Morgunblaðið - 22.03.2017, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Efnisskráin samanstendur að
mestu af frumsaminni tónlist ásamt
vel völdum lögum nokkurra djass-
meistara samtímans,“ segir saxó-
fónleikarinn Ólafur Jónsson sem
ásamt kvartetti sínum leikur á tón-
leikum Jazzklúbbsins Múlans á
Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld
kl. 21. „Flest laganna samdi ég á
síðustu tveimur árum, en síðan
slæðast eldri lög með í bland. Meðal
annars tvö lög sem eru ríflega tutt-
ugu ára gömul,“ segir Ólafur og
tekur fram að lögin séu af ýmsum
toga. „Þetta er frekar aðgengileg
djasstónlist í hefðbundnum stíl, allt
frá sving til ballaðna með viðkomu í
latíntónlist.“
Kvartett Ólafs Jónssonar skipa
auk Ólafs Eyþór Gunnarsson á pí-
anó, Þorgrímur Jónsson á bassa og
trommuleikarinn Scott McLemore.
„Við Þorgrímur og Scott höfum
leikið saman undir merkjum Jóns-
son & More, en nú bætist Eyþór í
hópinn. Við þekkjumst vel í brans-
anum, enda leikið saman í ýmsum
myndum með ólíkum hópum,“ segir
Ólafur sem komið hefur víða við og
tekið þátt í fjölmörgum tónleikum
og uppákomum síðustu tvo áratug-
ina eða svo ásamt því að vera með-
limur í Stórsveit Reykjavíkur.
„Við lékum hluta laganna á tón-
leikum í fyrra, en mikilvægt er að
prófa efnið á tónleikum áður en far-
ið er í upptökur,“ segir Ólafur, en
kvartettinn heldur í hljóðver í lok
apríl til að taka upp fyrstu sóló-
plötu Ólafs. „Platan er væntanleg í
ágúst, en í þeim sama mánuði fagna
ég fimmtugsafmæli mínu.“
Þess má að lokum geta að miðar
fást í miðasölu Hörpu og á vefsíð-
unum harpa.is og tix.is.
Kvartett Félagarnir Eyþór Gunnarsson, Þorgrímur Jónsson, Ólafur Jóns-
son og Scott McLemore leika á Múlanum í kvöld og eru á leið í hljóðver.
Prófa efnið fyrir
upptökur í apríl
Kvartett Ólafs Jónssonar á Múlanum
Listasafnið á Akureyri auglýsti í
janúar eftir umsóknum um þátt-
töku í Sumarsýningu safnsins sem
stendur yfir dagana 10. júní – 27.
ágúst og bárust umsóknir frá 47
listamönnum og yfir 100 verk, en
forsenda umsóknar var að lista-
menn byggju og/eða störfuðu á
Norðurlandi eða hefðu tengingu við
svæðið. Dómnefnd valdi verk eftir
21 listamann og listamennirnir sem
taka þátt í sýningunni eru Aðal-
steinn Þórsson, Arnar Ómarsson,
Auður Lóa Guðnadóttir, Auður Óm-
arsdóttir, Árni Jónsson, Bergþór
Morthens, Björg Eiríksdóttir, Bryn-
hildur Kristinsdóttir, Erwin van
der Werve, Helga Björg Jónasar-
dóttir, Hertha Richardt Úlfars-
dóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir,
Jónborg Sigurðardóttir, Jónína
Björg Helgadóttir, Karl Guðmunds-
son, Magnús Helgason, Rebekka
Kühnis, Sara Björg Bjarnadóttir,
Sigríður Huld Ingvarsdóttir, Snorri
Ásmundsson og Svava Þórdís Bald-
vinsdóttir Júlíusson. Ketilhúsið
mun hýsa sýninguna sökum fram-
kvæmda í aðalsýningarými Lista-
safnsins.
Skjóldalur Verk eftir Rebekku Kühnis.
21 listamaður valinn á sumarsýningu
Útvarpsþáttur um vinnu myndlist-
arkonunnar Huldu Rósar Guðna-
dóttur við Reykjavíkurhöfn hlaut á
dögunum gullverðlaun fyrir besta
ferðaþáttinn í þýsku útvarpi árið
2016. Höfundur þáttarsins er blaða-
konan Wibeke Kueneke.
Á árunum 2010 til 2016 fylgdist
Hulda grannt með þróun við
Reykjavíkurhöfn í myndlistarrann-
sóknarverkefni sínu Keep Frozen
og urðu mörg verk til út frá þeirri
vinnu, m.a. ljóðræna heimildar-
myndin Keep Frozen þar sem fylgst
var með löndun á fiski og körlunum
sem starfa við hana.
