Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.05.2017, Blaðsíða 41
14.5. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Fjölskylduleiðsögn verður í Lista-
safninu á Akureyri á laugardag kl.
11. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir
fræðslufulltrúi mun fjalla um Sköp-
un bernskunnar 2017 og sýn-
ingu Aðalsteins Þórssonar.
Sirkus Ís-
lands sýnir
Fjörleikahúsið
í Tjarnarbíói á
sunnudaginn
kl. 14 og 16.
Sýningin er af-
rakstur sirkus-
námskeiða fyrir
börn, Æskusirkussins,
og er sett upp af
börnum í framhalds-
deild undir leiðsögn
kennara.
Meistaranemar í myndlist verða
með listamannaspjall um útskriftar-
sýningu sína í Gerðarsafni á
sunnudaginn kl. 15. Aðgangur er
ókeypis og fróðlegt að heyra hvað
nemendur hafa að segja um verkin.
Kvikmyndin Ég man þig, eftir leik-
stjórann Óskar Þór Axelsson,
hefur lagst vel í gagnrýnendur og
um að gera að styðja við íslenska
kvikmyndagerð og drífa sig að sjá
hana í bíó um helgina.
Hinir ástsælu Spaðar halda tón-
leika í Hannesarholti á sunnudag kl.
16. Spaðarnir segjast vera frægasta
óþekkta hljómsveitin á Íslandi og
eiga sér fjölda aðdáenda, eins og ef-
laust má sjá á tónleikunum.
Okkur finnst svo gaman aðsyngja íslensk verk semheppnast vel,“ segir Magn-
ús Ragnarsson, stjórnandi Söng-
sveitarinnar Fílharmóníu um verkið
Guðbrandsmessu eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur sem sveitin mun flytja
ásamt Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna í Langholtskirkju á sunnu-
dag.
Verkið var tilnefnt til Íslensku tón-
listarverðlaunanna sem tónverk árs-
ins 2003 en það er viðamikið og flutt
af fjórum einsöngvurum, kór og full-
skipaðri sinfóníuhljómsveit. Messan
var samin að beiðni Jóns Stefáns-
sonar heitins, organista í Langholts-
kirkju, og var frumflutt í tilefni af
fimmtíu ára afmæli Kórs Langholts-
kirkju. Verkið var samið í minningu
Guðbrands Þorlákssonar biskups, en
flutningurinn nú á sunnudag verður
tileinkaður minningu Jóns sem lést
fyrir aldur fram þann 2. apríl í fyrra.
Kórfantasía eftir Ludwig van
Beethoven verður jafnframt flutt á
tónleikunum. Þar leikur Gerrit Schu-
il einleik á píanó en einsöngvarar í
báðum verkum verða Hallveig Rún-
arsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir,
Þorbjörn Rúnarsson og Fjölnir
Ólafsson. Oliver Kentish verður
stjórnandi ásamt Magnúsi Ragnars-
syni.
Tónleikarnir verða í Langholts-
kirkju og hefjast þeir klukkan 20.
Sjálfur kveðst Magnús hafa verið
í Svíþjóð þegar verkið var flutt
upphaflega. Hann segir Jón
Stefánsson hafa verið svo ánægðan
með það að hann sendi Magnúsi
nótur að verkinu til Svíþjóðar, því
hann vildi að það færi sem víðast.
„Hildigunnur sagði mér að flytj-
endurnir hefðu fengið standandi
klapp í fimm mínútur eftir tón-
leikana, sem er mjög óvenjulegt,“
segir Magnús. Hann segir svo að það
hafi verið eftir að hann flutti heim frá
Svíþjóð árið 2006 sem hann og Hildi-
gunnur byrjuðu að ræða flutning á
verkinu. Í fyrrasumar segist Magnús
hafa verið að ræða við Oliver Kent-
ish, hljómsveitarstjóra Sinfóníu-
hljómsveitar áhugamanna, um
mögulegt samstarf þeirra á milli þeg-
ar þeir ákváðu að flytja saman Guð-
brandsmessu.
„Ný íslensk tónverk fara oft misvel
í kórfélaga, en þau gripu þetta strax.
Undanfarnar vikur höfum við svo
verið að æfa þetta með hljómsveit-
inni og það er ánægjulegt hvað þeim
finnst mikið til verksins koma,“ segir
Magnús að lokum.
thorgerdur@mbl.is
Söngsveitin Fílharmónía, sem stjórnað er af Magnúsi Ragnarssyni.
Guðbrands-
messa í Lang-
holtskirkju
Söngsveitin Fílharmónía og Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna flytja Guðbrandsmessu eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur auk verks eftir Beethoven í
Langholtskirkju á sunnudag.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, und-
ir stjórn Olivers Kentish, spilar í
Langholtskirkju ásamt Fílharmóníu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MÆLT MEÐ
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is