Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 6 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 5 . d e s e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Höfnum ekki fornleifa- fræðilegum niðurstöðum, skrifar Helgi Þorláksson, Varðmaður Víkurgarðs. 10 GJAFA KORT BORGAR LEIKHÚSSINS GJÖF SEM LIFNAR VIÐ 568 8000 • BORGARLEIKHUS.IS Glæsilegar jólagjafir michelsen.is 150 GB fylgja öllum farsímum til jóla stJórnMál „Þetta gengur út á að fólk sem býr og vinnur á svokölluðum aðgerðasvæðum og er með námslán gæti sótt um afslátt af námslánum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, nýr mennta- málaráðherra. Hún hyggst kanna kosti þess að nýta námslánakerfið til að hvetja fólk til að setjast að í dreifðum byggðum, í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Lilja vísar til reynslu Norðmanna af þessari leið þar sem fólk getur fengið tíu prósenta lækkun á náms- lánum árlega hafi það búið á til- greindum svæðum í tólf mánuði. „Þar hefur þessu úrræði verið beint inn á svæði þar sem skortur hefur verið á sérfræðimenntuðu fólki,“ segir Lilja. Úrræðið hafi skilað tölu- verðum árangri í Norður-Noregi og laðað til dæmis lækna og tækni- menntað fólk á strjálbýl svæði. „Í mörgum tilvikum hefur þetta fólk ílengst á svæðinu eftir að náms- lán þess eru greidd að fullu.“ Aðspurð um þau svæði sem myndu njóta þessa úrræðis segir Lilja að það gæti verið breytilegt en um yrði að ræða svæði þar sem erfitt reynist að halda uppi tiltekinni þjónustu vegna skorts á sérfræðimenntuðu fólki. Eins og fram kemur í stjórnarsátt- málanum kemur til greina að fleiri hvatar til landsbyggðarbúsetu verði kynntir. Reynslan í Noregi hefur sýnt að þetta úrræði dugar ekki eitt og sér til að halda fólki í strjálbýlinu. Ráðast þurfi í aðrar aðgerðir samhliða. Lilja segir ekki liggja fyrir hvenær frekari tíðinda sé að vænta af þessu úrræði en þetta verði unnið í tengsl- um við heildarendurskoðun náms- lánakerfisins. „Liður í þeirri endurskoðun þarf að vera hvernig hvata við getum sett til að efla þekkingarsamfélagið úti á landi. En auðvitað snýst þetta fyrst og síðast um innviðauppbyggingu um landið og þá þjónustu sem er í boði,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. – aá Afslátt af námslánum til að efla byggðir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hyggst beita námslánakerfinu til að efla búsetu í brothættum byggðum. Byggt á reynslu Norð- manna sem afskrifa lán sérfræðinga um 10 prósent á ári í þágu brothættra byggða. Liður í uppbyggingu innviða um landið, segir Lilja. verslun Costco tekur þátt í jóla- bókaflóðinu og virðist ætla að veðja á valda metsöluhöfunda fremur en úrval. Allt að 52 prósenta verðmunur er á bókum milli verslana. Verðið er í algjörum sérflokki í Bónus sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Benedikt Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, segir það slæma þróun að mat- vöruverslanir séu með svo sterka stöðu í jólabókaflóðinu. – smj / sjá síður  8 og 9 Bónus aftur með ódýrustu jólabækurnar Gagnvirk ljósainnsetning á vegum Íslandsdeildar og ungliðahreyfingar Amnesty International við Hallgrímskirkju hélt áfram í gær. Innsetningin er liður í herferð samtakanna Bréf til bjargar lífi sem snýst um að safna undirskriftum til að skora á stjórnvöld tíu ríkja, meðal annars Hondúras og Kína, að virða mannréttindi einstaklinga sem brotið er á. Fréttablaðið/Vilhelm sport Tiger Woods minnti golfheiminn á að hann er ekki búinn að vera. 12 Menning SOL dregur áhorf- endur inn í tölvuveruleikann. 18 lÍFið Bolli Ófeigsson er ósáttur við ákvörðun um að loka fyrir umferð bíla víða í miðbænum frá 14. til 23. desember. 26 plús 2 sérblöð l Fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 benedikt Kristjánsson, Félag íslenskra bókaútgefenda 0 5 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 6 6 -D A D C 1 E 6 6 -D 9 A 0 1 E 6 6 -D 8 6 4 1 E 6 6 -D 7 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.