Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 30
’ Í Bandaríkjunum væri hægt að spara yfir 120 milljarða dala á hverju ári í kostnað við heilbrigðiskerfið og tengd gjöld með því að útrýma kyrrsetu barna. Ef þau börn sem nú hreyfa siglítið byrjuðu að stunda ein-hvers konar hreyfingu á hverjum degi gætu samfélög spar- að ótrúlegar upphæðir á komandi áratugum auk þess að vera með heilbrigðari íbúa. Þetta kemur í ljós í nýrri rannsókn sem birtist fyrr í mánuðinum í Health Affairs. Rannsóknina gerðu vísindamenn við Miðstöð gegn offitu á alþjóða- vísu við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum væri hægt að spara yfir 120 milljarða dala á hverju ári í kostnað við heilbrigðiskerfið og tengd gjöld, að því er fram kemur í grein New York Times um málið. Rannsóknin er sú fyrsta til að nota háþróað tölvulíkan til þess að reikna út afleiðingar þess að leyfa börnunum að lifa kyrrsetulífi. Hreyfa sig mest sjö ára Nýlegar rannsóknir í Bandaríkj- unum og Evrópu benda til þess að líkamleg virkni nái toppi þegar bæði strákar og stelpur eru sjö ára og fari svo minnkandi allt fram á unglingsár. Meira en tveir þriðju af börnum í Bandaríkjunum stunda sjaldan líkamsrækt. Þetta veldur áhyggjum því offita barna, sem getur tengst hreyfingarleysi, getur valdið sykursýki 2 og fleiri kvillum. Hingað til hefur ekki verið greindur kostnaður til lengri tíma fyrir þau og samfélagið í heild. Þess vegna þykir þessi nýja rann- sókn skipta sköpum. Tölvulíkanið sem búið var til er afskaplega flókið og tekur tillit til margra þátta. Vís- indamennirnir byrjuðu að safna öll- um þeim tölulegu gögnum sem þeir komust yfir um heilsu, þyngd og líkamlega virkni 31,7 milljón bandarískra barna á aldrinum 8-11 ára. Þessar tölur voru settar inn í líkanið ásamt áætlaðri hreyfingu og kaloríuinntöku næstu áratugi. Flestir héldu áfram að þyngjast samkvæmt þessari áætlun. Niður- stöðurnar voru sláandi og kostn- aðurinn gífurlegur í framtíðinni eins og áður segir. Aukin hreyfing breytti niðurstöðunum Þegar vísindamennirnir settu inn í módelið aukna hreyfingu fóru töl- urnar að breytast. Þegar helm- ingur barnanna í þessum ímyndaða heimi hreyfði sig af ákefð í 25 mín- útur þrisvar í viku í frímínútum, eða íþróttum, eða í sumum tilfellum hljóp um og hreyfði sig í klukku- stund á dag, breyttist líf þeirra í þessum sýndarveruleika. Þess má geta að bæði í Bandaríkjunum og hérlendis ráðleggja yfirvöld að börn og unglingar hreyfi sig í minnst klukkustund á dag. Það sem var mest áberandi eftir þessar breytingar var að offita barna minnkaði um 4% sem hafði síðan margföldunaráhrif næstu áratugi. Dauðsföllum úr hjarta- sjúkdómum, sykursýki og krabba- meini fækkaði um hálfa milljón. Kostnaðurinn vegna sjúkdóma af þessu tagi minnkaði um 32 millj- arða dala árlega ef börnin hreyfðu sig í 25 mínútur þrisvar sinnum í viku og um nærri 37 milljarða dala ef börnin hreyfðu sig í klukkustund á dag. Áhrifin voru enn meiri ef gert var ráð fyrir því að öll börn sem nú lifa kyrrsetulífi færu að hreyfa sig reglulega. Í því tilfelli dróst kostn- aðurinn við sjúkdóma tengda offitu saman um 62 milljarða dala þegar börn hreyfðu sig þrisvar í viku og meira en 120 milljarða dala á ári þegar öll sýndarveruleikabörnin hreyfðu sig í að minnsta kosti klukkustund á dag. Tölvumódel ekki tímavél Bruce Lee, forstöðumaður offitu- miðstöðvarinnar við Johns Hopk- ins, sem var í forsvari fyrir rann- sóknina, segir að allir eigi að láta sig þetta varða. Við munum öll deila