Morgunblaðið - 22.03.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 22.03.2017, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  69. tölublað  105. árgangur  UNDIR ÁHRIFUM ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU GERA ALLT SJÁLFIR LÍF TAÍLENSKRAR FJÖLSKYLDU Á ÍSLANDI SHADES OF REYKJAVÍK 33 NÝ HEIMILDARMYND JÓNS KARLS 30ÝR ÞRASTARDÓTTIR 12  Íslensku varðskipin hafa ekki tekið olíu á Íslandi síðan 1. nóv- ember 2015. Fjórum sinnum var fyllt á olíutanka þeirra í Færeyjum í fyrra og einu sinni það sem af er þessu ári. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Sigríðar Á. Ander- sen dómsmálaráðherra við fyrir- spurn frá Gunnari I. Guðmunds- syni, varaþingmanni Pírata, um úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan setti olíu á varðskipin í 32 skipti frá 1. janúar 2013 til 24. febrúar 2017. Hluti olíu sem keypt var í útlöndum var vegna erlendra verkefna. Oftast var olía keypt í Færeyjum eða í 14 skipti á fyrrgreindu tímabili. Elds- neyti á skipin var auk þess keypt sjö sinnum á Möltu, fjórum sinnum á Spáni, þrisvar á Ítalíu og fjórum sinnum á Íslandi á árunum 2014 og 2015, tvisvar á hvoru ári. »4 Gæslan fyllir á olíu- tankana í útlöndum „Flestir sem um þessi mál véla horfa til þess að fyrirkomulagið sé barn síns tíma og það beri að skoða aðrar leið- ir,“ segir Krist- ján Þór Júlíus- son, mennta- og menningarmálaráðherra, en fyrir- komulag á útgáfu námsefnis til grunnskóla er til endurskoðunar í ráðuneytinu. „Við erum með ákvæði í stjórnar- sáttmálanum um að ríkið færi út- gáfu námsefnis til sjálfstæðra út- gefenda. Ég hyggst vinna að því að það geti með einhverjum hætti náð fram að ganga. Við erum að undir- búa það í ráðuneytinu að gera ein- hverjar breytingar á þessu fyrir- komulagi,“ segir Kristján Þór ennfremur við Morgunblaðið. »4 Skoða aðrar leiðir við út- gáfu námsefnis Gleðin var við völd á samkomu sem haldin var í veislu- sal Þróttar í Reykjavík í gær þegar Downs-félagið fagnaði þar alþjóðlega Downs-deginum. Allt frá því ár- ið 2011 hefur verið haldið upp á daginn, 21. mars, en þá lýstu Sameinuðu þjóðirnar því formlega yfir að sá dag- ur væri alþjóðadagur Downs-heilkennis. Markmiðið er að auka vitund og minnka aðgreiningu og dagsetningin vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litningi í litningi 21, þ.e. 3 eintök eru af litningi 21, sem þannig myndar dagsetninguna 21.3. »18 Fólk kom saman og gladdist í tilefni dagsins Morgunblaðið/Golli Fjölbreytileika fagnað á Downs-deginum Alls eru 3.255 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri talningu Samtaka iðnaðarins (SI) og hefur þeim fjölgað um 10% frá í september. Færri íbúðir eru þó í byggingu í Reykjavík um þessar mundir en var fyrir hálfu ári. Núna eru samtals 1.228 íbúðir í byggingu í borginni skv. talningu SI en þær voru 1.266 í september. Í Kópavogi hefur íbúðum í smíðum fjölgað frá í haust eða um 118 og í Garðabæ er núna verið að byggja 126 fleiri íbúðir en komu fram í talningu SI í sept- ember sl. Þó að íbúðum í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu hafi fjölgað dugar það engan veginn til að mæta eftir- spurn. Áætlað hefur verið að 1.600 til 1.800 nýjar íbúðir þurfi að bætast við á ári til að