Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 21
14.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Þ ú ferð ekkert úr stólnum fyrr en ég er búinn að sýna þér svolítið,“ sagði Jón Halldór Guðmundsson rakari við Árna Sæberg ljósmynd- ara á dögunum – og sneri aftur að bragði vopnaður tölvu. Og hvað var a’tarna? Ljósmynd sem Árni hafði tekið af Þrídröngum árið 2009 á þýskri síðu á netinu. Jón tengdi sér- staklega við myndina enda gaf Árni honum hana á sínum tíma og hangir hún uppi á vegg hjá honum. Ekki nóg með það, dóttir rakarans benti honum á þá áhugaverðu staðreynd að fólk út um allan heim væri að deila téðri mynd í gríð og erg á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal ekki minni maður en sjálfur poppprinsinn og Ís- landsvinurinn Justin Bieber. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndin af Þrídröngum heillar fólk og veitir því innblástur. Árni rifjar upp söguna af því þegar hann var sendur að ljósmynda metsöluhöfundinn Yrsu Sigurðardóttur heima hjá henni. Hann var þá nýbúinn að lesa bók hennar, Ég man þig, og skalf og nötraði af spennu frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu. „Ég var við það að gera í bræk- urnar – einn í vetrarmyrkrinu heima. Sem bet- ur fer var hundurinn hjá mér,“ rifjar Árni upp brosandi en Ég man þig er sem kunnugt er komin á hvíta tjaldið og hræðir þar líftóruna úr gestum þessa dagana. Ég man þig gerist að hluta á Hesteyri og Árni sýndi Yrsu til gamans ljósmynd sem hann hafði tekið þar árið 1993. Þau settust niður og Árni sýndi rithöfundinum næst myndir frá Þrídröng- um. „Hún rak strax upp stór augu og áttaði sig greinilega á því að hægt væri að láta mikinn hrylling eiga sér stað þarna,“ segir Árni. Úr hverju voru menn gerðir? Fáeinum árum síðar sendi Yrsa frá sér bók sem hún kallaði Lygi. Hún hefst á þessum orðum: „Stjórnstöð: Hvernig miðar? TF-LÍF: Við sjáum Þrídranga fram undan. Ættum að vera komnir fljótlega.“ Eins og margir virðist Yrsa hafa heillast af vitanum. Höldum áfram með Lygi: „Hafflötur- inn minnir einna helst á flauelsdúk með blúnd- um á jaðrinum en þó er ekkert fjær lagi. Vitinn, sem dregur þau á þessar slóðir, var byggður þarna til að forða því að drangarnir yrðu sæfar- endum að fjörtjóni í brimi og svartamyrkri. Hvernig mönnum tókst að reisa vita efst á Stóradrangi á sínum tíma er með ólíkindum. Helgi hefur lesið sér til um smíðina sem ráðist var í um það leyti sem heimsstyrjöldin síðari skall á. Engum þyrlum var til að dreifa og allt efni og mannskapur því flutt sjóleiðina að klett- inum og upp fertugan hamarinn. Helgi veltir fyrir sér – og ekki í fyrsta sinn – hvort menn hafi verið gerðir úr einhverju öðru efni áður fyrr og hvort nútímamaðurinn sé fær um að vinna slík þrekvirki, það reyni bara aldrei á það.“ Helgi þessi er einmitt ljósmyndari, sem slæst í för með Landhelgisgæslunni, líkt og Árni Sæ- berg hefur gert ótal sinnum gegnum tíðina. „Gott ef hann er ekki feitlaginn í bókinni; ég er búinn að vera í stöðugu aðhaldi síðan hún kom út,“ segir Árni hlæjandi. Hann var raunar ekki farinn að starfa sem ljósmyndari þegar hann kom fyrst út í Þrí- dranga árið 1979. Var þá háseti á varðskipinu Ægi og fékk að fara með Birni Jónssyni flug- stjóra þegar skipta þurfti um gashylki í vitanum. „Ég hef verið heillaður af þessum stað síðan. Það er mjög sterk upplifun að koma út í Þrí- dranga.“ Það er létt yfir mannskapnum hjá Gæslunni og eftir að ljósmyndabakterían tók sér bólfestu í Árna var hann aldrei kallaður annað en „túr- istinn“; myndavélin hékk nefnilega alltaf fram- an á honum. Árni hóf störf á Morgunblaðinu ár- ið 1984 og hefur unnið þar síðan. Þrídrangar standa um 10 km vestur af Heimaey og eru í raun fjórir; Stóridrangur eða Háidrangur, Þúfudrangur og Klofadrangur og sá fjórði nafnlaus. Árið 1938 var lagður vegur upp í Stóradrang og árið eftir var reistur þar viti og þyrlupallur nokkrum árum síðar. Litlar þyrlur geta lent á pallinum á Stóra- drangi og það gerði Árni árið 1979. Þegar hann sneri aftur, með Sigurði Ásgeirssyni, flugstjóra og áhöfn hans hjá Gæslunni, árið 2009, var þyrl- an á hinn bóginn of stór til að lenda. Hann var því látinn síga niður í dranginn. „Satt best að segja stóð mér ekki alveg á sama, sérstaklega þegar ég lenti á pallinum og hélt ég myndi fara fram af, en ég veit að þeir kunna sitt fag hjá Gæslunni, auk þess sem ég var auðvitað ennþá í vírnum. Mér líður alltaf vel með þessum snillingum; þeir eru ótrúlega fær- ir.