Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 ✝ Sturla Sig-hvatsson fædd- ist 18. nóvember 1947 í Reykjavík Hann lést 15. mars 2017 á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason frá Akranesi, f. 17. september 1911, d. 29. janúar 1991, og Jórunn Ár- mannsdóttir frá Akranesi, f. 2. janúar 1917, d. 8. nóvember 2000. Systur hans eru Kristín Sighvatsdóttir, f. 14. júní 1946, á Akranesi og Helga Sighvats- dóttir, f. 21. júní 1952 í Reykjavík, og systurdóttir er Guðlaug Jóns- dóttir, f. 1. nóv- ember 1968 í Reykjavík. Sturla var félagi í Arki- tektafélagi Íslands og öflugur liðs- maður í Íslenska íhugunarfélaginu. Sturla verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 22. mars 2017, klukkan 15. Elsku Sturla kvaddi okkur í hinsta sinn 15. mars, friðsæll að vanda og í blíðum svefni. Sturla var langt á undan sinni samtíð og snemma á skólaárunum í Þýskalandi þar sem hann stund- aði nám í arkitektúr, kynntist hann innhverfri íhugun og Mah- arishi Mahesh Yogi. Þetta var ekki svo þekkt þá nema bara Bítlarnir sem sóttu í aðstoð og friðsæld Maharishi og innhverfa íhugun. En Sturla okk- ar hafði trú á alheiminum og þeirri jákvæðu orku sem skapast þegar fallegar hugsanir og frið- sæld ráða ríkjum yfir ótta og reiði. Hann helgaði líf sitt þessari iðju og stóð sem næst Maharishi sjálfum í Hollandi og ferðaðist þaðan til Indlands, Bandaríkj- anna, Ítalíu og víðar í þeirri trú að ljósið skíni hæst þegar fólk kemur saman og biður fyrir friðsælli og betri heimi. Í dag hefur verið vís- indalega sannað að hugurinn, orkan og innhverf íhugun hefur varanleg bætandi áhrif á heiminn. Sturla þurfti enga sönnun, hann vissi þetta bara, enda bráð- velgefinn maður og lét gott af sér leiða hvar sem hann kom. Sturla Sighvatsson var fæddur 18. nóvember, 1947 í Reykjavík. Hann er sonur yndislegra for- eldra, Sighvats Bjarnasonar og Jórunnar Ármannsdóttur. Hann var besti vinur systra sinna, Kristínar Sighvatsdóttur og Helgu Sighvatsdóttur, á upp- eldisárum þeirra systkina og mik- ill leikfélagi. Hann vildi alltaf passa upp á systur sínar og á sumrin nutu þau útivistar hja frændfólki í sveitinni í Þykkvabæ. Sturla útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967, og varð master í arki- tektúr frá Technische Universität Carolo Wilhelmina zu Braunsch- weig árið 1974. Hann vann sem arkitekt í fjölda ára víðs vegar um heiminn. Veikindi hrjáðu bróður okkar og frænda þegar hann flutti til Ís- lands aftur árið 2000 og lifði hann einföldu, friðsælu lífi s.l. ár við sjávargötuna í Reykjavík. Við munum sakna þess að fara með honum í göngutúra og eft- irmiðdagskaffi og alltaf var hann mikill herramaður við systur sín- ar, hann elsku Sturla. Ljós Sturlu mun skína áfram þótt farinn sé hann af jörðu og hans framlag til friðar mun lifa áfram. Hans trú á alheiminn mun styrkja okkar trú um friðsæld og umhyggju. Megir þú hvíla í friði, elsku Sturla okkar, og ljós þitt halda áfram að skína. Kristín Sighvatsdóttir, Helga Sighvatsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir. Kveðja frá Íslenska íhugunarfélaginu Sturla var við nám í arkitektúr í Þýskalandi árið 1970 þegar hann kynntist Maharishi Mahesh Yogi sem þá var heimsfrægur fyrir að hafa kennt Bítlunum hugleiðslu- tækni sína: Transcendental Me- ditation. Sturla hreifst af kenn- ingum þessa indverska yoga um heilbrigða lífshætti og frið á jörð, einkum því atriði að ein einföld andleg tækni gæti komið einstak- lingnum andlega og líkamlega í svo friðsælt ástand að ekki bætti aðeins persónulega líðan heldur hefði jafnframt jákvæð áhrif á alla aðra í kring og framgöngu þeirra í veröldinni. Heim kominn nýútskrifaður arkitekt vann hann við teikningar hjá ýmsum þekktum arkitektum svo sem Ingimundi Sveinssyni. Fljótlega opnaði Sturla eigin