þessum kostnaði í framtíðinni. Hann leggur þó áherslu á að þetta sé tölvumódel en ekki tímavél. Hægt sé að spá í framtíðina en ekki hægt að vita þetta með vissu. Þetta geri ráð fyrir að meiri hreyfing dragi úr þyngd sem sé ef til vill ekki satt fyrir öll börn. Vantar fleiri leikvelli Þetta er samt mögulega framtíðin og því ættum við að finna nýjar leiðir til þess að hvetja börn til að hreyfa sig, segir Lee. Hann vill að allir sýni þessa rannsókn þeim skólum þar sem verið sé að íhuga að fækka frímínútum eða draga úr leikfimikennslu. Hann vill að fólk tali við sveitarfélag sitt og hvetji til þess að fleiri leikvellir og garðar verði búnir til. Að lokum hvetur hann foreldra til þess að fara með börn sín í hjólatúr, í sund eða út að hlaupa. Í bæklingnum Ráðleggingar um hreyfingu sem er að finna inni á landlaeknir.is kemur fram að mik- ilvægast sé að börn og unglingar hafi tækifæri til að stunda fjöl- breytta hreyfingu sem þeim finnist skemmtileg og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Þar segir: „Börn og unglingar auka hreyfi- færni sína við leiki og skipulagt íþróttastarf, s.s. með því að hlaupa, kasta, hoppa, grípa og sparka. Góð hreyfifærni veitir þeim aukið sjálfs- traust og tækifæri til að stunda fjölbreytta hreyfingu þegar þau verða eldri. Sum börn eru rólegri í tíðinni en önnur og þurfa meiri hvatningu til að hreyfa sig. Þá er mikilvægt að ræða við börnin og reyna að finna skýringu á því hvers vegna þau hreyfa sig lítið.“ Þar er einnig gefin sú ráðlegging að mikilvægt sé að komast að því hvernig hreyfing gæti höfðað til barna: „Skertur hreyfiþroski og önnur þroskafrávik gera börnum erfiðara fyrir að taka þátt í hóp- leikjum og getur almennt dregið úr löngun þeirra til að hreyfa sig. Því fyrr sem gripið er inn í og tekið á slíkum frávikum því meiri líkur eru á að barnið bæti færni sína og kynnist hreyfingu á jákvæðan hátt.“ Skemmtilegir og krefjandi leikvellir hvetja börn til þess að hreyfa sig meira. Mynd/Thinkstock-Getty Images Ískyggileg framtíðarsýn Kyrrseta barna hefur í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklingana sjálfa í framtíðinni samkvæmt nýrri rannsókn á vegum Johns Hopkins-háskóla en þar var flókið tölvulíkan notað til útreikninga. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is HEILSA Breski skurðlæknirinn Simon Eccles vill að það verði sett viðvörun á avókadó vegna tíðra meiðsla sem hljótast af því að skera ávöxtinn. Hann segir að hann geri aðgerð fjórum sinnum í viku á sjúkrahúsinu í Chelsea og Westminstser vegna slíkra áverka. Starfsfólk sjúkrahússins sé farið að kalla þetta „avókadóhönd“. Þó að ávöxturinn sé hollur er betra að fara með öllu að gát þegar verið er að skera hann. Varað við „avókadóhendi“ 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017 Foreldrar og aðrir forráðamenn geta haft mikil áhrif á hvað börn þeirra hreyfa sig mikið. Þeir geta:  Verið góð fyrirmynd og hreyft sig með börnunum.  Hugað að eigin hreyfivenjum og barna sinna.  Hvatt til útileikja og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.  Bent á athafnir sem fela í sér hreyfingu þegar börnunum leiðist.  Gefið gjafir sem hvetja til hreyfingar, s.s. bolta, sippubönd, skauta eða hjól.  Hvatt barnið til að ganga eða hjóla í og úr skóla.  Samið við barnið um tímamörk fyrir daglega afþreyingu við skjá. Úr bæklingnum Ráðleggingar um hreyfingu sem er að finna á landlaeknir.is Foreldrar eru fyrirmyndir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.