Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017
Enda þótt fáum sé nafnið
Krystyna Skarbek tamt er
talið að Ian Fleming, faðir
James Bond, hafi byggt tvær
kvenpersónur á henni, Ves-
per Lynd í Casino Royal,
og Tatiönu Romanovu í
From Russia, with Love.
Clare Mulley útilokar
þetta ekki en segir Flem-
ing þá hafa byggt á orð-
rómi enda hafi þau
aldrei hist í lifanda lífi.
Mulley þykir saga
Skarbek upplagt
kvikmyndafóður
og þegar er búið
að selja réttinn.
Engin önnur en
Angelina Jolie
hefur verið orðuð
við verkefnið.
Hún skíðaði út úr Póllandi meðmyndefni á örfilmum, semhún hafði komist yfir, falið í
leðurhönskunum sínum en það gaf
fyrstu vísbendinguna um Barbar-
ossa-aðgerðina; áform nasista um að
ráðast á þáverandi bandamenn sína,
Sovétmenn, í seinni heimsstyrjöld-
inni. Myndefnið skilaði sér alla leið
inn á skrifborð Winstons Churchills,
sem síðar kallaði hana „uppáhalds
njósnarann sinn“, að sögn dóttur
hans, Söruh.
Nasistar í Póllandi handtóku hana
árið 1941, ásamt ástmanni sínum, en
hún fékk þau laus úr haldi á þeim for-
sendum að hún væri með berkla.
Hóstaði blóði máli sínu til stuðnings.
Það sem nasistarnir vissu ekki var að
blóðið kom ekki upp úr henni, heldur
úr tungunni sem hún hafði bitið í í
þessum tilgangi.
Þá stökk hún úr fallhlíf yfir Frakk-
landi árið 1944 til að greiða götu inn-
rásarhers bandamanna og lét heil-
mikið að sér kveða, meðal annars með
því að koma á sambandi milli frönsku
og ítölsku andspyrnuhreyfinganna.
Þá tryggði hún flótta þýsks herliðs á
mikilvægum stað í Ölpunum og hjól-
aði langa leið til að bjarga breskum
félaga sínum og tveimur frönskum
andspyrnumönnum, þegar nasistar
ætluðu að skjóta þá, með stórfelldum
ýkjum þess efnis að her bandamanna
væri á næstu grösum.
Já, pólska greifynjan Krystyna
Skarbek var ekkert blávatn. Hún var
einn helsti kvenkyns njósnari Breta í
seinna stríði en samt hafa afrek henn-
ar ekki farið hátt og örlög hennar
urðu hörmuleg að stríði loknu. „Hún
var ótrúleg kona og það er gjör-
samlega galið að hún sé ekki þekkt-
ari,“ segir Clare Mulley, sem ritaði
ævisögu Skarbek árið 2013, í samtali
við breska blaðið The Guardian í vik-
unni. „Ég vil alls ekki gera lítið úr
öðrum, körlum og konum, sem
gegndu sama hlutverki, sögur þeirra
eru allar magnaðar, en saga hennar
er á hinn bóginn lygileg og hún hefur
ekki hlotið þá viðurkenningu sem
henni ber.“
Sjálf lagði Mulley sitt lóð á vog-
arskálarnar í vikunni, þegar afhjúpuð
var brjóstmynd úr bronsi af Skarbek
í Pólska arinklúbbnum í Lundúnum.
Skarbek fæddist í Varsjá árið 1908,
dóttir auðugs greifa af gyðinga-
ættum. Faðir hennar lést þegar hún
var rúmlega tvítug og eftir það
harðnaði á dalnum hjá fjölskyldunni.
Skarbek fékk vinnu hjá Fiat-
umboðinu í Varsjá en þoldi illa út-
blástursreyk og varð frá að hverfa.
Að læknisráði fór hún að stunda úti-
vist af kappi, meðal annars skíði, sem
kom að góðum notum í stríðinu.
Hún flúði til Lundúna þegar Þjóð-
verjar hernámu Pólland 1939 ásamt
eiginmanni sínum, Jerzy Gizycki,
þeim öðrum í röðinni. Hann var tröll
að burðum og þau kynntust þegar
hann skíðaði í veg fyrir Skarbek og
bjargaði henni þannig frá fjörtjóni
þegar hún hafði misst alla stjórn í
brekkum Zakopane.
Dó í útrýmingarbúðum
Skarbek reyndi mikið að fá
móður sína til að sigla í kjöl-
farið, smyglaði sér meira að
segja heim til Varsjár, en
sú gamla harðneitaði og
bar síðar beinin í útrým-
ingarbúðum Þriðja
ríkisins.