teiknistofu á Hverfisgötu 18 þar sem hann teiknaði meðal annars einbýlishús frændfólks síns á Akranesi, ýmis smærri verk í Reykjavík og tók þátt í sam- keppnum eins og kappsamra ungra arkitekta er háttur. Sturla lagði áfram stund á hug- leiðsluna og hóf, ásamt nokkrum félaga sinna sem einnig höfðu lært Transcendental Meditation erlendis, að kynna þessa aðferð á Íslandi undir nafninu Innhverf íhugun. Brátt tóku hin andlegu fræði hug hans allan. Hann lagði niður arkitektastofuna, flutti aft- ur utan og settist að í höfuðstöðv- um Maharishi, fyrst í Sviss og síð- ar í Hollandi og Bandaríkjunum. Þar tók hann þátt í byggingar- starfsemi á vegum íhugunar- hreyfingar Maharishi og stóð meðal annars, ásamt öðrum arki- tektum, að byggingu bústaðar meistarans í Vlodrop í Hollandi meðfram því að stunda íhugunina og leggja sig af kappi eftir fræði- legri hlið tækninnar undir hand- arjaðri Maharishi. Þannig má til sanns vegar færa að Sturla hafi varið starfsævi sinni á andlegum sviðum í þágu meðborgara sinna, trúr hugsjóninni um að bæta heiminn með einfaldri huglægri einstaklingstækni. Eftir 25 ára dvöl erlendis flutti Sturla heim á ný eftir að hann fór að finna fyrir veikindum. Hann bjó alla tíð einn og stundaði andlega iðkun sína í Reykjavík til æviloka. Íslenska íhugunarfélagið þakk- ar að leiðarlokum fyrir það óeig- ingjarna starf sem Sturla vann í þágu íhugunarhreyfingar Mahar- ishi og vottar fjölskyldu hans og vinum dýpstu samúð. Ari Halldórsson, Kristinn Arnbjörnsson, Sigurþór Aðalsteinsson. Sturla Sighvatsson Símtalið sem ég fékk að morgni 3. mars er eitt erfiðasta símtal sem ég hef fengið. Samt vissi ég að þetta myndi gerast fyrr en síðar. Var eiginlega búin að kvíða fyrir þessu símtali síðan í byrjun desember, þegar heilsu þinni hrakaði mikið. En það er ekkert sem gat alveg búið mann undir að fá þær fréttir að elsku Jóhannes okkar væri far- inn að eilífu. Það var erfitt að ganga inn um dyrnar á Sjávarhól- um, en þú varst svo friðsæll að sjá þarna í rúminu þínu, að nú vissi ég að þú þyrftir ekki að þjást lengur, í líkamanum sem var búinn að vera smátt og smátt að gefast upp vegna veikinda þinna. Ég beið allt- af eftir að þú myndir opna augun og segja hæ. Það var eins og þú værir bara sofandi. Ég sakna þess svo að fá aldrei að heyra röddina þína aftur. Þú átt aldrei aftur eftir að hringja í mig Jóhannes Hilmar Gíslason ✝ Jóhannes Hilm-ar Gíslason fæddist 9. sept- ember 2000. Hann lést 3. mars 2017. Útför Jóhannesar fór fram 13. mars 2017. til að bjóða mér í mat. Aldrei aftur eftir að heimsækja mig á flottu skutl- unni þinni, sem syst- ur þínar voru svo duglegar að keyra þig á út um allt. Það er svo tómlegt að koma heim til þín og sjá þig ekki liggj- andi í sófahorninu þínu. Ekki varstu mikið að kvarta yfir hlutskipti þínu, þó að oft hefði verið ástæða til. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég mun geyma í hjarta mínu til eilífðar. Þú varst svo hress og kátur sem barn og gladdir alla í kringum þig. Og þrjóskur varstu nú stundum líka. Man þegar ég var að keyra þig um í vagninum oftar en einu sinni og það var kom- inn lúllutími. En þú varst sko ekki á því að fara að sofa. Sast upp- réttur og neitaðir að leggjast út af. Hallaðir þér nú stundum fram á við þegar svefninn var að sigra, en alltaf þegar átti að leggja þig niður þá rumskaðir þú og harðneitaðir að sofna aftur. Og það var nú ekki auðveldasta verk í heimi að skipta á þér. Þú varst eins og lítill ormur, hlykkjaðist til og frá. Held þú hafir meira að segja hlegið stundum að aðförum okkar við þetta verk. Þú varst alltaf svo þakklátur og nægjusamur. Ef ég spurði hvað þú vildir helst fá í afmælis- eða jóla- gjöf þá var það alltaf „æ bara föt. Vantar kannski bara sokka eða nærbuxur“. Ég keypti nú samt alltaf