Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 4
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið virka daga 10–18 | laugardaga 11–15
„Mikill fengur .. .“
ÞORVALDUR GYLFA SON / FR É T TA BL A ÐI Ð
„.. . skemmtileg, vel skrifuð og fróðleg ... Þeir sem
hafa áhuga á pólitík síðustu hundrað árin eða svo
rífa hana í sig.“
S VAVA R GE S T S SON / S VAVA R . I S
„.. . um stórmerkilega ævi og feril, og mjög áhugaverð
fyrir alla þá sem eru forvitnir um okkar samtímasögu.“
E INA R K Á R A SON / DV
Samgöngur Umferðin um hring-
veginn hefur það sem af er ári verið
tíu prósentum meiri en á sama
tímabili í fyrra að því er kemur fram
í samantekt Vegagerðarinnar.
Mest jókst umferð á Suðurlandi.
Aukningin var 30 prósent í nóvem-
ber á Mýrdalssandi. Útlit er sagt
fyrir að umferðin aukist um meira
en tíu prósent í ár, sem yrði næst-
mesta aukning frá 2005.
Umferðin um Suðurland jókst
hlutfallslega mest á þriðjudögum,
um 12,1 prósent. – bg
Mest aukning
á þriðjudögum
SveitarStjórnarmál Stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga lýsir
yfir ánægju með það frumkvæði
sem konur í stjórnmálum hafa tekið
undir merkjum „Í skugga valdsins“.
Skorar stjórnin á sveitarstjórnir
að taka þátt í umræðu um kyn-
ferðisofbeldi og áreitni og hvernig
koma megi í veg fyrir slíkt athæfi
á vettvangi stjórnmála og á vinnu-
stöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt
sé að öll sveitarfélög setji sér form-
lega stefnu og viðbragðsáætlun
gagnvart einelti, ofbeldi og kyn-
ferðislegri og kynbundinni áreitni,
enda sé slík hegðun „ólíðandi með
öllu“. – bg
Sveitarfélögin
gegn áreitni
Umferðin jókst mest á Suðurlandi.
Halldór Hall-
dórsson,
formaður Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga
Samfélag „Það eru engin mistök að
beita lýðræðislegum og stjórnar-
skrárvörðum réttindum til að mót-
mæla og tjá hug sinn,“ segir Björn
Þorri Viktorsson, lögmaður og
og einn þeirra sem komu að mót-
mælum fyrir utan hús Steinunnar
Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi
þingmanns Samfylkingarinnar,
vorið 2010.
Mikil umræða hefur sprottið upp
eftir frásögn Steinunnar Valdísar í
Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig
þar um mótmælin sem boðað var
til vegna styrkja sem hún þáði á
árunum 2006 og 2007. Sagði Stein-
unn Valdís einnig frá því að þjóð-
þekktir karlmenn hefðu hvatt aðra
til að nauðga henni á meðan á mót-
mælum stóð.
Björn bætir við að honum þyki að
það sé verið að skrifa söguna upp á
nýtt að einhverju leyti.
„Það gleymist aðeins í umræð-
unni að í fyrsta lagi sagði Steinunn
Valdís af sér og baðst afsökunar. Í
kjölfarið voru settar reglur sem úti-
loka að svona hlutir geti gerst,“ segir
Björn og á við styrkveitingarnar.
Hann sé ekki viss um að þetta hefði
gerst ef almenningur hefði ekki fylgt
málinu eftir.
„Auðvitað stóð aldrei til af minni
hálfu að meiða nokkurn eða, eins
og Steinunn Valdís lýsir því núna,
hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“
segir Björn. Það sé eitthvað sem
hafi komið honum á óvart
og hafi aldrei verið til-
gangurinn.
„Ég ætla ekki að fara
að skatt yrðast við
Steinunni Valdísi
eða fólk sem hefur
verið að tjá sig fyrir
hennar hönd. Ég
er ekkert á leiðinni þangað,“ segir
Björn sem lítur ekki svo á að gerð
hafi verið mistök með umræddum
mótmælum.
