Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 15
14.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Budda situr fyrir svörum. Hver er uppáhaldsliturinn hennar? Það er örugglega ekki gulur. Það er blár. Hansa: Það er rétt, og líka þetta með gula litinn. Ég elska alla bláa liti en ég er aldrei í gulu. Hvaða matur finnst henni bestur? Henni finnst eiginlega allur matur sem Steini maðurinn hennar býr til bestur. Kannski hreindýr og sjávarréttir. Hansa: Mjög gott svar. Já, þetta er allt rétt. Hver er hennar versti galli? Hún hefur enga galla, þessi kona. Bíddu nú við. Kannski að taka sér of mikið fyrir hendur. Sem hún ræður samt alveg við. Hansa: Já, ég er aðeins að fatta núna, að þetta er rétt hjá þér. Býr hún yfir leyndum hæfileikum? Já, ég get upplýst hér að hún er frábær eftirherma. Hún hefur hermt eftir- minnilega eftir Sr. John Gielgud. Hansa: Já, já, það er rétt. Hver er eftirlætismynd hennar? Er það ekki Cinema Paradiso? Hansa: Jú, það er rétt. Hvert er mesta prakkarastrikið úr æsku? Það var þegar hún klippti af sér öll augnahárin, hún var að reyna að jafna þau. Henni fannst þau eitthvað mislöng. Annars var hún þæg og góð og enginn prakkari. Hansa: Stórhættulegt alveg. Já, ég var þæg, en ég talaði mjög mikið. Hvað ætlaði hún að verða þegar hún yrði stór? Söngkona. Hansa: Já, ég ætlaði að verða heims- fræg poppsöngkona. Hansa situr fyrir svörum. Hver er uppáhaldsliturinn hennar? Þeir eru svo hrikalega margir, t.d. lime- grænn og bleikur. Hún á ekki einn uppá- haldslit. Budda: Já, það er satt. Hvaða matur finnst henni bestur? Hún sjálf býr til mjög góðan mat. Sjávarréttir held ég. Budda: Já, og allt ítalskt. Hver er hennar versti galli? Þú ert orðin svo „chilluð“ í seinni tíð, en í gegnum tíðina hefur það verið stjórnsemi. Budda: Já, ég er sammála, og þetta getur enn verið minn galli. Býr hún yfir leyndum hæfileikum? Já, þeir eru ekki svo leyndir lengur, hún syngur betur en flestir. Og getur leikið líka. Og getur dansað. Svo hefur hún mikla skipulagshæfileika. Svo ertu líka ratvís. Budda: Já, þetta er allt rétt. Hvað er eftirlætisbíómynd hennar? Ég hef ekki hugmynd. Budda: Það er La Vita é Bella. Hvert er mesta prakkarastrikið úr æsku? Hún var nú svo félagslynd og mikil flökkukind að hún átti til að týnast úti um allt. Budda: Já, svo voru líka símaöt. Hvað ætlaði hún að verða þegar hún yrði stór? Búðarkona, söngkona? Budda: Já, en aðallega ballerína. HVERSU VEL ÞEKKJAST ÞÆR? Spurt og svarað stökkva inn á svið. Ég var að nota tímann. Systurnar eiga báðar tvo syni, Hansa á níu og ellefu ára og Budda tvítugan og tuttugu og tveggja ára. Synir Buddu útskrifast báðir sem stúdentar nú í vor og stefnir sá eldri á leik- listina. Eru þínir strákar, Hansa, farnir að hugsa um hvort þeir feti leiklistarbrautina? Eða leggja fyrir sig söng? Hansa: Þeir syngja báðir rosalega vel. En það er alveg óráðið. Sá eldri er tölvunörd og hefur verið að læra forritun. En sá yngri er bú- inn að taka Billy Elliot-námskeið og svo er hann fótboltagaur. Þeir eru ólíkir en mjög góð- ir vinir. Budda: Svolítið eins og mínir, þeir eru mjög ólíkir. Sá eldri er í hljómsveitinni Hórmónum sem