Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 29

Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki hafa allir sömu skoðanir og við- horf til lífsins og þú. Gakktu hægt um gleðinn- ar dyr. Þú vaknar upp við vondan draum, rækt- in hefur setið á hakanum síðan um áramót. 20. apríl - 20. maí  Naut Gefðu gaum að minnstu smáatriðum, því það er aldrei að vita nema eitthvert þeirra geymi lykilinn að lífsgátunni. Varastu að flækja hluti þegar einfaldleikinn er bestur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur skapast eitthvert tóma- rúm á vinnustað þínum, sem eðlilegt er að þú fyllir upp í. Haltu ótrauð/ur áfram og þá mun sannleikurinn opinberast þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu það ekki á þig fá þótt þér finnist stundum smáatriðin gera þér erfitt um vik. Sýndu umburðarlyndi en haltu þínu striki. Þú veist upp á þína tíu fingur að þú hefur rétt fyrir þér í deilu við makann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Brjóttu odd af oflæti þínu og leitaðu þér aðstoðar ef með þarf. Kannski fær makinn launahækkun eða annan bónus. Einhver geng- ur á eftir þér með grasið í skónum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft á öllu þínu að halda svo þú dragist ekki aftur úr í náminu. Láttu í ljós efa- semdir þegar kemur að því að taka ákvörðun um framtíð ástarsambands. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Markmið þitt ætti að vera að elska sjálfa/n þig mest. Sláðu mak- anum stundum gullhamra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er óþarfi að taka allt persónu- lega sem sagt er í hita leiksins. Hvort er betra að missa stjórn á sér, eða glotta og láta sem ekkert sé? Ekki refsa með þögn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er legið á hálsi fyrir að láta starfið ganga fyrir öllu. Sumir setja sig á háan hest þegar talið berst að menntun. Skóli lífsins er vanmetinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki að þú þurfir að gera allt sjálf/ur og megir ekki þiggja aðstoð. Farðu út fyrir þægindaram- mann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú þarftu aldeilis að taka á honum stóra þínum, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ef þú ert bjartsýn/n og gefst ekki upp muntu ná langt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samræður við aðra eru rafmagnaðar í dag. Þér fallast hendur þegar vinur leitar ráða hjá þér. Gerðu samt þitt besta til að aðstoða. Fyrir viku rúmri skrifaði HjálmarFreysteinsson á fésbókarsíðu sína: „Ég sé Morgunblaðið örsjaldan og les þá bara eitt: Hér kemst á hæsta stig hroðvirkni og sleifarlag. Það vantar vísu eftir mig í Vísnahornið í dag!“ Páll Imsland heilsaði Leirliði undir miðnætti á laugardag með limru um kaptein Sigurbjörgu: Á báti’ reri Sigurbjörg sæla og sú var nú ekki að væla. Hún sneri’ ei til hlés þó að sædrífa blési’, hvort sem sjólag var blítt eða bræla. Helgi R. Einarsson hefur orð á því, að í pólitíkinni skipist fljótt veður í lofti: Í þingheimi riðu menn röftum og ruddu burt axarsköftum. Við annað nú kljást, því kræsingar fást og krónur með engum höftum. Um tryggingabæturnar hefur Helgi þetta að segja: Ég man eftir Guðmundi gikk, sem græddi’ er á bakið fékk hnykk. Þá hleypti’ ann í brýrnar, keypti sér kýrnar og konuna, allt fyrir slikk. Því safnaðist að honum auður, sem ævistig þrætt hafði snauður. Hann tryggur er frúnni, tutlar úr kúnni, (en tryggingasalinn