Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 28

Morgunblaðið - 15.03.2017, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Á kveðjustund streyma fram ótal minningar um góð- an vin og félaga. Dengsi var fyr- irferðarmikill í lífi okkar sund- félaganna sem hittast hvern morgun í Laugardalslaug, í pott- unum og í kaffi. Hann skokkaði ævinlega út í þeim stíl, líkt og hann gerði á Melavellinum forð- um daga á leið í kappleik, að fyrsta stiga, þar sem hann hóf sundið og að næsta stiga, sem töldust 13 metrar að hans sögn. Hann byrjaði í nuddpottinum, þá saltpottinum og að endingu potti tvö. Alls staðar var hann kraftmikill og skemmtilegur, óhræddur við að tjá sig með meinfyndnum frösum sem hann tók mest út á okkur félögunum, við góða skemmtun sundlaugar- gesta. Hann lífgaði upp á stemn- inguna þar sem hann kom, al- gjörlega óhræddur við hvað fólki fannst um hann. Honum var svarað og hann var fljótur til svars, frumlegur og beittur. Síðan var mætt á „borðið“ sem er í anddyri laugarinnar þar sem haldið var áfram með stjórnmál, dægurmál og íþróttir. Gekk oft mikið á og sá Dengsi um að halda uppi hasar og forð- ast alla lognmollu. Hann var rök- fastur, hreinskiptinn og falslaus í sínum málflutningi og þótti ekki Jóhannes Tryggvason ✝ JóhannesTryggvason (Dengsi) fæddist 5. desember 1945. Hann lést 4. mars 2017. Útför Jóhann- esar fór fram 14. mars 2017. verra að eiga síð- asta orðið. Hann sagði okkur m.a. óborganlegar sögur frá unglingsárunum þegar græskuhug- myndir urðu að veruleika og breytt- ust í þessar skemmtisögur sem hann stílfærði og fór þá jafnan á flug í frásögninni. Hann var alþýðlegur og átti létt með að tengjast fólki sem fagnaði honum þar sem hann sat uppi á hringborði utan við Laug- ardalslaug á útrúlluðu Víkings- handklæðinu í smók. Hann skaut þá jafnan einhverju hressandi og skemmtilegu að, sem hitti í mark og gaf jákvæðan tón og bros inn í daginn. Hann var íþróttamaður og keppnismaður góður þar sem hann lék með Víkingi bæði hand- bolta og fótbolta upp alla flokka og í meistaraflokk. Hann fór svo hratt, eins og hann sagði sjálfur frá, að myndavélar þess tíma náðu honum ekki á mynd. Víkingur var honum hjartans mál og lagði hann félaginu til góðan stuðning. Þegar liðið lék átti hann erfitt – sló blettinn og bónaði bílinn til að létta á spenn- unni. Liverpool var hans enska lið. Ertu United-maður? Þá er ég hættur að tala við þig – fengu United-menn að heyra er þeir gáfu upp lið sitt í ensku deild- inni. Ferðirnar vestur á Snæfells- nes voru honum sérlega kærar þar sem hann átti góðar stundir með fjölskyldunni og systrunum sem honum var mikið í mun að gera vel við. Lék hann þar á als oddi og veitti vel. Smá „Ship o Hoi “ eins og í þá gömlu góðu daga. Við félagarnir erum þakklátir fyrir vináttuna, skemmtunina og óborganlegar stundir sem við höfum átt með okkar kæra fé- laga. Hans einkunnarorð voru „Hvers manns hugljúfi og hrók- ur alls fagnaðar.“ Það stóð hann við og þannig minnumst við hans. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Þínir félagar og vinir: Bjarni, Eyjólfur, Guðmund- ur E., Guðmundur H., Haukur, Karl, Magnús, Páll, Reynir, Snær, Þormar, Örn. „Ég get ekki talist til oln- bogabarna þessarar þjóðar“ er ein af mörgum fleygum setn- ingum Dengsa eða Jóhannesar Tryggvasonar eins og hann hét fullu nafni. Langt er síðan orðin féllu en þau greyptust inn í minnið og eru aðeins eitt dæmi um eftirminnileg svör eða at- hugasemdir frá þessum eðal Vík- ingi. Dengsi ólst upp í Smáíbúða- hverfinu og var mjög stoltur af og til einföldunar notaði hann orðið Víkingshverfið yfir Smá- íbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfið. Eins og Íslendinga