Fréttablaðið - 05.12.2017, Blaðsíða 30
Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessu finnst
ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að
kyngja og íhuga að fara af markaði í
þeim löndum þar sem verst gengur.
Ekki er víst að Ford muni draga sig af
þessum svæðum nema tímabundið,
eða uns efnahagsástandið lagast.
Það gæti verið ansi stór biti fyrir
Ford að draga sig alfarið af markaði í
álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og
efnahagslegt ástand víða í löndum S-
Ameríku gerir starfsemi Ford þar lítt
áhugaverða og engu fyrirtæki finnst
eðlilegt að horfa upp á svo við-
varandi taprekstur. Fyrstu 9 mánuði
ársins hefur Ford tapað 61 milljarði
króna á starfseminni í S-Ameríku og
tapið var enn meira í fyrra á sama
tíma. General Motors hætti allri sölu
bíla sinna í Venesúela á þessu ári.
Ford íhugar að hætta sölu bíla víða
í S-Ameríku vegna efnahagsástands
Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið.
Það fer vafalaust ekki fram hjá
neinum að mikill vöxtur er í sölu
rafmagns- og tvinnbíla í heiminum
og í fyrsta skipti mun sú sala ná yfir
eina milljón bíla. Á þriðja ársfjórð-
ungi ársins voru seldir 287.000
rafmagns- og tvinnbílar og nam
vöxturinn 23% frá öðrum ársfjórð-
ungi og 63% frá þriðja ársfjórðungi
í fyrra. Mestur er vöxturinn í Kína
og þar í landi var helmingur allra
rafmagns- og tvinnbíla seldur á
þessum þriðja ársfjórðungi ársins.
Þessar tölur koma líklega ekki
á óvart í ljósi þess hve bílafram-
leiðendur keppast nú við að fjölga
rafmagns- og tvinnbílum í bíla-
flóru sinni, ekki síst þeir kínversku.
Margir bílaframleiðendur hafa
lýst því yfir að allar þeirra bíl-
gerðir verði brátt boðnar annað-
hvort sem tengiltvinnbílar eða
hreinræktaðir rafmagnsbílar. Enn
fremur hafa margir þeirra líka lýst
því yfir að brunavélar sem brenni
jarðefnaeldsneyti verði innan fárra
áratuga vart í boði í þeirra bílum.
Sala rafmagns-
og tvinnbíla yfir
1 milljón á árinu
Nissan Leaf er mest seldi rafmagns-
bíll heims.
Kraftbíladeild Volvo, sem fengið
hefur heitið Polestar mun einn-
ig fá eigin verksmiðju og er smíði
hennar hafin í Chengdu í Kína. Þar
fjárfestir Volvo, eða öllu heldur
eigandi Volvo, Geely, fyrir 78
milljarða króna. Verksmiðjan á
að verða tilbúin um miðbik næsta
árs, en ekki er þó stefnt að útkomu
fyrsta bílsins sem þar verður
smíðaður, Polestar 1, fyrr en árið
2019. Þessi nýja verksmiðja verður
að sögn Volvomanna umhverfis-
vænsta bílaverksmiðja í Kína, en
í leiðinni sú skilvirkasta. Volvo
ætlar að kynna næsta bíl Polestar,
þ.e. Polestar 2 einnig á árinu 2019
og verður hann á stærð við Tesla
Model 3 bílinn. Heyrst hefur síðan
af þróunarvinnu Polestar 3, sem
verður jeppi á stærð við Tesla
Model X. Polestar 1 á að verða
600 hestafla orkubolti í formi
tengil tvinnbíls. Hann verður með
ógnarlegt tog upp á 1.000 Nm
og fjórhjóladrif þar sem rafmót-
orar drífa afturhjólin og 2,0 lítra
bensínvél framhjólin. Polestar 1
á að geta farið fyrstu 150 kíló-
metrana á rafmagni eingöngu, en
á EV-stillingu er hann eingöngu
afturhjóladrifinn. Polestar 1 mun
þó kosta skildinginn því heyrst
hefur að verðmiðinn á honum
verði 177.000 dollarar, eða um 18
milljónir króna.
Volvo reisir
Polestar
verksmiðju
í Kína
Polestar 1
REYNSLUAKTU
CORSA FYRIR JÓL!
Opel Corsa
Vinnur þú iPhoneX í reynsluakstursleik Corsa?
Komdu í Opel salinn
og reynsluaktu Corsa.
Þú getur unnið
iPhone X.
iPhone X í verðlaun
Kynntu þér Corsa á benni.is
THE FUTURE IS EVERYONE’S
Reykjavík
Tangarhöfða 8
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 10 til 14
Verið velkomin í reynsluakstur
Komdu fyrir Þorláksmessu í Opel salinn að Tangarhöfða eða
Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ og reynsluaktu Corsa.
Þú kemst í vinningspott og getur unnið iPhone X.
Vinningshafi verður dreginn út 29. desember.
Opel Corsa Enjoy, beinskiptur. Verð: 2.290.000 kr.
Opel Corsa Enjoy, sjálfskiptur. Verð: 2.490.000 kr.
5 . d e S e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U d A G U r12 b í l A r ∙ F r É T T A b l A Ð I Ð
Bílar
0
5
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
6
7
-1
1
2
C
1
E
6
7
-0
F
F
0
1
E
6
7
-0
E
B
4
1
E
6
7
-0
D
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K