Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.03.2017, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. „Ekki í dag helvítið þitt“ 2. Dons Donuts ehf. gjaldþrota 3. Mörg hundruð eintök seld á Íslandi 4. Lögregla leitar að þessum manni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sviðslistahópurinn Lab Loki fagnar 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Á þeim tímamótum býður hann til stefnumóts í Tjarnarbíói en á morgun frumsýnir hópurinn þar sviðslista- verkið Endastöð – Upphaf sem fjallar um hina óverðskulduðu þrenningu: upphafið, ástina og dauðann. Persón- ur á tímamótum eiga stefnumót, bjóða til veislu og bregða á leik. Meðal þátttakenda í stefnumótinu eru Árni Pétur Guðjónsson, Rúnar Guðbrandsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Filippía I. Elísdóttir. Lab Loki með stefnu- mót á 25 ára afmæli  Bandarísku tón- listarmennirnir Erik DeLuca og Ben Hjertmann koma fram í Mengi annað kvöld, fimmtudag, kl. 21. Hjertmann er aðstoðar- prófessor við Appalachian State University, en hann lauk doktorsgráðu í tónlist frá Northwestern-háskólanum 2013. Í Mengi flytur Ben Hjertmann eigin tónlist. DeLuca er með doktorspróf í tónsmíðum og tölvunarfræði frá Há- skólanum í Virginíu. Undanfarna mánuði hefur hann dvalið á Íslandi við rannsóknir þar sem hann hefur m.a. tekið til skoðunar tvær innsetn- ingar í íslensku landslagi: Áfanga eft- ir Richard Serra í Viðey og Tvísöng eftir Lukas Kühne á Seyðisfirði. Á tónleikunum flytur hann I Am Sitting in a Room frá 1969 eftir Alvin Lucier. Hjertmann og DeLuca í Mengi Á fimmtudag Gengur í norðan 5-13 m/s með snjókomu norðan- og austanlands, hvassast á annesjum. Þurrt að kalla á sunn- anverðu landinu og éljagangur nyrðra um kvöldið. Frost 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari suðvestanátt en í gær með dálitlum éljum sunnan og vestanlands og snjókomu SA-lands seint í kvöld. Hiti í kringum frostmark í dag. VEÐUR Danski landsliðsmarkvörð- urinn Kasper Schmeichel var hetja ensku meistar- anna í Leicester þegar liðið vann Sevilla, 2:0, á heima- velli í gærkvöldi í Meistara- deild Evrópu í knattspyrnu. Daninn varði vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Leicester komst þar með áfram í 8 liða úrslit keppn- innar eins og Juventus, sem lagði Porto örugglega. »2 Schmeichel var hetja Leicester „Undirliggjandi ástæða fyrir kraft- inum sem settur hefur verið í starfið hérna er að strákarnir í 10. flokki hérna hafa verið afskaplega sigur- sælir. Fimm af tólf leikmönnum U16- landsliðs Íslands í ár eru frá Þór. Það er búið að setja „standardinn“ hærra upp til að þeir komi ekki upp í eitt- hvert tómarúm hjá félaginu,“ segir fyrirlið- inn Þröstur Leó Jóhanns- son um upp- ganginn í körfuboltanum hjá Þór á Akureyri. »3 Kraftur vegna sigur- sælla unglinga í Þór Ólympíufarinn Ásgeir Sigurgeirsson er búinn að skipta um félag í þýsku Bundesligunni í skotíþróttum. Lið hans Ötlingen féll úr efstu deild og er Ásgeir genginn í sterkara lið sem heitir Ludwigsburg. Íslendingurinn verður tæplega sakaður um fall Ötlingen því Ásgeir var með næst- besta meðalskor í deildinni á nýloknu keppnistímabili. »4 Ásgeir kominn í sterk- ara lið í Þýskalandi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Örbrugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum opnar nýja ölstofu í Eyjum á morgun í tengslum við aukna framleiðslu- getu fyrirtækisins. „Nú getum við tekið á móti hópum, sem vilja kynna sér framleiðsluna, og selt Eyjamönnum góðan bjór,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, einn eig- enda. Upphafið má rekja til þess að Kjartan Vídó og Jóhann Ólafur Guðmundsson byrjuðu að brugga bjór 2012. Fengu þeir bræður sína, Hlyn Vídó og Davíð, inn í hópinn og nafnið The Brothers Brewery varð til. „Nafnið vísaði til okkar bræðranna en Davíð er hættur og Hannes Kristinn Eiríksson, mágur Jóa, kom í staðinn,“ segir Kjartan. „Þetta er því áfram mjög fjöl- skylduvænt fyrirtæki.“ Kjartan segir að til að byrja með hafi hugmyndin verið sú að brugga bjór og selja hann á veitingastaðn- um Einsa kalda í Vestmannaeyjum og fengu þeir framleiðsluleyfi í byrjun árs 2016. „Síðan vatt þetta upp á sig og eftir að við fengum fyrstu verðlaun fyrir bjór ársins á Bjórhátíð Íslands á Hólum í júní í fyrra fóru hjólin að snúast enn hraðar. Síðan höfum við selt bjór á fjórum til sex veitingastöðum í Reykjavík.“ Flöskulína bætist við Brugghúsið keypti nýverið 500 lítra bruggeiningu og gerjunar- tanka frá Kína auk flöskulínu. Þar með eru sex 500 lítra tankar til staðar og með flöskulínunni aukast möguleikar á að selja bjórinn á fleiri veitingastöðum og í Vínbúð- unum. „Þegar tækin verða komin í notkun getum við bruggað 500 lítra í einu í staðinn fyrir 150 lítra,“ seg- ir Kjartan. „Afköstin aukast því mikið og það verður auðveldara fyrir okkur að fara inn á nýja staði.“ Hann bætir við að þegar þeir hafi lært vel á nýju tækin, eft- ir um mánuð eða tvo, sé ætlunin að setja bjór á markað í Vínbúðunum. Kjartan segir að þeir hafi brugg- að 12 til 15 mismunandi tegundir og þar af nokkrar prufuuppskriftir sem ekki hafi verið bruggaðar aft- ur. „Við bjóðum upp á sex tegundir í ölstofunni okkar,“ segir hann og leggur áherslu á að ekki sé alltaf um sömu tegundirnar að ræða því tegundirnar séu misjafnar eftir árstíðum. Félagarnir hafa staðið í rekstr- inum sjálfir án utanaðkomandi vinnuafls. „Við höfum þjarkast áfram í þessu og eiginkonurnar hafa staðið þétt við bakið á okkur, leyft okkur að sinna þessu áhuga- máli og lagt sitt af mörkum við opnunina á ölstofunni,“ segir Kjartan. Ölstofan The Brothers Brewery er í húsinu Baldurshaga í miðbæ Vestmannaeyja. Þar er leyfi fyrir um 70 gesti og boðið verður upp á yfir 30 tegundir af bjór. „Um 70% af bjórnum hafa ekki fengist í Eyj- um þannig að við komum með nýj- ar tegundir og aukum flóruna fyrir gesti,“ segir Kjartan. Brugghús bætir við ölstofu  Aukin fram- leiðsla hjá The Brothers Brewery Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusson Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum Eigendurnir og starfsmennirnir frá vinstri: Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Kristinn Eiríksson, Kjartan Vídó Ólafsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson. Brugghúsið Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli að hefjast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.