Sveinn Margeirsson, forstjóri
Matís, sem einnig kom að mótmæl-
unum, er á öndverðum meiði.
„Ég held það sé mikilvægt að
menn dragi lærdóm af þessu
rétt eins og ég vona að við
höfum lært af hruninu. Til að
mynda eru styrkir til fólks í stjórn-
málum núna uppi á borðinu sem
var auðvitað síður á þessum tíma.“
Sveinn segir að það að mótmæla
fyrir utan heimili Steinunnar Val-
dísar hafi verið röng leið. „Jafnvel
þótt aðstæðurnar hafi verið öfga-
fullar á þessum tíma. Ég hef beðið
hana afsökunar og myndi ekki gera
þetta í núverandi stöðu, og ekki
hvetja neinn til þess.“
Mótmælt var fyrir utan heimili
fleiri stjórnmálamanna á sama
tíma, þó ekki jafnharkalega og í
tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir
Sveinn að þau mótmæli hafi einnig
verið röng.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra er einn þeirra sem
fengu mótmælendur upp að dyrum.
„Það var náttúrulega langmest
álagið á fjölskylduna. Sérstaklega
börnin,“ segir Guðlaugur.
„Þess ber þó að geta að þetta var
ekki í neinu samræmi við það sem
Steinunn Valdís lenti í. Það var svo
miklu, miklu meira hjá henni,“ segir
Guðlaugur aukinheldur.
Einnig var mótmælt fyrir utan
heimili Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur, formanns Viðreisnar, á
þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig
um málið.
Sjálf segist Steinunn Valdís hafa
fengið hundruð skilaboða og sím-
tala eftir frásögn sína. Hún sé þakk-
lát fyrir þann stuðning sem henni
hafi verið sýndur.
thorgnyr@frettabladid.is
Segir mótmælin fyrir utan
heimili Steinunnar ekki mistök
Lögmaður segir að ekki hafi verið gerð mistök við mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskars-
dóttur. Ætlunin hafi aldrei verið að meiða neinn. Forstjóri Matís sér eftir mótmælunum. Guðlaugur Þór
segir mótmæli fyrir utan heimili sitt hafa haft minnst áhrif á sig, hann hafi haft áhyggjur af börnum sínum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sveinn Margeirsson, Björn Þorri Viktorsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Bretland Samninganefndir Bret-
lands og Evrópusambandsins um
útgöngu Breta úr sambandinu náðu
ekki samkomulagi í gær eins og
vonast var eftir. Frá þessu greindu
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, og Jean-Claude Juncker,
forseti framkvæmdastjórnar ESB, á
sameiginlegum blaðamannafundi
í gær.
Nefndirnar reyna nú að komast
að samkomulagi um réttindi Breta
búsettra í Evrópusambandsríkjum
og öfugt, hversu mikið Bretum beri
að greiða til ESB við útgönguna og
landamæragæslu á landamærum
Írlands og Norður-Írlands. Sagði
May í gær að viðræður myndu hefj-
ast á ný undir lok vikunnar og að
hún væri fullviss um að hægt væri
að loka þessum kafla viðræðna í sátt.
Undir þetta tók Juncker. Sagði
hann viðræður gærdagsins ekki hafa
mistekist og að hann væri bjartsýnn
á framhaldið. Leiðtogaráð ESB fund-
ar í næstu viku og vilja Bretar og ESB
klára þennan kafla fyrir þann fund
svo hægt verði að ræða mögulegan
fríverslunarsamning á milli Bret-
lands og ESB. – þea
Vonir um samkomulag gengu ekki eftir
Theresa May vill loka þessum kafla viðræðna sem fyrst. NordicpHoToS/AFp
Auðvitað stóð aldrei
til af minni hálfu að
meiða nokkurn.
Björn Þorri Viktorsson, lögmaður
5 . d e S e m B e r 2 0 1 7 Þ r i Ð j u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
6
-F
3
8
C
1
E
6
6
-F
2
5
0
1
E
6
6
-F
1
1
4
1
E
6
6
-E
F
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K