Kueneke heimsótti Reykjavík í
tvígang og fylgdi Huldu um hafnar-
svæðið, tileinkaði sér þekkingu
hennar og sýn á gang mála og
kynnti sér gagnrýnispunkta sem
Hulda hafði viðað að sér á undan-
förnum árum, eins og segir í til-
kynningu. Útkoman varð útvarps-
þáttur sem útvarpað var af þýska
ríkisútvarpinu í desember í fyrra
og hlaut hann Gull-Kólumbusinn
fyrir besta ferðaþátt í Þýskalandi
árið 2016, sem fyrr segir.
Listakonan Hulda Rós Guðnadóttir.
Þáttur um Huldu
hlaut gullverðlaun
Ævintýrið um prins í álögum sem verður ekki
aflétt nema stúlka verði ástfangin af honum
áður en rós sem geymd er í höll hans deyr.
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Metacritic 66/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.10, 18.00, 20.00,
20.50, 22.20, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20, 18.00, 20.00, 21.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.10, 18.00, 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 17.10, 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40
Beauty and the Beast
Get Out 16
Allison vill kynna Chris fyrir foreldrum sínum, en Chris hefur
nokkrar áhyggjur, hann er hræddur um að foreldrar hennar
taki sér ekki vel þar sem þau
eru hvort af sínum kynþætt-
inum.
Metacritic 83/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Smárabíó 17.50, 20.10, 22.30
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Logan 16
Wolverine er búinn að eldast, heilsu hans hefur hrakað, hann
býr við stöðuga verki, og á við drykkjuvandamál að stríða.
Logan er að niðurlotum kominn en þarf að hugsa um hinn
heilsulitla Prófessor X þar sem þeir fela sig nærri landamær-
um Mexíkó.
Metacritic 75/100
IMDb 9,0/10
Laugarásbíó 17.15, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45
Smárabíó 17.10, 19.50, 22.10,
22.45
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.40
Kong: Skull Island 12
Könnunarleiðangur á hina
dularfullu Hauskúpueyju
snýst fljótlega upp í baráttu
upp á líf og dauða.
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.10, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 17.30,
21.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Smárabíó 16.50, 19.30,
20.00, 22.40
A Dog’s Purpose 12
Metacritic 43/100
IMDb 4,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
La La Land Þau Mia og Sebastian eru
komin til Los Angeles til að
láta drauma sína rætast.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,5/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Fist Fight 12
Þegar kennari kemur því til
leiðar að samkennari hans er
rekinn, þá er skorað á hann í
slag eftir skóla.
Metacritic 37/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.50,
20.00, 22.10
Hidden Figures Saga kvennana sem á bak
við eitt af mikilvægustu af-
rekum mannkynssögunnar.
Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Smárabíó 17.00, 19.50
Háskólabíó 18.10, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.30
Manchester by the
Sea 12
Lee er skyldaður til að snúa
heim og hugsa um yngri
frænda sinn.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 96/100
IMDb 8,1/10
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 17.30
Bíó Paradís 17.15
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga sem
fjallar um sterka vináttu
tveggja drengja.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Smárabíó 17.00
Háskólabíó 18.00, 21.10
T2: Trainspotting 12
Tuttugu ár eru liðin síðan
Renton kom á heimaslóð-
irnar.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,9/10
Smárabíó 22.40
Split 16
Kevin er klofinn persónuleiki
og með 23 persónuleika.
Metacritic 62/100
IMDb 7,5/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
John Wick:
Chapter 2 16
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 20.00
Rock Dog Útvarp dettur af himnum of-
an og beint í hendurnar á
tíbetskum Mastiff risahundi.
Metacritic 49/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
Sambíóin Akureyri 18.00
The Lego Batman
Movie Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,9/10
Laugarásbíó 17.40
Sambíóin Álfabakka 17.40
Stóra stökkið IMDb 6,9/10
Munaðarlaus stúlka leggur á
ráðin um að strjúka frá mun-
aðarleysingjahælinu.
Laugarásbíó 18.00
Smárabíó 15.45
Toni Erdmann
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 94/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 18.00
Moonlight
Myndin segir uppvaxtarsögu
svarts, samkynhneigðs
manns á Florida.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 99/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 20.00
The Other Side of
Hope
Metacritic 89/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 18.00
Certain Women
Myndin fjallar um þrjár kon-
ur í smábæ og er byggð á
smásagnasafni Maile Meloy.
Metacritic 81/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.00
Frantz
Metacritic 67/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.30
Paterson
Myndin fjallar um strætóbíl-
stjóra sem fer eftir ákveðinni
rútínu á hverjum degi en
styttir sér stundir með því
að semja ljóð.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 22.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna