Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 18
D
anskar þáttaraðir fyrir sjón-
varp hafa slegið í gegn víða um
lönd, verið tilnefndar til fjölda
verðlauna og víða borið úr sig-
ur býtum á þeim verðlauna-
vettvangi. Stórmerkilegt þykir í sjónvarps-
heiminum að leikið efni á tungumáli sem alls
staðar er framandi en textað á skjánum slái í
gegn.
Piv Bernth er yfirmaður leikins efnis hjá
danska ríkisútvarpinu, Danmarks Radio, sem
framleitt hefur mest af því efni sem hér um
ræðir. Hún verður einn frummælenda á ráð-
stefnu sem Ríkisútvarpið efnir til í vikunni og
kallar Fjölmiðlun til framtíðar og ræðir um
áherslur Dana á leikið efni og þann árangur
sem þeir hafa náð á heimsvísu.
Ekki hugsa um heimsfrægð
Góður árangur Dana í sjónvarpsbransanum er
ekki tilviljun heldur að þakka mikilli, mark-
vissri og góðri vinnu, að sögn Piv Bernth.
„Mikil vinna,“ segir hún fyrst, í samtali við
Sunnudagsblað Morgunblaðsins, þegar spurt
er um ástæðurnar. Leggur áherslu á að ekki
hafi sérstaklega verið stefnt að alheimsathygli
enda kunni slíkt ekki góðri lukku að stýra.
„Mestu máli skiptir að hafa hugann við
heimamarkað; að framleiða efni sem fellur í
góðan jarðveg heima fyrir. Aðalatriðið er að
góð saga sé sögð og persónurnar áhrifaríkar
og trúverðugar. Ef svo er getur efnið orðið
vinsælt annars staðar, jafnvel út um allan
heim. Ef menn fara hins vegar af stað með það
sérstaklega í huga að framleiða efni til að slá í
gegn á heimsvísu held ég það sé dæmt til að
mistakast. Í gerð sjónvarpsefnis verða menn
alltaf að vera trúir eigin menningarlega bak-
grunni og ef vel tekst til getur efnið orðið al-
þjóðlegt,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að
gera sér grein fyrir því að fólk er í raun og
veru alls staðar eins.
Þess vegna getur per-
sóna í leiknu efni, ef hún
er áhugaverð, vakið at-
hygli og áhuga fólks
hvarvetna. Þar af leið-
andi geta Danir, fámenn
þjóð sem talar tungumál
sem sárafáir skilja, staðið sig vel í harðri, al-
þjóðlegri samkeppni. Sama má segja um Ís-
land og önnur lítil lönd. Hvort við stöndum
okkur í samkeppni við mun fjölmennari sam-
félög ræðst einfaldlega af gæðum þess efnis
sem við bjóðum upp á.“
– Hvað breyttist í Danmörku sem varð til
þess að efni frá ykkur náði allt í einu athygli
áhorfenda jafn víða og raun ber vitni? Voru
tekin upp algjörlega ný vinnubrögð?
„Meginatriðið er að vinnuferlinu var breytt í
grundvallaratriðum. Forveri minn í starfi
kynnti sér rækilega og tók upp starfsaðferðir
sem tíðkast í Bandaríkjunum. Í Danmörku
hafði auðvitað lengi verið framleitt leikið efni
fyrir sjónvarp, sumt býsna gott en annað ekki
nógu gott og heilt yfir þótti okkur ekki takast
nógu vel til. Menn spurðu sig þess vegna:
Hvað erum við að gera rangt? Niðurstaðan
varð sú að setja handritshöfundinn í öndvegi
en ekki leikstjórann eins og tíðkast við kvik-
myndagerð.“
Við gerð þáttaraða koma stundum margir
leikstjórar að og stýra einum eða fleiri þáttum
hver. Nú eru það því höfundur eða höfundar
handrits, ásamt framleiðanda, sem hefja ferlið
og leiða það þótt vissulega sé samvinnan við
leikstjórann mikil.