eitthvað meira með. Þú varst alltaf svo ánægður með peysurnar eða buxurnar sem ég gaf þér og sagðir að Þurí frænka veldi sko alltaf flottustu fötin. Alltaf passaðir þú vel upp á allt sem þú áttir, bæði föt og dót. Ég man að þú raðaðir bílunum þínum alltaf í fallega og þráðbeina röð, sem helst enginn mátti fikta í, því það eyðilagði systemið sem þú hafðir á þeim. Tókst jafnvel eftir ef það var búið að færa einn bíl í röðinni, þó þar væri bara smáveg- is. Þú varst mikill húmoristi og hafðir svo gaman af því að segja fólki brandara. Ég veit að þú átt sko eftir að skemmta mörgum þar sem þú ert núna. Elsku Jóhannes. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Bið þig að skila kveðju til allra þeirra sem hafa farið á undan þér og ekki gleyma Grímu minni. Veit að hún hefur örugglega tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði, elsku engillinn minn. Minningin um þig lifir að eilífu. Þurí. Okkur langar að minnast fyrr- verandi nemanda okkar, Jóhann- esar Hilmars. Jóhannes hóf skóla- göngu sína í Grunnskóla Grindavíkur í fyrsta bekk og út- skrifaðist síðastliðið vor. Fljótlega fór sá sjúkdómur sem lagði hann að velli að hafa áhrif á skólagöngu hans, framvindu í námi og dagleg- ar athafnir. Hann þurfti stöðugt að aðlagast breyttu heilsufari og aðstæðum. Jóhannes naut þess að vera í skólanum innan um félaga sína, samnemendur og samstarfsfólk, sem hann kallaði jafnan banda- menn. Sá tími sem við fengum með honum er okkur öllum mjög dýrmætur og margar góðar minn- ingar lifa. Við minnumst Jóhann- esar sem glaðværs drengs sem tókst á við ólík viðfangsefni af áhuga og jákvæðni. Þverrandi heilsu mætti hann af æðruleysi og þrautseigju. Hann var húmoristi mikill og grallari sem sá jákvæðar og spaugilegar hliðar á málunum og skellti fram ýmsum frösum og bröndurum í sífellu. Það var í ófá skipti sem hann sagði m.a. að amma sín væri heimahangandi húsmóðir, að fram undan væri flöskudagur (föstudagur) og að 14. jólasveinninn væri Kortaklippir, auðvitað fylgdu þessu hlátrasköll. Hann smitaði umhverfi sitt af gleði, jákvæðni og hlýju, var ljúfur með eindæmum og hafði góða nærveru. Hann hafði lag á að laða fólk að sér og nutu allir þess að eiga í samskiptum við hann. Bekkjarfélagar hans reyndust honum einstaklega vel og sýndu honum ætíð mikla umhyggju og velvild. Þá var einstakt að fylgjast með því hversu fallegt samband var á milli Jóhannesar og systra hans innan skólans. Systrunum var umhugað um að honum liði vel og kærleikurinn þeirra á milli var augljós. Jóhannes kenndi okkur starfsfólki og samnemendum svo sannarlega margt um lífið og til- veruna þann tíma sem við áttum með honum. Það voru forréttindi að hafa hann hjá okkur þessi ár. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með því hvernig fjöl- skylda Jóhannesar tókst á við veikindi hans og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að skapa hon- um tækifæri að upplifa og taka þátt í leik og starfi. Þau voru ávallt lausnamiðuð og fundu leiðir til þess að hann gæti verið þátttak- andi í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með Jóhannesi Hilmari. Við geymum í hjörtum okkar og höldum á lofti minningu um góðan dreng. Guð blessi þig og varðveiti minningu þína. Elsku Klara, Gísli, Ásdís Hild- ur, Halldóra Rún og aðrir ástvinir, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar sorg og lífsins verkefnum sem fram undan eru. Fyrir hönd starfsfólks Grunn- skóla Grindavíkur, Elín Björg og María Eir. „Þar sem mann- kostirnir eru, þar eru mannalætin óþörf.