er siður þá spyrja þeir fljótt í sam- tölum hverra manna viðkomandi sé og hvaðan ættaður. Ef við- komandi var úr hverfinu þá var það fullnægjandi. Dengsi var ósérhlífinn og lét ekki aftra sér þó að vinstri hand- leggurinn hefði orðið viðskila við hann í slysi snemma á lífsleið- inni. Hann var ekki óumdeildur enda ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós bæði á mönnum og málefnum. Oft vill það verða þegar menn stofna sín eigin fyr- irtæki að önnur áhugamál eru sett til hliðar. En orkan var til staðar hjá okkar manni. Á sama tíma og skiltagerðin og heild- verslunin Dengsi ehf. fór af stað, þá var hann hvatamaður og prímus mótor í einu stærsta, söfnunarátaki í sögu Víkings, sem var stofnun Youri-sjóðsins. Tilgangurinn var að fá hinn margrómaða fyrrverandi þjálf- ara Knattspyrnudeildar Víkings, Youri Sedov, aftur til starfa og átti sjóðurinn að standa straum af öllum kostnaði við hann. Þetta átti sér stað seinnihluta níunda áratugarins og ekki einfalt að fara í gegnum gamlar félaga- skrár, bekkjaskrár úr Réttar- holtsskóla o.fl. á þessum tíma. Þessari vinnu var samt hrundið af stað og með skipulögðum vinnubrögðum og ósérhlífni fjöl- margra félagsmanna náðist tak- markið. Þetta framtak varð síð- an fyrirmynd fjáröflunar fjölda félagasamtaka. Ekki má láta hjá líða að nefna 60 ára afmælið hans Dengsa, sem þau hjónin héldu upp á með glæsibrag. Þau tóku sérstaklega fram að ef gestir vildu gefa þá skyldu þeir láta andvirðið renna til unglingastarfs Knattspyrnu- deildar Víkings. Hann kom víða við í uppbyggingu Knattspyrnu- félagsins Víkings. Endalaust rifj- ast upp atburðir eins og vinna við Víkingssvæðin við Hæðar- garð og í Fossvogi, vinnan við Skíðaskála Víkings í Sleggju- beinsskarði, sem verður ítar- legra fjallað um síðar, ásamt fleiru í höfuðverki kappans. Síðastliðin 10 ár höfum við hist snemma á morgnana í Sund- laugunum í Laugardal. Ég vissi alltaf hvort Dengsi var kominn þegar ég mætti í sturtuna því gamla snjáða Víkingshandklæðið var alltaf sett á sama stað en heyrir sögunni til. Þar eins og annars staðar var Dengsi áber- andi í félagslífinu. Jafnvel þótt hann væri ekki alltaf alveg sam- mála viðmælendum sínum eða jafnvel stuðaði, þá var alltaf beð- ið eftir okkar manni. Nú verður ekki beðið lengur. Sjálfur skulda ég Dengsa svör við ýmsum spurningum sem hann kastaði fram og mér bar að svara. Svör- in koma, kæri vinur, en spurn- ingin hvenær. Samúð okkar hjóna er öll hjá ykkur, Magga, börn og barnabörn, en það er mikil og góð arfleifð, sem hann skilur eftir sig. Ásgrímur og Svava. Vinur minn til fjölda ára Dengsi er fallinn frá. Þriðjudag- inn 28. febrúar síðastliðinn kvaddi hann okkur félaga sína í Víkinni með handabandi og gekk síðan út til að fara í hjartaaðgerð morguninn eftir. Hann var ekki viss um hvort hann mætti til fundar þriðjudaginn 7. mars, en alveg örugglega hinn 14. mars. Þessi einstaki karakter bar á yf- irborðinu ekki meiri ugg í brjósti gagnvart fyrirhugaðri aðgerð en þetta. Með sínum hárbeitta húm- or hafði hann í aðdraganda að- gerðarinnar haldið okkur félög- unum upplýstum um hvað stæði til á þann máta að okkur datt ekki annað í hug en að hann yrði sigurvegari í þessum sem síðan reyndist hans síðasti kappleikur. Víkingur hefur misst eina af sín- um sterkustu stoðum við fráfall Dengsa, en eins og allir vita sem til hans þekktu þá sló hjarta hans í takt við gengi meistara- flokks okkar í knattspyrnu, sem hann lék með um árabil, og með miklum ólíkindum þá lék þessi einhenti félagi okkar einnig með Víkingi í handknattleik. Það er erfitt að lýsa slíkum manni sem Dengsa, en í mínum augum var hann samnefnari alls þess sem prýðir sannan Víking í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir utan alla okkar samveru með Víkingi þá starfaði hann um hríð sem bókasölumaður hjá okkur í Almenna bókafélaginu, og ferðaðist um landið og seldi í húsasölu aðallega ritverk Gunn- ars Gunnarssonar. Dengsi var þar sem annars staðar meðal fremstu sölumanna okkar, og með léttleika sínum og gálga- húmor tókst honum vel upp í því starfi. Dengsi hafði mjög sterkar tilfinningar þegar Víkingur var að leika, en því miður þá var sem taugakerfi hans væri utanáliggj- andi en hann treysti sér ekki til að horfa á leiki Víkings, en bón- aði einn til tvo heimilisbíla á meðan á leik stóð, og ekki virtist handarmissirinn draga úr þeim dugnaði með bílabónunina. Eftir leiki hvort sem þeir töpuðust eða unnust þá hafði hann ávallt á takteinum skýringar á hvernig fór, þó að hann hefði verið víðs- fjarri er leikurinn fór fram. Ef leikið var seint á hausti þá að hans sögn var hann úti í garði á meðan leikurinn fór fram, rakaði og tíndi upp lauf og þegar garð- urinn var orðinn lauflaus, þá ef svo bar undir þá beið hann undir öspinni í lokin og greip laufin sem um síðir féllu til jarðar. Að sjálfsögðu var Dengsi heiðursfélagi Víkings, en hópur eldri Víkinga mætir í Víkina á þriðjudögum og kryfur starfsemi stjórnar og þjálfara til mergjar og þar er ekkert gefið eftir, og fremstur og skoðanafastastur var Dengsi. Hann tók þátt í allri starfsemi Víkings frá unga aldri til þess dags er hann kvaddi okk- ur félagana, en ætlaði að stoppa stutt við á spítalanum og koma til okkar hvort sem væri í get- raunakaffið á laugardögum eða til fundar á þriðjudögum um málefni Víkings. Dengsi var ein- staklega lánsamur með eigin- konu sína hana Margréti sem ávallt stóð þétt við hlið hans við hinar fjölmörgu athafnir og framkvæmdir og margvísleg áhugamál. Ég kveð með söknuði þennan trygga og hreinskilna vin minn og sendi Margréti og ✝ Gunnvör RósaJóhann- esdóttir fæddist á Dynjanda í Grunnavík- urhreppi 5. júlí 1930. Hún lést á Borgarspítalanum 27. febrúar 2017. Foreldrar hennar voru hjón- in Jóhannes Ein- arsson, f. 14. maí 1899, d. 6. júní 1981, og Re- bekka Pálsdóttir, f. 22. nóv- ember 1901, d. 28. nóvember 1984. Systkini Rósu eru: 1) Jó- hanna, f. 1926, d. 1932. 2) Ósk- ar, f. 1927, d. 1993, kvæntur Lydíu Sigurlaugsdóttur, f. 1933. 3) Páll, f. 1929, d. 2012, kvæntur Önnu Magnúsdóttur, f. 1944. 4) Ingi, f. 1932, kvænt- ur Gunni Guð- mundsdóttur, f. 1934, d. 2007. 5) María, f. 1934, gift Sigurvini Guðbjartssyni, f. 1929. 6) Felix, f. 1936, kvæntur Guðrúnu Stef- ánsdóttur, f. 1944. 7) Jóhanna, f. 1938, gift Haraldi Sæmundssyni, f. 1929, d. 1974. Sambýlismaður Rasmus A. Rasmussen, f. 1927, d. 1994. Sambýlismaður Jón Alfreðsson, f. 1938. Sambýlismaður Rósu var Andrés Hjörleifsson, f. 1929, d. 2011. Rósa giftist Hallgrími Jóns- syni frá Reykhólum, f. 1929, d. 1984, þau áttu soninn Að- alstein Hallgrímsson, f. 1959, sambýliskona hans er Kari Stautland. Börn Aðalsteins og Hjördís- ar Búadóttur eru Rebekka Rún, f. 27.10. 1987, d. 6.11. 1987. Búi Bjarmar, f. 1988, eig- inkona hans er Íris Stefanía Skúladóttir, börn þeirra eru Ísafold Salka og Stígur. Rósa Rún, f. 1991, sambýlis- maður Nemanja Granicarski, sonur þeirra er Bóas Vukan, dóttir Nemanja er Aurora Blanka. Yngst er Sara Sólrún, f. 1998. Rósa ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Dynj- anda til ársins 1948 en þá flutti fjölskyldan að Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar allar götur síðar. Rósa vann við ýmiss konar störf en aðallega þó sem bíl- stjóri, bæði sendi- og kranabíl- stjóri, síðar stofnaði hún Bíla- leigu Rósu. Útför Rósu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 