Morgunblaðið - 05.05.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2017
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
Algengt verð á Íslandi: 49.600 kr.
28.800kr.
Okkar verð
DeWALT BORVÉL
DCD795M1 Kolalaus 18V (4.0Ah)
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík taka á næstu
vikum til umsagnar hugmyndir að nýbygging-
um á lóðunum Stekkjarbakki 4-6 í Reykjavík.
Garðheimar, ÁTVR og bílasalan 100 bílar eru
þar með starfsemi í nokkrum byggingum.
G. Oddur Víðisson arkitekt kom að gerð til-
lögu um breytta notkun lóðarinnar. Hann segir
í skoðun að byggja um 100 íbúðir í 3-6 hæða
fjölbýlishúsum, með verslunum á jarðhæð. Á
milli þeirra verði inngarðar. Fallið sé frá heim-
ild í aðalskipulagi fyrir 8-10 hæða fjölbýlishús-
um. Randbyggð verði meðfram götunum.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda-
og eignasviðs Reykjavíkurborgar, segir borg-
ina gera ráð fyrir því að nýtt deiliskipulag fyrir
svæðið geti tekið gildi eftir ár.
Samkvæmt Fasteignaskrá hafa Hagar verið
skráðir eigendur lóðarinnar síðan í febrúar
2015. Lóðin var áður í eigu félagsins Dalsnes
ehf. Lóðin var fyrst skráð haustið 1999 og var
eigandinn félagið Gróðurvörur ehf.
Hagar munu ekki byggja fjölbýlishúsin
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir félag-
ið hafa skoðað „ákveðin þróunarmál á þessu
svæði“. Spurður hvort hugmyndin sé að Hag-
ar, eða aðrir fjárfestar, fari með uppbyggingu
á reitnum segir Finnur að Hagar séu ekki
verktaki. Aðrir muni fara með uppbyggingu.
„Það hefur komið fram á kynningum hjá
okkur að við höfum hug á að þróa þessa eign og
gera úr henni meiri verðmæti. Þarna eru leigu-
samningar í gildi í nokkur ár í viðbót. Þetta er
því ekkert handan við hornið en þetta er til
framtíðar,“ segir Finnur.
Áforma 100 íbúðir
á Garðheimareit
Norður-Mjódd Húsin með grænu þökunum eru Stekkjarbakki 4-6. Olís er í Álfabakka 2.
Morgunblaðið/Golli
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er ljóst hvort og þá hvaða áhrif
breytingar á greiðsluþátttöku sjúk-
linga í heilbrigðiskostnaði hafa á
sjúkrasjóði stéttarfélaga. Sigurður
Bessason, formaður Eflingar stétt-
arfélags, segir að það sé ekki hlut-
verk sjúkrasjóðanna að greiða al-
mennan læknis- eða lyfjakostnað
félagsmanna.
Með nýja greiðsluþátttökukerfinu
hækkar kostnaður við einstakar
læknisaðgerðir en um leið er lækkað
þak þeirra sem oft þurfa að leita
læknis.
Spurður um áhrif á sjúkrasjóðina
sem taka þátt í vissum heilbrigðis-
kostnaði félagsmanna segir Sigurð-
ur að það sé ekki ljóst. Vafalaust
muni reyna á það. „Það er alltaf
þannig að þegar aukið er við kostnað
á einum stað vill fólk gjarnan leita
leiða annars staðar til að létta af sér
kostnaði. Það er eðlilegur hlutur,“
segir hann.
Styrkja forvarnir
Hlutverk sjúkrasjóðanna er fyrst
og fremst að greiða sjúkradagpen-
inga til félagsmanna í veikindum,
eftir að það fer af launaskrá vinnu-
veitanda. Það getur bæði verið
vegna langvarandi veikinda og
styttri og einnig þegar félagsmaður
verður af tekjum vegna veikinda
maka eða barns. Sigurður segir að í
þetta fari meginhluti af greiðslum
sjúkrasjóðs Eflingar.
Til viðbótar styrkir sjóðurinn fé-
lagsmenn í forvörnum, eins og
hjarta- og krabbameinsskoðunum,
og greiðir styrki til nokkurra ann-
arra afmarkaðra þátta.
Óljós áhrif á
sjúkrasjóði
stéttarfélaga
Leita annað þegar kostnaður eykst
Morgunblaðið/Golli
Vinna Sjúkrasjóðir greiða ekki al-
mennan læknis- og lyfjakostnað.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Með réttri æfingu, örvun og einbeit-
ingu geta allt niður í fjögurra mánaða
gömul börn staðið nánast teinrétt í
15-30 sekúndur. Þetta eru nið-
urstöður rannsóknar Hermundar
Sigmundssonar,
prófessors í
taugasálfræði við
Vísinda- og
tækniháskólann í
Þrándheimi í
Noregi, og sam-
starfsmanna
hans, sem gerð
var hér á landi í
samstarfi við ung-
barnasund-
kennarann
Snorra Magnússon. Niðurstöðurnar
þykja varpa nýju ljósi á þroskaferil
ungbarna, þær voru nýlega birtar í
vísindatímaritinu Frontiers of
Psychology, sem er eitt hið virtasta á
sínu sviði, og hafa vakið mikla at-
hygli. Hermundur segir niðurstöð-
urnar kalla á fleiri rannsóknir á því
hvernig hægt sé að örva andlegan og
líkamlegan þroska ungbarna.
