Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 34

Morgunblaðið - 15.03.2017, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 B rynja Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri 15. mars 1967, en flutti snemma til Reykjavík- ur og 9 ára gömul flutti hún á Álftanes þar sem hún ólst upp. „Það voru algjör forréttindi að fá að alast upp á Álftanesi, svolítið „sveit í borg“. Ég var meira að segja í sveit þar eitt sumarið en þar var bóndabær. Ég fór líka oft í sveit í Svarfaðardal þar sem amma mín ólst upp og fór einnig eitt sumar í sveit til Vopnafjarðar og náði því að strauja lak og fleira fyrir Karl Bretaprins í veiðihúsi sem þar var. Ég var í Álftanesskóla en við 12 ára aldur þá fórum við í skólabíl í Garða- skóla. Við vorum svolítið sveita- krakkarnir, sem mér fannst nú bara hrós.“ Brynja fór í Fjölbrautaskólann í Garðabæ og útskrifaðist þar á þrem árum með hæstu einkunn. Þá tók við viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Þar útskrifaðist hún sem cand.oecon með áherslu á endurskoðun. Starfsferillinn „Markmiðið hjá mér var að verða endurskoðandi. Það breyttist snögg- lega þegar mér var boðið starf á Blönduósi sem skrifstofustjóri Kaupfélags Húnvetninga og SAH. Ég þekkti engan þar en þar sem ég er ævintýramanneskja sló ég til sem er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Fór því beint úr háskóla í framkvæmdastjórn félaganna. Þessi fyrirtæki áttu mörg fyrirtæki á svæðinu þannig að reynslan sem ég fékk þar var ómetanleg. Eins var enginn tölvumaður á svæðinu svo ég þurfti að læra að reka netkerfi og forrita aðeins. Ég var þarna í þrjú hálft ár sem var dýrmæt reynsla fyr- ir mig auk þess sem það var frábært að vera með börnin þarna. Eftir þetta fór ég að vinna hjá Ís- lenska útvarpsfélaginu (365) sem var æðislega skemmtilegur tími og mikið að gerast á þessum tíma. Árið 1996 fór ég að vinna hjá Lýsi í eitt ár en bauðst þá mjög spennandi vinna hjá Pósti og síma hf. og til 2000 tók ég þátt í miklu umbreytingatímabili hjá fyrirtækinu sem var í lokin orðið Landssíminn hf. Nýjar reglugerðir, landið eitt gjaldsvæði og sam- keppnin kom inn af fullum krafti. Brynja Guðmundsdóttir, forstj. AZAZO/Gagnavörslunnar – 50 ára Fjölskyldan Brynja ásamt Heiðrúnu, Kristjáni, Guðjóni Pétri, Kristínu Ösp, Svanhvíti Önnu og Stefáni Smára. Upplifir drauminn Á Snæfellsfjökli Brynja fer reglu- lega í gönguferðir á fjöll. Arinbjörn Bernharðsson, verkstjóri hjá byggingarfélaginu Eykt,á 60 ára afmæli í dag. „Ég er búinn að vinna hjá Eykt í meiraen 20 ár og hef verið síðasta árið í Vestmannaeyjum að stýra uppbyggingu hjá Vinnslustöðinni. Ég er að vinna úti um allt, það er svolítið flökkugen í mér. Best finnst mér samt að vera í Norðurfirði á Ströndum, en ég er fæddur þar og uppalinn og reyni að vera þar eins oft og ég get.“ Arinbjörn rekur gistingu undir nafninu Urðartindur í Norðurfirði sem hann opnaði árið 2010. „Ég byggði smáhýsi árið 2010 og hef verið að breyta eldri útihúsum í herbergi með baðherbergi frá árinu 2012. Hugmyndin er að fjölga þeim herbergjum á næstunni svo ég geti hýst a.m.k. 40 manns. Það er lokað hjá okkur á veturna en við opnum í júní og teygjum okkur fram í haustið og það er mjög mikið bókað fyrir sumarið. Þetta lítur allt saman vel út.“ Arinbjörn er búinn að vera undanfarna daga í Barcelona ásamt konu sinni en þau fljúga heim í dag. „Ég dett heim 60 ára og um helgina ætla ég fagna afmælinu með fjölskyldunni.“ Eiginkona Arinbjarnar er Sigríður Birna Magnúsdóttir, en hún vinnur hjá Actavis á skráningarsviði. Börn þeirra eru Arnar fram- kvæmdastjóri, Bernharð smiður og Tinna lyfjafræðingur. Barnabörn- in heita Ísabella Viðja Arnarsdóttir og Róbert Óli Þórisson. „Aðaláhugamálin mín eru barnabörnin, fjölskyldan og bröltið í Norðurfirði.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strandamaður Arinbjörn fyrir framan Urðartind í Norðurfirði. Ræturnar í Norður- firði á Ströndum Arinbjörn Bernharðsson er sextugur í dag Akureyri Hanna Sonja Kon- radsdóttir á eins árs afmæli í dag, en hún fæddist 15. mars 2016 kl. 03.19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún vó 3.552 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Joanna Niewada og Konrad Kulis. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki eru fáanleg á vélina. Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið. Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.