Bernth segir að einnig hafi markvisst verið
unnið að því að fá starfsfólk úr bíóbransanum
að gerð sjónvarpsefnis. „Við vildum í raun
sameina þessar tvær greinar og okkur tókst í
leiðinni að gera allt framleiðsluferlið fag-
legra.“
Bernth segir að þar til fyrir rúmlega tveim-
ur áratugum hafi gerð kvikmynda og sjón-
varpsefnis í Danmörku verið tveir aðskildir
þættir. „Samstarf þarna á milli var ekkert. En
við hófumst handa við það að brjóta niður
múra og það tók töluverðan tíma. Ekki voru
allir sáttir til að byrja með; margir urðu að til-
einka sér önnur vinnubrögð en þeir höfðu van-
ist, fólk með ólíka reynslu hóf að vinna saman
og töluvert var um átök fyrstu árin!“ segir Piv
Bernth.
„Það er ekkert launungarmál að kvik-
myndaleikstjórum fannst mjög erfitt að sætta
sig við þessi breyttu vinnubrögð. En breyt-
ingin varð á endanum til þess að nú hafa allir
sömu sýn; handritshöfundur leggur línuna í
samvinnu við framleiðanda og síðar leikstjór-
ann, svo verða allir að gjöra svo vel og halda í
sömu átt.“
Bernth segir að umræddar breytingar hafi
eingöngu verið gerðar með það í huga að búa
til betra sjónvarpsefni en áður. Metnaðarfullt
starfsfólk DR hafi viljað
auka gæði þess sem í
boði væri.
„Undir lok aldarinnar
þótti sumt efnið gott en
annað alls ekki. Gerðar
höfðu verið misheppn-
aðar þáttaraðir og ýmis-
konar annað efni, efni sem hlaut ekki góðan
hljómgrunn. Hvorki persónur né söguþráður
þóttu nógu spennandi. Þess vegna var ákveðið
að blása nýju lífi í framleiðsluna, gera hana
faglegri í því skyni að efnið yrði betra.“
Bernth var framleiðandi hjá DR þegar þetta
var. Yfirmaður hennar kynnti sér hvernig
Bandaríkjamenn fóru að, sem fyrr segir, og
hún var síðan send vestur um haf og kynnti sér
framleiðslu í höfuðborg leikins efnis í heim-
inum, sjálfri Hollywood.
„Það var áhugavert að á þessum tíma hafði
enginn áhuga á því í Danmörku, fyrir utan DR,
að gera sjónvarpsþáttaraðir. TV2 keypti mikið
af efni frá Englandi, Bandaríkjunum og víðar
en við áttuðum okkur á því að besta leiðin til að
fanga athygli áhorfenda og vekja áhuga þeirra
fyrir alvöru, væri að bjóða upp á efni á okkar
eigin tungumáli. Jafnvel þótt efnið yrði hugs-
anlega selt úr landi væri þetta besta leiðin til
að efnið yrði trúverðugt og spennandi.“
Verðum að halda sérkennum á lofti
Allir vita hver þróunin varð í kjölfar breyttra
vinnubragða DR. Danskt sjónvarpsefni varð
vinsælt um nánast allan heim og aðrir fylgdu í
kjölfarið. TV2 hefur einnig framleitt og selt
efni úr landi, þáttaraðir Svía og Norðmanna
hafa öðlast vinsældir víða og Íslendingum eru
að sjálfsögðu í fersku minni gríðargóðar við-
tökur sem Ófærð hlaut úti í hinum stóra heimi.