Að sögn Hermundar er það við-
tekin kenning um þroska ungbarna
að þau geti ekki staðið í fæturna fyrr
en um níu mánaða aldurinn. Hann
hefur lengi fylgst með aðferðum
Snorra í starfi hans sem ungbarna-
sundkennari og fyrir um sjö árum
bar Hermundur hreyfiþroska fjög-
urra ára barna sem höfðu verið í ung-
barnasundi hjá Snorra saman við
þroska barna sem ekki höfðu verið í
slíkri kennslu. Niðurstaðan var að
hreyfiþroski fyrrnefndu barnanna
var talsvert meiri en hinna. Her-
mundur segir niðurstöðurnar hafa
vakið mikla athygli, bæði í fræða-
samfélaginu og utan þess, og leiddu
þær til þeirrar rannsóknar sem nú
hefur verið birt.
Vantrúaðir vísindamenn
„Við getum ekki litið framhjá því
að í dag er minna talað við börn en
áður, þau eru mikið í snjalltækjum og
við höfum einfaldlega ekki hugmynd
um hvaða áhrif það muni hafa á þau í
framtíðinni. Það sem gerist í ung-
barnasundinu hjá Snorra er að með
þessu rétta áreiti og örvun skapast
taugatengingar fyrr en ella sem gera
barninu kleift að standa. Börnin fá
þarna áskoranir sem passa fyrir
þeirra þroskastig.“
Hermundur hafði sagt starfs-
félögum sínum í hópi vísindamanna
frá árangri Snorra. Fæstir trúðu
honum og sögðu ógerning að þriggja
til fjögurra mánaða gömul börn gætu
staðið óstudd. Máli sínu til sönnunar
fékk hann Snorra til að taka ungbarn
standandi á korkplötu upp á mynd-
band og sýndi félögum sínum sem þá
loks létu sannfærast.
Í rannsókninni fylgdist hópur Her-
mundar með hópi 12 barna sem voru
í ungbarnasundi hjá Snorra og fylgdi
þeim síðan eftir í þrjá mánuði.
„Foreldrar barnanna í hópnum
fengu leiðbeiningar um heimaþjálfun
þar sem unnið var með styrk, jafn-
vægi, samhæfingu og einbeitingu og
síðan var unnið með það áfram í
sundlauginni. Í lokin gátu öll börnin
staðið sjálf á korkplötu með sund-
kennaranum í lauginni í 15-30 sek-
úndur,“ segir Snorri
Spurður hvort börnin geti þá stað-
ið óstudd á gólfi, segir hann svo ekki
vera. „Þetta snýst um samspil barns
og kennara. Barnið leitast við að gera
þetta sjálft og halda jafnvægi, en fær
aðstoð frá kennaranum sem vaggar
plötunni aðeins til.“
- Hvernig varð þessi aðferð til?
„Þegar ég byrjaði að kenna ung-
barnasund fyrir 27 árum var ekki
markmiðið hjá mér að kenna ung-
börnum að synda, heldur að vinna
með samhæfingu og styrk, eftirtekt
og athygli. Annars er ekkert nýtt
undir sólinni og ég veit að þetta hefur
verið gert víða í mörg ár,“ segir
Snorri.
Fleiri rannsókna að vænta
Hermundur segir að þetta sé svið
sem fáir vísindamenn hafi sinnt.
Sjálfur sér hann ungbarnarann-
sóknir sem óþrjótandi viðfangsefni
og segir að nú sé verið að leita
styrkja til fleiri rannsókna á þessu
sviði.
„Hvað verður um þessa krakka
þegar þau verða eldri? Fara þau fyrr
að skríða eða standa við húsgögn?
Hvernig einbeita ungbörn sér, hvern-
ig virkar athygli þeirra? Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að með því að
skapa taugatengingar snemma geta
börn gert hluti fyrr en hingað til hef-
ur verið talið – á það við um aðrar at-
hafnir? Það er stóra spurningin sem
við viljum leita svara við.“
Morgunblaðið/Þórður
Teinrétt Heiðdís, sem hér sést með Snorra, tók þátt í rannsókn Hermundar.
Fjögurra mánaða og
standa óstudd og teinrétt
Rannsókn íslensks prófessors á ungbörnum vekur athygli
Hermundur
Sigmundsson