Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 16

Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 Mikið úrval mælitækja og verkfæra fyrir raftækniiðnaðinn Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Mælitæki og verkfæri Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Með kaupum fjögurra vogunarsjóða á ríflega 29% hlut í Arion banka, og til- kynnt var á sunnudag, tryggja stærstu eigendur Kaupþings sér áframhaldandi eignarhald á bankan- um. Gengur það þvert gegn markmið- um stjórnvalda sem opinberuð voru í júní 2015 og miðuðu m.a. að því að fyrirbyggja frekari aðkomu vogunar- sjóða að bankakerfinu í kjölfar losun- ar fjármagnshafta. Margt bendir til að kaupendurnir muni geta greitt fyr- ir hlutinn með fjármunum sem Arion banki hefur reitt af hendi til Kaup- þings á umliðnum misserum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var það skilyrði sett fyrir nauðasamningsgerð Kaupþings að búið gæfi út og framseldi skuldabréf að upphæð 84 milljarðar króna sem tryggt yrði með veði í skuldabréfum útgefnum af Arion banka og hlut Kaupþings í Kaupskilum, en það er fé- lagið sem haldið hefur utan um 87% hlut Kaupþings í bankanum. Skulda- bréf þetta þarf að greiðast á innan við þremur árum og inn á það má aðeins greiða með söluandvirði bankans. Vextir af skuldabréfinu hafa hins veg- ar verið greiddir árlega. Kaupverðið hið sama og upp- greiðslan af skuldabréfinu Stærstu eigendur Kaupþings hafa keypt ríflega 29% hlut í Arion banka, og tryggt sé kauprétt að 22% til við- bótar. Fyrir 29% hlut í bankanum greiða þeir 49 milljarða inn á skulda- bréfið sem gefið var út til að tryggja að eigendabreytingar yrðu á bankan- um. Nýti þeir sér fyrrnefndan kaup- rétt á sama eða svipuðu gengi og í við- skiptunum sem nú þegar hafa verið handsöluð, greiða þeir um 85 millj- arða fyrir hlutinn í bankanum. Er að sögn sérfræðinga sem Morg- unblaðið hefur rætt við ekki talið að tilviljun ráði að kaupverðið sé nær hið sama og uppgreiðslufjárhæð skulda- bréfsins sem Kaupþing gaf út og skuldbatt sig til að standa skil á innan tilskilins tímafrests. Stjórnvöld voru meðvituð um að fléttur gætu komið upp Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru stjórnvöld meðvituð um hættuna af því að flétta af þessu tagi yrði sett upp á vettvangi Kaupþings en hins vegar hafi þær ekki verið taldar eins miklar og í tilfelli Glitnis. Þar hafi hættan verið metin svo mikil að fjárfestar með skammtímasjónar- mið að leiðarljósi yrðu ráðandi í eig- endahópi Íslandsbanka, að ófrávíkj- anlegt skilyrði hafi verið sett fyrir því að bankinn yrði afhentur stjórnvöld- um. Við mat á hættunni af fléttum af þessu tagi hafi einnig verið færð í orð sú áhætta að eigendur Kaupþings myndu selja sjálfum sér bankann á mjög lágu verði, og því hafi hluti stöð- ugleikaskilyrðanna verið að ríkið hefði forkaupsrétt að hlut félagsins í bankanum ef söluverðið yrði lægra en 0,8 krónur á hverja krónu eigin fjár. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi er miðað við það í kaupum vogunarsjóðanna fjögurra að kaup- verðið sé 0,81 króna á hverja krónu eigin fjár. Eins og bent var á í Morg- unblaðinu í gær byggir sá útreikning- ur hins vegar á 9 mánaða uppgjöri bankans 2016. Sé miðað við stöðu eig- in fjár í árslok er gengi hlutarins 0,79 krónur á hverja krónu. Uppgreiðsla bréfsins losar um tæpa 100 milljarða króna Eitt helsta stöðugleikaskilyrðið sem stjórnvöld settu fyrir nauða- samningi Kaupþings fólst í því að félagið myndi lengja í erlendri fjár- mögnun Arion banka. Þannig var ákveðið að Arion banki gæfi út skuldabréf í erlendum gjaldeyri að fjárhæð ríflega 747 milljónir Banda- ríkjadala, sem á þeim tíma jafngilti um 97 milljörðum króna, Kaupþing myndi kaupa bréfið og greiða fyrir það með innlánum sínum í erlendum gjaldeyri hjá Arion banka. Nú þegar hefur Arion banki á grundvelli endurfjármögnunar ýmis- konar endurgreitt um 650 milljónir dollara af bréfinu. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi fyrir Kaupþing að félagið hefur ekki heimild til að koma endurgreiðslum þessum í hend- ur eigenda sinna. