Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 31

Morgunblaðið - 22.03.2017, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 Enski rithöfundurinn Colin Dexter, höfundur bókanna um Morse lögreglufulltrúa sem marg- ir kannast einnig við úr sjónvarps- þáttum sem gerðir voru eftir bók- unum, er látinn, 86 ára að aldri. Bækurnar um Morse lögreglu- fulltrúa skrifaði Dexter á árunum 1975-99 og nutu þær mikilla vin- sælda. Enska sjónvarpsstöðin ITV framleiddi sjónvarpsþætti eftir bókunum og fór leikarinn John Thaw með hlutverk Morse. Þá komu persónur Dexters við sögu í þáttum sem voru afsprengi bóka hans, þáttunum Lewis og Endeavour. Dexter skrifaði sína fyrstu bók um Morse, Last Bus to Wood- stock, árið 1975 þegar hann var í fríi í Wales. Eftir að hafa skrifað síðustu bókina um Morse, The Re- morseful Day, gerðist hann latínu- og grískukennari og kenndi í 13 ár. Útgefandi Dexter, Maria Rejt hjá forlaginu Macmillan, segir að rithöfundurinn hafi átt hug og hjörtu samstarfsmanna sinna enda hafi hann verið hógvær og spaug- samur að eðlisfari. Þá hafi hann verið skarpgreindur og góðhjart- aður. Rithöfundurinn Colin Dexter látinn Dáður Rithöfundurinn Colin Dexter, skapari Morse lögreglufulltrúa. AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fjögur ár eru liðin frá síðustu sýn- ingum tilraunaleikhússins Lab Loka, en vorið 2013 frumsýndi leikhúsið sviðslistaverkið Hvörf úr smiðju leik- hópsins í samvinnu við Sjón og um haustið leikritið Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur. Síðastnefnda verkið vakti mikla athygli sem skýr- ist mögulega af framandi innihaldi og skemmtilegri sviðsetningu, en fyrr- nefnda sýningin er mun eftirminni- legri í huga rýnis þar sem tókst að miðla hryllingi og fáranleika Guðmundar- og Geirfinnsmálsins á magnaðan hátt. Í ljósi þess hve áhrifaríkar, vel leiknar og sjónrænt spennandi sýn- ingar Lab Loka hafa iðulega verið var það með allnokkurri eftirvænt- ingu sem rýnir lagði leið sína í Tjarn- arbíó sl. fimmtudag á svonefnt stefnumót við leikhópinn í tilefni af 25 ára starfsafmæli Lab Loka. Yfirskrift stefnumótsins eða gesta- boðsins var Endastöð – Upphaf og í viðtölum við leikhúslistamennina, samstarfsfélaga og vinina Rúnar Guðbrandsson og Árna Pétur Guð- jónsson í aðdraganda frumsýningar lýstu þeir stefnumótinu sem sviðs- listagjörningi þar sem fjallað væri um hina óverðskulduðu þrenningu, þ.e. upphafið, ástina og dauðann. Sem vinur Rúnars og Árna Péturs á Facebook hefur verið hægt að fylgjast með tilurð sýningarinnar allt frá því þeir héldu í vinnubúðir til Tenerife seint á síðasta ári og deildu myndum og upptökum af sér í leik og dansi, en myndefnið rataði í fram- haldinu bæði inn í sýninguna sjálfa og á Facebook-síðu sem nefnist Upp- haf – Endastöð. Þegar áhorfendur gengu í salinn á frumsýningarkvöldi stóð Árni Pétur við hljóðnemann og rifjaði á sænsku upp veru sína í Svíþjóð. Á stefnu- mótinu var leikið á a.m.k. sjö tungu- málum sem voru áhorfendum mis- skiljanleg og kallaðist sterkt á við yfirlýsingu undir lok klukkustundar- langrar sýningarinnar þess efnis að vinirnir hygðust kveðja tungumálið. Þannig hættu orðin að skipta máli. Þetta var undirstrikað þegar lærðri hugleiðingu Rúnars um kaþarsis var drekkt í tónlist síðar í sýningunni. Snemma kvölds var sjónum beint að upphafinu þegar mynd af tveimur nýfæddum börnum var varpað upp á risaskjá aftast á sviðinu, en andlitin umbreyttust smám saman í organdi andlit Rúnars og Árna Péturs. Líkt og börnin sem í sakleysi sínu koma nakin í heiminn sprönguðu vinirnir fáklæddir um bæði sviðið og í upp- teknu myndefni, sem Guðbrandur Loki Rúnarsson á heiðurinn af. Smám saman vék nektin fyrir Hreinsun og upprisa Ljósmynd/Pétur Geir Sakleysi „Líkt og börnin sem í sakleysi sínu koma nakin í heiminn spröng- uðu vinirnir fáklæddir um bæði sviðið og í uppteknu myndefni.“ klæðnaði og þá léku félagarnir sér með kynjahlutverkin og klæddust iðulega skrautlegum kjólum úr smiðju Filippíu I. Elísdóttur, sem skráð er fyrir bæði búningum og heildarútliti. Á höfuð þeirra rötuðu mittissíðar rauðar hárkollur sem ásamt með uppstillingum og aðstoð vindvélar vakti hugrenningartengsl við „Fæðingu Venusar“ eftir Botti- celli. Vísað var í fleiri listaverk manna á borð við Genet, Mann, Shakespeare og Bergman svo nokkr- ir séu nefndir auk þess sem biblían var augljóslega notuð til innblásturs. Rúnari og Árna Pétri til halds og trausts voru leikararnir Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Krist- jánsson sem dönsuðu þegar á þurfti að halda, duttu inn í lausbeislaðar leiksenur, stýrðu ljósum og lögðu lokahönd á veitingar kvöldsins sem gestum var boðið upp á að sviðs- listagjörningi loknum. Eins