Morgunblaðið - 22.03.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Vegna þeirrar at-
vinnustarfsemi sem
níu froskköfunarfyr-
irtæki reka nú í
gjánni Silfru í
miðjum friðlýstum
þjóðgarðinum á
Þingvöllum og þeirra
dauðsfalla og alvar-
legu slysa sem þar
hafa orðið, þá hafa
nú verið settar hert-
ar öryggisreglur, eins og skýrt
hefur verið frá. Það er allra góðra
gjalda vert meðan enn um sinn er
leyft illu heilli að stunda þessa
köfunarstarfsemi í Silfru. Kjarni
málsins snýst þó ekki um örygg-
isbúnað, fjöldatakmarkanir frosk-
kafara, læknisvottorð o.s.frv.,
heldur um náttúruvernd Þing-
valla, sem virðist vera aukaatriði í
samanburði við allar tekjurnar
sem ferðaþjónustuiðnaðurinn hef-
ur af þessari atvinnustarfsemi
þarna og upplifun froskkafaranna.
Engin skylda er til að útvega fyr-
irtækjum í afþreyingariðnaði að-
stöðu til atvinnurekstrar í þjóð-
garðinum eða í nokkrum öðrum
tilgangi. Þá hefur líka verið á það
bent, að ekki sé hugað að vatns-
vernd vegna köfunar í Silfru og
vísindalega sannað fyrir tveimur
árum að lífríkinu hefur verið
raskað í gjánni og væntanlega
versnað eftir það.
Vegna Silfru eru Þingvellir
langt frá því að geta talist til
óspilltrar náttúru, sem var þó
upphaflegi tilgangurinn með allri
þessari friðun þjóðgarðsins á
Þingvöllum og þá ekki síður að
koma Þingvöllum á heimsminja-
skrá UNESCO. Til þess að það sé
hægt, þá verður viðkomandi stað-
ur að fullnægja ýmsum skilyrðum
og er eitt þeirra að full sátt ríki
um verndun staðarins. Því miður
er það ekki raunin í dag varðandi
verndun Þingvalla, eins og deil-
urnar undanfarið um froskköf-
unina í Silfru sýna fram á. Sú
starfsemi sem rekin er í Silfru
brýtur gróflega í bága við grund-
vallarforsendur þess, að þjóðgarð-
urinn á Þingvöllum sé á heims-
minjaskrá UNESCO og eigi í dag
yfirhöfuð nokkurt erindi á þá
skrá. Hér verður að ganga hreint
til verks. Annað hvort verður að
stöðva alfarið þennan atvinnu-
rekstur köfunarfyrirtækjanna,
þannig að hægt verði að njóta
óskertrar náttúrunnar, eins og til-
gangur var alltaf með friðlýsingu
Þingvalla eða þá að Þingvellir
verði teknir af heimsminja-
skránni. Varla vilja menn vera
þar á fölskum forsendum eða
skreyta sig með stolnum fjöðrum
til þess eins að draga erlenda
ferðamenn til Þingvalla. Hef ég
nú beint því formlega til Heims-
minjanefndar Íslands, að hún taki
málið til meðferðar af þessum
ástæðum.
Það er þó ekki bara að náttúru-
vernd Þingvalla varðandi Silfru sé
ekki höfð í huga, heldur er horft
alfarið framhjá því, að lögmæti
leyfisveitinga til froskköfunar
hefur aldrei verið fyrir hendi. Í 6.
mgr. 11. gr. reglugerðar um þjóð-
garðinn á Þingvöllum, verndun
hans og meðferð nr. 848/2005,
kemur fram að megin-
reglan er bann við
allri köfun. Þingvalla-
nefnd getur þó leyft
köfun á vissum svæð-
um og árstímum, sem
yrði í öllu falli að túlka
mjög þröngt og af-
markað með tilliti til
hins friðlýsta þjóð-
garðar. Þetta reglu-
gerðarákvæði hefur
aldrei haft lagastoð og
hafa því allar leyf-
isveitingar til köfunar verið ólög-
mætar frá upphafi. Þetta reglu-
gerðarákvæði brýtur enda
gróflega í bága við meginmarkmið,
tilgang, forsendur og vilja löggjaf-
ans, sem m.a kemur skýrt fram
m.a. í 1. mgr. 3. gr. laganna um
þjóðgarðinn á Þingvöllum nr. 47/
2004, þar sem segir m.a „Land
þjóðgarðsins skal vera friðað í því
skyni að varðveita ásýnd þess sem
helgistaðar þjóðarinnar og til að
viðhalda eins og kostur er hinu
upprunalega náttúrufari.“ Til þess
að þessi köfunarstarfsemi geti
verið lögleg þarf heimildin til köf-
unar að koma fram beint og ber-
um orðum í sjálfum lagatextanum,
þar sem þessi atvinnustarfsemi
brýtur algerlega í bága við frum-
forsendur laganna, sem eru nátt-
úrvernd og friðlýsing Þingvalla.
