Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Mitsubishi Outlander PHEV hefur heldur betur slegið í gegn. Þessi fjórhjóladrifni gæðingur gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni, svo þú kemst allra þinna leiða með góðri samvisku. Komdu og prófaðu! Mitsubishi Outlander PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá: 4.990.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK MITSUBISHI OUTLANDER PHEV 5 ára ábyrgð RAFMAGN EÐA BENSÍN? ÞÚ VELUR. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta gerðist mjög hratt, ég stökk út í þegar kallið kom. Ég kom að mjög góðu og skipulegu búi, Egill hafði unnið gríðarlegt verk á einu ári,“ segir Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur, annar höfundur Sögu Borgarness í 150 ár. Hann tók við sögurituninni þegar frændi hans, Egill Ólafsson, sagnfræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, varð bráðkvaddur í byrjun árs 2015. Þess er minnst í Borgarnesi í dag og á næstunni að 150 ár eru liðin frá því staðurinn fékk verslunarrétt- indi. Ritun Sögu Borgarness er lið- ur í því. Sagan er tveggja binda verk, „Byggðin við Brákarpoll“ og „Bærinn við brúna“. Hún er nærri 900 blaðsíður með á sjötta hundrað mynda. Ritið kemur formlega út á afmælishátíð sem haldin verður 29. apríl en forsala hefst við opnun ljós- myndasýningar í Safnahúsinu í dag. Tíminn gegnum linsuna „Við hugsum þetta sem ákveðna framlengingu á myndunum í bók- inni. Ákveðið var að nálgast við- fangsefnið í gegnum fjóra ljós- myndara, heimamenn sem tekið hafa myndir frá árinu 1920 til dags- ins í dag,“ segir Heiðar sem valdi myndirnar og skrifaði texta með þeim. Ljósmyndararnir eru Friðrik Þorvaldsson hafnarvörður sem flutti til Borgarness árið 1920, Ein- ar Ingimundarson málarameistari, Júlíus Axelsson og Theodór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjónn. Einar, Júlíus og Theodór eru innfæddir Borgnesingar og Theodór býr þar enn. Sýningin heitir „Tíminn gegnum linsuna“. Heiðar segir að áhersla sé lögð á að sýna mannlífið á staðnum í nærri hundrað ár. „Myndirnar sýna á vissan hátt stökkbreytingu, ef litið er á elstu og yngstu myndirnar. Á myndum Friðriks sést að búskapur var stór hluti af lífi Borgnesinga en myndir Theodórs sýna fjölbreytt frístundastarf. Margt kom á óvart „Nei, ég sé ekki eftir því. Viður- kenni að stundum komu stundir þar sem maður fann skilafrest nálgast og að ekki væri nægur tími til stefnu. Þetta var mikið verkefni og ég upplifði raunir sagnfræðingsins um það hvaða efni ætti að halda inni og hverju að sleppa. Þetta var góður skóli að fara í gegnum og verður fróðlegt að sjá hvernig fólk- ið í Borgarnesi tekur þessu,“ segir Heiðar Lind. Höfundurinn er Borgnesingur og því vel kunnugur þar en hann við- urkennir að margt hafi komið sér á óvart við söguritunina. „Það sést vel hversu samofið Borgarnes er sveitunum í kring. Þegar sam- dráttur er í sveitunum er sam- dráttur í Borgarnesi. Mér fannst einnig gaman að kynnast landbún- aði í þéttbýli sem Egill hafði mikinn áhuga á. Segja má að fyrstu áratugina hafi Borgnesingar verið bændur sem stunduðu launaða vinnu í hjáverk- um. Þá má nefna hversu mikill iðn- aðarbær Borgarnes var. Eftir að útgerðarævintýrinu lauk um miðja síðustu öld spruttu upp nokkur öfl- ug iðnfyrirtæki sem sum eru enn starfandi, eins og Vírnet og Loft- orka,“ segir Heiðar. „Ég stökk út í þegar kallið kom“  Borgnesingar minnast 150 ára verslunarafmælis  Ljósmyndasýning opnuð og gefin út Saga Borgarness Ljósmynd/Sigfús Eymundsson Borgarnes Elstu húsin í Borgarnesi sjást á mynd sem tekin var fyrir árið 1907. Kaupangur, lengst til vinstri, er elsta íbúðarhúsið, byggt árið 1876. Ljósmynd/Guðrún Jónsdóttir Söguritun Heiðar Lind Hansson er annar höfundur að Sögu Borgarness. Sveitarstjórn Borgarbyggðar kemur saman til hátíðarfundar í dag í til- efni af 150 ára afmælinu. Fundurinn hefst klukkan 15 og verður í Kaup- angi sem er elsta hús staðarins. Að fundi loknum verður tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við Grunnskóla Borgarness. Klukkan 17 verður opnuð ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarness. Hátíðarsamkoma verður haldin í Hjálmakletti 29. apríl næstkom- andi. Íbúum sveitarfélagsins verður boðið til samsætis. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður heiðursgestur. Saga Borgarness kemur formlega út á afmælishátíðinni í apríl. Forsala hefst þó í dag og stendur fram að hátíðinni.UMF Skallagrímur annast for- söluna og verður meðal annars gengið í hvert hús í Borgarnesi. Hátíð bæjarbúa haldin í apríl HÁTÍÐARFUNDUR SVEITARSTJÓRNAR BORGARBYGGÐAR Í DAG Kaupangur Sveitarstjórn fundar þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.