og ljóst má vera af framansögðu var Endastöð – Upphaf ekki hefðbundin leiksýning í neinum skilningi, heldur fremur hægt að lýsa viðburðinum sem mósaíkfrásögn þar sem úði og grúði af allskyns hugmyndum úr ýmsum áttum – og þar sem allt var opið til túlkunar. Samkvæmt forskrift Rúnars og Árna Péturs fékk dauðinn sinn skerf þegar leið á sýninguna. Upptaktur- inn að endalokunum var markaður reiði og sorg leikstjórans og listræns stjórnanda Lab Loka sem leiddi til óska hans um dauða. Leikvinur hans til margra ára aðstoðaði hann við að deyja táknrænum dauða í mynd- skeiði, sem kallaðist með skemmti- legum hætti á við upphafssenuna, svo leikstjórinn gæti risið dansandi upp að nýju í fallegum svörtum og gyllt- um pallíettukjól, sem allt í senn gat táknað brynju, fiskhreistur eða fugl- inn Fönix. Ástin í sýningunni birtist í eftirvæntingu afa eftir barnabarni sínu, en þó fyrst og fremst í djúpri og fallegri vináttu félaganna tveggja. Fyrr í sýningunni höfðu félag- arnir, í hljóðupptöku, rifjað upp þeg- ar þeir á táningsaldri snemma á átt- unda áratug síðustu aldar sáu Í húsi föður míns hjá Odin-leikhúsinu í Danmörku og ræddu í framhaldinu vináttu sína og samstarf sem á tím- um var markað óhóflegri drykkju. Í sama kafla lýstu þeir aðdáun sinni á því sjónarmiði að áhorfendur mættu eiga sig. Sú afstaða sveif óneitanlega yfir vötnum í Tjarnarbíói sl. fimmtu- dag, enda virtist gjörningurinn fyrst og síðast ætluður til heilunar og úr- vinnslu fyrir þátttakendur á sviðinu. » Í ljósi þess hve áhrifaríkar, vel leiknar og sjón-rænt spennandi sýningar Lab Loka hafa iðulega verið var það með allnokkurri eftirvæntingu sem rýnir lagði leið sína í Tjarnarbíó sl. fimmtudag. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Fim 18/5 kl. 20:00 aukas. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Fös 19/5 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Lau 20/5 kl. 20:00 aukas. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Sun 21/5 kl. 20:00 aukas. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Fim 1/6 kl. 20:00 aukas. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fös 2/6 kl. 20:00 aukas. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Lau 3/6 kl. 20:00 aukas. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Mið 7/6 kl. 20:00 aukas. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 aukas. Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Frjálst sætaval - Salurinn opnar klukkan 18:30 Úti að aka (Stóra svið) Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Mið 24/5 kl. 20:00 Þri 11/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 Mið 19/4 kl. 20:00 Lau 13/5 kl. 13:00 Fös 26/5 kl. 20:00 Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 Lau 27/5 kl. 20:00 Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 13:00 Sun 28/5 kl. 20:00 Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Lau 1/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar Hún Pabbi (Litla svið ) Lau 8/4 kl. 20:00 aukas. Mið 19/4 kl. 20:00 aukas. Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Síðustu sýningar! Fórn (Allt húsið) Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið - Aðeins þessar fimm sýningar. Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 11:30 Fös 24/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 13:00 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 23/4 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Sun 30/4 kl. 13:00 Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 30/4 kl. 16:00 Lau 1/4 kl. 16:00 Sun 23/4 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 5/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 9.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 28/4 kl. 19:30 Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 25/3 kl. 20:00 Varmahlíð Sun 23/4 kl. 19:30 Lau 1/4 kl. 19:30 Sun 30/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 23/3 kl. 20:30 Lau 25/3 kl. 20:00 Fös 31/3 kl. 20:30 Fös 24/3 kl. 20:30 Lau 25/3 kl. 22:30 Fös 31/3 kl. 23:00 Fös 24/3 kl. 23:00 Fim 30/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 22/3 kl. 20:00 Fim 6/4 kl. 20:00 Festival Mið 12/4 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Fös 7/4 kl. 19:00 Festival Mið 19/4 kl. 20:00 Mið 5/4 kl. 20:00 Festival Lau 8/4 kl. 19:00 Festival Mið 26/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Álfahöllin (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 19:30 Frums Fös 28/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 5/5 kl. 19:30 Mið 19/4 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/5 kl. 19:30 7.sýn Ný sýning eftir Þorleif Örn Arnarsson! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.