Hefur örugglega ekki verið gert
ráð fyrir því við setningu reglu-
gerðarinnar að til kæmi stór-
felldur atvinnurekstur í frosk-
köfun eða sund iðkað í stórum stíl
í þessari náttúruperlu, sem gjáin
er. Alls voru kafararnir 50 þúsund
í fyrra, en einn rekstraraðilinn
benti á að hægt væri að taka við
150 þúsund manns, fengist opn-
unartíminn í gjánni lengdur. Það
verður þó varla úr þessu.
Hvað Silfru varðar þá er ekkert
sem heitir bæði og, þ.e. náttúru-
vernd og froskköfun, heldur ann-
aðhvort eða, þ.e. náttúruvernd eða
atvinnustarfsemi. Velji menn að
hafa þessa köfunarstarfsemi þarna
áfram og gefa náttúruverndina
þarna upp á bátinn, þá þarf í
fyrsta lagi að gera leyfisveitingar
til köfunar lögmætar. Einnig þarf
að taka þjóðgarðinn á Þingvöllum
af heimsminjaskrá UNESCO,
enda óheiðarlegt að vera að villa
um fyrir mönnum. Þá verður eins
og ég hef margsinnis bent á að
gæta jafnræðis og leyfa öðrum í
afþreyingariðnaðinum að fá líka
aðstöðu til að reka starfsemi sína
þarna í þjóðgarðinum, enda ýmiss
konar möguleikar fyrir hendi. Nú
er bara að velja á milli. Ann-
aðhvort eða. Bæði og getur aldrei
gengið upp.
Í lagasafninu eru lögin um þjóð-
garðinn á Þingvöllum sett í kafl-
ann náttúruvernd og friðun lands.
Miðað við stöðuna í dag vegna
Silfru, þá er spurning, hvort ekki
væri nær raunveruleikanum að
setja lögin um Þingvelli í kaflann
um fjármál og viðskipti.
Þingvellir og
náttúruvernd
Eftir Jónas
Haraldsson
» Vegna Silfru eru
Þingvellir langt frá
því að geta talist til
óspilltrar náttúru
Jónas Haraldsson
Höfundur er lögfræðingur.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 27. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og
brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
Brúðkaups
blað
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 31.mars
Við erum áhorfend-
ur að tilraun ákveð-
inna hægri afla til að
gera grundvallar-
breytingar á þeirri
skipan heimsviðskipta
og varnarmála sem
hefur verið við lýði í
öllum aðalatriðum allt
frá miðri síðustu öld.
Fyrirkomulag sem
fært hefur okkar
heimshluta bæði velmegun og frið.
Þótt gagnrýna megi frjáls heims-
viðskipti og fjölþjóðlega viðskipta-
samninga á ýmsa vegu, þá hefur
þetta kerfi fært mannkyninu meiri
hagvöxt og jafnað hnattræn lífskjör
betur en nokkurt annað þekkt við-
skiptakerfi. Sú atlaga sem nú er
gerð að þessari skipan kemur frá
BNA, því ríki sem frá upphafi hefur
verið í fararbroddi og helsta stuðn-
ingsríki frjálsra viðskiptahátta.
Einnig þannig getur byltingin líka
étið börnin sín. Við lestur síðasta
pistils Styrmis Gunnarssonar (Vett-
vangur, Morgunblaðið 18. mars) er
ljóst að hann telur bæði NATO og
ESB vera á útleið. Því þurfi Íslend-
ingar að huga að framtíðarskipan
bæði varnar- og viðskiptamála.
Okkur hefur sannarlega farnast vel
bæði í NATO og í EES, sem er
meginfarvegur samninga okkar við
Evrópu. Við ættum því að leggja
þeim lið sem vilja halda í og styrkja
báðar stofnanirnar. Hann gleymir
því hins vegar að án ESB er ekkert
EES. Samningurinn um EES er við
ESB, þ.e. Brussel, ekki við Berlín
Framtíð NATO
Framtíð NATO er vissulega
óviss. Þótt Bandaríkin beri þar höf-
uð og herðar yfir önnur lönd, þá
eiga þau jafn mikið undir hernaðar-
legri samstöðu við Evrópuríkin sem
öfugt. Án aðstöðu í Evrópu eru
BNA sjálf í langtum erfiðari stöðu
til að verjast árás úr austri. Lendi
Evrópa undir rússneskt áhrifasvæði
þrengist mjög fyrir dyrum hjá
Bandaríkjamönnum. Þeir þurfa því
ekkert síður á NATO að halda. Það
er fyrirsláttur eða vanþekking að
segja Evrópuþjóðirnar skulda
NATO, hvað þá BNA. Gert var
samkomulag í Wales
2014 um að þær myndu
hækka framlag sitt
smám saman í 2% og
ná því í síðasta lagi ár-
ið 2024. Málflutningur
Trumps er því harla
ómerkilegur. Sú tor-
tryggni sem þessi
málatilbúnaður veldur
hefur ýtt undir hug-
myndir innan ESB um
sameiginlegar varnir.
