Morgunblaðið - 22.03.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varðskipin hafa ekki tekið olíu á Íslandi síðan 1. nóvember 2015. Fjórum sinnum var fyllt á olíu- tanka þeirra í Færeyjum í fyrra og einu sinni það sem af er þessu ári. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Sigríðar Á. Andersen dóms- málaráðherra við fyrirspurn frá Gunnari I. Guðmundssyni, vara- þingmanni Pírata, um úthaldsdaga Landhelgisgæslunnar. Þrjú skip, þrír bátar Í svarinu kemur m.a. fram að á árunum 2013-2016 hafi Landhelg- isgæslan gert út þrjú stór varðskip (Þór, Tý og Ægi) og þrjá minni báta (Óðin, Leiftur og sjómælinga- bátinn Baldur). Skipin sex voru samtals 301 dag á sjó árið 2013, 386 daga 2014, 297 daga 2015 og 405 daga árið 2016, alls. 1.389 daga. Dagarnir sem varðskipin sinntu er- lendum verkefnum, t.d. við landa- mæragæslu í Miðjarðarhafi, eru ekki taldir með. Varðskipið Þór var með flesta úthaldsdaga eða samtals 672 á umræddum fjórum árum. Landhelgisgæslan setti olíu á varðskipin í 32 skipti frá 1. janúar 2013 til 24. febrúar 2017. Hluti olíu sem keypt var í útlöndum var vegna erlendra verkefna. Oftast var olía keypt í Færeyjum eða í 14 skipti á tímabilinu. Þar voru keyptar rúmlega 5,27 milljónir lítra sem kostuðu tæplega 380 milljónir króna. Sjö sinnum var tekin olía á Möltu, tæplega 570 þúsund lítrar sem kostuðu 39,6 milljónir kr. Olía var tekin fjórum sinnum á Spáni, 394 þúsund lítrar fyrir tæplega 32 milljónir króna, þrisvar sinnum var tekin olía á Ítalíu, tæplega 149 þúsund lítrar sem kostuðu um 10,2 milljónir. Á Íslandi var tekin olía í fjögur skipti, tæplega 275 þúsund lítrar sem kostuðu rúmlega 25 milljónir króna. Meðalverðið á olíulítranum hér var 91,15 kr, á Spáni var með- alverðið 81,17 kr., í Færeyjum var það 72,08 kr., á Möltu var það 69,5 kr. og á Ítalíu 68,7 kr. hver lítri. Útreikningar á meðalverði eru blaðamanns. Olíukaup trufla ekki eftirlit Fyrirspyrjandi spurði m.a. hve marga daga Landhelgisgæslan hefði ekki sinnt eftirlitsstörfum vegna eldsneytistöku annars staðar en á Íslandi? Í svarinu segir að olíukaup á Ítalíu, Spáni og Möltu tengist landamæragæslu á vegum Frontex og hafi því ekki haft áhrif á eftirlit og löggæslu á Íslandsmiðum. „Áhrifin af ferðum varðskipa til Færeyja á gæslustörfin eru einnig hverfandi. Skipin fara jafnan til Færeyja þegar þau eru við eftirlit í austanverðri lögsögunni. Um leið gefst færi á að sinna eftirliti á svæði innan efnahagslögsögunnar sem sjaldan er farið um, þ.e. hafsvæðinu djúpt suðaustur af landinu og á Færeyjahryggnum. Skipin staldra yfirleitt mjög stutt við í Færeyjum, eða rétt sem nemur tímanum sem olíudælingin tekur. Vera varðskip- anna utan lögsögunnar er þar af leiðandi sjaldnast meiri en sólar- hringur.“ Þá er þess getið að Færeyjar séu innan alþjóðlegs leitar- og björgun- arsvæðis sem Ísland er ábyrgt fyrir. Nokkrar ferðanna til Færeyja voru nýttar til æfinga með dönskum eftir- litsskipum og færeyskum varðskip- um. Megnið af olíunni keypt ytra  Landhelgisgæslan kaupir megnið af eldsneyti á varðskipin í Færeyjum, en einnig á Ítalíu, Möltu, Spáni og Íslandi  Borga talsvert meira á Íslandi en í Færeyjum Olía á varðskip eftir löndum og magni – frá 1. janúar 2013 til 24. febrúar 2017 Heimild: Þingtíðindi 79% 9% 6% 4% 2% Færeyjar Malta Spánn Ísland Ítalía Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Aðalmálið er að námsgögn séu við hæfi nemenda og þau séu þeim að kostnaðarlausu,“ segir Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, en mikil um- ræða fer fram meðal kennara og skólastjórnenda um námsgögn, gæði þeirra, úrval og fjölbreytni. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag gagnrýnir Viðskiptaráð fyrirkomulag á útgáfu námsefnis fyr- ir grunnskólana. Með því að hafa út- gáfuna á einni hendi, hjá Mennta- málastofnun, jafnist fyrirkomulagið á við ríkiseinokun og það dragi úr hvata til framþróunar námsgagna. Námsefni ekki eini mælikvarð- inn á árangur nemenda „Fagfólk þarf að koma að gerð námsgagna og vissulega er ákveðinn skortur á efni í tilteknum greinum, eins og list- og verkgreinum. Þannig hefur það verið í langan tíma, ekki bara hjá Menntamálastofnun í dag. Það vantar meira námsefni, ekki síst til að uppfylla kröfur um að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Um það snýst starf okkar kennara. Þá er mjög mikilvægt að nemendur fái sambærilegt námsefni og fjöl- breytileikinn sé nógu mikill til að þetta sé gerlegt,“ segir Guðbjörg, sem telur smæð tungumálsins koma niður á námsgagnaúrvalinu. Viðskiptaráð telur að fyrirkomulag á útgáfu námsefnis í grunnskólana standi með beinum hætti í vegi fyrir bættum námsárangri nemenda. Spurð um þetta segir Guðbjörg fjöl- marga þætti hafa áhrif á árangur nemenda. Námsefnið sé þar ekki eini mælikvarðinn. Jafnvel megi færa rök fyrir því andstæða, að færa útgáfu á almennan markað geti leitt til minni útgáfu. Að hvatinn til að gefa út námsefni í námsgreinum, sem fáir stunda eða kostar mikið að gefa út, hverfi. Ef setja ætti útgáfu námsefnis á al- mennan markað þá segir Guðbjörg það skipta miklu máli að efnið verði skólunum að kostnaðarlausu og framboð verði tryggt af nauðsynlegu efni. Kostnaður megi ekki koma í veg fyrir að sumir skólar geti haft aðgang að námsefninu en aðrir ekki. „Ef fagfólk kemur að, og ef efnið er fjölbreytt og ókeypis, þá er það aðal- málið.“ Guðbjörg tekur undir með Við- skiptaráði að fjármagn í Náms- gagnasjóði sé of takmarkað. Kenn- arar og skólastjórnendur þurfi virkilega að vanda sig við ákvörðun um í hvað nota eigi peningana. „Fjárráð skólanna eru ekki með þeim hætti að hægt sé að kaupa mik- ið aukreitis efni. Önnur hvor leiðin er fær; að framleiða meira ókeypis efni eða auka fjármagn til að sé hægt að leita víðar fanga.“ Dýrara á almennum markaði? Svanhildur María Ólafsdóttir, for- maður Skólastjórafélags Íslands, segir Menntamálastofnun hafa tek- ist ágætlega til við útgáfu náms- efnis og engar rannsóknir sýni að sá þáttur hafi haft áhrif á náms- árangur nemenda, líkt og Við- skiptaráð hélt fram. Þar komi til ýmsir aðrir þættir en sjálft náms- efnið. Námsgögnin séu yfirleitt vönduð og fjölbreytt, en eflaust megi alltaf gera betur. Ekkert fyr- irkomulag sé fullkomið. Hún bendir á að Menntamála- stofnun beri lögum samkvæmt að tryggja nægt framboð á námsefni og mikilvægt sé fyrir skólana að halda þeim kostnaði í lágmarki. Svanhildur segir skólastjóra óttast að námsefnið verði dýrara ef það fer út á almennan markað. „Það hafa orðið miklar breyt- ingar í þessu. Í dag er töluvert af námsefni á netinu, sem kennarar hafa nýtt sér vel. Við þurfum líka að horfa til þeirra breytinga sem hafa orðið með tilkomu