Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 20
Allir leikmenn Real Madrid
fengu að velja sér Audi
Cristiano Ronaldo valdi Audi RS7 Sportback Performance.
Það á bæði við alla leikmenn Real Madrid og Bayern München að þeir fá á hverju
ári að velja sér sinn uppáhalds
Audi til að aka á næsta árið. Í tilfelli
Real Madrid hefur þetta staðið
yfir frá árinu 2003 og það var vel
við hæfi að leikmenn Real Madrid
veldu sér sinn óskabíl svona rétt
fyrir jólin. Vinsælasti bíllinn hjá
leikmönnum Real Madrid þetta
árið var jeppinn Audi Q7 en einir
14 leikmenn völdu sér þann bíl,
sumir þeirra E-Tron útfærslu hans
en aðrir kraftaköggulinn SQ7 TDI
með 8 strokka dísilvél.
Cristiano Ronaldo var þó ekki
einn þeirra því hann valdi Audi
RS7 Sportback Performance bíl,
en hann er 605 hestöfl og því
algjörlega við hæfi eins snöggs
leikmanns og hann er. Þjálfarinn
Zinédine Zidane fékk sér hins
vegar Audi RS6 Avant Performance
og er hann með sömu aflmiklu
vélina og bíll Ronaldos. Marco
Arsenio var nokkru hófsamari í
sínu vali en hann kaus sér Audi S5
Coupe bíl, öllu minni bíl en flestir
hinna í liðinu. Það átti þó ekki
við Sergio Ramos sem valdi sér
ofursportbílinn Audi R8 Spyder.
Eins skrítið og það nú er þá valdi
enginn hið nýja flaggskip Audi
A8, né heldur hinn glænýja Audi
A7 Sportback. Svo virðist sem
smekkur leikmanna Real Madrid
sé í nokkru frábrugðinn smekk
leikmanna Bayern München því
í tilviki þeirra þýsku var Audi RS6
Avant bíllinn sá vinsælasti, en einir
fimm leikmenn Bayern München
völdu hann og næstvinsælastir
voru svo Audi Q7 og Audi SQ7.
Öflugasti fjöldafram-
leiddi 4 strokka bíllinn
verður aflmeiri.
Öflugasti fjöldaframleiddi 4 strokka bíll heims í dag er Mercedes Benz AMG A45
og er þessi litli bíll með 381 hestafl
undir húddinu. Það þykir þeim
hjá AMG sportbíladeild Benz þó
ekki nóg og eru að vinna að næstu
gerð bílsins sem verður meira
en 400 hestöfl. Þessi hestaflatala
hefur verið staðfest frá vígstöðvum
Benz en hugsanlegt er að hjá AMG
sé einnig verið að vinna að enn
öflugri gerð bílsins.
Mikið hefur sést til hins nýja
AMG A45 í prófunum, en athygli
hefur vakið að þar fara bæði
útfærslur með tveimur og fjórum
púströrum og gæti sá með fjórum
verið þessi ofuröfluga gerð.
Nýr AMG A45 verður kynntur til
leiks á fyrri helmingi næsta árs og
þá verður einnig kynnt örlítið hóf-
samari gerð þessa nýja A-Class bíls
og er haft eftir ónefndum starfs-
mönnum innan raða Benz að hann
muni fá nafnið A32 4Matic eða
A36Matic. Eins og nafnið bendir til
verður hann fjórhjóladrifinn, líkt
og AMG A45. Þessi bíll verður yfir
300 hestöfl og á að brúa bilið milli
hins 218 hestafla A250 og AMG
A45. Allar líkur eru á því að bæði
AMG A45 og sá næstöflugasti verði
sýndir almenningi á bílasýning-
unni í Genf í mars á næsta ári.
400 hestafla AMG A45 verður
kynntur til leiks á næsta ári
Þessi bíll verður yfir 300 hestöfl og á að brúa bilið milli hins 218 hestafla A250 og AMG A45.
Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins.
Bílatímaritið Road & Track
reyndi bílinn á kvartmílubraut
um daginn og þar reyndist
hann sneggri en ofurbíllinn
Porsche 918 Spyder og kláraði
kvartmíluna á 9,79 sekúndum
með endahraðann 236 km/
klst. Porsche 918 Spyder kostar
900.000 dollara en McLaren 720S
kostar 285.000 dollara og er því
meira en þrisvar sinnum ódýrari
bíll. McLaren 720S er eins og nafn
hans bendir til „aðeins“ 720 hest-
öfl en Porsche 918 Spyder er 887
hestöfl sem koma bæði frá öflugri
brunavél og rafmagnsmótorum.
McLaren 720S er eingöngu með
brunavél og aðeins með drif
á afturhjólunum, en Porsche
bíllinn með drifi á öllum hjólum.
Því kemur það eðlilega á óvart
að McLaren bíllinn sé sneggri en
það hjálpar honum mjög hversu
léttur hann er, eða aðeins 1.450
kg, sem er um það bil það sama
og Mazda3. Reyndar er McLaren
720S á pari við tvo aðra ofurbíla
hvað upptöku varðar, þ.e. McLa-
ren P1 og Ferrari LaFerrari en það
eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög
dýrir bílar.
McLaren 720S er sneggri en miklu
dýrari en Porsche 918 Spyder
McLaren 720S.
Aston Martin Vantage
fær greinilega góðar
móttökur.
Ný gerð Aston Martin Van-tage fær greinilega góðar móttökur hjá aðdáendum
Aston Martin bíla því svo til öll
framleiðsla bílsins á næsta ári er
nú þegar uppseld. Þetta upp-
lýsti Aston Martin skömmu eftir
frumsýningu minni bróður hans,
nýs Aston Martin DB11. Það þarf
efnaða kaupendur til að festa sér
eintak af Aston Martin Vantage
því hann kostar 149.995 dollara,
eða um 15,6 milljónir króna. Aston
Martin segir að Aston Martin Van-
tage hafi dregið að nýja kaupendur
vegna þess hversu ólíkur bíllinn er
öðrum fyrri gerðum Aston Martin
bíla, kaupendum sem hingað til
hafi t.d. dregist að Porsche 911
bílum og öðrum bílum honum
líkum. Næsti nýi bíll Aston Martin
verður Vanquish og á hann að
líta dagsljósið árið 2019 og það ár
ætlar Aston Martin líka að kynna
fyrsta jeppa sinn, Aston Martin
DBX. Í kjölfarið er svo komið að
RapidE sem eingöngu verður
drifinn áfram af rafmagni og einnig
hefur verið ýjað að nýjum sportbíl
með miðjusetta vél.
Framleiðsla á næsta
ári svo til öll uppseld
Aston Martin Vantage.
www.visir.is/bilar
Umsjón blaðsins
Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Auglýsingar: Atli Bergmann atlib@365.is, Sími 512 5457
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Bílar
5 . d e S e M b e R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U d A G U R2 b í L A R ∙ F R É T T A b L A Ð I Ð
Bílar
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
7
-0
C
3
C
1
E
6
7
-0
B
0
0
1
E
6
7
-0
9
C
4
1
E
6
7
-0
8
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K