Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 12
merkinu Ýr og selja í versluninni Kiosk við Laugaveg, sem hún setti á laggirnar ásamt nokkrum hönnuð- um rétt eftir útskrift. Síðan hefur hún tekið þátt í mörgum sýningum innanlands og utan og aukinheldur hannað búninga fyrir leikhús og kvikmyndir. „Fatalínan sem ég sýni núna er mín fimmta frá því ég útskrifaðist, og önnur undir merkinu Another Creation. Í stað þess að koma fram með splunkunýjar árstíðabundnar línur tvisvar á ári hef ég þróað þær áfram, gert smábreytingar á sniði, notað aðra liti, efni og þess háttar þannig að stíllinn breytist ekki ýkja mikið frá einni línu til annarrar. Flíkurnar eru með sömu karakter- einkenni, ef svo má segja, því grunn- urinn er sá sami og um leið í anda hægu tískunnar svokölluðu, sem ekki er í kapphlaupi við tímann.“ Fjölþætt notagildi Another Creation var eitt þeirra sprotafyrirtækja sem árið 2013 var valið úr hópi 200 umsækj- enda til að þróa viðskiptahugmynd sína í StartupReykjavík. „Þá fékk ég tækifæri til að hanna og búa til frumgerð af klass- ískri ullarkápu með fjölþætt nota- gildi, breytingamöguleikum og aukahlutum, sem ég sýni meðal ann- ars á RFF á laugardaginn. Ég hef fengið fjárfesta og get því loksins sett hana í framleiðslu eins og mig hefur lengi dreymt um. Pælingin er að kona geti keypt sér kápu, átt hana árum saman, en breytt henni að vild eftir eitt eða tvö ár, jafnvel tíu eða fleiri, með því að fá sér nýjan kraga, ermar eða annað í verslunum eða vefverslun minni, sem verður að- gengileg með vorinu. Þannig getur Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Flíkurnar sem Ýr Þrastar-dóttir, fatahönnuður,frumsýnir undir merkinuAnother Creation á Reykjavík Fashion Festival laugar- daginn 25. mars, eru margar hverjar eins og hálfgert púsluspil. Rennilás- ar í felum gera kleift að kápa sé stutt eða síð, ermalaus eða með mismun- andi ermum, kragalaus eða með alls konar krögum. Svipað á við um leðurjakka. Einnig er hægt að nota kjóla, blússur, buxur, pils og sam- festinga á marga vegu; á réttunni eða röngunni eða röngunni eða rétt- unni - eftir því hvernig á það er litið – mynstur eða litur öðru megin en svart hinu megin. „Ég er ekkert að gera mér vinn- una sérstaklega auðvelda,“ segir Ýr brosandi. Nafn fyrirtækisins og vörumerkið, Another Creation [önn- ur sköpun], er ekki úr lausu lofti gripið frekar en annað sem við- kemur hönnun hennar. „Lógóið er rúnaletur sem þýðir langlífi og er lýsandi fyrir hugmyndafræðina sem ég byggi á og kölluð er „Slow Fas- hion“ eða „hæg tíska“ þar sem leið- arstefið er notagildi, gæði og sígild, falleg og umhverfisvæn hönnun,“ út- skýrir hún. Í anda hægu tískunnar Ýr var valin til að sýna útskrift- arverkefni sitt frá Listaháskóla Ís- lands 2010 á tískuvikunni í Kaup- mannahöfn 2011 og sama ár sýndi hún það á fyrstu RFF hátíðinni, sem hún stofnaði ásamt fleiri fatahönn- uðum. Fatalínan vakti töluverða at- hygli og gaf henni byr undir báða vængi að framleiða fatnað undir Tíska sem ekki er í kapphlaupi við tímann Another Creation, eða önnur sköpun, nafn fyrirtækis og vörumerkis Ýrar Þrastardóttur, fatahönnuðar, er ekki úr lausu lofti gripið. Lógóið ekki heldur, en það er langlífi í rúna- letri. Hvort tveggja er lýsandi fyrir hugmyndafræðina að baki „Slow Fashion“ eða „hæga tísku“ þar sem leiðarljósið er notagildi, gæði og sígild, falleg og umhverfisvæn hönnun. Spari Silkiflíkur með mynstri eða lit öðrum megin og svörtu hinum megin. Eilífðarkápa Kápa sem má breyta á marga vegu með aukahlutum. Ljósmynd/Margrét Seema Takyar 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 Allt sem segja þarf er yfirskrift Bóka- kaffis kl. 20 - 22 í kvöld, miðvikudag 22. mars, í Borgarbókasafninu Gerðu- bergi. Guðmundur Andri Thorsson, rit- höfundur, skáld og ritstjóri, og Óskar Árni Óskarsson, ljóðskáld og ljóðaþýð- andi, ræða um japanska ljóðlist á ís- lenskri tungu og íslenska ljóðlist með japönsku bragði; um hækur, tönkur og eldingar sem lýsa upp veraldir. Hefðbundin japönsk ljóðaform má rekja langt aftur í aldir. Hækan er eitt knappasta ljóðform sem þekkist, sautján atkvæði í þremur ljóðlínum. Þessi örfáu orð búa þó yfir miklum krafti í meðförum snjallra skálda; þau fanga í net sitt einfaldar, en að sama skapi djúpar náttúrumyndir. Hækan hefur stundum verið kölluð ljóð án orða, og er þá átt við að bak við ein- faldar myndir ljóðsins leynist annað ljóð – sem lesanda sé falið að yrkja. „Japanska hækan er náttúruljóð, and- artaksmynd, snöggrissuð, oft eins og dropi sem gárar vatnsflöt, en líka eins og elding sem lýsir upp veraldir,“ segir í inngangi Óskars Árna að þýðingum hans á ljóðum meistarans Matsuo Bashô. Guðmundur Andri sendi nýlega frá sér hækusafnið Hæg breytileg átt. Allt sem segja þarf á Bókakaffi í Gerðubergi Af hækum, tönkum og eldingum sem lýsa upp veraldir Dúkkur Sýningin Dúkkurnar frá Japan í Gerðubergi stendur til 7. maí. Guðmundur Andri Thorsson Óskar Árni Óskarsson Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.