“ Þessi orð Sigurðar skólameistara á Ak- ureyri fóru um hug minn, þegar Pétur bekkjarbróðir minn kvaddi. Drengskapur og ljúflyndi ein- kenndu hann á skólaárunum. Það gleymist heldur ekki, hve sterkur hann reyndist við föðurmissi 17 ára gamall. Þjóðhagfræði varð fyrir valinu, er haldið var til framhaldsnáms. Þar fékk hann ekki aðeins dýrmæt- an grundvöll fyrir lífsstarf sitt. Hann reyndist ekki síður aflögufær í þeim efnum fyrir íslenskt atvinnu- líf. Pétur var svo fljótur að hugsa og átti nánast óbrigðula dóm- greind, þegar kom að þörf þjóð- félagsins og framþróun iðnaðar og skyldra atvinnugreina. Hann varð þar bæði frumkvöðull og framúr- stefnumaður og um tíma áhrifa- valdur á stefnu íslenskra stjórn- valda. Viðfangsefnin voru krefjandi, en hann gaf sér einnig tíma fyrir aðra. Ég naut hjálpsemi hans bæði per- sónulega og fyrir málefni, sem ég barðist fyrir. En hans mátti þá ekki geta. Drengskapur og bróðerni voru ríkjandi í öllu sem við áttum sameiginlegt. Ég dáðist að því, hve hann tók sjóndepru sinni á efri árum með miklu jafnaðargeði. Hin síðari ár Pétur Pétursson ✝ Pétur Péturs-son fæddist í Reykjavík 8. febr- úar 1931. Hann lést 2. mars 2017. Útför Péturs fór fram 14. mars 2017. var eins og hann vildi gott úr öllu gera, leggja hvaðeina út á betri veg. Bærist tal- ið að eigin fram- kvæmdum og stór- virkjum, var það ætíð rætt eins og um sjálf- sagða hluti væri að ræða. Pétur minntist þess gjarnan, þegar við vorum orðnir ná- grannar og hittumst þá oft, hve þakklátur hann væri fyrir það, að síðustu 23 árin hefði ekki komið dropi af áfengi inn fyrir hans varir. Það er í raun sterk staðfesting þess, hve öflugur persónuleiki hans var og skal þá minnt á orð Ritning- arinnar, að sá, sem sigrar sjálfan sig, er meiri en sá sem vinnur borg- ir. Þakklætið var afar sterkt fyrir allt sem honum hafði auðnast að koma í framkvæmd. Það var þó enn sterkara þegar kom að fjöl- skyldu hans, þar sem hann vissi, að var í raun öll hans auðlegð. Björk, eiginkona hans, var hans góði eng- ill og sterki stuðningsmaður hin síðari ár, og það var gleði hans að geta hlynnt að henni. Þannig gekk minn góði vinur gæfuleið efri ára. Hann bar enn með sér „authoritet“ starfsáranna, en með lítillæti göfugmennisins. Hann sannaði orð skólameistarans: „Þar sem mannkostirnir eru, þar eru mannalætin óþörf.“ Ég hygg ég mæli fyrir hönd okkar allra bekkjarsystkinanna, stúdentanna frá MR 1951, er ég segi : Góður Guð blessi okkar ágæta bróður. Þórir Stephensen. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lalla, Garðabraut 45, Akranesi, lést á Landspítalanum mánudaginn 13. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 24. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Gylfi Þórðarson Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir Sólveig Jóna Ásgeirsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Hege Viken Guðmundur Ásgeirsson Margrét Ýr Einarsdóttir Agnar Ásgeirsson Elsa Jóna Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, afa og langafa, ÞÓRIS HREGGVIÐS STEFÁNSSONAR skipstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir frábæra umönnun. Hildur Hansen Þórhildur Arna Þórisdóttir Ingvar Páll Jóhannsson Katrín Sif Ingvarsdóttir Snævar Örn Ólafsson Þórir Ingvarsson Hrafnar Logi Snævarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐSTEINN VIGNIR GUÐJÓNSSON frá Tunguhálsi, sem lést á heimili sínu föstudaginn 17. mars, verður jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 1. apríl klukkan 11. Jarðsett verður í Sauðárkrókskirkjugarði. Inga Björk Sigurðardóttir Valborg Inga Guðsteinsd. Ólafur Kr. Jóhannsson Heiðrún Edda Guðsteinsd. Haraldur Birgisson Guðrún Brynja Guðsteinsd. Gylfi Ingimarsson Ásdís Anna Guðsteinsd. Magnús Kristjánsson og barnabörn Hjartkær eiginmaður minn, JÓHANN SIGVALDASON kennari, Undirhlíð 3, Akureyri, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. mars klukkan 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Guðný Matthíasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.