er dauður). Sagan endurtekur sig, – hér yrkir Helgi um Tyrkjaárið 2017: Um atkvæðin Erdogan biður og í Evrópu riðlast því friður. Til höfðingjans sást er af einlægri ást hann óskar oss norður og niður. (Fyrir Erdogan má setja Eddi nú) Gunnar J. Straumland yrkir á Boðn- armiði og veit hvað hann syngur!: Oft ég gleymi hvað ég kvað og hvað ég þyrfti að muna. Ringlaður svo ég reyni að ráða í lífsgátuna. Ef við sjáum sannleikann síst við megum treysta á hann. Með sínum augum annar fann útgáfuna sem hann kann. Hreinn Guðvarðarson gefur vísna- smiðum holl ráð á Boðnarmiði: Flestir andann vilja virkja. Vert og skylt að keppa að því. En þeir sem kunna ekki að yrkja ættu bara að sleppa því. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af sjólagi, veðri og Guðmundi gikk Í klípu RÓBERT HAFÐI LOKSINS VERIÐ BÆNHEYRÐUR. HANN GAT STRIKAÐ ÞAÐ AF „LISTANUM“ SÍNUM. JÆJA ÞÁ, HVAÐ VILT ÞÚ?!! eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG MAN EKKI HVENÆR ÞÚ SETTIR HANDLEGGINN SÍÐAST UTAN UM MIG Í BÍÓ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vafin inn í gjafapappír! GRETTIR, ÉG ER Í MEGRUN! NEI VERÐUR ÞÚ AÐ BORÐA ÞETTA FYRIR FRAMAN MIG? EN ÞAÐ BÆTIR UPPLIFUNINA DOKTOR TÓKI, STUNDUM GET ÉG EKKI EINU SINNI HUGSAÐ UM MAT Í LANGAN TÍMA! HVENÆR ER ÞAÐ? ÉG MYNDI SEGJA OFTAST MILLI HÁTTATÍMA OG ÞEGAR ÉG VAKNA Á MORGNANA. Ó… TIL HAMINGJU Chuck Berry var einn af frum-kvöðlum rokksins og hefur Vík- verja alltaf þótt hann hafa nokkra sérstöðu í þeim hópi. Í lagi sínu Roll Over Beethoven söng Berry að hjarta sitt slægi í takti og sál sín syngi án afláts blús, því ætti Beetho- ven að snúa sér við í gröfinni og segja Tsjaíkovskí fréttirnar. Á þess- um tíma var ný unglingamenning að ryðja sér til rúms og hann talaði beint til táninganna, færði í orð og hljóð það sem þeir voru að hugsa. Sagt hefur verið að hann hafi vitað hvað krakkarnir vissu áður en þeir vissu það sjálfir. x x x Berry fór ótroðnar slóðir í gítar-leik og samdi frasa og takta, sem ekki höfðu heyrst áður. Hann lést um helgina níræður að aldri og var haft á orði að án hans hefðu Bítl- arnir, Rolling Stones, Bob Dylan og aðrir sem á eftir komu hljómað öðru vísi. Það þarf ekki annað en að spila Johnny B. Goode til að heyra hví- líkur snillingur þarna var á ferð. x x x Víkverji átti þess kost að sjáChuck Berry á sviði árið 1979 á jazzhátíð í München. Honum fannst nokkuð kyndugt að ákveðið hefði verið að láta þennan rokkara reka endahnútinn á hátíðina, en það reyndist vel til fundið. Berry lék á als oddi, sýndi allar sínar bestu hlið- ar og Víkverji sér hann enn fyrir sér á sviðinu þar sem hann hoppar á öðr- um fæti, rekur hinn fram fyrir sig út í loftið og slær gítarinn af krafti. x x x Berry tilkynnti þegar hann varðníræður 18. október í fyrra að væntanleg væri ný plata frá honum, tæpum 40 árum eftir að hann gaf síð- ast út hljóðversplötu. Hún ætti að heita Chuck, koma út í júní og á henni yrði að mestu nýtt efni. Það er til marks um áhrif Chucks Berrys að þegar ákveðið var að senda gullplötu með tónlist með geimfarinu Voyager var eitt laga hans þar á meðal, Joh- nny B. Goode. Það verður tónlistar- bylting einhvers staðar í óravíddum geimsins þegar sú plata finnst. vikverji@mbl.is Víkverji Það er andinn sem lífgar, maðurinn án hans megnar ekkert. Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. (Jóh. 6:63)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.