Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.5. 2017 LESBÓK Stofuhiti heitir ritgerð sem Berg-ur Ebbi Benediktsson sendifrá sér á dögunum þar sem hann veltir fyrir sér nútímanum og okkur sem byggjum þann nútíma. Í ritgerðinni koma fyrir sjálfsmyndir, Bob Dylan, David Beckham, fagur- fræði, rasistafaggar, upplýsingahafið (sem er ekki til), útsýni, sannleikur- inn, nándin, Tupac frá Amnesty í To- ronto og hvítar snúrur svo dæmi séu tekin. Bergur segir að Stofuhiti sé óvenju- leg bók að formi til. „Þetta er ritgerð og ritgerð má þess vegna kalla langan pistil, óskáldlega frásögn eða jafnvel esseyju en það er dálítið fráhrindandi að nota það orð, það virkar hálf fræði- legt, eins og þetta sé of gott fyrir les- andann. Þetta á sinn stað í íslenskri bókmenntasögu og frægustu dæmin eru þegar Halldór Laxness og Þór- bergur Þórðarson skrifuðu ritgerðir á sama tíma og þeir voru að skrifa sínar stóru skáldsögur, en miklu fleiri hafa skrifað svona bækur.“ – Þú nefnir Halldór og Þórberg sem dæmi, en þeir skrifuðu sínar rit- gerðir yfirleitt til birtingar í blöðum eða tímaritum og síðar var þeim safn- að saman í bók. Stofuhiti er annars eðlis, því efni hennar hefur ekki birst annars staðar. „Mér fannst ekki mjög spennandi að bjóða fólki upp á samansafn af pistlum, þó að ég gæti örugglega valið eitthvað sem gæti fyllt bók og ég verið ánægður með. Þessi ritgerð er þó að einhverju leyti byggð á þeim hug- myndum sem ég hef notað í marga pistla í gegnum árin, en ég hef verið að skrifa pistla með hléum í rúm tíu ár. Hugmyndirnar eru þó ekki bara úr pistlum, heldur líka uppistandi, sem er listform sem byggist mikið á sam- tali þar sem ég hlusta á hvað fólk er óákveðið með eða kvíðið yfir, því fólk hefur gaman af því sem það er óör- uggt með. Svo líka úr útvarpi, eða hlaðvarpi í mínu tilfelli, en ég hef verið með hlaðvarp í þrjú og hálft ár, búinn að gera yfir hundrað þætti með Snorra Helgasyni þar sem við náum að byggja upp allskonar hugmyndir og pælingar í samtölum,“ segir Berg- ur og bætir við að öðrum þræði hafi bókin orðið til vegna þess að útvarp og hlaðvarp og uppistand séu svo óá- þreifanleg form, þar fara pælingar í loftið og eru svo horfnar. „Það á sér- staklega við með uppistandið, við skiptum oft um efni og ég man til dæmis sjálfur varla hvað ég var með fyrr þremur árum, þannig að ég er líka að reyna að taka saman það sem ég hef verið að pæla í undanfarin ár, alls ekki allt, heldur það sem mér finnst standa upp úr, og koma því í bók þannig að ég geti svo byggt á því í framtíðinni.“ Lagt á djúpið – Þú segist byggja á hugmyndum sem þú hefur verið að velta fyrir þér yfir árin, en það hafa væntanlega ýmsar nýjar hugmyndir kviknað við skrifin og svo þykir mér líklegt að sitthvað hafi farið í aðrar áttir en þú bjóst við. „Algjörlega, þetta var bara það sem ég notaði til að fá fókusinn þegar ég var að byrja. Besta leiðin til að fá hug- myndir er einmitt að byrja að skrifa, byrja að orða hugsanir sínar, það er svo ótrúlegt hvað getur gerst þegar maður leggur á djúpið.“ – Ég hélt að þetta væri pistlasafn áður en ég byrjaði að lesa bókina en komst svo að því að hún er allt annars eðlis og í henni er mikið samhengi, það eru ýmsir þræðir sem binda hana saman. „Ég skrifaði þetta í nokkurn veginn sömu röð og það birtist í bókinni, en ég held að samhengið komi helst frá frásagnargleði, það er innbyggt í alla um leið og þeir byrja að tala þá mynd- ast samhengið. Ég reyndi samt að vera ekki of mikið að búa til samfellt verk úr þessu því maður vanmetur oft lesendur, þeir búa til samhengi í hug- anum. Í þessu tilfelli er ég að þreifa í myrkri með allskonar pælingar og ég veit að lesandinn klárar margar af þessum pælingum sjálfur. Ég vildi hafa smá samtal jafningja í þessu og það á ekki að vera erfitt; eins og segir í bókinni snýst þetta bara um að vera ekki fáviti, að vera hæfilega hófstilltur og ekkert allt of góður með sig, en auðvitað er smá áhætta að taka sjálfan sig inn í dæmið. Ég veit að sumum finnst asnalegt þegar maður er að skrifa um sjálfan sig, en mér fannst það kúl, ekki vegna þess að ég hafi lifað eitthvað öðruvísi eða áhuga- verðri ævi, heldur einmitt vegna þess að ég hef lifað svo venjulegri ævi. Það að hafa lifað svona venjulegri ævi og vera þetta gamall og svona ráðvilltur fannst mér vísbending um að hugsanlega liði öðrum þannig líka. Ég held að mjög margir séu orðnir fullorðnir, fjölskyldumenn og -konur, og séu að pæla: Hvað á ég að titla mig í símaskránni? Hvað á ég að segja við þennan þegar ég hitti hann? Þess vegna fannst mér í lagi að tala um mig þó að ég sé ekkert merkilegur.