Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Farþegaþota flugfélagsins South
Supreme Airlines varð alelda
skömmu eftir lendingu í norðvest-
urhluta Suður-Súdans í gær, en vél-
inni var ekið á miklum hraða utan í
slökkvibifreið sem fyrir var á flug-
brautinni. Allir komust lífs frá
óhappinu, en 37 voru fluttir á
sjúkrahús. Enginn þeirra var sagð-
ur lífshættulega særður.
Orsök slyssins var í gær óljós, en
ráðherra upplýsingamála í Wau-ríki
í Suður-Súdan, sem fréttaveita AFP
ræddi við, segir ýmislegt benda til
þess að rekja mætti orsökina til
tæknilegra vandræða, vanrækslu og
slæmra veðurskilyrða.
Flugvélin var á leiðinni frá höf-
uðborginni Juba þegar atvikið átti
sér stað og voru alls 45 manns um
borð, þar af 5 manna áhöfn.
khj@mbl.is
Farþegaþota varð alelda
skömmu eftir lendingu
Skall utan í
slökkvibifreið á
flugbrautinni
AFP
Eldhaf Farþegaflugvélin varð alelda á skömmum tíma og er lítið annað eftir
en stélið. Allir komust lífs af frá óhappinu og er það nú til rannsóknar.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Martin McGuinness, einn af helstu
forvígismönnum Sinn Féin, stjórn-
málasamtaka Írska lýðveldishersins,
IRA, lést í gær, 66 ára að aldri, úr
sjaldgæfum hjartasjúkdómi. McGu-
inness var á yngri árum einn af liðs-
foringjum IRA og næstráðandi sam-
takanna um stund. Síðar á ævinni
beitti hann sér fyrir því að koma á
friði á Norður-Írlandi og gegndi
embætti varaforsætisráðherra norð-
urírsku heimastjórnarinnar frá 2007
og þar til hann dró sig óvænt í hlé í
janúar síðastliðnum, meðal annars af
heilsufarsástæðum.
Skjótur frami innan IRA
McGuinness fæddist 1950 í Derry
við norðurströnd Norður-Írlands, en
mikil spenna ríkti þar á uppvaxtar-
árum hans milli mótmælenda og
kaþólikka. Hann varð meðlimur í
írska lýðveldishernum á unglings-
aldri og átti þar skjótan frama. Hann
var til að mynda næstráðandi IRA í
Derry árið 1972, en það ár skutu
breskir hermenn á 26 stuðnings-
menn sameinaðs Írlands og felldu 14
á „blóðuga sunnudeginum,“ en atvik-
ið jók mjög stuðning við IRA í
Derry.
Ári síðar var McGuinness hand-
tekinn í nágrenni bíls, sem hlaðinn
var sprengiefnum. Var hann í kjöl-
farið dæmdur af hryðjuverkadóm-
stól Írlands í sex mánaða fangelsi.
Hætti McGuinness í kjölfarið að
mestu þátttöku sinni í IRA og hóf að
beita sér á vettvangi Sinn Féin.
Beitti sér fyrir friði
Í upphafi tíunda áratugarins hóf-
ust þreifingar á milli Sinn Féin og
hinna flokkanna á Norður-Írlandi
um leiðir til þess að binda enda á of-
beldið sem plagað hafði landið í rúm-
lega tvo áratugi. McGuinness leiddi
þær viðræður og er sagður hafa leik-
ið lykilhlutverk bak við tjöldin þegar
friðarsamkomulagið, sem kennt er
við föstudaginn langa, var gert árið
1998. Tony Blair, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, sagði í yf-
irlýsingu í gær að ekkert hefði orðið
af friði ef McGuinness hefði ekki not-
ið við.
Martin McGuinness braut enn
blað í sögubókunum árið 2012, er
hann hitti Elísabetu II. Englands-
drottningu og tók í hönd hennar.
Þótti handabandið til merkis um það
hversu langt friðarferlið á Norður-
Írlandi var komið á veg, að einn af
fyrrverandi leiðtogum IRA gæti tek-
ið í hönd drottningarinnar, en hvorki
Sinn Féin né IRA hafa nokkurn tím-
ann viðurkennt yfirráð hennar yfir
Norður-Írlandi. Hefði slíkt handa-
band því þótt óhugsandi fyrir ekki
svo löngu.
