Morgunblaðið - 22.03.2017, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Ágústa Eva fékk skilaboð að utan
2. Matarfélag Svavars og Þóru …
3. Óvænt félagaskipti Schweinste …
4. Tala saman á ensku í skólanum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fimm íslenskir og sex skoskir
hönnuðir koma í fyrsta sinn saman í
nýrri og tilraunakenndri sýningu sem
verður opnuð í Galleríi Gróttu á Sel-
tjarnarnesi í dag kl. 17. Sýningin ber
yfirskriftina Shift og er á dagskrá
HönnunarMars. Hönnuðirnir vinna
verk sín í leir, tré, eðalmálma og text-
íl en meginþema verkanna liggur í
breyttri áherslu, stefnu eða fókus.
Ellefu hönnuðir á
sýningunni Shift
Kvennakór Garðabæjar, undir
stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur, og
Kammerkór Hafnarfjarðar, undir
stjórn Helga Bragasonar, halda sam-
eiginlega tónleika í kvöld kl. 20 í Guð-
ríðarkirkju. Sólveig
Anna Jónsdóttir
leikur með á pí-
anó. Boðið verður
upp á fjölbreytta
dagskrá með ís-
lenskri og er-
lendri kóra-
tónlist.
Kvenna- og kammer-
kór syngja saman
Aðrir tónleikar í
röðinni Söngva-
skáld FTT verða
haldnir í Græna
herberginu við
Lækjargötu í kvöld
kl. 21. Á þeim
koma fram Snorri
Helgason, Ragn-
heiður Gröndal,
Svavar Knútur og
Rósa Guðrún og spila nýtt og gamalt
efni í bland. Öll eru þau meðlimir í Fé-
lagi tónskálda og textahöfunda, FTT.
Söngvaskáld FTT í
Græna herberginu
Á fimmtudag Gengur í sunnan 13-20 m/s, fyrst vestan til. Snjó-
koma eða slydda í fyrstu, síðan talsverð rigning og hlýnar.
Á föstudag Suðvestan 15-23 m/s og él, en hægari og þurrt austan
til á landinu. Hiti 0 til 4 stig, en svalara til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir og birtir til upp úr hádegi, fyrst vest-
ast. Hiti um frostmark sunnan og suðvestan til.
VEÐUR
Níunda árið í röð eru KR-
ingar komnir í undanúrslit úr-
valsdeildar karla í körfubolta,
og níunda árið í röð töpuðu
þeir ekki leik í 8 liða úrslit-
unum. Meistararnir unnu Þór
Akureyri í þriðja sinn í gær-
kvöld og í þeim eina leik þar
sem spennan hélst fram á
lokamínútu. Ef aðeins er
horft til 8 liða úrslita hefur
KR nú unnið 22 leiki í röð,
síðan liðið féll út gegn ÍR
árið 2008. »2-3
Enn fer KR ósigrað
í undanúrslitin
„Persónulega finnst mér þetta mjög
skrýtið. Ég verð að viðurkenna það.
Maður sá það ekki alveg fyrir sér þeg-
ar maður var að
byrja í þessu fyrir
nokkrum árum að
maður yrði einhvern
tímann leikja-
hæstur. En
þetta er frá-
bært og ég
er mjög
stoltur af
þessu,“
segir
Birkir Már
Sævars-
son sem
er leikja-
hæstur í
íslenska landsliðinu
sem mætir Kósóvó á
föstudaginn. » 1
Verð að viðurkenna að
mér finnst þetta skrýtið
Esja er komin í 1:0 í úrslitaeinvíginu
um Íslandsmeistaratitilinn í ís-
hokkíi karla eftir 4:3 sigur á
Skautafélagi Akureyrar í fram-
lengdum leik í Skautahöll Reykja-
víkur í gærkvöldi. Esjumenn voru
með þriggja marka forskot fyrir síð-
asta leikhlutann en Akureyringar
jöfnuðu metin af harðfylgi og
knúðu fram framlengingu. »4
Esja með undirtökin
eftir framlengdan leik
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þegar Guðrún Eyjólfsdóttir fermdist átti hún sér
þann draum æðstan að verða leikkona eins og
Rita Hayworth, sem var helsta átrúnaðargoð
hennar á þeim tíma. Nær 80 árum síðar rættist
draumurinn.
Í nýútgefnu árshátíðarmyndbandi hjúkrunar-
nema leikur Guðrún, eða Dúna eins og hún er
gjarnan kölluð, nemanda sem er enn að bíða eftir
einkunnunum, 70 árum eftir að prófum lauk, og
segist ekki hafa þolinmæði til þess að bíða lengur.
