Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 39

Morgunblaðið - 15.03.2017, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Duo Ultima, sem Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanó- leikari skipa, kemur fram á háskóla- tónleikum í Hátíðasal á annarri hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag kl. 12.30. Á efnisskránni er tónlist frá Norður- og Suður-Ameríku, nán- ar tiltekið verk eftir Robert Mucz- ynski, Gunther Schuller og Astor Piazzolla. Aðgangur er ókeypis. Samkvæmt upplýsingum frá tón- leikahaldara hafa Guido Bäumer og Aladár Rácz starfað saman undir merkjum Duo Ultima í rúm 13 ár. „Samstarfið hófst þegar Guido Bäumer æfði konsert til að leika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og ók frá Dalvík til Húsavíkur á æfing- arnar með Aladár Rácz. Upp úr því tók við tónleikahald með frönskum verkum og síðan tók hver áskorun við af annarri. Þegar þeir báðir voru fluttir á höfuðborgarsvæðið tók sam- starfið á sig nýja víddir,“ segir í til- kynningu. Guido Bäumer nam tónlist í Bremen og lauk þar kennaraprófum á saxófón og þverflautu áður en hann fór í framhaldsnám við Tónlist- arháskólann í Basel þar sem hann lauk einleikaraprófi með hæstu ein- kunn og við Bowling Green State University í Ohio. Á Íslandi hefur Guido Bäumer m.a. leikið með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Caput, og er félagi í Íslenska saxófónkvartett- inum. Hann kennir við skóla- hljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu, við Tónlistarskólann í Kópavogi og er einnig stundakennari við LHÍ. Aladár Rácz stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tón- listar-skólann í Búkarest en síðan framhaldsnám í Búkarest og Búda- pest. Hann kenndi um árabil við Tónlistarskóla Húsavíkur og kennir nú við tónlistarskólann Do Re Mi og Söngskóla Sigurðar Demetz ásamt því að vera meðleikari við LHÍ. Tangóæfingar Piazzolla óma á háskólatónleikum Duo Ultima Aladár Rácz píanóleikari og Guido Bäumer saxófónleikari. Á opnunarsýningu Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu gefur að líta áhuga- verða samantekt á verkum og list- heimildum Ólafs Lárussonar (1951- 2014) en sjónum er beint að list- sköpun hans á áttunda áratugnum og inn í þann níunda. Sýningar- stjórar eru þær Þorgerður Ólafs- dóttir og Becky Forsythe og hönnun sýningarinnar er unnin í samstarfi við Thomas Pausz. Í tilkynningu segir að verkin hrífi fólk „með sér á vit ævintýra og sagna, upp á heiði og út í móa. Ólaf- ur var blátt áfram í list sinni og leit- aðist við að brjóta hina hefðbundnu miðlaumgjörð svo að verkin sjálf fengju vængi. Þetta er í fyrsta sinn sem verk Ólafs eru sýnd saman í við- leitni til að draga upp heildræna mynd af afkastamestu árum lista- mannsins. Samhliða sýningunni verður gefin út vegleg bók í tilefni þeirrar stóru gjafar sem Nýlistasafninu barst frá fjölskyldu Ólafs og inniheldur mikið magn efnis frá vinnustofu lista- mannsins. Í heimildarsafni um vinnu Ólafs má finna yfir 1.200 gögn, þ.m.t. hluta af filmusafni listamannsins, negatífur og upptökur af gjörn- ingum, ljósmyndir og VHS- upptökur.“ Mjög umfangsmikil Þorgerður segir löngu tímabært að fólk fái að sjá gott yfirlit yfir verk Ólafs sem hafi verið áberandi í myndlistarlífinu á sínum tíma en hljótt hafi verið um hann síðustu ár. „Hér eru um 150 verk – þetta er mjög umfangsmikil sýning, og bókin sem kemur út þegar sýningar- tímabilið er hálfnað verður ekki síð- ur mikilvæg,“ segir Þorgerður. Þetta séu verkin sem hann vann þegar hann var hvað afkastamestur. „Af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki þá var ekkert talað um verk Ólafs þegar ég var í Listaháskól- anum og komin er fram heil kynslóð listamanna sem þekkir lítið eða ekki til verka hans. Flest listasöfnin eiga verk eftir Ólaf og eru meðvituð um framlag hans og það hlýtur að hafa verið tímaspursmál hvenær þau yrðu tekin myndarlega fram og sýnd. Við í Nýlistasafninu erum mjög glöð yfir því að geta gert það nú með svo veglegum hætti.