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda binda féð í ranni Kaup- þings sjálfs þar til að skuldabréfið sem Kaupþing gaf út að fjárhæð 84 milljarðar króna, hefur verið greitt upp. Verði gengið frá sölu á 22% hlut í Arion banka á næstu mánuðum á svipuðu gengi og í viðskiptum nýlið- innar helgar, hvort sem kaupendur þar verða vogunarsjóðirnir fjórir eða einhverjir aðrir, losnar því að minnsta kosti um 650 milljónir doll- ara, sem nú eru í fórum Kaupþings en munu renna til eigenda þess, meðal annars sjóðanna fyrrnefndu. Salan á Arion getur losað milljarðatugi til kaupenda Morgunblaðið/Eggert Fjármögnun Arion banki hefur á grundvelli endurfjármögnunar endurgreitt Kaupþingi um 650 milljónir dollara.  Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda áttu að girða fyrir aðkomu sjóðanna að bankanum Fjármögnun » Kaupþing tryggði árið 2015 erlenda fjármögnun til Arion banka að fjárhæð 750 milljónir dollara, sem þá jafngildi 97 milljörðum króna. » Arion banki hefur nú endur- greitt Kaupþingi 650 milljónir dollara. » Hinir endurgreiddu fjár- munir eru fastir inni í Kaup- þingi þar til félagið hefur gert upp skuldabréf sitt að fjárhæð 84 milljarðar gagnvart íslenska ríkinu. fall, sem hafði í för með sér minni flutninga. Þrátt fyrir að IFS telji að Eim- skip sé vanmetið á markaði um þessar mundir, byggt á því að nú- virða sjóðstreymi, er varpað ljósi á að samkvæmt kennitölugreiningu sé Eimskip metið hærra á markaði en keppinautar erlendis. En IFS gerir ráð fyrir að EBITDA- hagnaður Eimskips muni vaxa vel á milli ára á meðan alþjóðlega sé tal- ið að EBITDA í flutningum muni dragast saman. helgivifill@mbl.is IFS greining ráðleggur fjárfestum að kaupa í Eimskip í nýju verðmati sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í fyrra mati fyrirtækisins ráðlagði IFS fjárfestum að halda í bréf flutningafélagsins. Samkvæmt verðmatinu eru bréfin metin á 360,7 krónur á hlut, sem var 13% hærra en þegar verðmatið var birt og um 10% hærra en gengi Eim- skips við lokun markaða í gær. Samkvæmt verðmatinu eru horf- ur félagsins fyrir árið 2017 góðar og er þess vænst að flutningar til og frá landinu haldi áfram að aukast. Að því sögðu mun fyrsti ársfjórðungur bera þess glöggt merki að sjómenn hafi farið í verk- Telja tækifæri í Eimskip  IFS væntir þess að flutningar haldi áfram að aukast Flutningar IFS gerir ráð fyrir að EBITDA Eimskips muni vaxa á milli ára. ● Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað fimm manna hóp til að vinna skýrslu um erlendar fjárfestingar líf- eyrissjóðanna. Í hópnum eru Gylfi Magnússon, formaður, Hersir Sigur- geirsson, Þórey S. Þórðardóttir, Ólafur Sigurðsson og Fjóla Agnarsdóttir. Hópur um erlendar fjár- festingar lífeyrissjóða 22. mars 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 108.08 108.6 108.34 Sterlingspund 134.1 134.76 134.43 Kanadadalur 80.92 81.4 81.16 Dönsk króna 15.628 15.72 15.674 Norsk króna 12.745 12.821 12.783 Sænsk króna 12.237 12.309 12.273 Svissn. franki 108.25 108.85 108.55 Japanskt jen 0.9583 0.9639 0.9611 SDR 146.67 147.55 147.11 Evra 116.19 116.85 116.52 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 145.8196 Hrávöruverð Gull 1232.05 ($/únsa) Ál 1907.5 ($/tonn) LME Hráolía 51.8 ($/fatið) Brent ● Sigríður Bene- diktsdóttir, fyrrver- andi fram- kvæmdastjóri fjármálastöðug- leika hjá Seðla- banka Íslands, mun taka sæti í banka- ráði Landsbankans á aðalfundi sem haldinn verður í Hörpu síðdegis í dag. Þetta kemur fram á vef bankans þar sem fram koma tilnefningar sjö aðal- manna og tveggja varamanna til banka- ráðs. Sigríður kemur ein ný inn sem aðal- maður en fyrir eru sex bankaráðsmenn, þau Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðsins, Magnús Pétursson vara- formaður, Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson og Jón Guðmann Pétursson. Þá verður einnig bætt við nýjum vara- manni, Ástu Dís Óladóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar og nú lektor við Háskóla Íslands. Fyrir er vara- maður í bankaráð Landsbankans Samúel Guðmundsson. Fjölgað í bankaráði Landsbankans Sigríður Benediktsdóttir STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.