Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 9
á 6.999 krónur. Sömuleiðis munar ríf-
lega 48 prósentum á barnabókinni
Amma best eftir Gunnar Helgason.
Hún kostar 3.298 krónur í Bónus en
4.899 krónur í Hagkaup.
En hvað skýrir þennan mikla
mun milli verslana? Það er ekki nýtt
að Bónus bjóði lægsta verðið. Þátt-
taka Bónuss í jólabókaflóðinu hefur
löngum verið hefðbundnum bók-
sölum þyrnir í augum. Benedikt Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bókaútgefenda, segir að
útgefendur ráði ekki útsöluverði.
„Bóksalarnir mega gefa þetta eða
selja undir innkaupsverði ef þeir vilja.“
Benedikt segist þeirrar persónulegu
skoðunar að þróunin sé ekki góð. Hún
fækki heilsársbóksölum.
„Við þessu er lítið að segja og þetta
eykur vafalaust söluna á þessum met-
söluhöfundum. En Bónus er aðeins
með brot af þeim bókum sem koma
út í ár, Costco enn þá minna og þetta
bitnar á bóksölum sem þó eru að
reyna að selja allar tegundir bóka allt
árið, bæði það sem selst lítið og meira.“
Benedikt kveðst ekki vita betur en
að Bónus sé með álagningu á bæk-
urnar líkt og aðrir, þótt hún kunni að
vera lág.
„Hugsanlega eru útgefendur að gefa
þeim meiri afslátt en öðrum í krafti
stærðar. En fólk þarf að hafa í huga
að þetta eru ekki innkaup sem slík.
Verslanir og bókabúðir kaupa það sem
þeir selja og skila svo óseldum bókum.
Þannig er það því miður orðið. Bónus
er til dæmis aðeins með bækur í kring-
um jólin, fyrir utan kannski einn stand
með smábarnabókum. Þeir koma inn
í jólabókaflóðið og skila svo afgang-
inum um áramótin. Þeir ætla ekki að
lifa á þessu, mín tilfinning er að þetta
sé aðdráttarafl fyrir verslunina.“
Könnunin var gerð í gær í Bónus
Kauptúni, Costco, Hagkaup í Kringl-
unni, Pennanum-Eymundsson Kringl-
unni og á vef A4. Valdar voru skáld-
sögur eftir þekkta íslenska höfunda,
lífsstílsbók Sólrúnar Diego sem slegið
hefur í gegn og síðan fjórar barna-
bækur, þar af ein þýdd, eftir breska
metsöluhöfundinn David Walliams.
Á þessum árstíma geta verið miklar
sveiflur í verðlagningu verslana á
bókum. Dæmi eru um marga titla
sem hafa lækkað um hundruð króna
síðan fyrir helgi. Ekki er útilokað að
verð lækki frekar. mikael@frettabladid.is
✿ Verðkönnun á bókum þann 4. desember
Bónus Costco Hagkaup Penninn/Eymundsson A4
Mesti
munur %
Myrkrið veit Arnaldur Indriðason
4.469 kr. 5.199 kr. 5.299 kr. 4.999 kr. 4.989 kr. 18,5%
Gatið Yrsa Sigurðardóttir
4.495 kr. 4.799 kr. 4.899 kr. 4.999 kr. 4.989 kr. 11,2%
Skuggarnir Stefán Máni
4.495 kr. 4.799 kr. 4.599 kr. 5.599 kr. 5.589 kr. 24,5%
Saga Ástu Jón Kalman Stefánsson
4.498 kr. EKKI TIL 4.999 kr. 4.499 kr. EKKI TIL 11,0%
Heima Sólrún Diego
4.595 kr. EKKI TIL 5.199 kr. 5.299 kr. 5.289 kr. 15,3%
Passamyndir Einar Már Guðmundsson
4.495 kr. EKKI TIL 5.299 kr. 5.599 kr. EKKI TIL 24,5%
Sakramentið Ólafur Jóhann Ólafsson
4.495 kr. 5.999 kr. 4.999 kr. 4.999 kr. 4.989 kr. 33,4%
Örninn og fálkinn Valur Gunnarsson
4.598 kr. EKKI TIL 6.999 kr. 6.305 kr. 6.299 kr. 52,0%
Þúsund kossar Jón Gnarr
4.495 kr. EKKI TIL 5.299 kr. 5.599 kr. 5.589 kr. 24,5%
Amma best Gunnar Helgason
3.298 kr. EKKI TIL 4.899 kr. 3.999 kr. 3.989 kr. 48,5%
Jól með Láru Birgitta Haukdal
EKKI TIL EKKI TIL 1.799 kr. 1.621 kr. 1.599 kr. 12,5%
Þitt eigið ævintýri Ævar Þór Benediktsson
3.198 kr. EKKI TIL 3.999 kr. 3.999 kr. 3.989 kr. 25,0%
Flóttinn hans afa David Walliams
2.998 kr. EKKI TIL 3.199 kr. 2.999 kr. EKKI TIL 6,7%
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Sendibíll ársins 2017.
Nýr Crafter.
Við látum framtíðina rætast.
Alþjóðlegur sendibíll ársins 2017.
Nýr Volkswagen Crafter er hannaður með þarfir
iðnaðarmanna að leiðarljósi. Fyrsti sendibíllinn
með 8 þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur.
Crafter er betri en nokkurn tímann áður en
hægt að velja um fjölda útfærslna á hleðslurými,
farþegarými og aðstoðarkerfi.
Sendibíll verð frá 5.970.000 kr. m/vsk
Pallbíll verð frá 5.610.000 kr. m/vsk
Þó svo að efnistök séu miðuð að
fjallaskíðafólki þá gagnast fyrir lesturinn
öllum sem ferðast um fjalllendi.
Í lok fyrir lestrar ins verður sagt frá
Fjalla- og Gönguskíðagengjum
Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.
Fyrirlesari er Leifur Örn Svavarsson.
Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn
Snjóflóðafyrirlestur
Fimmtudaginn 7 desember kl 20:00
Íslensku Ölpunum, Ármúla 40
SAMFÉLAG Haldið var upp á 100 ára
afmæli Laugabúðar á Eyrarbakka
í gær því það var 4. desember 1917
sem Guðlaugur Pálsson kaupmaður
hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka.
Guðlaugur rak verslunina í 76 ár
eða fram í desember 1993, þegar
hann lést tæplega 98 ára að aldri.
Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs
var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni,
sóknarprestur Eyrbekkinga og
Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina
litla vasabók á 22 aura.
Í dag er rekin ferðamannaverslun
yfir sumarið í Laugabúð. Þar ræður
Magnús Karel Hannesson og bregður
sér í kaupmannssloppinn. Í tilefni
afmælisins opnaði Magnús Karel
Laugabúð í gær og rakti sögu versl-
unarinnar í máli og myndum. – mhh
Aldarafmæli Laugabúðar fagnað
Magnús Karel
Hannesson
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ðF É F É 9Þ r i ð J U D A G U r 5 . D e S e M B e r 2 0 1 7
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
6
6
-F
3
8
C
1
E
6
6
-F
2
5
0
1
E
6
6
-F
1
1
4
1
E
6
6
-E
F
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K