Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við munum bjóða upp á frum- samda músík eftir okkur tvo í um það bil jöfnum hlutföllum,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari um tónleika þeirra Hans Olding gít- arleikara á Múlanum í kvöld kl. 21, en tónleikarnir eru haldnir á Björtuloftum á 5. hæð Hörpu. Aðspurður segir Sigurður lög hans samin á sl. ári, en tónlist Old- ing er samin á sl. áratug. Með Sigurði og Olding leika Þor- grímur Jónsson á bassa og Einar Scheving á trommur. „Þetta er að- gengilegur nútímadjass með fjöl- breyttu sniði. Þetta er áhrifarík músík sem engum mun leiðast að hlusta á,“ segir Sigurður. Tikkar í öll réttu boxin Að sögn Sigurðar eru átta ár síð- an þeir Olding, sem á ættir að rekja til Svíþjóðar, kynntust og hófu sam- starf sitt. „Við kynntumst á nám- skeiði í Danmörku. Danir eru svo vel settir að þeir bjóða sínu atvinnu- djassfólki upp á vandað vikunám- skeið á hverju sumri. Þar er meira eða minna allur danski djassbrans- inn í sumarbúðum úti í sveit á Sjá- landi. Stöku einstaklingar frá öðr- um löndum á Norðurlöndum hafa fengið að fljóta með í djass- velmegun þeirra Dana,“ segir Sig- urður sem nokkrum sinnum hefur tekið þátt í sumarnámskeiðinu. „Þetta er frábært fyrir tengsla- myndun – ekki síst fyrir fólk sem býr á eyju, eins og við gerum norð- ur í ballarhafi. Þá er gott að eiga góða samvinnu við fólk í öðrum löndum. Á námskeiðinu í Dan- mörku lá leið okkar Hans fyrst saman og síðan höfum við haldið góðu sambandi,“ segir Sigurður og rifjar upp að þeir Olding hafi á um- liðnum árum spilað töluvert bæði á Íslandi og í Svíþjóð. „Árið 2014 gáfum við út hljóm- diskinn Projeto Brasil! með eigin djassútsetningum af brasilískri tón- list. Þar settum við saman sam- norræna hljómsveit og lékum hér- lendis, í Svíþjóð og Danmörku. Við höfum því brallað töluvert saman,“ segir Sigurður og tekur fram að í tónlistarbransanum skipti miklu máli að eiga góða samstarfsfélaga frá ýmsum löndum. „Þetta er ekki eins og föst vinna og hlutir koma og fara. Þetta veltur mjög mikið, ekki bara á músíkinni þó að hún sé mik- ilvæg, heldur líka á samskiptum og þá er áríðandi að vinna með fólki sem maður treystir og á músíkalska samleið með. Hans tikkar í öll réttu boxin fyrir mig,“ segir Sigurður. Undirbýr upptökur Spurður hvort þeir Olding séu farnir að leggja drög að næstu verkefnum segir Sigurður það í skoðun. Inntur eftir því hvort ný plata sé í farvatninu segir Sigurður erfitt að svara því. „Plötugerð er orðin svo erfið og dýr í framkvæmd eftir að diskar hættu mikið til að seljast og efni aðallega gert að- gengilegt á netinu. Sökum þess að plötugerð stendur sjaldan undir sér þarf því miður að hægja á í þeim efnum. Þetta er breyttur heimur. Maður myndi vilja gefa meira út en hægt er,“ segir Sigurður og tekur fram að hann sé raunar að und- irbúa næstu upptökur. „Tónlistin eftir mig sem hljóma mun á tón- leikum Múlans verður tekin upp í apríl með annarri samsetningu annars staðar í heiminum, án þess að ég ætli að segja neitt meira um það.“ Þess má að lokum geta að miðar fást í miðasölu Hörpu og á vefj- unum harpa.is og tix.is. „Aðgengilegur nútímadjass“ Félagar Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og gítarleikarinn Hans Olding kynntust á músíknámskeiði fyrir djassista í Danmörku fyrir um átta árum.  