vann Músíktilraunir í fyrra. Sá yngri er hins vegar fótboltagaur og syngur reyndar rosalega vel, þótt hann geri það ekki opin- berlega. Hvernig er að vera gift leikara Budda? (Budda er gift Jóhanni Sigurðarsyni) Budda: Ég þekki náttúrulega ekkert annað, fór að búa með honum beint úr foreldrahúsum. Reyndar í vetur hefur hann verið minna að leika en oft áður. Það hittist þannig á með verkefnin. En ég er nú orðin svo vön hinu og heimarík að mér finnst hann stundum vera fullfrekur á fjarstýringuna. Horfir á fótbolta þegar mig langar að horfa á þátt! En ég get nú líka alveg horft á fótbolta og auðvitað er gott að hafa hann heima. Hvar sjáiði ykkur eftir tíu ár? Hansa: Draumurinn væri auðvitað að geta tekið sér æðislega gott sumarfrí með fjölskyld- unni og vera að vinna eitthvað skemmtilegt. Hafa nógan frítíma. Budda: Ég er nú aðallega farin að hlakka til í sumar, við eigum silfurbrúðkaup við Jói, og er- um að fara til Kína núna í maí á leiklistarhátíð. Svo ætlum við að vera í þrjár vikur á Mallorca í sumar að slappa af, við tvö. Ég sé það líka fyrir mér, að ferðast meira í framtíðinni. Eru þið báðar metnaðarfullar, kannski full- komnunarsinnar? Budda: Já, en ég held að ég sé aðeins kæru- lausari. Allir þurfa að hafa ákveðinn metnað en hann má ekki keyra um þverbak. Hansa: Leikhúsið er harður húsbóndi hvað varðar fullkomnunaráráttu, kæruleysi gengur ekki þar. Það er ekkert sirka, það er annað- hvort 100% eða slepptu því. Ég er ekki eins spontant og þú. Budda: Nei, ég er með svona hæfilegt kæru- leysi. Maður getur ekki stjórnað öllum að- stæðum. En í leikhúsinu er þessu svolítið stjórnað. Hvor er stjórnasamari eða frekari? Hansa: Við erum svipaðar held ég. Eru þið kannski ekkert stjórnsamar? Budda: Jú, jú, ég er „control freak.“ Ég er alltaf að reyna að venja mig af því. Til dæmis þegar ég lék í myndinni með Balta. (Hér skell- ir Hansa upp úr.) Þar á hver maður sinn póst en ég var alveg farin að benda á ýmislegt, var hún ekki með annað hálsmen, á þetta ekki að vera þarna? Balti sagði við mig, þú yrðir ábyggilega frábær skrifta en við erum reyndar með skriftu. Ég þurfti aðeins að stíga til baka, enda átti ég fullt í fangi með að einbeita mér að mínu. Ég þurfti ekki að vera með allt hitt á hreinu. Maður heldur að maður þurfi alltaf að sjá um allt. Hansa: Ég held að þetta sé bara í genunum á kvenfólki stundum, við erum svo vanar því að sjá um margt í einu. Budda: Það var einu sinni allt „spik and span“ hjá mér, en svo fattaði ég að ég yrði bara geðveik ef það ætti alltaf allt að vera fullkomið. Þannig að ég bara hætti þessu og er tiltölulega afslöppuð í draslinu mínu. Mér finnst auðvitað gaman að hafa fínt í kringum mig en get samt slappað af þótt það eigi eftir að ganga frá í eld- húsinu. Við sláum botninn í skemmtilegt spjall. Há- degið er á enda og vinnan bíður systranna. Og ný ævintýri eru líklega handan við hornið. „Leikhúsið er harður húsbóndi hvað varðar fullkomnunaráráttu, kæru- leysi gengur ekki þar. Það er ekkert sirka, það er annaðhvort 100% eða slepptu því. Ég er ekki eins spontant og þú,“ segir Hansa við systur sína.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.