Bernt segir allar þessar frændþjóðir hafa
sýnt mikinn metnað á þessu sviði undanfarin
ár, ekki síður en Danir, sem sé afar ánægju-
legt. „Við Norðurlandabúar segjum sögur á
annan hátt en tíðkast í öðrum Evrópulöndum,
Bandaríkjunum og Suður-Ameríku, svo ég
nefni dæmi. Þeim einkennum sem greina okk-
ur frá öðrum tel ég okkur þurfa að halda; við
verðum að þora að sýna hvernig við erum í
raun og veru. Að halda sérkennum okkar á
lofti. Ef við reynum að apa eftir öðrum mun
okkur mistakast. Bandaríkjamenn hafa alltaf
gert langbestu glæpaþættina, sem heims-
byggðin hefur horft á, en nú vill fólk líka fá að
sjá öðruvísi sögur. Norður-Evrópa er rækilega
komin á kortið og Ísraelar framleiða orðið sér-
staklega gott sjónvarpsefni, svo ég nefni annað
dæmi. Ekki er lengur hægt að halda því fram
að Bandaríkjamenn séu langbestir.“
Þegar Bernt er spurð að því hvort Danir
hafi á sínum tíma sett miklu meiri peninga í
gerð leikins sjónvarpsefnis en áður – hvort
fjármagnið skipti ef til vill sköpum, svarar hún
á áhugaverðan hátt.
Segir DR vissulega hafa aukið fjármagn til
gerðar leikins efnis og á móti dregið úr fram-
leiðslu annars kyns skemmtiefnis. „Við höfum
þó eftir sem áður miklu minna fé til ráðstöf-
unar en til dæmis Englendingar, Frakkar og
Bandaríkjamenn, við gerð leikins sjónvarps-
efnis. Það kann að hljóma undarlega en það að
hafa ekki alltaf úr gríðarlegum fjármunum að
spila getur haft jákvæð áhrif,“ segir Bernth.
Þurfa að geta unnið í friði
„Við verðum alltaf að gera okkar allra besta.
Hver einasta þáttaröð verður að vera virkilega
góð vegna þess að við fáum ekki annað tæki-
færi! Við framleiðum bara eina eða tvær raðir
á ári, ekki 30 til 40 eins og sums staðar tíðkast.
Starfsmenn eru meðvitaðir um þetta, allir sem
einn, og eru því alltaf á tánum; vanda sig sem
mest þeir mega. Fátæktin getur því í raun og
veru verið jákvæð eftir allt saman, að listrænu
leyti!“
Getur verið
hollt að hafa
ekki úr mjög
miklu að moða
Danskir leikarar rötuðu endrum og sinnum inn á íslensk heim-
ili á árum áður en urðu nánast í einu vetfangi fastagestir í hér-
lendum sjónvarpsstofum og raunar um víða veröld. Hvernig
fóru Danir að þessu? Yfirmaður leikins efnis hjá DR svarar því.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
’Fólk er alls staðar einssvo ef sagan er góð ogpersónurnar áhugaverðargetur sjónvarpsefni orðið vin-
sælt hvar sem er í heiminum
Piv Bernth: Mjög mikilvægt
að vera trúr sínum eigin
menningarlega bakgrunni
ÞÁTTAGERÐ
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
Piv Bernth tók við starfi yfirmanns
leikins efnis hjá danska ríkisútvarpinu
(DR) árið 2011. Hún er sextug , leik-
stjóri að mennt og starfaði lengi við
Konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn og önnur leikhús í heimalandinu.
Um þrítugt reyndi hún fyrir sér í bíó-
bransanum og tók síðar að sér leik-
stjórn fyrir sjónvarp en sinnti jafnframt
ýmsum verkefnum í leikhúsinu.
Bernth var síðan ráðin sem fram-
leiðandi til DR og vakti fyrst verulega
athygli á þeim vettvangi með Nikolaj
og Julie árið 2002 og síðan Forbrydel-
sen. Með þeim þáttum komst Dan-
mörk einmitt rækilega á kortið.
Piv Bernth er mikils metin á heims-
vísu og nærtækast að nefna að haustið
2013, hálfu öðru ári eftir að hún tók
við núverandi starfi, stillti bandaríska
tímaritið Hollywood henni á lista yfir
25 áhrifamestu konur heims í sjón-
varpsbransanum.
PIV BERNTH
Talin ein sú
áhrifamesta
DR/Ola Kjelby