15. mars 2017, klukkan 11. Elsku mamma mín, nú er það kveðjustund. Hún sagði mér að hún væri þreytt. Mamma hefur alltaf verið mjög sjálfstæð kona og síðustu ár- in hafa einkennst af styrk og vilja hennar til að geta verið heima og notið þess að ráða sér sjálf. Henni þótti einstaklega vænt um fólkið sitt, heimsóknirnar og símtölin og er ég einstaklega þakklátur þeim sem hugsuðu til hennar. Mamma var búinn var búin að fara nokkrum sinnum á spítala síðustu árin en verið sterk til að koma sér á lappir aftur en í þetta skiptið var það öðruvísi, hún sagði mér að hún fyndi að hún hefði ekki styrk til að vera ein heima lengur og það eitt hræddi hana meira en nokkuð annað. Þetta er búið að vera viðburða- ríkt líf hjá mömmu, fædd og upp- alin í Jökulfjörðum við nokkuð öðruvísi andstæður en þekkjast í dag. Hún flutti ung til Reykjavík- ur, vann við fiskvinnslu til að byrja með, gifti sig en sá búskap- ur entist ekki, þau skildu áður en ég var tveggja ára. Síðan var það ég og mamma. Hún var allra en ræturnar frá ömmu og afa, arfur manngæsku. Það var ósjaldan sem ættingjar komu á Grýtubakkann og við átt- um heimangengt hjá öllum í fjöl- skyldunni sem bjuggu í Reykja- vík. Mamma vann í mörg ár hjá Freyju við útkeyrslu og seinna við innheimtustörf, nokkur ár að keyra lyftukrana hjá Hegra. Sam- hliða þessu rak hún bílaleigu í yfir tvo áratugi ásamt öðrum störfum. Hún var mikill dugnaðarforkur og vel liðin þar sem hún kom. Árið 1982 kynntist mamma Andrési seinni sambýlismanni sínum og áttu þau saman yndisleg ár. Þau nutu þess að vera uppi í sumarbústað og ferðuðust víða um landið með húsvagninn sinn og síðar húsbílinn. Leitandi eftir vötnum og ám til að veiða sem þau höfðu bæði unun af. Hann féll frá 2011 og mamma fluttist um svipað leyti í Fróðengi. Ég þakka þér, elsku mamma, fyrir allt þetta yndislega sem þú hefur verið mér. Þú ert vel að því komin að fá hvíld. Við búum öll við misjafnar aðstæður og erum þakklát fyrir það sem lífið gefur af sér. Við kynnumst því góða þegar við upplifum eitthvað slæmt og finnum gleði og umhyggju þegar við höfum upplifað erfiðleika og sárindi. Þú varst alltaf bjartsýn og sást það góða fyrst í fólki og hverju sem er og ég hef sjálfur reynt að miðla því áfram til minna og sjá fyrst það góða á undan því neikvæða. Nú ertu hjá ömmu, elsku mamma mín. Takk fyrir allt. Þinn sonur Aðalsteinn. Amma mín, nú held ég á kaffi- bollanum sem ég var vön að sækja mér þegar ég kom í heimsókn til þín, þessum með blómunum. Ég veit vel að þú situr með mér og glottir útí annað, eins og þú varst vön að gera, svona eins og þú vitir aðeins meira en hinir. Í minningunni ertu alltaf svo tignarleg og berð höfuð hátt, þótt bakið væri farið að gefa sig. Ég á erfitt með að kveðja þig, elsku amma. Þú áttir eftir að sjá Bóas litla stækka og dafna og hann átti eftir að fá aðeins meira knús og kjamm frá þér eins og þú varst vön að gera þegar við komum í heimsókn. Það var einn fótboltaleikur eft- ir, ein frétt til að hneykslast á. Við áttum eftir að lakka á okkur negl- urnar, og lagfæra aðeins perm- anettið. Ég átti líka eftir að kenna þér aðeins betur á veipið þitt og snjallsjónvarpið, þó að það væri nú alveg að koma hjá þér. Við átt- um einn kaffibolla eftir. Við vorum nefnilega miklu meiri vinkonur frekar en annað. Við áttum svo sterkt samband og ég þakka fyrir öll þau ár og minn- ingar sem við áttum saman. Þú varst stundum óþolandi hreinskil- in, en oftar en ekki hafðir þú rétt fyrir þér. Þú sýndir mér ást í ótelj- andi ráðum og hvatningum varð- andi lífið auk kossa í þúsunda tali. Réttlætiskennd þín var mikil og þú passaðir vel að enginn myndi brjóta á rétti mínum og stundum gekkstu sjálf í málin ef þannig bar undir. Ég lít mikið upp til þín, elsku amma. Annan eins kvenskörung, dugnaðarfork og fegurðardrottn- ingu er ekki hægt að finna. Sögur af þér munu lifa með mér og mín- um og verða síðar að dæmisögum um hugrekki og þrautseigju. Ég hélt í höndina á þér þegar þú kvaddir. Horfði í augun á þér og sá þar lítið tár renna niður kinnina á þér. Ég þerraði tárið og kyssti þig og vissi að þú varst að kveðja okkur með þakklætistári. Góða ferð, elsku amma mín. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og ég mun stolt bera nafn þitt. Þín ömmustelpa og nafna, Rósa. Elskuleg amma mín. Ég minnist þess hve gaman mér fannst alltaf að koma í heim- sókn til þín á Grýtubakkann. Þar var nefnilega skatthol og í því tvö risastór skartgripaskrín full af glingri. Ég fékk þó ekki að kíkja í þau fyrr en þú varst búin að fá ömmuknúsið og stóra ömmukoss- inn. Það fannst þér langmikilvæg- ast. Eftir það gat ég setið við skattholið og tínt á mig alla stóru fínu skartgripina sem þú áttir. Þú varst svo mikil skvísa og með tískuvitið í lagi, alveg fram til síð- asta dags. Í síðasta skiptið sem ég heimsótti þig kom ég inn um dyrnar og þar stóðstu í fallegri lit- ríkri skyrtu, með klút vafinn um hárið og varst svo glöð að sjá mig. Þá hugsaði ég með mér hvað það væri ótrúlegt að þú gætir alltaf lit- ið út eins og flottustu stjörnur Hollywood. Ég minnist einnig allra þeirra stunda sem við eyddum uppi við Meðalfellsvatn. Það fyrsta sem ég gerði alltaf þegar ég vaknaði var að skríða upp í ömmuholu og kúra hjá þér. Ég átti líka besta vin í sumarbústaðnum við hliðina. Ég sagði þér hvað mér þætti óréttlátt hvað hann væri ráðríkur. Þú ráð- lagðir mér að segja honum að ég ætti að fá að ráða líka, annars ætti ég ekki að vera vinkona hans. Ég fór askvaðandi yfir og sagði við hann nákvæmlega það sem þú lagðir til. Ég hef ekki talað við hann síðan. Þannig varst þú, lést engan vaða yfir þig. Varst ákveðin og sjálfstæð og það eru eiginleikar sem ég mun alla mína ævi vilja til- einka mér. Elskuleg amma mín. Þú talaðir um hvað þér þætti gaman að tala við mig og að þú værir stolt af mér, ég mun alltaf geyma þau orð. Þú ert fyrirmynd og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og öllu því sem þú gerðir og stóðst fyrir. Ömmukoss frá mér til þín. Sara Sólrún. Amma Rósa var engin venjuleg kona. Trukkabílstjóri, business manneskja, harður aðdáandi enska boltans, einstæð móðir og amma mín. Amma fæddist við aðstæður sem er erfitt að hugsa sér í dag. Tvær stórar fjölskyldur bjuggu í litlu húsi við rætur Drangajökuls. Magnaður staður á fallegum sum- ardegi. Þó að ljóst megi vera að mikið harðfylgi hefur þurft til að búa þarna yfir veturinn. Ömmu þótti vænt um sveitina sína en of- ar öllu fannst henni vænt um fólk- ið sitt og naut sín best með því. Amma fann fljótt að hún væri ekki sveitamanneskja og stefndi því á mölina. Leiðin lá til Reykja- víkur þar sem hún hóf sambúð með Hallgrími Jónssyni. Saman áttu þau pabba minn. Þegar pabbi var ennþá barn að aldri skildu þau. Ekki er hægt að líkja saman aðstæðum einstæðra mæðra þá og nú. Amma var ákveðin og hélt ótrauð áfram. Þegar hún frétti að karlarnir fengju hærra kaup en hún fór hún rakleiðis til verkstjór- ans og sagðist vilja sömu laun og þeir. Svarið var eitthvað á þá leið að karlarnir væru í erfiðari störf- um. Sagðist hún þá vel geta tekið að sér þessi karlastörf. Það fékk hún í gegn og varð að ég held, fyrsta konan til að starfa sem kranabílstjóri. Fyrir henni var þetta ekki spurning um jafnrétti heldur sjálfsbjargarviðleitni. Fyrir stuttu sagði amma mér frá því hvernig hún kom pabba inn Gunnvör Rósa Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.