Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 18
Rannsóknir hafa sýnt að efni í heil- anum, sem er skamm- stafað CGRP á ensku, tengist bæði sársauk- anum og viðkvæmninni fyrir ljósi og hljóði sem fylgir mígreni. Meðferðin snýst um að láta mótefni breyta virkni CGRP. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Lilja æfir fitness og starfar sem einkaþjálfari í Sport-húsinu með tilheyrandi álagi á líkamann. Hún segist alltaf hafa verið í baráttu við appelsínuhúð. „Ég hef farið í spm-meðferð hjá Heilsu og útliti sem gengur út á sogæðanudd með þrýstingsvélum fyrir læri, maga og upphandleggi. Þessi meðferð losar um stíflur í líkamanum auk þess sem hún styrkir hann og húðin verður stinnari. Meðferðin virkar full- komlega. Strax eftir fyrstu skiptin sá ég mikinn mun á húðinni og er virkilega ánægð með árangurinn. Það er í raun ótrúlegt hvað þetta virkar vel,“ segir Lilja sem hefur farið tvisvar í viku í sogæðanuddið. „Manni líður frábærlega vel eftir meðferð og ég get mælt hundrað prósent með henni. Ég gæti trúað að flest allir fullorðnir hefðu gott af þessari meðferð því hún örvar sogæðakerfið og hreinsibúnaðinn í líkamann. Þeir sem eru með sogæðavandamál ættu hiklaust að prófa. Örugglega líka gott fyrir þá sem þjást af vefjagigt,“ segir Lilja. Hún hefur einnig farið í vafn- ingsmeðferð hjá Heilsu og útliti. Losnaði við appelsínuhúð Heilsa og útlit, Hlíðasmára 17, sérhæfir sig í meðferðum sem bæta líðan, heilsu og útlit. Lilja Ingva- dóttir, einkaþálfari og keppandi í fitness, hefur náð góðum árangri í baráttunni við appelsínuhúð. Lilja Ingvarsdóttir hefur miklu stinnari húð og er laus við appelsínuhúð eftir meðferð hjá Heilsu og útliti. MYND/STEFÁN Tvær klínískar rannsóknir hafa farið fram nýlega á tveimur ólíkum mótefnum við mígreni. Í annarri þeirra fækkaði köstum um helming hjá um 50% þátttakenda. Frekari rannsóknir þarf til meta langtímaáhrifin. Ný nálgun Rannsóknir hafa sýnt að efni í heil- anum, sem er skammstafað CGRP á ensku, tengist bæði sársaukanum og viðkvæmninni fyrir ljósi og hljóði sem fylgir mígreni. Með- ferðin snýst um að láta mótefni breyta virkni CGRP. Fjögur lyfjafyrirtæki keppast nú við að þróa mótefni sem gera CGRP óvirkt. Sum gera það með því að slökkva á efninu sjálfu, á meðan önnur slökkva á hluta af heilafrumu sem efnið hefur áhrif á. Klínískar rannsóknir á tveimur af þessum mótefnum hafa nú verið birtar í ritrýnda læknisfræðitíma- ritinu New England Journal of Medicine, einu elsta og virtasta læknisfræðitímariti heims. Mikið færri köst Mígreni skiptist í tvær ólíkar megingerðir, þrálátt mígreni og mígreni sem kemur í köstum. Ef fólk fær mígreni sjaldnar en 15 daga í mánuði er það skilgreint sem mígreni í köstum en ef fólk fær það oftar er það skilgreint sem þrálátt mígreni. Mótefnið erenumab frá lyfja- fyrirtækinu Novartis var prófað á 955 sjúklingum sem fá mígreni í köstum. Í byrjun rannsóknarinnar fengu sjúklingarnir mígreni átta daga í mánuði að meðaltali. Niður- stöður rannsóknarinnar sýndu að 50% þeirra sem voru sprautaðir með mótefninu fengu helmingi færri köst í mánuði, á meðan 27% fengu svipuð áhrif án meðferðar, sem endurspeglar eðlilegar sveiflur sjúkdómsins. Annað mótefni, fremanezumab, frá lyfjafyrirtækinu Teva, var