Morgunblaðið - 22.03.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tæplega 300 fleiri íbúðir eru nú í
byggingu á höfuðborgarsvæðinu en
fyrir hálfu ári. Samkvæmt nýrri taln-
ingu Samtaka iðnaðarins (SI) á íbúð-
um í byggingu á höfuðborgarsvæð-
inu voru 3.255 íbúðir í byggingu í lok
febrúar, sem er 10% aukning frá því
seinast var talið í september á síð-
asta ári.
Áætlað hefur verið að 1.600 til
1.800 nýjar íbúðir þurfi að bætast við
á hverju ári til að anna eftirspurninni
og því til viðbótar þarf að mæta mik-
illi uppsafnaðri þörf á undanförnum
árum fyrir íbúðir á markaðinum.
Friðrik Á. Ólafsson, viðskipta-
stjóri byggingariðnaðar á mann-
virkjasviði SI, bendir á að venjulega
taki um tvö ár að byggja hverja íbúð
þannig að ef helmingur þessara
íbúða sem eru í byggingu koma á
markað á hvoru ári um sig þá dugi
það engan veginn til að mæta þessari
eftirspurn. ,,Miðað við stöðuna í dag
er spá okkar fram í tímann sú að það
verði í fyrsta lagi eftir tvö ár sem fer
að saxast á uppsafnaða þörf,“ segir
hann.
Fjölgun íbúða í byggingu á höfuð-
borgarsvæðinu á seinustu misserum
hefur fyrst og fremst verið í fjölbýli
en þær eru 282 fleiri nú en í talning-
unni í september sl.
Sé litið á stöðuna í einstökum
sveitarfélögum kemur hins vegar í
ljós að færri íbúðir eru í dag í smíð-
um í Reykjavík en fyrir hálfu ári. Alls
voru 1.228 íbúðir í byggingu í borg-
inni í nýrri talningu SI en þær voru
1.266 í september. Í Kópavogi eru
644 íbúðir í byggingu um þessar
mundir og hefur þeim aftur á móti
fjölgað um 118 frá síðasta hausti. Í
Garðabæ er einnig aukning og alls
602 íbúðir í byggingu, eða 126 fleiri
íbúðir en voru í byggingu í sept-
ember og í Mosfellsbæ er verið að
smíða 470 íbúðir í dag en þær voru
388 fyrir hálfu ári. Í Hafnarfirði eru
hins vegar færri íbúðir í byggingu
eða 237 en þær voru 268 í september
sl. 21 íbúð er í byggingu á Seltjarnar-
nesi en þær voru 34 í september.
Aðspurður segir Friðrik fækkun-
ina í Reykjavík ekki þurfa að koma
mjög á óvart í ljósi áherslu borgaryf-
irvalda á að 90% nýbygginga eigi sér
stað á þéttbýlissvæðum borgarinnar
en aðeins 10% í útjöðrunum. Ný-
byggingar innan þéttbýlissvæðanna
séu mun þyngri og erfiðari í fram-
kvæmd m.a. vegna deiliskipulags og
samþykkta sem því fylgir en þegar
byggt er í úthverfum. ,,Þess vegna
höfum við sagt að það þarf að vera
jafnari skipting á uppbyggingu í út-
hverfum og á þéttingarsvæðum,“
segir hann.
Athygli vekur að íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu sem eru í smíðum á
fyrstu byggingarstigum fjölgar mun
minna en íbúðum sem orðnar eru
fokheldar eða eru lengra komnar.
Friðrik segir sláandi tölur hafa kom-
ið í ljós í talningunni yfir byggingar-
lóðir fjölbýlishúsa þar sem eingöngu
er kominn sökkull undir íbúðirnar.
Þar á sér stað mikil fækkun eða alls
um 21,3% frá því í september í fyrra.
Þetta vekur ugg að sögn hans.
Sérbýlið vart komið í gang
Fjölgun íbúða í byggingu hefur
eins og fyrr segir einkum verið í fjöl-
býli en sérbýlið er varla komið í gang
að sögn Friðriks. 185 íbúðir í rað- og
parhúsum eru í byggingu sem er 7%
fækkun frá í september í fyrra og
123 einbýlishús eru í smíðum að því
er fram kemur í talningartölum SI.
Töluverður munur er þó á stöðu
þessara mála eftir sveitarfélögum.
Þannig voru 32 rað- og parhús í smíð-
um í Mosfellsbæ, 73 í Garðabæ og 34
í Reykjavík í febrúartalningunni. Í
Mosfellsbæ voru að rísa 58 einbýlis-
hús en aðeins 13 í Reykjavík svo
dæmi séu nefnd.
Friðrik bendir á að á sama tíma og
höfuðborgin leggi áherslu á þéttingu
byggðar sem þrengir að einkabílnum
sé vöxtur í nágrannasveitarfélög-
unum sem séu að búa sig undir þró-
unina næstu ár. Fyrstu kaupend-
urnir, unga fjölskyldufólkið, vilji fara
þangað sem húsnæðið er ódýrara og
það hafi efni á því í nágrannasveitar-
félögum ,,og notar svo einkabílinn til
að komast til höfuðborgarinnar.
Þetta helst ekki alveg í hendur.“
3.255 íbúðir eru í smíðum
Um 10% fleiri íbúðir eru í smíðum á höfuðborgarsvæðinu en sl. haust samkvæmt nýrri talningu SI.