Með fráfalli Martins McGuinness
má því segja að nýr kafli sé hafinn í
norðurírskum stjórnmálum.
AFP
Sögulegt handaband Martin McGuinness tekur hér í hönd Elísabetar II. Englandsdrottningar árið 2012. McGuinness lést í gær, 66 ára að aldri.
Kaflaskipti á N-Írlandi
Martin McGuinness lést í gær, 66 ára að aldri Fyrrverandi liðsforingi í írska
lýðveldishernum og frammámaður í Sinn Féin Lék stórt hlutverk í friðarferlinu
Afsögn McGuinness í janúar síð-
astliðnum kom meðal annars til
vegna hneykslismáls, sem skók
DUP, þáverandi samstarfsflokks
Sinn Féin. Kosningum til norður-
írska þingsins var flýtt vegna af-
sagnarinnar og fóru þær fram 2.
mars síðastliðinn.
Flokkarnir hafa þrjár vikur eftir
kosningar til þess að mynda
heimastjórn, en sá frestur rennur
út næstkomandi laugardag. Takist
ekki að mynda stjórn fyrir þann
tíma hafa bresk
stjórnvöld heim-
ild til þess að
leysa upp þingið
og taka aftur yfir
stjórn Norður-
Írlands.
Michelle
O’Neill, leiðtogi
Sinn Féin í Norð-
ur-Írlandi, segir hins vegar að
Bretar standi í veginum fyrir því að
ný stjórn verði mynduð.
Óvissuástand framundan
NORÐUR-ÍRLAND
Michelle O’Neill
Uppreisnarhópar undir forystu ísl-
ömsku hreyfingarinnar Ahrar al-
Sham hófu í gær nýja sókn inn í
austurhluta Damaskus, höfuð-
borgar Sýrlands. Var sókn víga-
manna brotin á bak aftur sl. mánu-
dag þegar sýrlenski stjórnarherinn
veitti þeim harða mótspyrnu, m.a.
með loftárásum.
Fréttamaður AFP, sem staddur
er í borgarhlutanum, segir árás
uppreisnarmanna hafa hafist í dög-
un með mikilli sprengingu og skot-
bardögum. Stjórnarherinn svaraði í
sömu mynt og beitti m.a. stórskota-
liðssveitum og orrustuþotum.
„Það var gríðarleg sprenging í
dögun, sennilega var þetta bíl-
sprengja sem uppreisnarmenn
beittu gegn stjórnarhermönnum
sem staddir voru mitt á milli hverf-
anna Jobar og Qabun,“ hefur AFP
eftir Rami Abdel Rahman, sem fer
fyrir mannréttindasamtökum.
Ríkisfréttastofa Sýrlands
(SANA) segir 12 hafa særst í árás
uppreisnarmanna. „Sýrlenski her-
inn reynir nú að koma í veg fyrir
sóknina norður af Jobar og vinnur
nú að því að umkringja þá,“ hefur
fréttaveita AFP eftir fréttamanni
SANA. khj@mbl.is
SÝRLAND
Vígamenn sækja á
ný inn í Damaskus
„Þessar takmarkanir voru settar á
eftir mat á nýjum upplýsingum. Við
teljum þetta vera hið rétta í stöð-
unni og um leið rétta staði til þess
að setja þetta bann á til að tryggja
öryggi farþega,“ hefur fréttaveita
AFP eftir háttsettum talsmanni
innan bandarísku stjórnsýslunnar.
Vísar hann til þess að Bandaríkin
vara nú við hugsanlegri ógn sem
stafar af hálfu hryðjuverkamanna
sem sprengja vilja í loft upp far-
þegaþotur með raftækjum á borð
við far- og spjaldtölvur. Eru þeir
sagðir stefna á að nýta sér tíu flug-
velli í Tyrklandi, Mið-Austur-
löndum og Norður-Afríku.
Hefur því níu flugfélögum frá
átta ríkjum verið gert að banna far-
þegum sínum að nota raftæki
stærri en snjallsíma um borð í vél-
um á leið til Bandaríkjanna.
BANDARÍKIN
Vilja sprengja flug-
vélar með fartölvum