“ Þegar hann kom upp á Mogga vissi Árni að hann var með frábært efni í höndunum en myndirnar birtust í blaðinu 20. september 2009 ásamt texta eftir Freystein Jóhannsson. Vitabyggingin á Þrídröngum er sennilega ein hin allra erfiðasta sem framkvæmd hefur verið við Íslandsstrendur og Freysteinn vitnar í grein eftir Eyjólf Gíslason um byggingu vitans í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1966. Það er verkstjórinn, Árni G. Þórarinsson, sem talar: „Það fyrsta sem varð að gjöra var að leggja veg upp í dranginn, því það var ófært öllum, þó þeir væru fjallamenn. Til þess voru valdir góðir fjallamenn, þeir voru: Þorsteinn Sigurðsson Melstað Vestm., Hjálmar Jónsson Dölum og Svavar Þórarinsson Suðurgarði, allir Vest- mannaeyingar. Það var farið með grjótbora, hamra, keðju og klemmur til að setja keðjuna fasta með. Þetta höfðu þeir allt með sér og ströng fyrirmæli um að fara varlega og bolta sig áfram upp ef með þyrfti. Svo leggja þeir af stað og geng- ur allt vel þar til þeir eru komnir upp undir brún, þar slútir bergið fram- yfir sig og því engin handfesta og lítil fótfesta. Bjóst ég nú við að þeir tækju til við að bora fyrir boltum til þess að hafa þó að minnsta kosti fast fyrir fæturna, en þeir voru nú ekki að tefja sig á því, heldur leggst einn af þeim á fjóra fætur utan í bergflá- ann, svo skríður annar uppá bakið á honum og stendur með fætur á öxlunum, svo klifrar sá þriðji upp þessa tvo, sem búnir voru að stilla sér upp, þá tekst honum að ná handfestu uppi á brúninni og vega sig alveg upp. Ég ætla ekki að lýsa því hvernig mér leið meðan þeir voru að þessu glæfraspili ...“ Hver upp af öðrum Einn þremenninga, Hjálmar Jónsson frá Döl- um, skrifaði lýsingu á uppgöngu þeirra félaga: „Uppgangan gekk frekar greitt. Þegar við komum upp undir efsta bringinn, þá urðum við að styðja hver annan, þannig að ég stóð neðst- ur, Svavar stóð fyrir ofan mig þannig að hann tyllti öðrum fæti í bergið en stóð með hinni á öxl minni, svo varð Þorsteinn að klífa upp bakið á Svavari og komst hann þannig upp á brún. Hann hafði tó fast við sig, svo við komumst upp á því strax og hann var kominn upp.“ Hér hafa farið kræfir karlar og hraustir. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið kemur ekki á óvart að Árna Sæberg langi að bjóða Yrsu Sigurðardóttur með sér út í Þrídranga. „Ég þekki býsna marga þyrluflugstjóra og ég trúi ekki öðru en að einhver þeirra bjargi þessu bráðlega – í blíðskaparveðri. Það yrði gaman að mynda Yrsu í dranginum, þar sem hún skóp all- an þennan hrylling ...“ Drunginn í dranginum Ljósmynd sem Árni Sæberg tók af Þrídrangavita árið 2009 fer nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, meðal ann- ars fyrir atbeina Justins nokkurs Biebers. Fleiri listamenn hafa heillast af myndinni gegnum tíðina, eins og Yrsa Sig- urðardóttir sem Árni vill ólmur fá með sér út í dranginn. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigið niður í Stóradrang úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þrídrangar standa um 10 km vestur af Heima- ey og eru í raun fjórir; Stóridrangur eða Hái- drangur, Þúfudrangur og Klofadrangur og sá fjórði nafnlaus. Hesteyrarmyndin sem Árni sýndi Yrsu. Hún var tekinn þegar ljósmyndarinn var í kajakferð á Hornströndum árið 1993. Justin Bieber á tón- leikum í Kórnum. Yrsa Sigurðardóttir hreifst af stórbrotinni feg- urð og dulúð Þrídranga. Árni Sæberg kom fyrst út í Þrídranga árið 1979. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.