“ Uppistaðan í sýningunni eru verk sem eru í eigu Nýlistasafnsins en einnig er fjöldi verka fenginn að láni hjá öðrum listasöfnum og vinum og vandamönnum Ólafs. „Sýningin tekur á fyrstu starfs- árum Ólafs og heldur utan um ákveðið tímabil á ferli hans sem ein- kenndist af ljósmyndum og gjörn- ingum,“ segir Þorgerður. „Hann hefði eflaust sagt að öll verkin á sýn- ingunni væru blönduð tækni, en uppistaðan eru ljósmyndaverk og svo sýnum við heimildir úr vinnu- stofu hans sem safninu var gefið í september. En við munum gefa út bók með frekari myndum og efni úr því arkífi. Fjölskylda Ólafs gaf safn- inu mikið magn efnis úr vinnustofu hans, ógrynni af heimildum, þar á meðal filmusafn hans og bókasafn, skissubækur og verk í vinnslu,“ seg- ir Þorgerður. Þannig að allt verk- efnið um þetta tímabil á ferli Ólaf spannar bæði sýningu og útgáfu. Kafla bætt í listasöguna „Með þessari sýningu vildum við staðsetja Ólaf betur í listasögunni. Ef sagan er ekki í stöðugri skoðun þá verður hún einsleit. Ólafur átti mikilvægt erindi innan samtímalist- arinnar og tók virkan þátt í mynd- listarsenu sem stóð á ákveðnum tímamótum á 8. áratugnum. Hann var einn af síðustu SÚM-urunum og einn af stofnendum Nýlistasafnsins. Þegar litið er yfir öll þessi verk er augljóst hvað Ólafur á sterkt erindi við samtímann, 40 árum seinna. Í verkunum má skynja eiginleika sem höfða mjög sterkt til okkar. Sam- bland af einhvers konar áræðni og frelsistilfinningu, jafnvel fífldirfsku, þar sem gengið er alla leið án þess að vita nákvæmlega hver útkoman verður,“ segir Þorgerður. Framsækinn Ólafur Lárusson fremur gjörninginn Cul de Sac II árið 1980. Myndin er frá samsýningu Myndhöggvarafélagsins við Korpúlfsstaði. Á erindi við samtímann  Nýlistasafnið opnað á nýjum stað með sýningu á fjölda verka Ólafs Lárussonar frá fyrsta áratug ferils hans Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. Elly (Nýja sviðið) Mið 15/3 kl. 13:00 Fors. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Fim 16/3 kl. 13:00 Fors. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/3 kl. 20:00 Fors. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Lau 18/3 kl. 20:00 Frums. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Sun 19/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Þri 21/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Frjálst sætaval - Salurinn opnar klukkan 18:30 MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Mið 24/5 kl. 20:00 123 s. Þri 11/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 167 s. Mið 19/4 kl. 20:00 Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fös 26/5 kl. 20:00 176 s. Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 aukas. Lau 27/5 kl. 20:00 157 s. Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 13:00 57 s. Sun 28/5 kl. 20:00 aukas. Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 19/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 43 s. Sun 7/5 kl. 13:00 85 s. Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 102 s. Sun 14/5 kl. 13:00 123 s. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 97 s. Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Lau 18/3 kl. 20:00 Lau 1/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 19/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Lau 1/4 kl. 16:00 Sun 9/4 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 5/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 18/3 kl. 20:00 Egilsstaðir Lau 25/3 kl. 20:00 Varmahlíð Lau 1/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fös 17/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 16/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 22:30 Lau 25/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 20:30 Fim 23/3 kl. 20:30 Lau 25/3 kl. 22:30 Fös 17/3 kl. 23:00 Fös 24/3 kl. 20:30 Fim 30/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00 Fös 24/3 kl. 23:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.