Morgunblaðið - 22.03.2017, Page 21

Morgunblaðið - 22.03.2017, Page 21
DesignTalks er einstakur viðburður sem áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr lætur ekki framhjá sér fara. Óvissa, ógn og hraði samtímans knýr okkur til að skoða samband okkar við náttúruna og hvert annað. Getur hönnun bjargað manninum og jörðinni um leið? DesignTalks, Silfurberg, Harpa, fimmtudaginn 23. mars. Miðar á harpa.is Léttur hádegisverður og kaffi frá Kaffitári. Nánari upplýsingar: honnunarmars.is/designtalks Paul Bennett, Chief Creative Officer hjá IDEO mun stýra Design- Talks ásamt Hlín Helgu Guðlaugs- dóttur. Paul er eftirsóttur hönnuður og þaulreyndur fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Christien Meindertsma vekur okkur til umhugsunar um áhrif iðnbyltingarinnar á þróun framleiðsluhátta m.a. í margverðlaunuðu verkefni um svín, PIG 05049. Alexander Taylor hannaði nýverið strigaskóna adidas x Parley með fyrirtækinu adidas, en yfirborð skóna er gert úr plastefnum sem áður menguðu sjó. Michèle Degen ögrar samfélags- legum normum og staðal- ímyndum. Með verkinu Vulva Versa upphefur hún æxlunarfæri kvenna og vill eyða skömm náinnar sjálfsskoðunar. Ersin Han Ersin er listrænn stjórnandi hjá Marshmallow Laser Feast stúdíóinu sem nýverið hlaut WIRED Audi Innovation verðlaun- in fyrir þrívíddarverkið In the Eyes of the Animal. Studio Folder fékk sérstaka viðurkenningu á 14. Feneyjar- tvíæringnum í arkitektúr fyrir verkefnið Italian Limes, en það er gagnvirk sýning sem tekur fyrir bráðnun jökla í Ölpunum. Framúrskarandi hönnuðir víðsvegar að úr heiminum taka til máls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.