prófað á 1.130 sjúklingum með þrálátt mígreni. Um 41% sjúklinga fékk mígreni helmingi færri daga en áður, samanborið við 18% sem fengu ekki meðferð. Prófessor Peter Goadsby, sem leiddi rannsóknina á erenumab við King‘s College í London, sagði í viðtali við BBC: „Þetta er stór- mál, því þetta gefur betri skilning á mígreni og sérhannaðri meðferð við því. Þetta minnkar tíðni og alvarleika höfuðverkjanna. Þessir sjúklingar fá hluta af lífi sínu aftur og samfélagið fær þetta fólk aftur til virkni.“ Hann sagði að gögn sem fengust úr rannsókninni en voru ekki gefin út gæfu til kynna að fimmtungur sjúklinga fengi ekki mígreni aftur eftir meðferð. Langtímaáhrifin ekki þekkt Mótefnin eru ekki einu lyfin sem eiga að koma í veg fyrir mígreni. Flogaveikilyf, hjartalyf og bótox eru líka notuð. Simon Evans, framkvæmdastjóri góðgerðar- samtakanna Migraine Action, sem eru stærstu ráðgjafar- og stuðn- ingssamtök mígrenisjúklinga og aðstandenda þeirra í Bretlandi, segir að þessi lyf hafi ýmsar auka- verkanir og virki ekki fyrir alla. Prófessor Goadsy telur að sjúkl- ingar sem geta ekki nýtt sér með- ferðirnar sem eru þegar til staðar séu líklegastir til að njóta góðs af þessari nýju meðferð, en gallinn við mótefni er að þau eru dýrari í framleiðslu en aðrar meðferðir. Vonast er til að uppgötvun á CGRP og notkun mótefna sem vinna gegn því skapi færri auka- verkanir. En báðar rannsóknirnar benda á að það þurfi frekari rann- sóknir til að meta öryggi mót- efnanna til lengri tíma. Enn er ekki vitað hver langtímaáhrifin verða, hverjum meðferðin gagnast, né hvaða aukaverkanir gætu komið í ljós. Mótefni við mígreni lofa góðu Prófanir á nýjum mótefnum við mígreni lofa góðu. Þau virðast geta fækkað köstum verulega og dregið úr alvarleika þeirra. Frekari rannsóknir þarf til að meta áhrifin betur. Mígrenihöfuðverkir geta verið mjög tíðir og eyðilagt heilu dagana hjá fólki. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY „Þá er maður vafinn inn í sérút- búið plast og hitateppi sem gerir það að verkum að maður svitnar mikið. Þetta er algjör slökun og gerir manni sérstaklega gott. Til dæmis slaknar á öllum vöðvum í meðferðinni og gerir hún húðina mjúka og fallega.“ Lilja tekur þátt í Arnold Classic Fitness keppninni í mars og undir- búningur er í fullum gangi. Með- ferðin hjá Heilsu og útliti er liður í því. „Ég er 46 ára og það er mikil- vægt fyrir mig að fá húðina góða fyrir keppnina,“ segir Lilja. „Heilsa og útlit er líka með sérstaka með- ferð fyrir fólk sem hefur lent í slysi eða á við einhver meiðsl að stríða. Sú meðferð er mjög árangursrík fyrir þá sem eru með gigt,“ segir Lilja og bætir við að sonur hennar hafi fengið góðan bata í Vacu Sport tækinu eftir skurðaðgerð. Heilsa og útlit býður upp á fjölbreytt úrval meðferða sem miða allar að því að auka lífsgæði og heilbrigði. Hægt er að skoða meðferðir sem eru í boði hjá Heilsu og útliti á heimasíðunni heilsaogutlit.is eða fá upplýsingar í síma 562-6969. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . D E S E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 5 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 7 -1 1 2 C 1 E 6 7 -0 F F 0 1 E 6 7 -0 E B 4 1 E 6 7 -0 D 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.