Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 5. M A Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 110. tölublað 105. árgangur
www.lyfja.is
Sumarið er
tíminn
Heilsutjútt
3.–14. maí
10-30%
AFSLÁT
TUR
af völd
um
heilsuv
örum
Er kominn
tími á ný
dekk?
Pantaðu
tíma fyrir
dekkjaskiptin
á N1.is
SAMFÉLAGS-
RÝNI Í
SPJÖRUNUM
MIKIÐ OG
ÓHEFT FLÆÐI
HUGMYNDA
MATUR Á
MBL.IS - FULLT
AF GÓÐGÆTI
KRISTINN MÁR 38 24 SÍÐNA SÉRBLAÐFATAHÖNNUN 12
Nemendum í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði bauðst í
gær að reyna sig í siglingasporti þegar þeir fóru á
kajökum út. Þetta var góð skemmtun en lærdóm-
ur þó líka, því öllum er mikilvægt að kunna ára-
lagið, hvort sem það er á bát eða í lífinu sjálfu. Ár-
inni kennir illur ræðari, segir máltækið, sem vísar
til þess að nálgast verði viðfangsefnin með réttu
lagi en skáka ekki í skjóli afsakana, og það gera
krakkar í Hafnarfirði ekki.
Morgunblaðið/Golli
Ungir ræðarar í Hafnarfirði læra rétta áralagið
Niðurstöður rannsóknar Hermundar
Sigmundssonar, prófessors í taugasál-
fræði við Vísinda- og tækniháskólann í
Þrándheimi í Noregi, á íslenskum
ungbörnum hafa vakið mikla athygli
og verið birtar í virtu vísindatímariti.
Samkvæmt þeim geta börn allt niður í
fjögurra mánaða staðið óstudd, hafi
þau fengið rétta örvun og æfingar.
Rannsóknina gerðu Hermundur og
samstarfsmenn hans í samráði við
Snorra Magnússon, íþróttakennara og
þroskaþjálfa, sem hefur starfað við
sundkennslu ungbarna í hátt í þrjátíu
ár.
Að sögn Hermundar er það við-
tekin kenning um þroska ungbarna
að þau geti ekki staðið í fæturna fyrr
en um níu mánaða aldurinn. Með að-
ferðum Snorra skapast taugateng-
ingar fyrr en ella sem gera barninu
kleift að standa. „Niðurstöður rann-
sóknarinnar sýna að með því að
skapa taugatengingar snemma geta
börn gert hluti fyrr en hingað til hef-
ur verið talið. Á það við um aðrar at-
hafnir? Það er stóra spurningin sem
við viljum leita svara við,“ segir
Hermundur.
annalilja@mbl.is »4
Geta staðið fjögurra mánaða
gömul með réttri örvun
Rannsókn sýnir að flýta má myndun taugatenginga hjá börnum
Morgunblaðið/Eva Björk
Fyrstu skrefin Sundkennsla getur
stuðlað að þroska ungbarna.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
hafa Samgöngustofu borist 362
kvartanir frá flugfarþegum og hefur
þeim fjölgað töluvert frá fyrra ári.
Allt árið í fyrra reyndust kvartanir
af þessu tagi til stofnunarinnar 424
talsins. Fjölgunina má að hluta
skýra með fjölgun flugferða, en einn-
ig er hún til komin vegna þess að fólk
er meðvitaðra um réttindi sín en á
árum áður. Flestar kvartanir sem
berast stofnuninni tengjast seinkun-
um flugferða. Þannig reyndust 356
kvartanir af 424 vera af þeim toga í
fyrra. 34 komu til vegna þess að flug-
ferðum var aflýst og 17 vegna þess
að flugfarþega var neitað um far af
einhverjum ástæðum. 11 reyndust
vegna farangurs og 6 vegna annars.
Neytendasamtökin veita neytend-
um upplýsingar og ráðleggingar
vegna flugsamgangna. Þar hefur er-
indum vegna mála af því tagi einnig
fjölgað mikið síðustu ár.
Dólgarnir ekki fleiri en áður
Íslenskum flugrekendum ber að
tilkynna þau atvik sem upp koma
þegar erfitt hefur reynst að hafa
stjórn á ölvuðum, ofsafengnum eða
óviðráðanlegum farþegum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Samgöngu-
stofu hefur slíkum tilvikum ekki
fjölgað heldur hefur fjöldi þeirra
nokkurn veginn haldist í hendur við
fjölgun farþega.
Samkvæmt EES-reglum verða
flugfélög að greiða farþegum skaða-
bætur þegar flugi er aflýst eða því
seinkað. Þau réttindi eru þó bundin
tilteknum skilyrðum en á vef Sam-
göngustofu getur fólk nálgast frek-
ari upplýsingar um það.
Gríðarleg fjölgun kvartana
Flugfarþegar kvarta til Samgöngustofu 362 erindi það sem af er þessu ári
MÓánægðum flugfarþegum… »6
Frá Stofnfiski í Höfnum er áætlað
að flytja út til Færeyja um tvær
milljónir hrognkelsaseiða í ár og
frá eldisstöð Hafró við Grindavík
fara 150-200 þúsund seiði. Verð-
mæti þessa útflutnings gæti verið
um 400 milljónir króna. Hrognkels-
in hafa dugað vel við að éta lús af
laxi í eldi, en laxalús er víða vanda-
mál í eldi.
Þá flytur Stofnfiskur einnig
nokkuð af smáseiðum og hrognum
hrognkelsa til Skotlands og Hjalt-
landseyja. »16
Ljósmynd/Agnar Steinarsson
Til Færeyja Seiðin eru oft um fimm mán-
aða og 20 g að þyngd við útflutning.
Seiði hrognkelsa
flutt út fyrir 400
milljónir króna
Áformað er að byggja um 100
íbúðir á Garðheimareitnum í Norð-
ur-Mjódd. Hagar eiga lóðina.
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
segir félagið „hafa hug á að þróa
þessa eign og gera úr henni meiri
verðmæti“. Hann segir Haga þó
ekki munu sjá um uppbygginguna
og þetta sé ekkert sem gerist alveg
á næstunni.
G. Oddur Víðisson arkitekt hefur
unnið tillögu að skipulagi á reitn-
um. Hann segir í skoðun að byggja
3-6 hæða fjölbýlishús með inn-
görðum. Á jarðhæð verði verslun
og þjónusta. Fallið er frá heimild í
aðalskipulagi um að á þessum slóð-
um verði reist fjölbýlishús sem yrði
8 til 10 hæðir.
Á reitnum sem um ræðir eru nú
Garðheimar, ÁTVR og bílasalan
100 bílar. »4
Áforma 100 íbúðir
í Norður-Mjódd