Skarbek og
Gizycki gengu bæði
til liðs við bresku
leyniþjónustuna
en hún fór
skömmu síðar
að halda við
samnjósnara sinn, Andrzej Kowerski,
meðan þau unnu að verkefni í Ung-
verjalandi. Þar með lauk stormasömu
hjónabandi Skarbek og Gizynski.
„Hann var minn Svengali svo lengi að
hann trúði því ekki að ég myndi fara
frá honum,“ á hún að hafa sagt.
Skarbek mætti miklu tómlæti í
Bretlandi eftir stríð og Mulley gróf
upp skjal á þjóðskjalasafninu, þar
sem einfaldlega er sagt: „Við þurfum
ekki lengur á henni að halda.“ Skar-
bek var því leyst frá störfum hjá
leyniþjónustunni, með eins mánaðar
laun upp á vasann.
Til að bíta höfuðið af skömminni
neituðu Bretar Skarbek fyrst um rík-
isborgararétt enda þótt hún ætti ekki
afturkvæmt til Póllands, sem nú var
undir handarjaðri Sovétmannna. Þeir
sáu þó síðar að sér.
Síðustu árin vann Skarbek sem
klósettvörður á skemmtiferðaskipi,
þar sem hún kynntist manni sem bar
til hennar losta. Skarbek hafnaði
manninum með þeim afleiðingum að
hann elti hana uppi og stakk hana til
bana í lobbíinu á hóteli í Earls Court í
Lundúnum árið 1952. Hún var 44 ára.
Stungin í
hjartað af ást-
sjúkum manni
Pólska greifynjan Krystyna Skarbek átti stutta en
viðburðaríka ævi, njósnaði meðal annars fyrir
Breta í heimsstyrjöldinni síðari og féll fyrir hendi
ástsjúks manns. Enn er barist fyrir því að hún
hljóti þá viðurkenningu sem hún þykir eiga skilið.
Ursula
Andress sem
Vesper Lynd.
Fyrirmynd
Bond-dama
Krystyna Skarbek tók sér nafnið Christine Granville þegar hún flutti til Lundúna. Ævi hennar var allt annað en venjuleg.
’
Ég krosslegg fingurna og vonast eftir verðugri og
frábærri kvikmynd. Hún á skilið að verða heiðruð
almennilega.
Clare Mulley, höfundur ævisögu Skarbek.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
ÞÝSKALAND
STUTTGART Tvær tegundir af
eðlum í útrýmingarhættu, sand- og
veggeðlur, tefja nú umfangsmiklar
járnbrautarframkvæmdir í Suður-
Þýskalandi, á leið sem kallast Stuttgart
21. Þúsundir þeirra hafa fundist á
leiðinni og þar sem tegundirnar eru báðar í útrýmingarhættu
þarf að flytja þær annað. Deutsche Bahn, sem stendur að
framkvæmdunum, metur kostnaðinn á 1,7 milljarða króna.
INDÓNESÍA
ACEH Saksóknari hefur farið
fram á það að tveir menn, 20
og 23 ára, sem gengist hafa
við því að eiga í kynferðislegu
sambandi, verði hýddir 80
sinnum verði þeir fundnir
sekir um samkynhneigð.
Mannréttindasamtök hafa
mótmælt hástöfum og ímynd
Indónesíu sem hófsams
múslímaríkis hefur laskast
nokkuð vegna málsins og
fangelsis-
dóms yfir
kristilegum
leiðtoga
vegna
guðlasts í
vikunni.
TAÍVAN
TAIPEI May Chen, sem er 28 ára,
er ólofuð og með ólæknandi brjósta-
krabbamein. Hún lét það þó ekki
stöðva sig í því
að láta gamlan
draum rætast; að
láta taka af sér
brúðarmyndir. „Úr
því draumaprinsinn
hefur ekki látið sjá sig ennþá lét ég bara
verða af þessu ein míns liðs,“ sagði
Chen við breska ríkissjónvarpið, BBC.
BANDARÍKIN
HOLLYWOOD
Leikkonan Jessica Chastain
hvetur fleiri konur til að
taka að sér
kvikmynda-
gagnrýni,
en 90%
gagnrýnenda
vestra í
dag eru
karlar, að hennar sögn.
„Gagnrýnendur hafa áhrif á
það hvaða kvikmyndir fólk
vill sjá og þess vegna er
mikilvægt að kynjahlutfallið
sé jafnara. Þetta er ekki
síður mikilvægt en að fjölga
kvenkyns leikstjórum en er
eigi að síður mun sjaldnar í
umræðunni,“ segir Chastain.