anna eftirspurninni og því til viðbótar þarf að mæta mikilli uppsafnaðri þörf á undanförnum ár- um. ,,Miðað við stöðuna í dag er spá okkar fram í tímann sú að það verði í fyrsta lagi eftir tvö ár sem fer að saxast á uppsafnaða þörf,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI. omfr@mbl.is »6 Færri í smíðum í borginni  Saxast á uppsafn- aða þörf eftir 2 ár Morgunblaðið/Golli Byggt 2.947 íbúðir í fjölbýli eru í smíðum á höfuðborgarsvæðinu, 185 rað- og parhús og 123 einbýli. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þrátt fyrir að ríkissjóður fái greitt til sín allt söluandvirði ríflega 29% hlutar Kaupþings í Arion banka, tæpa 49 milljarða króna, færir salan Kaupþing nær þeim tímapunkti að geta greitt 750 milljónir dollara, jafnvirði ríflega 81 milljarðs króna, út til eigenda sinna. Þessir fjármunir eru fastir inni í félaginu á grundvelli stöðug- leikaskilyrða stjórnvalda, allt þar til Kaupþing hefur að fullu greitt upp skuldabréf sem það gaf út í tengslum við nauðasamning og framseldi til ís- lenska ríkisins, að fjárhæð 84 millj- arðar króna. Þeir kaupa sem stjórnvöld lögðu áherslu á að myndu selja Fyrrnefnt stöðugleikaskilyrði mið- aði að því að eigendur Kaupþings los- uðu um eignarhlut sinn í Arion banka innan þriggja ára, enda var skulda- bréfið sem Kaupþing gaf út bundið þeim kvöðum að aðeins er hægt að greiða inn á það með söluandvirði Ar- ion banka. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir hættunni á því að eigendur Kaupþings gætu selt sjálfum sér hlutinn í bankanum, voru líkur á því taldar hverfandi. Nýti vogunarsjóðirnir fjórir sér kauprétt að 22% hlut í bankanum, til viðbótar þeim 29% hlut, sem þeir nú þegar hafa tryggt sér, mun söluand- virðið duga til að greiða upp skulda- bréfið fyrrnefnda. Við það virkjast heimild til handa Kaupþingi til að greiða hluthöfum sínum, þar á meðal vogunarsjóðunum fjórum, 650 millj- ónir dollara sem nú eru bundnar inni í félaginu. Á komandi misserum mun sú fjárhæð hækka í 750 milljónir doll- ara. Því munu sjóðirnir fjórir, með því að nýta forkaupsrétt sinn, geta tryggt sér tugmilljarða greiðslur út úr Kaup- þingi í erlendum gjaldeyri. Miðað við eignarhlut þeirra í Kaup- þingi um nýliðin áramót gætu greiðslur til þeirra því numið allt að 500 milljónum dollara, eða 54,5 millj- örðum króna. Salan losar milljarðatugi  Kaupþing fetar sig í átt að því að greiða eigendum sínum út 750 milljónir dollara  Sjóðirnir sem kaupa í Arion munu fá meirihluta þess fjármagns í sínar hendur MSalan á Arion getur... »16  Nýr geisla- diskur Víkings Heiðars Ólafs- sonar með píanóverkum eftir Philip Glass er há- stökkvari vik- unnar á þýsku vinsældalist- unum. Stökk hann í gær beint upp í fjórða sæti klassíska listans þar í landi. Gagnrýnendur hafa fjallað lof- samlega um diskinn. Í Die Welt segir að þegar þessi píanóleikari eigi í hlut verði „tómið aldrei leið- inlegt“. Víkingur skilji etýður Glass og gefi þeim lausan tauminn. Og rýnir Le Monde líkir tilfinning- unum í persónulegri túlkuninni við eldfjallahræringar. Víkingur Heið- ar leikur verkin á diskinum í Eld- borg á föstudag. »30 Hástökkvari vik- unnar í Þýskalandi Víkingur Heiðar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.