Fer ekki að saxast á uppsafnaða þörf fyrr en eftir 2 ár Mun færri sökklar í dag en fyrir hálfu ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýbyggingar í Urriðaholti Samtök iðnaðarins spá því að 2018-2020 verði
byrjað á smíði 8.490 íbúða á höfuðborgarsvæðinu og lokið verði við 7.178.
Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu 2010-2017
Íbúðatalningi Samtaka iðnaðarins febrúar 2017
M
aí
´1
0
M
ar
s´
11
Nó
v.
´1
1
Se
pt
.´1
2
Fe
b.
´1
3
Se
pt
.´1
3
M
ar
s´
14
Ok
t.´
14
M
ar
s´
15
Ok
t.´
15
Fe
b.
´1
6
Se
pt
.´1
6
Fe
b.
´1
7
Að fokheldu Fokhelt og lengra komið
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2.016
1.648
1.419 1.282
1.567 1.676
2.021
2.436
2.278 2.402
2.556
2.958
3.255
Spá um fjölda íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2017 2018 2019 2020
Heimild: Samtök iðnaðarins
1.598
2.823
1.921
2.957
2.626 2.710 2.631
2.436
Viðmið (1.800)Byrjað Lokið
Frestur til þess að veita umsögn um
frumvarp um afnám einkaréttar
ríkisins á smásölu áfengis rann út
þann 17. mars sl. Alls bárust 73 um-
sagnir, en það virðist hafa farist
fyrir hjá nefndasviði Alþingis að
setja síðustu umsagnirnar inn á vef
þingsins fyrir helgi.
Þrjár jákvæðar umsagnir um
frumvarpið hafa borist til viðbótar
og eru því jákvæðar umsagnir sex
talsins, en ekki þrjár eins og greint
var frá í Morgunblaðinu í gær.
Félag atvinnurekenda (FA), Sam-
tök verslunar og þjónustu (SVÞ) og
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
eru jákvæð í garð frumvarpsins, en
þó með ákveðnum fyrirvörum.
FA segir m.a. í umsögn sinni að
félagið telji að málið hafi tekið
miklum og jákvæðum breytingum
frá síðustu tveimur þingum. FA tel-
ur þó að óforsvaranlegt væri að Al-
þingi samþykkti frumvarpið án
þess að bæta við það ákvæðum um
breytta inheimtu áfengisgjalds.
Í umsögn SVÞ segir m.a. í niður-
lagi: „SVÞ ítreka enn og aftur að
samtökin fagna því frumkvæði sem
lagt er til í frumvarpinu um að af-
nema einkarétt íslenska ríkisins
varðandi smásölu á áfengi og styðja
samtökin það markmið.“
agnes@mbl.is
Sex jákvæðar
umsagnir
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Mjög margt hefur breyst í umhverfi
tungumálsins á undanförnum þrem-
ur til fimm árum og er það bæði
vegna samfélagslegra breytinga og
tæknibreytinga,“ segir Eiríkur
Rögnvaldsson, prófessor í íslensku
við Háskóla Íslands. Greint var frá
því í Morgunblaðinu í gær að margir
grunnskólanemendur væru byrjaðir
að nota ensku til samskipta í skól-
anum. Sagði kennari nemendur m.a.
halda uppi samræðum á ensku.
„Við teljum okkur vita að allt niður
í ungbörn noti snjallsíma og spjald-
tölvur reglulega og um leið alls kyns
efni á ensku. Eins horfa krakkar
mikið á óþýdda og ótextaða þætti á
YouTube og Netflix, en við þetta
bætast svo m.a. tölvuleikir,“ segir
Rögnvaldur og bætir við að erfitt sé
að meta hversu algengt þetta sé og
um leið hvaða áhrif það mun hafa til
lengri tíma.
„Við erum hins vegar að fara að
hefja undirbúning að rannsókn á
þessu. Á næsta ári vitum við vonandi
meira um þetta,“ segir hann, en Ei-
ríkur og Sigríður Sigurjónsdóttir,
prófessor í íslensku við Háskóla Ís-
lands, fengu í fyrra styrk frá Rann-
sóknasjóði Rannsóknamiðstöðvar
Íslands (RANNÍS) til að kanna áhrif
ensku á íslenska tungu í gegnum
stafræna miðla.
„Ég hef aldrei haft neinar sérstak-
ar áhyggjur af slettum – þær koma
og fara. […] Þegar krakkar eru hins
vegar byrjaðir að tala saman og leika
sér á ensku, þá erum við komin á allt
annað stig,“ segir Eiríkur.
Sigrún Birna Björnsdóttir, for-
maður stjórnar Samtaka móður-
málskennara, segir brýnt að þeir
sem fullorðnir eru sýni móðurmálinu
virðingu og ali börn sín upp eftir því.
„Við verðum öll að leggjast á eitt
og bera virðingu fyrir þessari menn-
ingararfleifð sem tungumálið er,“
segir hún.
Umhverfi
tungumáls-
ins gerbreyst
Samfélags- og tæknibreytingar ógna
íslenskunni Nota ensku sín á milli
Morgunblaðið/Eyþór
Menntastofnun Snjallsímar og afþreyingarveitur ýmiskonar eru meðal
þess sem veikir stöðu íslenskunnar, en krakkar grípa margir til enskunnar.