“ Þreifað í myrkri Í ritgerð Bergs Ebba Benediktssonar, Stofuhita, sem kom út á bók fyrir stuttu dregur hann fram ýmisleg fyrirbæri úr nútímanum í leit að stóru sögunni og leitast við að sýna örlítið samhengi í öllu saman með sófafræðum sínum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fjórða og síðasta bókin í Napólí-fjórleik Elenu Ferrante, Sagan af barninu sem hvarf, er komin út. Í bókinni segir frá því er Elena er gift kona í Flórens og gengur flest í haginn, en Lila komin til áhrifa í þeim heimi glæpa, karlrembu og klíkuskapar sem þær báðar fyrirlitu. Hinar bæk- urnar þrjár eru Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni og Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi. Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi, Bjartur gefur út. Sonur Lúsífers er seinni hluti tvíleiks eftir Kristina Ohlsson þar sem Martin Benner og Lucy Miller eru í aðalhlutverki. Í fyrri bókinni, Vefur Lúsífers, tók Benner að sér að verja látna konu sem sökuð hafði verið um fimm morð, en í þeirri seinni leitar hann að Mio, syni glæpaforingjans Lúsífers, sem hótað hefur að ræna uppeldisdóttur Ben- ners ella. Nanna B. Þórsdóttir þýddi, JPV gefur út. Lok Lúsíferstvíleiks Þremur sekúndum Roslunds og Hellströms lauk þar sem Piet Hoffman, flugumaður sænsku lög- reglunnar, hefur nýtt líf eftir æsispennandi glímu hans og lögreglumannsins Ewert Grens við pólsku eiturlyfjamafíuna. Snemma í Þremur mínútum tekur Hoffman svo að sér að lauma sér inn í kólumbískan kókaínhring, en það dregur heldur en ekki dilk á eftir sér og Ewert Grens þarf að skerast í leikinn. Veröld gefur út, Sig- urður Þór Salvarsson þýddi. Þrjár mínútur flugumanns Dag einn þegar Cecilia Fitzpatrick er að taka til heima hjá sér finnur hún gamalt umslag sem stíl- að er til hennar og á því segir: Opnist aðeins ef ég dey. Henni verður eðlilega um þar sem eigin- maðurinn er bráðlifandi. Skýringar hans á tilurð umslagsins eru ótrúverðugar og svo fer að hún opnar umslagið og við það hrynur líf hennar. Leyndarmál eiginmannsins eftir Liane Moriarty sat í tvö ár á metsölulista New York Times. Tind- ur gefur út. Helgi Jónsson þýddi. Leyndarmál eiginmannsins Fyrir tveimur árum var 100 ára af- mælis kosningaréttar kvenna fagn- að með ýmsum hætti og þar á meðal fyrirlestraröð sem helguð var ömm- um og flutt var vorið 2015 á vegum Rannsóknastofnunar í jafnréttis- fræðum, RIKK. Upp úr þeim fyrir- lestrum unnu fyrirlesarar síðan greinar sem birtar eru í Fléttum, ritröð RIKK, undir yfirskriftinni Margar myndir ömmu. Í inngangi greinasafnsins, sem Irma Erlingsdóttir, einn ritstjóra verksins, skrifar, segir hún að markmiðið með fyrirlestraröðinni og bókinni hafi verið að segja sögur kvenna „sem lifðu þann tíma þegar nútíminn hóf innreið sína á Íslandi í lok 19. aldar og á fyrstu áratugum 20. aldar og varpa ljósi á hugmynda- heim þeirra, framlag, stöðu og að- stæður. Í fyrirlestrunum veltu fræðimenn því fyrir sér hvaða áhrif aukin kvenréttindi höfðu á líf for- mæðra okkar og með hvaða hætti þær tóku þátt í mótun nýs sam- félags.“ Síðar í innganginum segir Irma að erindin séu „tilraun til að kalla fram sögur af konum þegar þær eru enn að stórum hluta ósýnilegar“ og „[s]ögur af ömmum bregða öðru ljósi á söguna sem við teljum okkur þekkja og setja hana í nýtt sam- hengi“. Í bókinni segir Guðmundur Hall- Margar myndir ömmu TÍMAMÓTARIT Napólífjórleik lýkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.