 3 í Háskólabíói og
ís á eftir, grænu hjólbörurnar,
krabbaveiði á Spáni, stór sólgler-
augu, ljósmyndaalbúm, björgun-
arvestið, svissneska vasahnífinn,
Old Spice, seiglu og mikla vænt-
umþykju.
Takk afi, fyrir allar minning-
arnar og meira til.
Steindór Gunnar
Steindórsson.
Í stuttri minningargrein er
erfitt að lýsa manni sem er efni í
heila bók.
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann hjá afastelpunni og elsta
barnabarninu eru allar góðu
stundirnar á Ströndinni. Þegar
ég fór þangað sem krakki með
mömmu og Lilju systur, yfirleitt
eftir hádegi á sólríkum dögum.
Frelsið og forréttindin sem það
voru og eru að eiga ömmu og afa
búandi utan borgarinnar. Næst-
um því sveit. Frelsi, strigaskór,
mosi, lyng, kría, drullumall og
allt sem ekki var á Háaleitis-
brautinni. Seinna fór ég með mín
eigin börn sem fengu að upplifa
það sama. Á aðfangadagskvöld
fór öll stórfjölskyldan úr Reykja-
vík suður eftir sama hvernig
viðraði. Hitta alla hina og sjá
hvað lestrarhesturinn afi hefði
fengið margar bækur í jólagjöf.
Hann hafði líka mikinn áhuga á
ljósmyndun og safnaði gömlum
myndavélum. Þær fékk hann hér
og þar, m.a. í Kolaportinu þar
sem hann var á tímabili fasta-
gestur. Hann átti marga tugi
véla og ein var búin til úr bjór-
dós. Það fannst mér merkilegt.
Fleiri minningaglefsur eru
heimsóknirnar til hans í bílskúr-
inn og að fá að brenna rusl með
honum í olíutunnu, það var nefni-
lega ekki flokkað í þá daga! Ein-
staklega skemmtilegar eru
minningar um skreppiferðir í
Vogana, sitjandi á bekk aftur í
græna Land Rovernum. Stund-
um að kaupa mjólk í vöfflurnar
fyrir ömmu. Afi gerði það fyrir
okkur krakkana að gefa aðeins
meira inn þar sem mestu ójöfn-
urnar voru í veginum á vegspott-
anum frá beygjunni við gamla
samkomuhúsið sem var í hvarfi
frá Hellum (og ömmu), og um
það bil að Brunnastaðahverfinu.
Þá skoppuðu litlir rassar hátt
upp af bekknum og hausarnir
jafnvel alveg upp í topp með til-
heyrandi hlátrasköllum og öskri.
Það sem ég var ánægð með afa
þarna. Að hann skyldi þora
þetta! Þetta var jú bannað, en
hann gerði þetta samt – fyrir
okkur!
Síðasta áratuginn eða svo hef-
ur margt verið tekið í burtu frá
afa. Heilsubrestur er ekki bara
stórt orð. Það eru allir litlu hlut-
irnir sem því fylgja. Við fjöl-
skyldan höfum horft á þennan
klára og skemmtilega kall smám
saman verða skuggann af sjálf-
um sér og missa getuna til að
geta tjáð sig á þann hátt sem
hann gerði áður. Hann talaði að
vísu, hlustaði, fylgdist vel með og
skaut inn setningum hér og þar
en minnið og úrvinnslan var ekki
sú sama. Í staðinn komu frasar.
Til dæmis þeir sem hann tengdi
við hvern og einn í fjölskyldunni.
Þessir frasar voru með mismun-
andi blæbrigðum, en alltaf svip-
aðir. Ég var litla druslan hans og
alltaf þegar hann sá mig síðustu
árin sagði hann: „Ertu ekki alltaf
sama druslan?“ Í fjölskyldu afa
er drusla nefnilega ekki ljótt orð,
heldur gæluorð yfir litlar stelp-
ur, svipað og krakkaskott.
Afi á Strönd var vel gefinn,
áhugasamur og fylgdist vel með
stjórnmálum og allri dægurum-
ræðu. Hann var ákveðinn í skoð-
unum og lá ekki á þeim. Þannig
er hans góða fólk. Hann var líka
blíður, góður og ástríkur. Ég
hugga mig við að þótt margt hafi
verið tekið í burtu núna við frá-
fall afa, þá á ég tvennt sem aldrei
verður af mér tekið og ég mun
bera áfram – minningarnar og
nafnið mitt. Ég þakka afa fyrir
bæði.
Bryndís.
Brynjólfur Gunnar
Brynjólfsson