„Ég hef ekki séð myndbandið en tókst þetta ekki
ágætlega?“ spyr hún og segir að tilviljun hafi ráð-
ið þátttöku hennar. Hún sé í „ellimannakórnum“ á
Grund og með henni sé meðal annars afi stúlku
nokkurrar í hjúkrunarnámi. Móðir stúlkunnar sé
læknir og hún komi stundum og syngi með þeim.
„Við tölum auðvitað saman öllum stundum og eitt
kvöldið bankaði stúlkan hjá mér og spurði hvort
ég vildi gera henni greiða, að segja nokkur orð í
mynd sem nemarnir væru að gera. Ég sagðist
ekki vilja láta hafa mig að fífli en hún sagði það af
og frá og sagði mér hvað ég ætti að gera og segja.
Það fór allt í vitleysu svo ég sagði að ég myndi
bara tala út frá mínu brjósti og þá gekk allt eins
og í sögu.“ Hún leggur áherslu á að hún hafi alltaf
látið allt flakka og átt auðvelt með að tala. „Ég
geng stöðugt fram af börnunum mínum, en það
eina sem gengur á öllum núna er höfuðið, hitt er
orðið fúaspýta.“
Dúna hefur alla tíð átt heima í Vesturbænum,
ólst upp með níu systkinum hjá efnalitlum for-
eldrum sínum í lítilli íbúð á Fálkagötu og síðar á
Smyrilsvegi. Eiginmaður hennar var Þórólfur
Meyvantsson, sem var sjómaður lengst af og lést
fyrir nær fjórum árum, en þau eignuðust fimm
börn. Hún sinnti lengi verslunarstörfum en þátt-
takan í myndbandinu var frumraun hennar á hvíta
tjaldinu.
Kaflaskipti við fermingu
Þegar Dúna fermdist fékk hún hælaháa skó og
saumuð var á hana kápa, en hún fékk kvenveski í
fermingargjöf. Hún segir að það hafi kostað 18
krónur og þar sem hún væri fermd og þar með
orðin dama vildi hún líka eignast regnhlíf og vera
eins og Rita Hayworth. Á þessum árum var hún
vinnukona og annaðist 85 ára gamla, fatlaða konu
á Grandavegi. Fékk 35 kr. fyrir á mánuði. Hún
segist hafa spurt móður sína hvort hún mætti
kaupa regnhlíf þegar hún fengi næst útborgað.
„„Hvað kostar hún, Dúna mín?“ spurði mamma.
„33 krónur,“ svaraði ég. „Ekki held ég að þú sért
almennileg, stúlka,“ sagði mamma þá og saup
hveljur. En ég lét mér ekki segjast, fór í bæinn,
keypti regnhlífina og kom heim með tvær krónur,
en þá skilaði maður alltaf laununum sínum heim. Í
kjölfarið bað ég guð í heila viku um rigningu svo
ég kæmist á rúntinn í Austurstræti í fermingar-
kápunni, sem frænka mín saumaði, og hælaháu
skónum með veskið og regnhlífina svo strákarnir í
bílunum gætu séð mig. Þegar rigningin loks kom
fórum við Dídí, vinkona mín, í bæinn. Við ösluðum
á hælaháu skónum yfir alla Melana, þar sem ekk-
ert var nema pollar og drulla, og þegar við geng-
um fyrir hornið á Reykjavíkurapóteki, tók rokið
regnhlífina og ég stóð eftir með skaftið. Ég bað
guð að hjálpa mér, hélt að ég þyrfti að flytja að
heiman, en þegar ég kom aftur heim með leifarnar
af regnhlífinni undir fermingarkápunni bar ég
mig aumlega við Halla bróður og hann brást vel
við, lofaði að bæta mér skaðann svo ég gæti áfram
borgað með mér heim. Hann gerði það og þá fór
ég beint niður í bæ og keypti aðra regnhlíf. Svona
var ég óhlýðin og svo er verið að álasa ungling-
unum í dag!“
Dúna áréttar að þegar hún var fermd og þar
með orðin dama hafi aðeins eitt komist að. „Ég
ætlaði mér að verða leikkona eins og Rita Hay-
worth. En það fór alveg út um þúfur, þar til allt í
einu núna að dyrnar hafa opnast. Þetta er kannski
byrjunin á einhverju nýju? Ég vil hafa líf og fjör í
kringum mig, jafnt hér á æskulýðsheimili Vestur-
bæjar sem annars staðar, og hver veit hvað gerist
í framtíðinni.“
Keypti regnhlíf fyrir launin
Morgunblaðið/RAX
Regnhlíf með sál „Ég væri ekki til ef mamma hefði ekki keypt þessa regnhlíf,“ segir Gunnar Þórólfs-
son um nær 80 ára gamla regnhlíf móður sinnar, sem Dúna heldur á og hefur passað vel upp á alla tíð.
Guðrún Eyjólfsdóttir, köll-
uð Dúna, vildi verða leikkona
eins og Rita Hayworth