Ef BNA dregur úr
skuldbindingum sínum
gagnvart NATO, munu Evrópu-
þjóðirnar ekki horfa aðgerðarlausar
á vaxandi umsvif og hernaðarupp-
byggingu Rússa. Staða okkar Ís-
lendinga á að vera sú að styrkja
NATO. Í þessu sambandi var oln-
bogaskot Styrmis á Valhöll athygl-
isvert. Ef sameiginlegar tilraunir til
þess skila ekki tilætluðum árangri,
og trumpistar ná undirtökunum,
eigum við aðeins þann kost að
tengjast Evrópuríkjunum nánar
varnarlega. Ævintýralegar vanga-
veltur um varnarbandalag með fjór-
um/fimm smáríkjum við Vestur-
Atlantshaf, eru ekki þess virði að
hugleiða þær af alvöru.
ESB örent?
Vandi Styrmis, gömlu flokkanna
(B+D) og VG er sá að þeir vilja sjá
ESB feigt. Þrátt fyrir EES virðast
þeir fyrrnefndu líta á ESB sem
pestargemling, sem forðast beri.
Þar ná þeir að snerta fingur
Trumps. Af skrifum Styrmis virðist
hann hafa verið viðstaddur andlát
ESB. Hér er hættuleg óskhyggja á
ferð. Ekki ósvipuð þeirri og mótaði
hugsun margra um endalok Rúss-
lands sem stórveldis, áratuginn eft-
ir hrun Sovétríkjanna. ESB mun
ganga í endurnýjun lífdaganna, all-
mikið breytt en samhuga um meg-
inmál. Þessi fullyrðing byggist á því
að forystumenn Evrópuríkja eiga
einskis annars úrkosta, því hags-
munir þjóða þeirra eiga svo mikið
undir því, að samningsbundin heild-
arsamstaða og reglur ríki í álfunni,
svo ekki sé talað um þá fjármuni
sem til þeirra streyma frá Brussel.
Svo notuð sé útslitin taltugga úr
herbúðum B+D og VG flokkanna,
þá sjá þjóðirnar hag sínum betur
borgið innan ESB en utan. Þjóð-
verjar munu leggja flest í sölurnar
til að halda bandalaginu saman,
breyta sumum þáttum þess en
dýpka aðra. Berlín verður vissulega
valdaleg þungamiðja, en ákvarðan-
irnar verða að lokum teknar í
Brussel.
Heft eða frjáls viðskipti
Endalok fjölþjóðlegra samninga
og alþjóðalegra reglna er stefna
sem smáþjóðir um allan heim ótt-
ast. Þær fyllast geig yfir því að ver-
ið sé að taka fyrstu skrefin aftur á
bak úr kerfi hnattrænna samninga í
formi frjálsra verslunarhátta í átt
að tvíhliða viðskiptasamningum. Í
þannig umhverfi munu allar þjóðir
ota sínum tota og takast á, og þeir
sterku munu ná bestu kjörum á
kostnað þeirra sem ekki ráða við
þá. Það þarf ekki nema mjög yfir-
borðskennda þekkingu á sögu álf-
unnar síðustu 150 ár til að sjá
hvernig slík togstreita verður leyst
á endanum. Norð-vestur bandalag
Styrmis er álíka loftlaus þakkompa
og Steingrímur Sigfússon villtist
inn í við upphaf ferils síns sem
fjármálaráðherra Jóhönnu. Veikasti
hlekkurinn í óskhyggju Styrmis er
sú von hans að ESB líði undir lok.
Þar deilir hann ósk sinni með bæði
Trump og Pútín. En ESB mun
verða til og eflast. Afar ólíklegt er
að fleiri þjóðir yfirgefi bandalagið.
Við munum að lokum ekki komast
hjá því að verða að taka afstöðu til
inngöngu í ESB, ef við viljum halda
í þau fríðindi sem EES veitir okkur.
Það verður hinn raunhæfi val-
kostur, ekki fimm ríkja ævintýra-
bandalag Styrmis. Því við munum
hvorki geta né vilja vera viðskipta-
lega, pólitískt, varnarlega né menn-
ingarlega ein á báti.
Ævintýraheimur Styrmis
Eftir Þröst
Ólafsson »Ævintýralegar
vangaveltur um
varnarbandalag með
fjórum/fimm smáríkjum
við Vestur-Atlantshaf,
eru ekki þess virði að
hugleiða þær af alvöru.
Þröstur Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?