Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 2
Veður
Norðaustankaldi og léttskýjað
sunnanlands í dag en él um landið
norðanvert og einnig suðvestan til
seint um kvöldið. Vægt frost en tals-
vert inn til landsins. sjá síðu 16
Lesið af kappi
Stúdentar landsins nýta nú hverja stund í að renna yfir námsefni annarinnar sem er að klárast í von um að standa sig sem best í lokaprófunum. Háskóla-
torg Háskóla Íslands var smekkfullt þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti á svæðið og þá voru nemendur niðursokknir í námsefnið. Fréttablaðið/Ernir
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
21. desember í 11 nætur
um jólin
FUERTEVENTURA
Síðustu
sætin!
Stökktu
Frá kr.
159.995
m/allt innifalið
Frá kr.
187.295
m/allt innifalið
Frá kr.
159.445
m/allt innifalið
DANMÖRK Foreldrar danskrar
stúlku greiddu danska fyrirtækinu
EF Education First nær 15 þúsund
danskar krónur, eða um 240 þúsund
íslenskar krónur, fyrir 10 daga dvöl í
málaskóla í München í Þýskalandi.
Peningarnir fóru til fyrirtækis í
Sviss sem ber nafnið EF Interna-
tional Language Schools Ltd. Starfs-
maður fyrirtækjaskrár í kantónunni
Luzern, þar sem fyrirtækið er skráð,
segir ekki vitað hver eigandinn er.
Í Paradísarskjölunum, sem lekið
var til Süddeutsche Zeitung, kemur
hins vegar fram að greiðslur foreldra
dönsku stúlkunnar og þúsunda ann-
arra um allan heim enda í skatta-
skjólum og tryggja manninum á bak
við ferðir til málaskólanna, Svíanum
Bertil Hult, lúxuslíf. Hann á einka-
þotu, lúxussnekkju og umgengst
þotulið og kóngafólk.
Hult ver svo miklu fé til að styrkja
bönd sín við sænsku konungsfjöl-
skylduna að ákæruvaldið rann-
sakaði fyrir nokkrum árum hvort
um mútugreiðslur væri að ræða. – ibs
Lúxuslíf fyrir
málaskólafé
Konungur fékk gjafir frá Svía í Para-
dísarskjölunum. nOrDiCPHOtOS/GEttY
Bertel Hult varði svo
miklu fé til að styrkja bönd
sín við sænsku konungsfjöl-
skylduna að lögreglan
rannsakaði hvort um mútu-
greiðslur væri að ræða.
lÖgRegluMál Karlmaður sem
grunaður er um að hafa stungið
tvo albanska karlmenn með hnífi á
Austurvelli á sunnudagsmorgun var
ekki yfirheyrður í gær.
Annar mannanna sem særðist er
enn í lífshættu og er þungt haldinn
að sögn lögreglu en hinn hefur verið
útskrifaður. Báðir hlutu nokkrar
stungur.
Meðal gagna sem lögregla skoðar
eru myndbandsupptökur af Austur-
velli.
Lögregla segist ekki hafa upp-
lýsingar um að hinn grunaði og
mennirnir tveir hafi þekkst en stað-
festir að þeir hafi átt í stuttum sam-
skiptum fyrir árásina.
Hinn grunaði var handtekinn í
Garðabæ skömmu eftir árásina og
er í gæsluvarðhaldi. Lögregla kveður
manninn ekki eiga afbrotasögu að
baki. – jkj
Albaninn enn
þungt haldinn
s K i p u l A g s M á l
Bæjarstjóra hefur
verið falið að gæta
hagsmuna Garða-
bæjar í máli sem
íbúi við Túnfit í
Garðabæ hefur kært
til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auð-
lindamála.
Kæ ra n s ný r a ð
ákvörðun bæjarráðs
um að veita framkvæmdaleyfi fyrir
ljósabúnaði fyrir gervigrasvöll
Stjörnunnar í bæjargarði í Garðabæ.