rafræns námsefnis,“ segir Svanhildur. Hún tekur undir það með Við- skiptaráði að fjármagn til Náms- gagnasjóðs megi vera meira, þann- ig að skólarnir hafi meira svigrúm til að verða sér úti um efni sem Menntamálastofnun nær ekki að gefa út. Það eigi ekki hvað síst við um margskonar sérhæft kennslu- efni og bókaflokka. Enn skortur á kennsluefni  Stöðug umræða meðal kennara og skólastjórnenda um námsefni, gæði þess og fjölbreytni  Tekið undir með Viðskiptaráði um að auka fé Námsgagnasjóðs Morgunblaðið/Eggert Námsefni Menntamálastofnun gefur að langmestu leyti út það námsefni sem grunnskólarnir í landinu nota. Guðbjörg Ragnarsdóttir Svanhildur M. Ólafsdóttir „Við erum með ákvæði í stjórnar- sáttmálan- um um að ríkið færi út- gáfu náms- efnis í aukn- um mæli til sjálfstæðra útgefenda. Ég hyggst vinna að því að það geti með einhverjum hætti náð fram að ganga. Við erum að undirbúa það í ráðuneytinu að gera ein- hverjar breytingar á þessu fyr- irkomulagi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menning- armálaráðherra. Hann segist hafa heyrt þau sjónarmið Viðskiptaráðs að nú- verandi fyrirkomulag jafngildi ríkiseinokun í útgáfu námsefnis og hindri beinlínis framþróun á sviði námsgagna. Einnig hafi hann átt fund með fulltrúa Fé- lags bókaútgefenda, sem telji einokun ríkisins í námsgagna- útgáfu óeðlilega. Kristján Þór segir Mennta- málastofnun í sínum huga fyrst og fremst eftirlitsstofnun en hvaða leiðir eigi að fara til breytinga sé erfitt að segja til um. Það verði verkefni ráðu- neytisins á næstunni og m.a. hljóti að koma til skoðunar að efla Námsgagnasjóð þannig að hann fjármagni alla þessa út- gáfu. Innihald efnisins skipti mestu máli. „Ég er ekki í stöðu til að ákveða hvað sé best að gera. Það er hins vegar augljóst að ákveðnar breytingar hafa átt sér stað með aukinni tækni. Í nágrannalöndunum er vinna við námsefni meira tengd við skólana en áður var. Flestir sem um þessi mál véla horfa til þess að fyrirkomulagið sé barn síns tíma og það beri að skoða aðrar leiðir,“ segir Kristján Þór. Fyrirkomu- lagið er barn síns tíma MENNTAMÁLARÁÐHERRA Kristján Þór Júlíusson Yfirhöfnum í fatahengi, bíllyklum og fleiru var stolið úr Bústaðakirkju í Reykjavík síðdegis á mánudag. Að sögn Pálma Matthíassonar sóknar- prests er langt síðan svona hefur gerst í kirkjunni, en brögð voru að þessu fyrir nokkrum árum. Kirkjan er nú vöktuð með myndavélabúnaði sem bægt hefur vágestum frá. „Svona mál koma alltaf öðru hvoru,“ segir Heimir Ríkarðsson, lög- reglufulltrúi hjá Lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. „Þjófar fara inn skóla, íþróttahús, þjónustu- miðstöðvar og annars staðar þar sem er lítil gæsla og grípa þar yfirhafnir og fleira. Oft er líka eftir talsverðu að slægjast, því vandaðar kuldaúlpur geta verið 100 þúsund króna virði. Þetta er mjög dapurlegt.“ Heimir segir að ef einhverjum upp- lýsingum sé að byggja á í svona mál- um, til dæmis frásögnum vitna, upp- tökum úr öryggismyndavélum og svo framvegis, séu mál af þessum toga sett í ferli formlegrar rannsóknar. Stundum sé hinsvegar á litlu sem engu að byggja og og þá felli lög- reglan málið niður. sbs@mbl.is Stálu fatnaði og lykl- um í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Ásdís Kirkjan Greipar voru látnar sópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.