Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 13
reynslu. „Þeir sýndu hönnun minni
að minnsta kosti mikinn áhuga þeg-
ar mér var boðið að halda sýningu í
kínversk-evrópskri listamiðstöð í
Xiamen í fyrra og vinna í lista-
mannaíbúð þar í borg í fimm mán-
uði.“
Another Creation númer tvö er
að sögn Ýrar pínulítið innblásin af
Kínadvölinni. „Íslensk náttúra er
mér þó alltaf mesti innblásturinn.
Harkan kemur úr landslaginu, þess-
ar skörpu línur sem við höfum fyrir
augunum alla daga speglast í fatn-
aðinum. Ég legg áherslu á að hann
sé í senn tímalaus og valdeflandi og
vinn svolítið út frá karlmannlegum
sniðum sem ég yfirfæri á kvenlíkam-
ann. Þótt ég sé hrifin af og noti mik-
ið herðapúða, milda ég áhrifin með
því að hafa flíkurnar aðsniðnar í
Morgunblaðið/Eggert
konan í rauninni skapað kápu eftir
sínu höfði en út frá minni hönnun.
Möguleikarnir eru óþrjótandi, ég er
til dæmis þegar búin að hanna og
sauma hátt í tuttugu, mismunandi
kraga. Kápan verður sannkölluð ei-
lífðarkápa því ég stefni að því að
hafa hana alltaf á boðstólum og trú-
lega líka leðurjakkann, sem er hugs-
aður á svipuðum nótum,“ segir Ýr og
tekur fram að hún vinni aðeins með
náttúruleg efni.
Hún hefur verið önnum kafin að
hanna og sauma frumgerðirnar, um
30 flíkur, frá því fyrir áramót og
jafnframt að huga að framleiðslu-
ferlinu, sem ekki er síður tímafrekt.
„Markmiðið er að flestar flíkurnar
fari í framleiðslu. Sumar, til dæmis
leðurjakkarnir, sem eru úr sútuðu
íslensku lambaskinni, verða saum-
aðar hér á landi, en silki- og ullar-
fatnaðurinn á Ítalíu þaðan sem ég
kaupi efnið.“
Horft út í heim
Ýr hefur ekki aðeins augastað á
íslenskum markaði, heldur horfir
hún út í heim, einkum til Asíu. „Ég
sé fyrir mér að framleiða fatnaðinn í
Evrópu og flytja út til Asíu, sem er
akkúrat öfugt við það sem margir
gera. Kínverjar eru rosalega hrifnir
af evrópskum efnum og hönnun og
markaðurinn feikistór og spenn-
andi,“ segir Ýr og talar af nokkurri
mittið. Þannig eru þær kvenlegar en
líka á einhvern hátt karlmannlegar.“
Annars segir Ýr innblásturinn
koma til sín úr öllum áttum; úr leik-
húsi, kvikmyndum, tónlist og menn-
ingunni yfirhöfuð. Þar hefur hún líka
markað sér nokkur spor. „Ég hef
verið aðstoðarbúningahönnuður hjá
Íslensku óperunni og Íslenska dans-
flokknum, unnið svolítið fyrir RÚV,
hannaði til dæmis búningana á
kynnana á Eurovision í fyrra, og
tekið að mér ýmis verkefni í
tengslum við auglýsingar og fleira.“
Girndargripir 2017?
Áður en hún hófst handa við
Another Creation tvö, hannaði hún
og saumaði búninga fyrir kvikmynd-
ina Halastjörnuna, sem fyrirhugað
er að frumsýna í haust og fjallar um
líkfundarmálið svokallaða í Nes-
kaupstað. „Starfið er bæði fjölbreytt
og skemmtilegt, en ég er alltaf mest
í essinu mínu þegar ég hanna og
sauma mína eigin fatalínu á vinnu-
stofunni minni,“segir Ýr.
Þess má geta að þegar hún
kynnti Another Creation númer eitt
til sögunnar á RFF 2015 sagði tísku-
rýnir Morgunblaðsins sýninguna
hreinustu bombu „ . . . þar sem hver
girndargripurinn rak annan í mergj-
uðum kokteil af kvenleika og hörku“.
Skyldi lína númer tvö framkalla
sömu hughrif árið 2017?
Ýr
Margbreytileiki
Leðurjakkinn
fæst í mörgum lit-
um. Til tilbreyt-
ingar má skipta
út ermum.
Í vinnustofunni Ýr segist
alltaf vera mest í essinu sínu
þegar hún hannar eigin fata-
línur á vinnustofu sinni.
„Íslensk náttúra er
mér þó alltaf mesti inn-
blásturinn. Harkan kem-
ur úr landslaginu, þess-
ar skörpu línur sem við
höfum fyrir augunum
alla daga speglast í
fatnaðinum.“
L
jó
sm
yn
d/
K
ár
i S
ve
rr
is
so
n
L
jó
sm
yn
d/
M
ar
gr
ét
S
ee
m
a
T
ak
ya
r
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Markmið Salsa Iceland, sem stofnað
var árið 2003, er að allir geti komið
og dansað, án þess að hafa grunn í
dansi eða dansfélaga. Í kvöld mið-
vikudag 22. mars klukkan 20.30 -
23.30, mun dansinn duna í Iðnó, en
þá er byrjendum boðið í ókeypis
prufutíma. Allir sem eru áhugasamir
um dans eru hvattir til að líta inn og
taka nokkur létt spor eða einfald-
lega að horfa á aðra dansa og
spjalla við gesti og gangandi. Þeir
þurfa ekki að koma með dansfélaga
frekar en þeir vilja og engrar dans-
reynslu er krafist.
Í salsasamfélaginu er hefð fyrir
að allir dansi við alla og því eru
byrjendur sem aðrir hvattir til að
skilja feimnina eftir heima og bjóða
upp í dans. Salsakvöldin eru enda
rómuð fyrir afslappað og þægilegt
andrúmsloft.
Aðgangseyrir er rukkaður frá kl.
20, en byrjendur í prufutímanum fá
kvöldið og kennsluna ókeypis. Stakt
skipti kostar 500 kr. og er tekið er
við reiðufé við innganginn. Nánari
upplýsingar um greiðslutilhögun
o.fl.: www.facebook.com/Frír prufu-
tími á danskvöldi SI í Iðnó
Ókeypis prufutími fyrir byrjendur í Iðnó í kvöld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Salsa Hjá Salsa Iceland kemur fólk saman einu sinni í viku og dansar saman.
Salsa Iceland býður upp í dans
Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is
Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16
Skógarmannsöxi
Verð 22.770 kr.
Eldiviðaröxi - Verð 21.560 kr.
Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
Útivistaröxi
Verð 12.980 kr.
Lítil öxi
Verð 12.590 kr.
AXIR FYRIR KRÖFUHARÐA
MIKIÐ ÚRVAL - VERÐ FRÁ 3.980
Veiðiöxi
Verð 17.180 kr.Viðarklauf
Verð 4.890 kr.