Í kærunni segir að framkvæmdin
sé hvorki í samræmi við gildandi
aðal- né deiliskipulag fyrir svæðið.
Því sé um brot á skipulagslögum og
stjórnsýslulögum að ræða.
„Þá uppfylli framkvæmdaleyfið
ekki kröfur skipulagslaga um að öll
hönnunargögn verði að liggja fyrir
þegar framkvæmdaleyfi er gefið út,“
segir enn fremur.
Vinnulag bæjarins er harðlega
gagnrýnt í kærunni. Segir þar að
bærinn hafi gefið út framkvæmda-
leyfi vegna vallarins þann 18. maí
2017 og hafi hafið framkvæmdir
strax daginn eftir. Íbúum hafi því
ekki gefist tími til að kynna sér
framkvæmdaleyfið og lögbundinn
þrjátíu daga kærufrestur íbúa hafi
verið virtur að vettugi.
Jafnframt er bærinn sagður reyna
að koma sér undan því að klára
hönnun vallarins að fullu þótt fram-
kvæmdir séu langt komnar með því
að búta framkvæmdina niður og
gefa út fjölda framkvæmdaleyfa.
„Vinnulag Garðabæjar hefur gert
það að verkum að jafnvel þó ÚUA
úrskurði íbúum í vil í kærumáli
þeirra þá eru hverfandi líkur á að
gervigrasvöllurinn yrði fjarlægður.
Kostnaðurinn við slíkt yrði mjög
mikill og myndi lenda á íbúum
Garðabæjar,“ segir í kærunni en
á annan tug íbúa kærðu fram-
kvæmdaleyfi vegna fyrri verkþátta
í maí. Sú kæra er enn til meðferðar
hjá úrskurðarnefndinni.
Bærinn er aukinheldur sakaður
um að hraða framkvæmdum í því
skyni að tryggja að völlurinn standi
áfram jafnvel ef svo kynni að fara
að nefndin úrskurðaði byggingu
vallarins lögbrot.
Íbúinn sem um ræðir keypti hús
sitt árið 2013 og stendur það rétt hjá
fyrirhuguðum bæjargarði.
Segir í kærunni að umbreytingin
á bæjargarðssvæðinu, þar sem úti-
vistarsvæði sé „skipt út fyrir áber-
andi íþróttamannvirki“ sé grund-
vallarbreyting á þeim gæðum sem
kærandi bjóst við í næsta nágrenni
við heimili sitt og hafði verið auglýst
af hálfu Garðabæjar. Íbúinn vildi
ekki tjá sig um málið í samtali við
Fréttablaðið. thorgnyr@frettabladid.is
Kærir Garðabæ fyrir
að leyfa flóðlýsingu
Maður sem keypti hús við Túnfit í Garðabæ 2013 kærir bæinn fyrir að heimila
flóðljós á nýjum gervigrasvelli. Vinnulag bæjarins er harðlega gagnrýnt í kær-
unni. Maðurinn telur að um brot á skipulags- og stjórnsýslulögum sé að ræða.
Mynd af framkvæmdum við nýjan íþróttavöll Stjörnunnar nærri túnfit fylgdu
kæru á hendur bænum. breytingin er sögð vera „meiriháttar“ fyrir íbúana.
Jafnvel þó ÚUA
úrskurði íbúum í vil
í kærumáli þeirra þá eru
hverfandi líkur á að gervi-
grasvöllurinn yrði fjarlægð-
ur. Kostnaðurinn við slíkt
yrði mjög mikill og myndi
lenda á íbúum Garðabæjar.
Úr kæru á hendur Garðabæ
5 . D e s e M b e R 2 0 1 7 Þ R i ð j u D A g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t A b l A ð i ð
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
6
-D
F
C
C
1
E
6
6
-D
E
9
0
1
E
6
6
-D
D
5
4
1
E
6
6
-D
C
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K