Tónleikar Múlans í kvöld kl. 21 Tökur á framhaldsmynd um Lis- beth Salander hefjast í september, en stefnt er að frumsýningu í októ- ber 2018. Samkvæmt frétt á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, er ljóst að Rooney Mara og Daniel Craig munu ekki fara með hlutverk Lisbeth Salander og Mikael Blom- kvist eins og þau gerðu í fyrstu myndinni The Girl With the Dragon Tattoo frá 2011 sem byggðist á fyrstu skáldsögu Stieg Larssons í þríleik hans um parið. Leikstjórinn Fede Alvarez vill fá nýja leikara í hlutverkin. „Við erum með frábært handrit í höndunum og nú er komið að skemmtilegasta hlutanum, að finna Lisbeth,“ segir Alvarez. Samkvæmt heimildum kvik- myndatímaritsins Variety gætu Nat- alie Portman og Scarlett Johans- son vel komið til greina. David Fincher, sem leik- stýrði fyrri mynd- inni, segir að Joh- ansson hafi staðið sig einstaklega vel í áheyrnar- prufum fyrir hlutverkið. Nafn Jane Levy hefur einnig verið nefnt, en hún hefur áður unnið með Alvarez. Handritið að framhaldsmyndinni um Salander og Blomkvist byggist á fjórðu bókinni um parið sem David Lagercrantz skrifaði og út kom 2015 og nefnist Það sem ekki drep- ur mann. Hver verður næsta Lisbeth Salander? Rooney Mara Könnunarleiðangur á hina dularfullu Haus- kúpueyju snýst fljótlega upp í baráttu upp á líf og dauða þegar leiðangursmenn þurfa að glíma við sjálfan King Kong og önnur skrímsli. Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 21.15, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Smárabíó 16.50, 19.30, 20.00, 22.40 Kong: Skull Island 12 A Dog’s Purpose 12 Hundur reynir að finna til- gang með lífinu, í gegnum nokkur æviskeið og nokkra eigendur. Metacritic 43/100 IMDb 4,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Logan 16 Wolverine er búinn að eldast, heilsu hans hefur hrakað en þarf að hugsa um hinn heilsulitla Prófessor X þar sem þeir fela sig nærri landamærum Mexíkó. Metacritic 75/100 IMDb 9,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.45 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45 Smárabíó 16.50, 19.50, 22.10, 22.45 Háskólabíó 18.00, 21.00 La La Land Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.20 Sambíóin Kringlunni 17.20 Fifty Shades Darker 16 Metacritic 32/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 La Traviata Sambíóin Kringlunni 18.00 Collide 16 Þegar unnusta Caseys Stein, Juliette Marne, veikist og þarf á nýjum nýrum að halda ákveður Casey að hverfa til fyrri starfa hjá glæpaforingj- anum Geran til að afla pen- inganna sem þarf til að Juli- ette geti keypt og fengið grædd í sig ný nýru. Metacritic 33/100 IMDb 5,7/10 Smárabíó 17.00, 19.50 Háskólabíó 18.00, 21.00 Hidden Figures Smárabíó 17.00, 19.50 Háskólabíó 18.00, 21.00 Fist Fight 12 Metacritic 37/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 22.30 Manchester by the Sea 12 Lee er skyldaður til að snúa heim og hugsa um yngri frænda sinn. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 96/100 IMDb 8,1/10 Háskólabíó 21.00 Bíó Paradís 20.00 Rings 16 Metacritic 25/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Smárabíó 17.15 Háskólabíó 18.10, 21.10 T2: Trainspotting 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 20.10, 22.45 Moonlight Morgunblaðið bbbbn Metacritic 99/100 IMDb 8,2/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Rock Dog Útvarp dettur af himnum of- an og beint í hendurnar á tíbetskum Mastiff risahundi. Metacritic 49/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 The Lego Batman Movie Það er ekki nóg með að Bat- man þurfi að kljást við glæpamennina í Gotham borg, heldur þarf hann að ala upp dreng sem hann hef- ur ættleitt. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 17.40 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Stóra stökkið IMDb 6,9/10 Smárabíó 15.20, 17.40 Syngdu Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 15.00 Toni Erdmann Morgunblaðið bbbbm Metacritic 94/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 18.00 Paterson Morgunblaðið bbbbb Metacritic 90/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.30 The Salesman Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Bíó Paradís 22.00 Elle/Hún Morgunblaðið bbbbb Metacritic 89/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.45 Certain Women Metacritic 81/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.